Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 48

Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 48
HINAR vinsælu H&M-verslanir hafa efnt til samstarfs við hol- lensku hönnuðina Viktor Horsting og Rolf Snoeren. Þeir eru með línu undir nafninu Viktor & Rolf og eru þekktir fyrir fram- úrstefnulega hönnun. Þetta er í þriðja skipti sem verslanakeðjan vinnur með þekktum fatahönn- uðum við nýja línu en áður hafa vinsælar línur í samvinnu við Karl Lagerfeld og Stellu McCartney verið til sölu í verslununum. Fata- línan kemur í verslanir í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið- Austurlöndum í nóvember á þessu ári. „Ef hátíska er háleitasta mynd tískuheimsins er H&M lýðræðis- legasta mynd sama heims,“ sagði hönnunartvíeykið í tilkynningu. „Rætur okkar eru í hátísku. Hún er hjartað og sálin í vinnu okkar. En okkur finnst líka gaman að leika okkur með andstæður, umbreyting er lykilatriði í stíl okkar. Hvað okkur varðar er tíska mótefni veruleikans. Það er frá- bært að koma sýn okkar á fram- færi við svona stóran hóp,“ sögðu hönnuðirnir og eru forsvarsmenn H&M jafnánægðir með að hafa fengið þessa hugmyndaríku Hol- lendinga til liðs við sig. „Við hlökkum til að geta boðið viðskiptavinum okkar fatalínu eft- ir þessa frábæru hönnuði,“ sagði Margareta van den Bosch, yfir- maður hönnunardeildar H&M. Reuters Hollensku hönnuðirnirViktor Horsting ogRolf Snoeren. Dæmi um hönnun frá Viktor & Rolf en þ etta er úr haust - og vetr arlín- unni 200 6–7. V ik to r og R ol f h an n a fy ri r H & M 48 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ THE DA VINCI CODE kl. 4 - 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA MI:3 kl. 5 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 6 og 8 SCARY MOVIE 4 kl. 6 og 8 B.I. 10 ÁRA V FOR VENDETTA kl. 10 B.I. 16 ÁRA eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK AMERICAN DREAMZ kl. 6 - 8 - 10 MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 X-MEN 3 kl. 8 - 10:10 B.i. 12 á DA VINCI CODE kl. 7:30 - 10:15 B.i. 14 á FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM GAMLI Playboykallinn Hugh Hefn- er er ekki allur af baki dottinn þótt hann sé orðinn áttræður. Hann mætti með kærusturnar sínar á kvikmyndahátíðina í Cannes og sagði blaðamönnum að hann væri í fantafínu formi þrátt fyrir árin sem hlaðast á hann. „Það er tvennt sem ég á að þakka því hversu sprækur ég er. Annars vegar eru það erfðaþættir en mamma varð 101 árs. Hins vegar á ég þrjár kærustur sem halda mér ungum,“ sagði Hefner, en bætti við að fyrir þremur árum hefði hann átt sjö kærustur. Það hefði verið of mik- ið. Eftir að hann fækkaði þeim í þrjár væri hann mun hressari. Hefner fagnaði áttræðisafmælinu ásamt kærustunum í Cannes. Þrjár eru betri en sjö ALÞJÓÐLEG húðflúrs- og rokkhá- tíð verður haldin dagana 8. til 11. júní á Gauki á Stöng og Bar 11. Þar munu húðflúrsmeistarar frá Banda- ríkjunum, Bretlandi og Íslandi sýna og bjóða upp á húðflúr á heims- mælikvarða fyrir gesti og gangandi auk þess sem mörg helstu rokkbönd landsins stíga á svið og trylla lýðinn á stöðunum tveimur. Þeir húðflúrsmeistarar sem taka þátt í hátíðinni eru: Santana og JJ frá Oddity Ink. í Bandaríkjunum en þeir félagar hafa unnið fjölda verð- launa í gegnum árin, Jason June frá Atomic Tattoo, Cheryl „The Devil“ Cline og Jason Thompson frá Bayou Tattoo, Colin Dale frá Kunsten pa Kroppen í Danmörku en hann fékk fyrstu verðlaun fyrir besta Celtic/ Tribal húðflúrið í Vancouver Tattoo- ráðstefnunni 2005. Þá munu allar ís- lensku húðflúrstofurnar taka þátt í hátíðinni. Þá má geta þess að tímaritin Prick og Scandinavian Tattoo Magazine munu fjalla um hátíðina í máli og myndum í næsta blaði hjá sér og að fatabúðirnar Ósóma, Nakti apinn og Dead verða með fatasýningu á Gauknum laugardaginn 10. júní. Allur ágóði af hátíðinni rennur óskiptur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fólk | Alþjóðleg húðflúrs- og rokkhátíð haldin á Gauki á Stöng og Bar 11 Á heimsmælikvarða Reuters  Húðflúrsráðstefnur eru haldnar reglulega víða um heim og verður ein slík hérlendis um þarnæstu helgi. Hér má sjá húðflúrslista- manninn Scotty Lowe vinna að nýju verki á baki Toms Yaskovic á ráð- stefnu í New York. Morgunblaðið/Árni Torfason Ekki fer mörgum sögum af áhuga Jan Mayen á húðflúri en þeir rokka. Gaukurinn, föstudag Weapons, Drep, Nevolution, Lokbrá, Sign. Gaukurinn, laugardag Númer Núll, Morð- ingjarnir, Úlpa, Jan Mayen, Dr. Spock. Bar 11, föstudag Modem d.m, El Rodo, Who knew. Bar 11, laugardag Hostile, Andrúm, Nevolution.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.