Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 41 DAGBÓK Ómissandi eftirréttur Samtök áhugafólks um skólaþróun haldaráðstefnu um námsmatsaðferðir 14.ágúst í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.Yfirskrift ráðstefnunnar er „Við miðlum hugmyndum“ en Ingvar Sigurgeirsson er ritari samtakanna: „Samtökunum, sem stofnuð voru í nóvember 2005, er ætlað að vera virkur um- ræðu- og samstarfsvettvangur allra þeirra sem áhuga hafa á markvissri þróun skólastarfs og hvers konar umbótum og rannsóknum á því sviði,“ segir Ingvar. „Við hvetjum kennara og skólafólk til að miðla af reynslu sinni, skiptast á skoðunum og læra hvert af öðru, og er ráð- stefnan liður í því.“ Á ráðstefnunni flytja erindi kennarar og sér- fræðingar af öllum skólastigum: „Sagt verður frá áhugaverðum verkefnum sem tengjast náms- mati í skólum. Á undanförnum árum hefur fólk vaknað til aukinnar vitundar um hve mikilvægt námsmat er fyrir allan námsárangur, og að ekki hefur verið nægilega vel hugað að þessum þætti í skólastarfi hérlendis,“ segir Ingvar. „Með námsmati er átt við alla upplýsingaöflun og -miðlun sem á sér stað um gengi nemandans í náminu. Námsmat felst ekki í prófum eingöngu heldur í margvíslegum viðfangsefnum, bæði formlegum og óformlegum, og er samofið öðru skólastarfi.“ Ingvar segir próf vitaskuld eiga að skipa sinn sess í námsmati: „Hefðbundin próf hafa oft verið helsta námsmatstæki skólakerfisins, en á und- anförnum árum hafa menn verið að prófa sig áfram með aðferðir sem byggjast á því að vaka stöðugt yfir árangri nemandans og reyna að skilja hvaða þættir hafa áhrif á árangur hans og hvernig má hjálpa honum sem best að ná mark- miðum námsins.“ Dagskrá ráðstefnunnar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ skiptist í þrjár lotur, og hefst sú fyrsta kl. 13. „Þar verður farið yfir stöðuna á öll- um skólastigum í dag varðandi námsmat,“ segir Ingvar. „Í annarri lotu, sem hefst kl. 14.15, verð- ur fjallað um óhefðbundin próf. Þar verða flutt þrjú spennandi erindi sem m.a. fjalla um sam- vinnupróf, rafræn próf og svokölluð „svindlpróf“ þar sem nemendur mega koma til prófsins með hjálpargögn sem þeir hafa útbúið.“ Yfirskrift þriðju fyrirlestralotunnar, sem hefst kl. 15.30, er „Fjölbreyttar námsmatsaðferðir og einstaklings- miðað námsmat“: „Þar verður fjallað um áhuga- verðar tilraunir með óhefðbundnar námsmats- leiðir s.s. einstaklingsmiðað námsmat.“ Að sögn Ingvars hafa 400 manns þegar boðað komu sína á ráðstefnuna en enn eru laus nokkur sæti. Skráning og frekari upplýsingar um dag- skrá ráðstefnunnar má finna á slóðinni www.skolathroun.is. Fundarstjórar eru Rúnar Sigþórsson, dósent við HA, og María Björk Kristjánsdóttir, kennari við MR. Menntun | Samtök áhugafólks um skólaþróun halda ráðstefnu í Fjölbrautaskóla Garðabæjar Námsmatsaðferðir framtíðarinnar  Ingvar Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 1950. Hann lauk kenn- araprófi 1970 og stúd- entsprófi 1971 frá Kennaraskóla Íslands, B.Ed. prófi frá Kenn- araháskola Íslands 1985, M.A. gráðu í upp- eldis- og kennslufræð- um frá Sussex-háskóla 1986 og D.Phil. gráðu frá sama skóla 1992. Ingvar er höfundur fjölda rita, greina og námsgagna. Hann var lektor í kennslufræðum við KHÍ 1988–91, dósent 1991–1999 og prófessor frá 1999. Ingvar er kvæntur Lilju M. Jónsdóttur