Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Talsverðum fjöldaumsókna um há-skólanám hér á landi er hafnað á ári hverju og lætur nærri að heildarfjöldi synjana í ár sé tæplega 2.500. Ástandið er þó alls ekki jafnalvarlegt og ætla mætti af tölunum. Stór hluti af þeim umsækjend- um sem er hafnað fær inni í öðrum skólum enda er ekki óalgengt að sami um- sækjandi sæki um í fleiri en einum skóla. Þar að auki getur ýmislegt annað komið til, umsóknir verið ógildar eða umsækjandi ekki stað- ist þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir en þær geta verið allt frá stúdentsprófi yfir í hæfniskröf- ur til nemenda, eins og t.d. eru gerðar í listnámi. Hjá Háskóla Ís- lands er þó almennt ekki farið yfir hæfni nemenda að öðru leyti en að viðkomandi verður að hafa lokið stúdentsprófi. Vilja öðlast yfirsýn Hjá menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að gögn- um frá skólunum um fjölda um- sókna og synjanir yrði safnað sam- an og að til stæði að samkeyra þær skrár til að sjá hversu margir það í raun eru sem enga skólavist fá. Mikilvægt væri fyrir ráðuneytið að hafa slíka yfirsýn. Ekki væri þó vitað til þess að kvartanir hefðu borist frá þeim sem staðist hefðu allar kröfur en hvergi komist að. Almennt má segja að þeir sem þess óska komist að í Háskóla Ís- lands en algengara er að umsókn- um sé hafnað í öðrum skólum. Listaháskólinn hafnar hlutfalls- lega flestum umsóknum en Há- skólinn á Akureyri fæstum ef Há- skóli Íslands er undanskilinn. Ástæður synjana hjá hverjum og einum skóla eru misjafnar. Alls eru nú átta skólar á há- skólastigi hér á landi; Háskóli Ís- lands, Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands, Háskól- inn í Reykjavík, Viðskiptaháskól- inn á Bifröst, Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri, Hólaskóli og Listaháskóli Íslands. Hólaskóli og Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri heyra undir landbúnaðarráðuneytið og fá báðir skólar fast framlag á fjárlögum. Fjöldi umsókna í skólana er nokk- uð svipaður, um 200 í hvorum skóla og um 40 umsóknum hafnað. Hjá skólunum fengust þær upp- lýsingar að ástæðan fyrir því að ekki væri hægt að taka við fleirum tengdist húsnæðisvanda og kennslu. Hinir skólarnir sex heyra undir menntamálaráðuneytið þótt rekstrarform þeirra sé með nokk- uð ólíkum hætti. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Kenn- araháskólinn eru eiginlegir rík- isháskólar og taka lög um háskóla til þeirra. Þeir eiga það auk þess sameiginlegt að mega aðeins inn- heimta skráningargjald af nem- endum sínum upp á 45 þúsund krónur á meðan Háskólinn í Reykjavík, Bifröst og Listaháskól- inn mega innheimta skólagjöld af sínum nemendum. Þessir skólar eru fyrir vikið oft nefndir einka- skólar, en sú nafngift er ekki allskostar nákvæm þar sem skól- arnir fá einnig framlög með hverj- um virkum nemanda frá ríkinu. Framlög skólanna miðast við fjölda nemenda og er gerður kennslusamningur af hálfu menntamálaráðuneytisins við skólana. Í slíkum samningi felst að samið er um tilskilinn fjölda nem- enda sem skólinn kennir á hverju ári og ber skólunum að fara eftir þeim viðmiðunum. Reyndar er málið ekki alveg svo einfalt að samið sé um ákveðinn fjölda nem- enda, heldur er miðað við fjölda svonefndra virkra nemenda en virkur nemandi er sá sem tekur fullt nám, 30 einingar, á einum vetri. Það gera ekki allir nemend- ur, þannig að á bak við heildar- fjölda virkra nemenda er yfirleitt stærri hópur eiginlegra nemenda. Samkvæmt kennslusamningi við Háskóla Íslands voru til að mynda um 5.300 virkir nemendur árið 2004 en heildarfjöldi nemenda rúmlega 9.100. Þá skuldbatt ráðu- neytið sig til þess að greiða ein- ungis framlag fyrir 5.300 nemend- ur í fullu námi. Skólum er út af fyrir sig ekki bannað að fara fram úr þessum fjölda en greiðslur fyrir slíka umframkennslu fást alla- jafna ekki frá ríkinu. Fjöldi nemenda samkvæmt kennslusamningi er því yfirleitt sá þáttur sem takmarkar fjölda nem- enda inn í skólana. Litlir hópar á Bifröst Á Bifröst er slíkur samningur í gildi en að sögn Magnúsar Árna Magnússonar aðstoðarrektors er hins vegar lögð áhersla á það í skólanum að nemendahópar séu tiltölulegar smáir. Skólagjöld á Bifröst eru þau hæstu af skólunum átta og Magnús segir að það þýði að skólinn sé ef til vill síður háður kennslusamningi við ríkið en aðrir skólar og hafi meira sjálfstæði varðandi það að taka inn nemend- ur. Hjá Háskólanum í Reykjavík er um 800 umsóknum hafnað og fengust þær upplýsingar að þar hefði bæði áhrif húsnæðisskortur og kennslusamningur við ríkið. Fréttaskýring | Umsóknir í háskóla Ólík nálgun skólanna Ráðuneytið hyggst samkeyra upp- lýsingar um umsóknir sem var synjað                 !   "                                 !"# !        #          $ Fjöldi umsókna og synjana í ár. Allir sem vilja fá að byrja í Háskóla Íslands  Hjá Háskóla Íslands er enn verið að vinna úr umsóknum sem borist hafa og endanleg tala um nemendafjölda mun ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan mánuð- inn. Skólanum hafa þó borist um 2.900 umsóknir, þar af 500 frá erlendum nemum og skiptinem- um. Almennt er stefnan hjá HÍ að þar fá allir að hefja nám, svo fremi sem þeir eru með stúdents- próf, og skólinn velur þar af leið- andi ekki úr hópi umsækjenda. TEFLT er af lífi og sál á Grænlandi þessa dagana. Í fyrrakvöld var fjör í skákhöll Hróksins þarlendis. Þá var haldið Nóa-Síríus-mótið 2006 en sigurvegari á því var hinn ungi og efnilegi Mikisuluk Motzfeldt, frændi Jonatans Motzfeldts, sem lengstum var forsætisráð- herra heimastjórnar Grænlendinga. Keppendur á mótinu voru á öllum aldri og jafnt byrjendur sem meistarar. Börn hrepptu öll verðlaun á mótinu enda spiluðu fullorðnir sem gestir. Mikil stemning hefur ver- ið á Grænlandi kringum fjórðu för Hróksins þangað en um helgina verður hápunkturinn, IV. Alþjóðlega Græn- landsmótið – Flugfélagsmótið 2006. Morgunblaðið/Ómar Tefla af miklum móð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.