Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 21
MENNING
Enski boltinn
Stórglæsilegt sérblað um Enska boltann í
knattspyrnu fylgir Morgunblaðinu
laugardaginn 19. ágúst.
Meðal efnis í blaðinu verður :
• Sagt frá áhugaverðum leikmönnum
sem eru á ferðinni.
• Rætt við áhugamenn um ensku
knattspyrnuna.
• Valinkunnir menn segja frá liðum sem þeir halda með.
• Áhugamenn velja sitt lið (ellefu leikmenn).
• Rætt við íslenska leikmenn sem eru í sviðsljósinu í Englandi.
• Sagt frá helstu leikjum helgarinnar.
• Ýmsir fróðleiksmolar
• ásamt fullt af spennandi efni.
Auglýsendur! Pantið auglýsingar fyrir klukkan 12 miðvikudaginn 16. ágúst
Allar upplýsingar veitir Katrín
Theódórsdóttir í síma 569 1105
eða kata@mbl.is
Við setjumst niður við stóranog bjartan glugga á falleguheimili foreldra hennar viðMiklatún. Sólin lýsir upp
þessa heillandi og brosmildu stúlku,
Elfu Rún Kristinsdóttur, sem byrj-
aði að spila á fiðlu aðeins þriggja ára
gömul: „Ég var svo ung að ég hef
ekki hugmynd um hvort áhuginn
kom frá mér eða foreldrum mínum.
Mér hefur verið sagt að ég hafi verið
afskaplega áhugasöm um leik-
fangafiðlu sem ég átti, en ég man
auðvitað ekkert eftir því,“ segir Elfa
Rún og brosir út að eyrum. Hún á
erfitt með að segja hvenær áhuginn
á tónlistinni kviknaði fyrst fyrir al-
vöru: „Ég var afskaplega löt að læra
þegar ég var við nám í Tónó 13–14
ára gömul. Foreldrar mínir hafa alla
tíð hvatt mig áfram, en ég man að
þegar ég var hvað lötust spurði hún
mamma mig hvort ég vildi ekki bara
hætta fiðlunáminu. En ég var svo of-
boðslega þrjósk og datt ekki í hug að
hætta. Síðan fer ég að sinna tónlist-
arnáminu af meiri alvöru 15–16 ára
og þegar ég lauk náminu hér á Ís-
landi var alveg ljóst hvert stefndi. Í
mínum huga kom ekkert annað til
greina en fiðlan.“
Bach frá blautu barnsbeini
Foreldrar Elfu Rúnar eru báðir
tónlistarmenn og var hún því um-
kringd tónlist öll sín uppvaxtarár:
„Ég var í Skálholti öll sumur frá því
ég man eftir mér, og hlustaði á Bach-
sveitina spila. Þannig hlýtur barokk-
áhuginn að hafa kviknað,“ segir Elfa
Rún og kveðst hafa verið dugleg að
hlusta á barokktónlist síðan þá, sem
hafi hjálpað henni að túlka þetta tón-
listartímabil: „Ég held það hafi
gagnast mér mikið í keppninni að ég
lærði fyrstu árin eftir Suzuki-
aðferðinni, þar sem mikil áhersla er
lögð á að hlusta á tónlist og læra
hana utan að. Ég var eini keppand-
inn í lokaumferð fiðlukeppninnar
sem lék öll verkin utanbókar, en að
læra verk hefur aldrei verið neitt
vandamál fyrir mig. Ef ég hlusta
nógu mikið á verkin læri ég þau utan
að án þess að þurfa að leggja það
sérstaklega á mig. Þar hjálpar
örugglega að ég vandi mig á það
snemma, fyrir áhrif Suzuki, að
hlusta mjög mikið á tónlist – til
dæmis hlusta ég alltaf á tónlist áður
en ég fer að sofa. Vinir mínir hafa
gert grín að því hvað ég sofna oft
með heyrnartól á hausnum, og eiga
einhverjir til myndir af mér á ferða-
lögum sofandi, sem þeim þykja rosa
fyndnar.“
Það eru því engar ýkjur að segja
að Elfa Rún helgi sig tónlistinni jafnt
í vöku sem svefni: „Stundum verður
útkoman spaugileg. Ég átti til dæmis
spólu í gamla daga með hljómsveit-
arútsetningu á Ungversku döns-
unum eftir Brahms. Mörgum árum
seinna var ég að spila fiðluútsetn-
ingar af þessum verkum og skildi
ekki af hverju ég þekkti nokkra
þeirra út og inn en ekki hina. Þá átt-
aði ég mig á því að lögin sem ég
þekkti voru þau sem voru fremst á
spólunni, en ég þekkti ekki hin því ég
hafði alltaf sofnað út frá tónlistinni.“
Elfa Rún var með yngstu þátttak-
endum í Bach-keppninni, og yngst til
að komast í úrslit keppninnar. Kepp-
endur léku nær eingöngu verk eftir
J.S. Bach og dæmdi nefnd heims-
frægra tónlistarmanna listfengi
flutningsins.