lektor og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 3. ágúst, erfimmtugur Jón Svavarsson, ljósmyndari og rafeindavirkjameist- ari. Jón hefur starfað að ljósmyndun síðastliðin þrjátíu ár og lengst af með öðrum störfum til að nefna hjá Pósti og Síma og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, ásamt nokkrum öðrum störfum í skemmri tíma þar á milli. Jón er að heiman í dag og ætlar að eiga stund í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. Norður ♠64 ♥Á10 ♦932 ♣ÁD6543 Vestur Austur ♠7 ♠10853 ♥D9542 ♥G76 ♦KD10765 ♦G ♣8 ♣KG1072 Suður ♠ÁKDG92 ♥K83 ♦Á84 ♣9 Suður er gjafari og vekur á einum spaða. Vestur stingur inn tveimur tíglum, en síðan liggur leið NS upp í sex spaða. Hvernig á að spila slemmuna með tígulkóngnum út? Ellefu slagir fást með því að stinga hjarta í borði og frá bæj- ardyrum sagnhafa virðist laufsvíning helsta vonin á þeim tólfta. Spilið er frá fyrstu umferð Spin- gold-keppninnar og Mike Passell var í sæti sagnhafa í suður. Hann drap á tígulás, spilaði þrisvar hjarta og trompaði. Tók svo alla spaðana: Norður ♠ ♥ ♦9 ♣ÁD6 Vestur Austur ♠ ♠ ♥D ♥ ♦D10 ♦ ♣8 ♣KG107 Suður ♠2 ♥ ♦84 ♣9 Sjálfsagt hefur Passell ætlað sér að svína í laufinu, en þegar hann spilaði síðasta trompinu henti vestur hjartadrottningu. Það voru mistök, því nú var vestur nokkurn veginn upptalinn með einspil í laufi. Passell spilaði því laufníu og lét hana sigla yfir til austurs, sem varð að drepa með tíunni og spila frá KG upp í ÁD! Slæm voru mistök vesturs, en klúður austurs var enn verra – að henda laufsjöu í síðasta trompið. Ef austur kastar tíunni (eða gosanum), getur hann látið sjöuna undir níuna og þá er suður inni í lokastöðunni með tvo hunda í tígli! Og ef sagnhafi „svínar“ drottningunni, á austur öruggan slag á G7. Austur grét úr sér augun að missa af þessu fágæta tækifæri, en þegar hann hafði þerrað tárin sendi hann ritstjórum mótsblaðsins spilið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. Bg5 Bxc3+ 6. Dxc3 d5 7. e3 Rbd7 8. c5 c6 9. Bd3 b6 10. b4 b5 11. Dc2 De8 12. Rf3 Re4 13. Bxe4 dxe4 14. Dxe4 Rf6 15. Bxf6 gxf6 16. Dh4 Kg7 17. g4 h6 18. Hg1 Dd8 Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti, Politiken Cup, sem er nýlokið í Kaupmannahöfn í Danmörku. Skólastjóri Menntaskólans í Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason (1.670) hafði hvítt gegn Rene Rasm- ussen (1.144). 19. g5! fxg5 20. Rxg5 Kf6 21. Rf3+ og svartur gafst upp enda verður hann eftir 21... Kf5 22. e4#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Ferðalög Við hjónin vorum á ferð um landið í júlí, og vorum við á hinum ýmsu tjaldsvæðum, m.a. eina nótt á tjald- svæðinu að Hrafnagili í Eyjafirði, í bæklingi sem við höfðum meðferðis voru upplýsingar um að þarna væri rafmagn, snyrtiaðstaða og fl. Ekk- ert rafmagn fundum við á tjaldstæð- inu og snyrtiaðstaðan ekki til fyr- irmyndar, enginn wc pappír, engar handþurkur né handsápur. Hótelið lokað og miði á hurðinni þar sem bent var á að hafa samband við næt- urvörð, daginn eftir tókum við sam- an og komum við á Blómaskálanum Vin til að greiða fyrir þessa gistingu, og máttum við greiða kr. 1.850.