Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 49 SMÁSKÍFA hljómsveitarinnar ELO (Electric Light Orchestra) „Livin’ Thing“, frá árinu 1976, varð efst á lista breska tónlistartímarits- ins Q yfir lög sem þykir í lagi að elska þrátt fyrir að þau séu hálf- hallærisleg. Q bendir á að þrátt fyrir að ELO verði aldrei í tísku sé lagið, með sinni hreinu „hljómkæti“, betri en meirihluti laga margra annarra hljómsveita sem njóta meiri virð- ingar. Q birti lista yfir þau 10 lög sem urðu efst í könnun og þar er m.a. að finna lagið „More Than a Feeling“ með Boston og „I Will Survive“ með Gloriu Gaynor. Tímaritið segir að tilgangurinn með þessu sé að hefja þessi lög til vegs og virðingar, enda sé um sann- an fjársjóð að ræða. ELO, sem tónlistarmaðurinn Jeff Lynne fór fyrir, átti marga smelli á áttunda áratugnum, m.a. „Roll Over Beethoven“ og „Don’t Bring Me Down“. Þá átti hljómsveitin þó nokkurri velgengni að fagna í Bandaríkjunum og héldu marga fjölmenna tónleika. Q segir að smáskífan „Livin’ Thing“, sem er að finna á breiðskíf- unni A New World Record sé „dásamlega geggjuð“. Tónlist | Bestu hallærislegustu lögin Rafljósasveitin sigursæl Jeff Lynne, leiðtogi ELO, er vísast ekki alsáttur með sigurinn. TOPP 10-LISTINN 1. ELO - Livin’ Thing 2. Boston - More Than A Feeling 3. S Club 7 - Don’t Stop Movin’ 4. 10cc - I’m Not In Love 5. Gary Glitter - Rock’n’Roll Part II 6. Foreigner - Cold As Ice 7. Billy Idol - Rebel Yell 8. Status Quo - Whatever You Want 9. Gerry Rafferty - Baker Street 10. Gloria Gaynor - I Will Survive Tónlistarmaðurinn KK hitar uppfyrir Roger Hodgson, fyrrum leiðtoga Supertramp, á hljómleikum sem fara fram á Broadway föstu- daginn 11. ágúst næstkomandi. Mun KK hefja leikinn klukkan 21 en Roger Hodgson, ásamt saxófónleikara, stígur á svið klukkan 22. Samkvæmt tilkynningu frá skipu- leggjendum má gera ráð fyrir að Ro- ger taki öll vinsælustu lög Super- tramp í gegnum tíðina, þ.á m. „Give A Little Bit“, „Logical Song“, „Take The Long Way Home“ og „Even In The Quitest Moments“. Miðasala er á midi.is og í Skífu- verslunum í Reykjavík og BT versl- unum úti á landi og kostar miðinn kr. 5.400. Eins verður hægt að fá glæsilegan kvöldverð á Broadway fyrir hljómleikana og á sama tíma að tryggja sér góð sæti á hljómleikana.    Hljómsveitin Sigur Rós hefureins og alþjóð veit verið á tón- leikaferðalagi um landið. Með í för er heill her fólks sem vinnur að kvik- mynd sem verið er að gera um sveit- ina en ekki hefur enn þá verið til- kynnt hvenær sá diskur kemur út. Óhætt er að segja að tónleikarnir á Klambratúni verði í aðalhlutverki á mynddiskinum enda söfnuðust rúm- lega 15 þúsund manns saman í veð- urblíðunni og hlýddu á tónleikana sem fengu m.a. fimm stjörnur í Morgunblaðinu. Í kvöld leikur sveit- in á Miðbæjartorginu á Seyðisfirði og munu tónleikarnir hefjast kl. 20 en á morgun lýkur Sigur Rós tón- leikaferðalaginu í Ásbyrgi en tíma- setning tónleikanna er ekki kunn.    Raftónlistarmaðurinn DJ Musici-an hefur á undanförnum miss- erum verið að sækja í sig veðrið á ís- lenska tónlistarsviðinu og þá hefur skopskyn hans og háttalag ekki síð- ur vakið athygli. Nú á dögunum kom út smáskífa frá tónlistarmanninum sem kallast einfaldlega „Klinsi“ en eins og nafn lagsins gefur til kynna er um að ræða óð til hins forna fram- herja og núverandi þjálfara þýska landsliðsins Jurgens Klinsmann. Að sögn tónlistarmannsins var lagið samið árið 1993 en endanlegri út- gáfu var ekki náð fyrr en á þessu ári, stuttu fyrir HM í Þýskalandi og seg- ir sagan að DJ Musician hafi flogið til Þýskalands og selt þar skífuna á götum úti með ágætum árangri. Smáskífan er nú komin út hér á landi en aðeins eru 1.000 eintök í boði. Fólk folk@mbl.is Kjólar við buxur Ný sending Haustlínan komin Verð frá 3.990 Laugavegi 54 sími 552 5201 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! H.J. MBL. eee VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. P.B.B. DV. eeee „SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM S.U.S. XFM 91,9 eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. HANN HEFUR EINA LANGA HELGI TIL AÐ KENNA LÍTLA BRÓÐUR SÍNUM HVERNIG EIGI AÐ HÚKKA Í DÖMURNAR. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 B.I. 12.ÁRA PIRATES OF CARIBBEAN 2 LUXUS VIP kl. 2 - 5 - 8 - 11 THE LONG WEEKEND kl. 6:15 - 8 - 10 - 11 B.I. 12.ÁRA SUPERMAN kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 10 ÁRA OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL.. kl. 2 - 4 - 6 Leyfð OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL kl. 2 Leyfð THE BREAK UP kl. 8:15 Leyfð BÍLAR M/- ÍSL TAL.. kl. 1:45 - 4 Leyfð PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:15 - 8:15 - 11:15 B.I. 12.ÁRA. DIGITAL SÝN. THE LONG WEEKEND kl. 6 - 8:15 - 10:15 - 11:15 B.I. 12.ÁRA. OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 4 - 6 Leyfð DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 8 Leyfð DIGITAL SÝN. BÍLAR M/- ÍSL TAL. KL. 3:45 Leyfð STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI KVIKMYNDIR.IS DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað (03.08.2006)
https://timarit.is/issue/284663

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað (03.08.2006)

Aðgerðir: