Morgunblaðið - 03.08.2006, Page 14

Morgunblaðið - 03.08.2006, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FYRSTA skóflustungan að nýjum höfuðstöðum R. Sigmundssonar við Klettagarða var tekin 1. ágúst. Höfuðstöðvarnar verða 3200 fm og hýsir starfsemi sem nú er staðsett víðs vegar um Reykjavík. „Þarna verðum við með verkstæðin, söluna og allt hitt undir sama þaki. Í þessu felst mikil hagræðing þar sem fyrir- tækið er á fjórum stöðum í dag,“ segir Haraldur Úlfarsson, fram- kvæmdarstjóri R. Sigmundssonar. Haraldur segir að í Klettagörðum verði einnig að finna nýstofnað fyrirtæki í eigu Símans og R. Sig- mundssonar, Radíómiðun. Nýverið var sameiningin samþykkt af sam- keppnisyfirvöldum og mun nýja fyrirtækið sérhæfa sig í fjarskipta- lausnum fyrir sjávarútveginn. Sameiningin í brennidepli Nokkuð hefur verið í umræðunni að fyrirtækið haslaði sér völl á öðr- um þéttbýlisstöðum á Íslandi og bar Akureyri oft á góma í þeirri um- ræðu. Haraldur segir að verið sé að skoða ýmis önnur tækifæri, en ekk- ert sé þó í hendi. „Í dag beinum við athygli okkar að því að ná utan um þessar sameiningar. Þegar því lýk- ur förum við svo að líta í kringum okkur á ný,“ segir Haraldur. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið um mánaðamót mars og apríl og munu um 35–40 starfsmenn starfa innan veggja þess. R. Sigmundsson var stofnað árið 1940 og sérhæfir sig í sölu og þjón- ustu á siglinga- fjarskipta og fiski- leitartækjum, auk þess sem fyrir- tækið er með sterka markaðsstöðu á sviði landmælinga og staðsetningartækja. Um síðustu áramót færði R. Sigmundsson út kvíarnar með kaupum á meirihluta í Vélasölunni, en með kaupunum fylgdi 51% hlutur í pólsku skipa- smíðastöðinni Skipapol í Gdansk. Á vordögum var svo gengið frá kaup- um R. Sigmundssonar á Radíó- miðun sem Síminn hefur nú keypt sig inn í. Nýjar höfuðstöðvar RS rísa við Klettagarða Morgunblaðið/ÞÖK Sveinbjörn Sveinbjörnsson, forstjóri SS verktaka, tekur fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði R. Sigmundssonar og Einar Óskarsson, stjórnarformaður R. Sigmundssonar, fylgist með. ÚR VERINU FISKISTOFA áætlar að þeim 1.300 tonna afla af makríl sem íslenskum skipum er heimilt að veiða í færeyskri lögsögu sé nú náð. Í tilkynningu sem stofan sendi út í byrjun vik- unnar kem- ur fram að veiðileyfi sem gefin hafa verið út til þessara veiða eru því úr gildi fall- in og ber skipum að hætta veið- um þegar í stað. Makríllinn hefur fengist sem meðafli með norsk-íslensku síldinni sem íslensk skip veiða nú í flotvörpu innan færeysku lögsögunnar. Þessi meðafli hef- ur aukist verulega síðustu vik- una. Einkum í þeim tilvikum þar sem tvö skip draga saman vörpu og eru aflaheimildir nú uppurnar. Skipstjórnarmenn telja sig geta forðast makrílinn þó uppsjávartegundir séu áfram veiddar í vörpu í fær- eysku lögsögunni, segir í fréttatilkynningu Fiskistofu. Makríl- kvótinn uppurinn ÍBÚAR borgarinnar Clarens í Suður-Afríku skemmtu sér vel í snjónum í gær. Veturinn er sá harðasti sem komið hefur í landinu árum saman og sums staðar hef- ur þurft að loka fjallvegum vegna ófærðar. AP Snjóavetur í Suður-Afríku Seoul. AP, AFP. | Allt að tíu þúsund manns eru taldir hafa farist í flóðum í Norður-Kóreu sem yfirvöld segja þau verstu í heila öld, að því er haft er eftir suður-kóreskum hjálparsam- tökum. Norður-kóreski Rauði kross- inn hafnaði aðstoð frá þeim suður- kóreska og sagðist mundu sjálfur sjá um neyðaraðstoð. N-kóresk stjórnvöld segja 4.000 manns á skrá yfir fólk sem saknað er og að þau búist við því að allt í allt hafi 10.000 manns farist. Þá er talið að 1,5 milljónir manna sé heimilis- lausar. Ríkisfjölmiðlar í Norður- Kóreu hafa hingað til viðurkennt að hundruð manna hafi farist í rigning- um og flóðum sem staðið hafa í tvær vikur. Suður-kóresku hjálparsam- tökin Good Friends segja að fram komi í fjölmiðlunum að þetta séu mestu flóð í yfir hundrað ár og þar segi að verið sé að undirbúa