- fyr- ir gistinguna, ég spyr fyrir hvað er verið að rukka? Karen Kjarabót öryrkja og ellilífeyrisþega Ég get ekki á mér setið lengur varð- andi bætur öryrkja og aldraðra; í desember síðastliðnum áttu bóta- þegar að fá eingreiðslu jafnt og aðr- ir launþegar landsins, en þá var passað upp á að tengja þessar greiðslur við tekjur maka þannig að ekkert yrði nú úr þessum fjár- útlátum, núna í sumar var gerður samningur um að öryrkjar og ellilíf- eyrisþegar fengju sömu fimmtán þúsund króna hækkun og aðrir launþegar sem setið hafa eftir í launaþróun undanfarinna mánaða. En viti menn, þetta er tekjutengt þannig að konan mín sem er 75% ör- yrki og er búin að vera það í um 20 ár hún fékk hækkun upp á heilar 1200 krónur. Geta stjórnvöld enda- laust troðið á fólki og komist upp með það, hvernig er með ör- yrkjadóminn svokallaða og öll lof- orðin sem gefin hafa verið. Maður verður náttúrlega frekar pirraður og fúll þegar svona er kom- ið fram við fólk og ég er örugglega ekki sá eini sem skrifa ykkur vegna þessa, en mér finnst að fólk almennt eigi að vita hvernig stjórnvöld geta endalaust logið sig út úr öllum lof- orðum sem þau gefa bótaþegum. Guðbjartur Agnarsson Öryrkjar og ellilífeyrisþegar ÉG VAR að lesa bréf frá öryrkja og er hjartanlega sammála. Ég er elli- lífeyrisþegi og fæ svipað útborgað og hann. Fyrir mína upphæð sirka 65–70 þúsund krónur á mánuði verð ég að borga húsaleigu, síma, raf- magn og strætómiða sjái hver heil- vitamaður hvort mikið verður eftir. matarkaup verða að mæta afgangi og að fara í leikhús er lúxus sem maður verður að vera án. Mig lang- ar til að minnast á leiguhúsnæði. Það eru sirka 600 manns á biðlista og ekkert er byggt fyrir þetta fólk og það hefur hreinlega ekki efni á að leigja á frjálsum markaði það er svo dýrt. Ef ráðmenn eru hræddir um að leigjandinn standi ekki í skilum eða sé í óreglu mega strangar reglur vera uppi um slíkt. Um leið eru ríki og borg að hugsa um að reisa viða- mikla tónlistarhöll og að taka á móti gjöf ekkju John Lennons frið- arsúlum. Þeim virðist vanta stað fyrir þessar súlur og hve mikið skyldi það kosta að taka á móti slíkri þessari gjöf? Skyldi þetta fólk til dæmis sem vantar húsaskjól heldur vilja að það séu reistar nokkrar blokkir heldur en steinsúlur séu reistar í viðey eður ei. Kristín Sko ÉG skráði mig hjá Sko í júní en ákvað strax að hætta við það, eftir að hafa borgað 4000 kr sendi ég tölvupóst (af því að þjónustuverið var lokað) og lét vita að ég vildi hætta við, hringdi líka daginn eftir og lét vita til öryggis og í báðum til- fellum var sagt „já, við hættum við þetta, ekkert mál“ og að ég fengi endurgreitt. Viku eftir þetta fæ ég póst um það að númeraflutningur sé samþykktur, ég hringdi í þá aftur og lét vita í þriðja skiptið og þá var mér sagt það sama, hætt yrði við flutn- inginn. Um helgina fékk ég sms um það að daginn eftir yrði númerið flutt sem það var svo eftir allt sam- an. Ég hafði samband við símann og þessu var reddað fyrir mig en ég var símalaus í alveg heilan dag, svo gat ég hringt og sent sms en ekki tekið við neinu og svo er bara að bíða eftir því að Sko færi númerið mitt til baka. Og ekki hef ég ennþá fengið endurgreitt. Væri gaman að vita hvort fleiri hafa lent í svona. Hulda Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með bíllyklum og húslyklum fannst á Hagamel sunnu- daginn 30. júlí nálægt Melaskóla. Sá sem leitar hennar er beðinn um að hafa samband í síma 551-0117 Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.