Morgunblaðið - 03.08.2006, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 37
✝ Eyrún Stein-dórsdóttir fædd-
ist að Ási í Hruna-
mannahreppi 22. júlí
1921. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í Kefla-
vík hinn 19. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Stefánsdóttir f. 11.
júní 1885, d. 19. júní
1982, og Steindór Ei-
ríksson, f. 24. júní
1884, d. 5. septem-
ber 1967. Systkini
Rúnu eru Stefán Steindórsson, f.
10. mars 1909, d. 7. ágúst 2001,
Guðmundur Steindórsson, f. 6.
ágúst 1911, d. 14. apríl 1992, Krist-
ín Steindórsdóttir, f. 19. maí 1914,
Elín Steindórsdóttir, f. 27. apríl
1916, d. 30. desember 1984, Svein-
björg Steindórsdóttir, f. 3. október
1917, d. 6. desember 1922, Guðrún
Steindórsdóttir, f. 14. ágúst 1919,
d. 18. febrúar 1984, Sveinbjörn
Steindórsson, f. 9. mars 1924,
Ágúst Steindórsson, f. 6. septem-
ber 1925, Eiríkur
Steindórsson, f. 1.
júlí 1928, og Sigurð-
ur Steindórsson, f.
22. september 1930.
Hinn 23. júní 1963
giftist Eyrún Guð-
jóni Guðlaugssyni, f.
14. september 1914,
d. 28. des. 1994. For-
eldrar hans voru
Guðlaugur Guðjóns-
son, f. 17. september
1893, d. 1956, og
Guðmunda Guðna-
dóttir, f. 1891, d.
1980. Barn Eyrúnar og Guðjóns
var Valgerður Áslaug, f. 30. janúar
1963, d. 22. júlí 1967.
Eyrún fékkst við bústörf á upp-
eldisheimili sínu að Ási í Hruna-
mannahreppi fram undir fertugt
er hún og Guðjón hófu búskap í
Grindavík. Í Grindavík starfaði
Eyrún við fiskvinnslu.
Útför Eyrúnar verður gerð frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11. Jarðsett
verður í Hrunakirkjugarði.
Fyrstu minningar okkar um
Rúnu frænku eru frá því að hún
hafði hafið búskap í Grindavík.
Rúna og Guðjón eignuðust aðeins
eina dóttur sem þau misstu á svip-
legan hátt eftir erfið veikindi. Missir
þeirra var mikill þegar Áslaug, sól-
argeisli þeirra, kvaddi þennan heim
rétt rúmlega fjögurra ára gömul. Í
mörg ár beygði Rúna af þegar
minnst var á Áslaugu. Rúna var eft-
irsóknarverð til vinnu og merkjum
við það með því að fyrrverandi
vinnuveitandi hennar heimsótti
hana alla tíð. Rúna og Guðjón voru
einnig með fjárbúskap og fengum
við börnin í fjölskyldunni að njóta
þess. Einnig var oft farið í fjöruferð
þegar Rúna og Guðjón voru heim-
sótt.
Rúna var hjartahlý kona og mjög
gestrisin. Það var víst betra að hafa
pláss fyrir veitingar, rjómatertur og
pönnukökur þegar hún var heim-
sótt. Það breyttist ekki þótt getan
minnkaði. Vildi hún að við létum vita
áður en við heimsóttum hana svo
hún gæti tekið vel á móti okkur með
veitingum. Börnin í fjölskyldunni
nutu góðs af prjónaskap Rúnu en
hún sendi þeim reglulega sokka og
vettlinga.
Rúna var opin og það var gaman
að spjalla við hana því hún fylgdist
vel með því sem var að gerast í fjöl-
skyldunni og þjóðfélaginu almennt.
Hún hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og lét þær í
ljós, þá var hvorki spurt um stað né
stund. Okkur finnst Rúna hafa verið
litríkur persónuleiki sem gerði lífið
og tilveruna skemmtilegri og erum
þakklátar fyrir að hafa getað notið
samvista með henni. Aðeins nokkr-
um dögum áður en hún gat boðið til
afmælisveislu sinnar sem hún hafði
fyrirhugað veiktist hún af lungna-
bólgu sem varð henni að aldurtila.
