Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is EIGENDUR að minnsta kosti tveggja sumarhúsa í Dagverðarnesi í Skorradal hafa þegar kannað möguleika á því að flytja sumarhús sín af svæðinu þegar 20 ára leigu- samningur þeirra rennur út á næstu árum, vegna þess sem þeir kalla af- arkosti nýrra landeigenda. Landeig- endur hafna alfarið ásökunum um að þeir setji afarkosti. Rösklega 100 bústaðir eru á jörð- inni í Dagverðarnesi, sem er í eigu einkahlutafélagsins Dagverðarness ehf. Fyrstu bústaðirnir voru reistir á svæðinu á árunum 1987–1988, og eru þeir á leigulóðum sem festar voru til 20 ára, og leigusamningur því í þann mund að losna hjá eig- endum elstu bústaðanna, eða hjá 10–15 sumarhúsaeigendum. Dagverðarnes ehf. skipti nýlega um eigendur, og segja sumar- húsaeigendur sem Morgunblaðið hefur rætt við að nýir eigendur vilji selja sumarhúsaeigendum lóðir sem nú séu leigulóðir, og hafi gefið sterklega í skyn að leigusamningar verði ekki framlengdir, þótt það hafi ekki verið sagt berum orðum. Segja sumarhúsaeigendurnir verðið langt yfir markaðsverði, en verðið sem sett er á lóðirnar er 925 krónur á hvern fermetra, sem gerir um 2,3 milljónir króna fyrir smærri lóðir, um 1⁄4 af hektara. Fyrir lóðir sem standa við vatnið bætast svo 600 krónur við fermetra- verðið, og verð á venjulegri lóð því komið upp í 3,8 milljónir króna. Flestar lóðirnar eru eitthvað stærri, t.d. um 3.000 fermetrar, og þarf því að borga um 4,6 milljónir króna, standi þær við vatnið, eða 2,8 millj- ónir séu þær fjær vatninu. Rætt var um að fermetraverð yrði lækkað um 100 krónur ef 60% eða fleiri af sumarhúsaeigendunum gengju frá kaupsamningum fyrir 1. október nk. Kostar milljón að flytja Einn eigenda sumarhúss á svæð- inu, sem hefur átt bústað þar frá upphafi sumarhúsabyggðar á svæð- inu, segir að málið allt sé að verða eins og í reyfara. Ef menn eigi ekki milljónir króna til að kaupa lóð standi þeir frammi fyrir því að flytja hús sitt af lóðinni, eða selja húsið. Hann og maki sinn hafi hugsað sér að eyða ellinni í bústaðnum, en nú sé það allt komið í uppnám. Eigendur í það minnsta tvegga bústaða hafa nú kannað kostnaðinn við að flytja bústað sinn af leigulóð- inni í Dagverðarnesi og á aðra lóð, enda segjast þeir geta fengið mun ódýrari lóðir annars staðar. Áætl- aður kostnaður við að flytja bústaði er rösklega ein milljón króna, og við það bætist kostnaður fyrir lóð á nýj- um stað. Þeir sumarhúsaeigendur sem rætt var við, og átt hafa bústað á landinu í tæpa tvo áratugi, segja þó ekki auðvelt að hugsa sér að flytja af landinu, enda kunni þeir af- ar vel við sig þar. Sigurður Guð- mundsson, land- læknir og eigandi eins sumarhús- anna í Dagverð- arnesi, segir að rót vandans sé að ekki hafi verið sett inn neitt ákvæði í upp- haflegu leigu- samningana um hvað taka eigi við þegar þeir hafa runnið sitt skeið. Gjarnan eru sett ákvæði í slíka samninga þess efnis að ef ekki náist samkomulag um breytta leigu falli það á matsmenn að ákveða sann- gjarna leigu. Í þessu tilviki er ekk- ert slíkt ákvæði sem verndar leigu- taka ef ekki næst samkomulag, og því leigusala í lófa lagið að reka þá af landinu þegar samningur rennur út. Yfirlýsing fyrri eiganda Til að flækja málið enn meira seg- ir Sigurður að fyrrverandi eigandi Dagverðarness ehf., sem keypti landið fyrir um fjórum árum, hafi lýst því yfir að hann vildi gera leigu- samninga til 40 ára þegar núgild- andi samningar rynnu út, og hækka leiguna um 50%, hjá þeim sem ekki vildu kaupa af honum sína lóð. „Þetta voru allir óskaplega ánægðir með, en blekið var varla þornað á þessari viljayfirlýsingu þegar hann seldi öðrum aðilum jörð- ina,“ segir Sigurður. „Nýr eigandi kom svo fram með hugmyndir um að selja leiguliðum lóðirnar.“ Sig- urður segir að lögmenn hafi tjáð sér að viljayfirlýsing á borð við þessa, sem undirrituð er fyrir hönd einka- hlutafélagsins Dagverðarness ehf., sé bindandi fyrir félagið þrátt fyrir að það skipti um eigendur. Haldinn var félagsfundur í Félagi sumarhúsaeigenda í Dagverðarnesi í síðustu viku, og á þeim fundi var rætt um samkomulag stjórnar fé- lagsins og landeigenda um kaupverð fyrir lóðirnar. Sigurður segir að ákvörðun um að taka afstöðu til til- boðsins hafi verið frestað um óákveðinn tíma, enn séu 1–2 ár í að leigan renni út hjá fyrstu sum- arhúsaeigendunum. Hann segist binda vonir við nið- urstöður starfshóps á vegum hins opinbera sem fara á yfir réttindi og skyldur sumarhúsaeigenda, en hóp- urinn á að skila niðurstöðum fyrir 1. mars 2007, eins og fjallað hefur ver- ið um í