Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
SAMFYLKINGIN á Akureyri sleit í gær við-
ræðum um myndun meirihluta með Vinstri
grænum og Lista fólksins og fór í stað þess fram
á að ræða við Sjálfstæðisflokk um mögulegt sam-
starf á kjörtímabilinu.
Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðis-
manna á Akureyri, verður við veiðar í Laxá í
Aðaldal í dag og því var ákveðið að fulltrúar
flokkanna hittist til að ræða mögulegt meiri-
hlutasamstarf í kvöld. Flokkarnir ræddu stutt-
lega saman á kosninganóttina en upp úr slitnaði
þar sem sjálfstæðismenn gerðu þá kröfu strax í
upphafi að Kristján Þór yrði áfram bæjarstjóri.
Í gær slitnaði upp úr viðræðum milli Fram-
sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og óháðra og
Vinstri grænna í Dalvíkurbyggð. Bjarnveig
Ingvadóttir, oddviti framsóknarmanna, sagði í yf-
irlýsingu að ekki hefði náðst samstaða um veiga-
mikil mál.
Skrifað var undir samkomulag um meirihluta-
samstarf á Ísafirði í gær, en þar ætla Sjálfstæð-
isflokkur og Framsóknarflokkur að starfa saman
næstu fjögur árin. Samkvæmt drögum að mál-
efnasamningi, sem lagður verður fram til sam-
þykktar hjá flokkunum á næstunni, verður Hall-
dór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna,
bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ áfram.
Guðni Geir Jóhannsson, oddviti framsóknar-
manna, hafði fyrir kosningarnar lýst því yfir að
hann vildi ráða ópólitískan bæjastjóra. Hann
sagði framsóknarmenn nú líta svo á að Sjálfstæð-
isflokkur væri sigurvegari kosninganna. Ekki
hefði verið um annað að ræða en að éta ofan í sig
þau ummæli.
Þrýsta á um jarðgöng milli
Norðfjarðar og Eskifjarðar
Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðalista
hélt velli í Fjarðabyggð og ákváðu flokkarnir í
gær að mynda meirihluta á kjörtímabilinu. Guð-
mundur R. Gíslason, oddviti Fjarðalistans, segir
flokkana ætla að halda áfram á sömu braut.
„Næstu uppbyggingarverkefni eru nýr leikskóli í
Neskaupstað og að fara að beita mjög miklum
þrýstingi á ríkisvaldið varðandi jarðgöng á milli
Norðfjarðar og Eskifjarðar.“
Meirihlutaviðræður fóru fram víða um land í gær eftir sveitarstjórnarkosningar
Samfylking og Sjálfstæðis-
flokkur í viðræður á Akureyri
Meirihlutaviðræður | 10–12
KONUR lifa og starfa í auknum
mæli í heimi stórfyrirtækja, sem
breytir þeim en þær hafa sjálfar
engin áhrif á. Þetta segir kvenrétt-
indakonan heimsþekkta, Germaine
Greer, en hún kom hingað til lands í
gær. Hún segir að spyrja þurfi kon-
ur hvort þær séu sáttar við að laga
sig að þessum heimi. Þar ríki hörð
samkeppni og samruni fyrirtækja sé
daglegt brauð. Raunar tapi karlar
líka á þessu fyrirkomulagi.
Greer, sem er áströlsk, verður að-
alfyrirlesari á ráðstefnunni Tengsl-
anet – Völd til kvenna, sem haldin
verður á Bifröst á fimmtudag og
föstudag og dr. Herdís Þorgeirs-
dóttir skipuleggur. Meginþemað á
ráðstefnunni í ár er staðalímynd
kvenna, kynbundinn frami, fyr-
irtækjamenning og samskipti
kvenna. Greer er ein af þekktari
baráttukonum kvenfrelsishreyfing-
arinnar á 20. öld, en frægasta bók
hennar, The Female Eunuch, sem út
kom 1969, hafði mikil áhrif á kven-
frelsishreyfinguna upp úr 1970.
„Staðan er svipuð á Englandi og
hún er hérna á Íslandi,“ segir Greer.
„Þar eru margar einstæðar mæður,
sem eiga í miklu sálarstríði, því þær
hafa áhyggjur af því að standa sig
ekki í vinnunni og einnig af því að
þær hugsi ekki nægilega vel um
börnin sín. Hins vegar eru þær of út-
keyrðar til þess að hafa tíma til þess
að takast á við uppeldi barnanna.
Þær hafa fleygt eiginmanninum á
dyr, því hann tók of mikla orku. Og
þær eru líka einmana,“ segir Greer.
Hún segir baráttukonur fyrir aukn-
um réttindum kvenna ekki hafa ætl-
ast til þess að þróunin yrði þessi.
Spurð um hvort konur séu langt
frá því að hafa náð þeim mark-
miðum sem kvenréttindasinnar 20.
aldarinnar settu sér, segir Greer, að
það fari eftir því hvernig þessi
markmið séu skilgreind. „Ef mark-
miðið var að konur kæmust í stjórnir
fjölþjóðlegra stórfyrirtækja, hafa
nokkrar konur náð því marki,“ segir
Greer. „Þetta var hins vegar aldrei
það sem ég barðist fyrir,“ bætir hún
við. „Við vildum að konur fengju
tækifæri til þess að auðga líf sitt,“
segir hún.