Rúna naut stuðnings foreldra
okkar eftir andlát Guðjóns en einnig
naut hún elskulegs viðmóts starfs-
manna og íbúa Víðihlíðar. Viljum við
koma á framfæri þakklæti og þá sér-
staklega til Margrétar Guðmunds-
dóttur.
Elín Ágústsdóttir,
Jónína Ágústsdóttir.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,
við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
(Tómas Guðm.)
Þessar ljóðlínur skáldsins geta átt
við í dag, þegar við kveðjum Eyrúnu
Steindórsdóttur.
Rúna eins og hún var ætíð kölluð
er farin í ferðalagið sem bíður okkar
allra, þetta ferðalag sem ekki er
hægt að panta í, en það er hægt að
borga inn á það. Ég tel að Rúna hafi
með lífi sínu greitt sitt gjald. Rúna
var um margt eftirminnileg, ekki
hvað síst fyrir sín skemmtilegu til-
svör eða athugasemdir. Ég kynntist
henni fyrir alllöngu en kynnin urðu
nánari þegar við vorum saman í hóp-
ferð eldri borgara um Þýskaland ár-
ið 2000.
Rúna elskaði að ferðast og hún
var búin að hlakka mikið til að fara í
þessa ferð, lét það ekki aftra sér þó
hún væri hölt eftir meiðsl, eða
„skökk og skæld“ eins og hún orðaði
það.
Herramennirnir í þessari ferð
voru reiðubúnir að leiða Rúnu um
götur borganna sem við heimsótt-
um. Við sem gengum óstuddar
kímdum vegna stimamýktar karl-
anna, Rúna hafði húmor fyrir þess-
ari þjónustu og kallaði þá hækjurn-
ar sínar.
Ekki fór Rúna á mis við mótlæti í
lífinu, missti einkadóttur sína og
seinna eiginmanninn. Það að missa
barnunga dóttur var henni mikið
áfall en hún lét ekki bugast, hún var
sterk og sjálfbjarga, hafði lært það í
skóla lífsins.
Rúna kom til Grindavíkur með
bónda sínum Guðjóni Guðlaugssyni
frá Skálholti og bjuggu þau lengst af
á Akrahól, þar til þau fluttu í Víði-
hlíð. Meðan Guðjóns naut við voru
þau með nokkrar kindur, sem kall-
ast hobbý-búskapur í dag. Rúna
hafði gleði af þessum litla búskap en
jafnframt vann hún í fiski á vertíð-
um. Örugglega var vinnudagurinn
oft langur, það kom líka síðar fram á
Rúnu sem aldrei hafði hlíft sér og
því síður kvartað. Rúna var náttúru-
barn, þráði á hverju sumri að kom-
ast í sveitina sína austur í hreppum
og heimsækja æstustöðvarnar.
Þegar ég stundum leit inn til
Rúnu í Víðihlíð var hún strax farin
að hella upp á og hlaða kökum á
borðið. Sagði síðan „ég vildi hafa vit-
að að þú kæmir þá hefði ég bakað
lummur“, eins og ég væri langt að
komin og sársvöng, þannig var hún.
Það kom alltaf sérstakur glampi í
augun hennar þegar hún talaði um
ferðalagið okkar árið 2000. Hún
naut sín svo vel í þessum samhenta
hópi. Það verður öðruvísi að koma í
bingó í Víðihlíð þegar Rúna er farin,
athugasemdir hennar um vinn-
ingana og eða þá sem fá vinningana
heyrast ekki lengur.
Rúna lést 19. júlí sl. tveimur dög-
um fyrir 85 ára afmælið sitt sem hún
ætlaði að halda upp á og hlakkaði
mjög til. Þess í stað er henni fagnað
af dóttur og eiginmanni í öðrum
heimi.
Ég kveð Rúnu og bið henni Guðs
blessunar.
Guðveig Sigurðardóttir.
Okkur langar með nokkrum orð-
um að minnast hennar Rúnu okkar
sem við kveðjum í dag.