Því er oft haldið fram að til að spila
Bach vel þurfi aldur og þroska, og
jafnvel að sumir treysti sér ekki til
að gera skáldinu skil fyrr en þeir eru
komnir á miðjan aldur: „Ég byrjaði
líklega að spila einleiks-partíturnar
og sónöturnar þegar ég var 13 ára,
svo ég hef verið að leika Bach í átta
ár eða svo. Það er kannski ekki mikill
tími ef maður ber það saman við
eldri tónlistarmenn. En ég hef alltaf
haft mikinn áhuga á þessari tónlist,
og held að maður þurfi ekki að vera
gamall til að geta leikið Bach vel.
Auðvitað breytist túlkunin alla ævi,
og ég á örugglega eftir að spila hann
allt öðruvísi þegar ég verð fimmtug –
en einhvern tíma verður maður að
byrja.“
Elfa Rún segir Bach þó ekki vera
neitt aðal-uppáhaldstónskáld: „Mér
finnst gaman að spila allt, hvort sem
það er barokk, nútímatónlist eða
rómantík. Tímabilið og tónskáldið
skiptir ekki öllu máli – bara að tón-
listin sé góð.“
Frelsi til tjáningar
Í fyrirmælum til keppenda var
lögð áhersla á að notaðar yrðu sem
upprunalegastar nótur við æfingar.
Ég spyr Elfu Rún hvað henni þyki
um að flytja tónlist tónskálda á borð
við Bach á sem upprunalegastan
máta: „Að nota upprunaleg handrit
hjálpar mér að búa til mína eigin
túlkun. Ef maður spilar eftir bókum
þar sem búið er að útlista alls kyns
bogastrokum og fingrasetningum er
hætt við að flutningurinn verði helst
til staðlaður. Miklu skemmtilegra er
að nota nótur sem ekkert hefur verið
skrifað í. Maður fer kannski ekki eft-
ir öllu eins og þar stendur, en hefur
þá líka frelsi til að fara sínar eigin
leiðir.“
Að sama skapi kýs Elfa Rún að
leika á nútímafiðlu: „Ég hef prufað
að spila á barokkfiðlu og hlusta mik-
ið á tónlist leikna á barokkhljóðfæri,
en ég myndi aldrei skipta yfir. Nú-
tímafiðlan verður alltaf mitt hljóð-
færi, þótt það sé gaman að spila á
hina. Það er túlkunin sem skiptir
mestu máli, ekki hljóðfærið, og nú-
tímafiðlan hentar mun betur sem
einleikarahljóðfæri. En þótt barokk-
fiðlan hljómi ekki alltaf nógu vel í
stórum tónleikasölum nýtur hún sín
vel í hljómmiklum kirkjum og
smærri sölum, enda er það hennar
upprunalega umhverfi.“
Bjartsýn en jarðbundin
Elfa Rún hefur verið við nám í
Freiburg síðustu þrjú ár og lýkur því
í febrúar. Þá ætlar hún að taka sér
stutt frí frá námi og vonast eftir að fá
skemmtileg verkefni að fást við. Sig-
urinn í keppninni hefur óneitanlega
fært Elfu Rún ýmis tækifæri, en hún
heldur sig á jörðinni og er hæfilega
bjartsýn á framtíðina. Hún er um
þessar mundir að æfa sig fyrir tón-
leika með kammersveitinni Ísafold í
Listasafni Íslands 21. og 22. ágúst:
„Það eru svo ofboðslega margar
keppnir úti í heimi. Í ár eru nær allar
stærstu fiðlukeppnirnar haldnar og
mikið af góðum fiðluleikurum. Ekki
geta allir sigurvegararnir átt vísan
frama, og fáar keppnir þar sem kalla
má sigur örugga ávísun á farsælan
einleikaraferil. Ég hef samt fengið
tilboð héðan og þaðan, en annars veit
ég ekki hvað framtíðin ber í skauti
sér og er með öll plön opin.“
Hlustar alltaf á tónlist fyrir svefninn
Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari vann það af-
rek á dögunum að
verða hlutskörpust í
hinni virtu Johann
Sebastian Bach-tónlist-
arkeppni í Leipzig.
Ásgeir Ingvarsson
ræddi við hana um
Bach, námið og tónlist-
ina sem hún hlustar
alltaf á fyrir svefninn.
Morgunblaðið/Sverrir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti í gær Elfu Rún
blómvönd og heillaóskir fyrir sigurinn í Johann Sebastian Bach-keppninni. Á
myndinni eru, til vinstri, Lilja Hjaltadóttir og Kristinn Örn Kristinsson, for-
eldrar Elfu Rúnar, og bræður hennar Kristinn Smári og Andri til hægri.
Morgunblaðið/Sverrir
„Vinir mínir hafa gert grín að því hvað ég sofna oft með heyrnartól á
hausnum,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari.
Í FRÉTT um ferðalag tónlistar-
hópsins Sjan áron í gær var mis-
hermt að hópurinn léki í Ketilshús-
inu á Akureyri á laugardaginn. Rétt
er að hann leikur þar á föstudaginn
kl. 12 á hádegi.
LEIÐRÉTT
Sjan áron á Akureyri
á föstudag
JOHANN Sebastian Bach-
tónlistarkeppnin fer fram í
Leipzig og er haldin á tveggja
ára fresti. Hvert skipti er keppt
í þremur flokkum og var að
þessu sinni keppt í píanó-, fiðlu-
og semballeik. Einnig er keppt í
leik á knéfiðlu, söng og org-
elleik.
Keppnin var fyrst haldin árið
1950 en þátttaka er heimil tón-
listarmönnum á aldrinum 16 til
32 ára og söngvurum frá 16 til
34 ára.
Gerðar eru miklar kröfur til
keppenda og áskilur dómnefnd
sér rétt til að velja ekki sigur-
vegara í fyrsta sæti ef enginn
keppenda þykir nægilega góð-
ur. Í ár komu til keppni 109
tónlistarmenn frá 28 löndum og
er heildarverðlaunafé tæplega
80.000 evrur. Keppt er í tveim-
ur umferðum og er fjöldi þátt-
takenda takmarkaður við 60 í
hverjum hópi.
Forseti keppninnar er banda-
ríski píanóleikarinn og tón-
skáldið Robert D. Levin en dóm-
nefnd fyrir hvern flokk er
skipuð einvalaliði listamanna á
hverju sviði. Í dómnefnd fiðlu-
leikara sátu að þessu sinni Lucy
Van Dael, Rainer Kussmaul,
Régis Pasquier, Stanley Ritchie,
Simon Standage, Dmitry Sitkov-
etsky, Ryo Terakado, Mary
Utiger og Waltraut Wäcther.
Með virtustu keppnum heims
asgeiri@mbl.is