gríðar- legar björgunaraðgerðir. Samtökin segja að hermönnum sé hins vegar skipað að halda kyrru fyr- ir í búðum sínum og taka ekki þátt í björgunaraðgerðum vegna spennu í samskiptum við aðrar þjóðir sem skapaðist þegar Norður-Kóreumenn skutu eldflaugum í tilraunaskyni. Fjöll Norður-Kóreu eru berang- ursleg þar sem fátækir íbúar hafa höggvið tré til eldsneytis og aur- skriður og flóð fara óhindrað niður hæðir og mynda aurfljót sem fara yfir þorp og sveitabæi. Neyðarástand yfirvofandi Í Haeju, 105 km suður af höfuð- borginni Pyongyang, segjast vitni hafa séð um 200 lík veidd upp úr flóðavatni og malaría er nú farin að dreifast um suðurhéruð landsins, að því er samtökin segja. Fyrrverandi ráðherra sameining- armála í Suður-Kóreu, Jeong Se- Hyun, sem nú er yfirmaður stofn- unar sem vinnur að bættum sam- skiptum á milli Suður- og Norður- Kóreu, segir að neyðarástand sé greinilega yfirvofandi í N-Kóreu. Talið að 10.000 hafi farist Norður-Kóreumenn hafna neyðar- aðstoð frá Suður-Kóreu vegna flóða tekist að kveða niður hryðjuverk fyrir árslok,“ sagði Talabani. Ljóst er að verði Talabani sann- spár mun hlutverk Bandaríkja- manna minnka mjög í Írak. Er hugsanlegt að þeir láti nægja að vera með nokkrar herstöðvar í land- inu, ef til vill í Kúrdahéruðunum þar sem þorri fólks er þeim mjög hlið- hollur. Íraskir ráðamenn hafa áður gefið í skyn að Írakar myndu sjálfir fljót- lega geta tekið yfir öryggismálin en ekki tjáð sig fyrr með jafn skýrum og ótvíræðum hætti um málið. Hátt- settur, bandarískur hershöfðingi, FORSETI Íraks, Jalal Talabani, sagði í gær að öryggissveitir stjórn- valda í Bagdad myndu smám saman taka við yfirstjórn öryggismála í landinu af erlenda herliðinu fyrir árslok. Sem stendur eru öryggismál í aðeins einu héraði af 18, Mut- hanna, á hendi innlendra sveita. Íraski forsetinn, sem er Kúrdi, sagði liðsmenn öryggissveita stjórnvalda gera skyldu sína en krefjast yrði enn meira framlags af þeirra hálfu. „Ef Guð lofar mun okkur hafa Kurt Chichowski, sagði í byrjun júlí að vonandi gætu Írakar séð um ör- yggismálin í helmingi héraðanna 18 með her og lögreglu sinni við árslok. Öryggissveitir Íraka skortir eldsneyti og skotfæri Stjórn Nouri al-Malikis forsætis- ráðherra hleypti um miðbik júní af stokkunum nýrri áætlun með það að markmiði að bæta öryggi í Bagdad. Fyrsti hluti hennar þykir ekki hafa tekist vel, yfirmenn bandaríska her- liðsins í vesturhluta borgarinnar segja að eftirlitsferðum íraska hers- ins þar hafi lokið eftir nokkra daga vegna skorts á eldsneyti og skotfær- um. Bandaríkjamenn hyggjast nú flytja um 3.700 manna herlið frá borginni Mosul í norðri til Bagdad. Óöldinni linnir ekki í landinu og féllu alls um 70 manns á þriðjudag. Stöðugt berast fréttir af skotbar- dögum, mannvígum og mannránum. 12 féllu þeagr sprengja sprakk á fót- boltavelli vestur af Bagdad í gær og sprengja sprakk í sorpi á götu í mið- borg Bagdad þar sem hópur verka- manna beið eftir að fá vinnu. Þrír þeirra dóu og átta særðust. Einnig voru tveir umferðarlögreglumenn myrtir. Talabani segir Íraka taka við öryggisgæslu fyrir árslok Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NORSKUR blaðamaður er sakaður um að hafa falsað viðtal við auðkýf- inginn Bill Gates, stofnanda og stjórnarformann Microsoft, en við- talið birtist í sænska dagblaðinu Aftonbladet og tímaritinu Mann. Gates segist aldrei hafa talað við blaðamanninn sem heitir Björn Benkow en hann staðhæfir samt að hafa rætt við Gates í flugvél á leið til Þýskalands. Aðstoðarmaður Gates segir að hann hafi ekki verið um borð og hann hafi ekki flogið með áætlunarvél á þessum tíma, að sögn Dagens Næringsliv. Ritstjóri sunnudagsútgáfu Afton- bladet segir að eins og staðan sé nú geti hann ekki annað en treyst Ben- kow þar sem hann fullyrði að hafa tekið viðtalið og að orðspor hans sem blaðamanns sé gott. Gates segir viðtal falsað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.