Kvenréttindakonan Germaine Greer kom til landsins í gær
Morgunblaðið/Jim Smart
Greer sótti í gærkvöldi kvöldverðarboð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hér er hún ásamt forsetanum og Herdísi Þorgeirsdóttur, t.v.
Margar konur eiga í sálarstríði vegna vinnu og barna
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
SAMÞYKKT var á fulltrúaráðs-
fundi Sjálfstæðisflokks í Vest-
mannaeyjum seint í gærkvöldi að
Elliði Vignisson
tæki við starfi
bæjarstjóra
næstu fjögur ár-
in. Formaður
bæjarráðs verð-
ur Páley Borg-
þórsdóttir og
forseti bæjar-
stjórnar verður
Gunnlaugur
Grettisson.
Sjálfstæðisflokkur fékk hreinan
meirihluta í kosningunum á laug-
ardag og fundaði fólkið sem skip-
aði framboðslistann í gærkvöldi.
„Þar kom fram einróma áskorun
allra frambjóðenda um að ég
myndi taka að mér starf bæjar-
stjóra, og ég tók þeirri áskorun og
þekktist það boð. Það var síðan
borið undir fulltrúaráð og ein-
róma samþykkt þar líka,“ segir
Elliði.
„Ég á feikilega skemmtilegt
starf fyrir höndum, en ég hefði
ekki tekið þessari áskorun nema
af því hún var einróma og í kring-
um mig er einvalalið. Einungis
undir þeim formerkjum hefði ver-
ið lagt af stað,“ segir Elliði.
Elliði verður bæj-
arstjóri í Eyjum
Elliði Vignisson
ÍSLENSKA liðið í opnum flokki
vann sigur á liði Albaníu í 8. um-
ferð Ólympíuskákmótsins sem
fram fór í gær í Tórínó á Ítalíu,
og unnu Jóhann Hjartarson og
Stefán Kristjánsson sínar skákir.
Kvennaliðið vann einnig sigur í
viðureign sinni gegn liði Nígeríu,
og unnu Guðlaug Þorsteinsdóttir
og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
sínar skákir.
Íslenska liðið í opnum flokki
hefur nú 18 vinninga. Stefán
Kristjánsson hefur hlotið 41⁄2 vinn-
ing í 6 skákum, Hannes hefur 31⁄2
vinning í 6 skákum og Helgi Ólafs-
son 3 vinninga í 5 skákum.
Kvennaliðið hefur 111⁄2 vinning,
Guðlaug Þorsteinsdóttir hefur 5
vinninga í 7 skákum og Lenka
hefur 31⁄2 vinning í 6 skákum.
Karla- og kvenna-
sigur í Tórínó
SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR
Landhelgisgæslunnar fóru með
slysavarnaskipinu Ásgrími S.
Björgvinssyni til móts við 10 metra
langt hrefnuhræ í gærkvöldi, en
það hafði fundist á reki nokkrar
sjómílur undan Gróttuvita á Sel-
tjarnarnesi. Komu sérfræðingarnir
fyrir sprengjuhleðslum til að
sökkva hræinu og gekk það að ósk-
um. Var það gert bæði til að hræið
skapaði sæfarendum ekki hættu og
til að ekki þyrfti að fjarlægja það
með tilkostnaði og vinnu af strand-
stað.
Sprengdu hrefnu-
hræ undan
Seltjarnarnesi
SIGURÐUR VE hefur landað norsk-íslenzkri
síld tvívegis nú á nokkrum dögum, fyrstur ís-
lenzkra skipa. Hann landaði tæpum 1.400 tonn-
um í Krossanesi á laugardag og síðan um 1.500
tonnum, eða fullfermi, á sama stað í gærkvöldi.
Suðurey VE hefur einnig landað síld svo og kol-
munnaskipin Börkur NK og Vilhelm Þor-
steinsson EA.
„Það var ekki mikil síld þarna, en þó nóg til
að kasta á. Í fyrri veiðiferðinni tókum við 11
köst, en aðeins þrjú í þeirri síðari, 400, 500 og
600 tonn í hverju. Þetta gekk mjög vel hjá okk-
ur núna í síðari veiðiferðinni. Við vorum ekki
nema átta tíma á miðunum, en það skiptir öllu
máli að vera fljótur að dæla síldinni úr nótinni,
því hún byrjar að drepast eftir klukkutíma. Þá
sekkur hún og verður eins og grjót í nótinni.
Við erum með mjög öfluga dælu og vorum til
dæmis ekki nema 45 mínútur að dæla síðasta
kastinu, um 600 tonnum, um borð,“ segir Krist-
björn.
Kristbjörn fór fyrst á síld 1963 og hefur verið
skipstjóri síðan.
„Maður ætti að vera hættur þessu fyrir löngu,
en það er erfitt. Þetta er eins og að fara í lax.
Það er alltaf jafngaman,“ segir Kristbjörn. | 13
„Þetta er eins og að fara í lax“
Morgunblaðið/Alfons
Kristbjörn á Sigurði VE
með fyrstu síldina
ALÞINGI kemur saman að nýju í
dag eftir að fundum var frestað fyr-
ir sveitarstjórnarkosningarnar.
Þingfundur hefst kl. 13.30.
Fyrsta mál á dagskrá er þriðja
umræða um frumvarp mennta-
málaráðherra um Ríkisútvarpið hf.
Þá er á dagskrá frumvarp ráðherra
um Sinfóníuhljómsveit Íslands og
frumvörp um sjávarútvegsmál.
Alþingi kemur
saman í dag