Fyrstu minningar okkar um
Rúnu eru frá því að hún og Guðjón
heitinn komu í heimsóknir upp að
Ási. Við krakkarnir hlökkuðum
ávallt mikið til þegar von var á þeim
því oftar en ekki komu þau færandi
hendi með hin ýmsu sætindi sem
féllu vel í kramið hjá okkur krökk-
unum.
Rúnu þótti gaman að gleðja aðra
og þótt árin liðu og aldurinn færðist
yfir var ótrúlegt hversu iðin Rúna
var við hina ýmsu hannyrða- og list-
munagerð. Þau eru ófá sokka- og
vettlingapörin sem Rúna hefur sent
okkur og yljað hafa litlum fótum og
fingrum.
Kæra Rúna, við þökkum fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og njóta
gjafmildi og gæsku þinnar. Við vit-
um að nú ertu hjá þeim sem þér
þótti vænst um. Hvíl þú í friði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Helena, Steindór,
Guðrún og fjölskyldur.
EYRÚN
STEINDÓRSDÓTTIR
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
RAGNHEIÐAR DANÍELSDÓTTUR,
Gnoðarvogi 38,
Reykjavík.
Árni Sigurðsson,
Sigurður Árnason, Bryndís Alda Jónsdóttir,
Ingunn Árnadóttir, Sighvatur Arnarsson,
Helgi Árnason, Sigurlína Jóhannesdóttir,
Daníel Árnason, Sigurhanna Sigfúsdóttir,
Gylfi Árnason, Guðrún Vala Elísdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRN PÁLL VIGFÚSSON,
Brekkugötu 23,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 4. ágúst kl. 13.30.
Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Örn Pálsson, Regína Þorvaldsdóttir,
Baldur Pálsson, Aðalheiður Eggertsdóttir,
Ragnheiður Valdimarsdóttir, Matthías Geir Ásgeirsson,
afabörn og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SVAVA JÚLÍUSDÓTTIR,
Hrauntúni 1,
Breiðdalsvík,
áður til heimilis að Núpi,
verður jarðsungin frá Heydalakirkju, Breiðdal
laugardaginn 5. ágúst kl. 14.00.
Jarðsett verður í Beruneskirkjugarði.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í
Neskaupstað.
Gunnar Einarsson,
Einar Jóhann Gunnarsson, Aðalheiður Jónsdóttir,
Hólmar Víðir Gunnarsson, Jarþrúður Baldursdóttir,
Sigurður Borgþór Gunnarsson, Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir,
Svavar Júlíus Gunnarsson, Sigríður H. Georgsdóttir,
Ómar Valþór Gunnarsson, Guðleif S. Einarsdóttir,
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, Steinar Þór Ólafsson,
Stefán Benedikt Gunnarsson, Hólmfríður S. Pálsdóttir,
Björgvin Rúnar Gunnarsson, Vilborg Friðriksdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR,
Sundlaugarvegi 28,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðju-
daginn 25. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 8. ágúst kl. 15.00.
Vilborg Þórðardóttir, Sigurjón Torfason,
Kári Þórðarson, Rósa V. Guðmundsdóttir,
Gísli Þórmar Þórðarson, Ulla Juul Jörgensen,
Elmar Þórðarson, Ólafía Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður
okkar,
AUÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hraunsholtsvegi 1,
Garðabæ.
Páll J. Egilsson,
Egill Pálsson,
Guðmundur Þór Pálsson,
Björgvin Már Pálsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
NJÖRÐUR SVANSSON,
Fellsmúla 15,
Reykjavík,
lést á líknardeild í Kópavogi mánudaginn 31. júlí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn
9. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeildina í Kópavogi eða
Karitas heimahjúkrun.
Helga Magnúsdóttir,
Elín Margrét, Anil Thapa,
Andri Snær,
Elías Orri,
Helgi Alex Thapa.
Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi,
VALGEIR MATTHÍASSON,
Vallarási 4,
áður til heimilis í Tunguseli 10,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 29. júlí, verður jarðsunginn
frá Seljakirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 14.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Georg Alexander Valgeirsson, Tinna Halldórsdóttir,
Helena Dögg Valgeirsdóttir,
Ramóna Lísa Valgeirsdóttir,
Jóhanna Georgsdóttir,
Elísabet Viðarsdóttir,
systkini og barnabörn.