Morgunblaðinu. Spara tvær milljónir á að flytja Ekki eru þó allir fráhverfir því að kaupa lóðirnar á þessu verði, Sig- urður segir að þónokkrir séu til- búnir að greiða þetta verð, en hann viti ekki til þess að það eigi við um nokkurn þeirra sem eru með bústað við vatnið, þar sem verðið er hæst. Sigurður er einn þeirra sem hafa íhugað að flytja bústað sinn burt frá Dagverðarnesi, og hefur kannað kostnaðinn við það. „Okkur er sagt að kostnaðurinn við að taka bústað- inn niður og setja hann upp á öðru landi sé sennilega ekki meira en ein milljón,“ segir Sigurður, en verðið á lóðinni sem hans bústaður stendur á er 4,4 milljónir króna. „Við gætum séð fram á það að kaupa til dæmis lóð á 1,5 milljónir, sem er meðalverð fyrir lóðir á ýmsum sumarhúsasvæðum, og setja húsið niður fyrir milljón. Það kostar okkur 2,5 milljónir að gera þetta, í stað þess að borga 4,4 milljónir fyrir að vera áfram hér. Þá getum við sparað okkur tæpar tvær milljónir króna, sem eru miklir peningar finnst mér,“ segir Sigurður. Hæsta fermetraverðið Hugmyndir nýrra landeigenda um lóðaverð eru afar háar, og á lóð- um við vatnið jafngildi það um 15 milljónum króna á hektara, sem er margfalt markaðsverð, segir Run- ólfur Gunnlaugsson, löggiltur fast- eignasali og eigandi sumarhúss á svæðinu. Hann segir að á sínum ferli sem fasteignasali hafi hann aldrei séð verð í líkingu við það sem hér er boðið, sér í lagi þegar litið er til lóða sem standa við vatnið. „Það er alveg sama hvar maður ber niður, þetta verð er langt langt frá raunveruleikanum, því sem er að gerast á markaðinum. Það myndi ekki nokkur maður kaupa á þessu verði ef hann væri ekki kúgaður til þess, eins og verið er að reyna hérna,“ segir Runólfur. „Verðið sem verið er að bjóða er allt of hátt, þetta er kúgunaraðgerð, og menn hljóta að spyrja hver sé samnings- staða þess sem er búinn að byggja sumarhús á svæðinu og er svo boðið að kaupa lóðina á afarkjörum eða taka húsið burtu af lóðinni. Auðvitað er samningsstaða hans engin.“ Verðmiðinn á hvern fermetra er 925 krónur í Dagverðarnesi, eða 1.525 krónur fyrir lóð við vatnið. Runólfur segir að það megi bera saman við verð á sumarhúsalóð við Álftavatn í Soginu, sem metin sé á 750 krónur fermetrinn, sem sé hæsta verð sem hann hafi séð. Í Fossatúni séu lóðir til sölu á 450– 500 krónur fyrir hvern fermetra, sem er þriðjungur af verðinu við vatnið í Dagverðarnesi. „Plokka peninga af fólki“ „Auðvitað er munur á Skorradal og Fossatúni, það er meiri gróður í Skorradal og Blundsvatn er hálf- gerð tjörn miðað við Skorradals- vatn. En við höfum ekki hitaveitu hér, og engin þjónusta á svæðinu. Það er bara gert út á það að plokka peninga af fólki,“ segir Runólfur. Sumarhúsaeigendur í Dagverðarnesi í Skorradal segja lóðareigendur setja sér afarkosti Kanna mögu- leika á að flytja sumarhúsin af svæðinu Morgunblaðið/Sverrir Staðsetning sumarbústaða hefur áhrif á verð lóða, og líklega eru þessir bústaðir við Meðalfellsvatn í Kjós á verð- meiri lóðum en þeir sem liggja fjær vatni. Sumarhúsaeigendur í Skorradal segja verð lóða langt frá markaðsverði. ARNGRÍMUR Hermannsson, fram- kvæmdastjóri og einn nýrra eig- enda Dagverðarness ehf., hafnar því algerlega að lóðirnar séu seld- ar langt yfir markaðsverði. Auk þess segir hann enga afarkosti setta, sumarhúsaeigendum sé gert kleift að kaupa lóðirnar, en engu hafi verið hótað og engin ákvörð- un tekin um að endurnýja ekki leigusamninga. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um það, það er bara búið að bjóða fólkinu að kaupa sínar lóðir, að öðru leyti standa samningar.“ Spurður hvort fólkinu standi þá til boða að endurnýja leigusamn- inga þegar núverandi samningur rennur út segir Arngrímur það ekki hafa verið rætt meðal nýrra eigenda: „Það er eingöngu verið að gefa þeim aðilum sem eru að leigja kost á að kaupa. [...] Við skulum sjá hvað gerist, ef þetta dugar ekki verður bara að leigja áfram þeim sem vilja þetta ekki, þetta er ekkert vandamál í okk- ar huga.“ Arngrímur segir málið unn- ið í samvinnu við stjórn Félags sumarhúsaeig- enda í Dagverð- arnesi. Verðið hafi verið fundið út í samningaviðræðum við félag- ið, og það verð sem boðið sé hafi komið í gagntilboði frá Félagi sumarhúsaeigenda. Nú sé búið að ná samkomulagi sem stjórn félags- ins hafi sætt sig við og það þurfi að bera undir félagsmenn í fram- haldinu. Haldinn var félagsfundur í Fé- lagi sumarhúsaeigenda á svæðinu í síðustu viku, þar sem ákveðið var að fresta atkvæðagreiðslu um mál- ið. Arngrímur segir að nú hafi fólk frest til 1. október til að ganga að þessu tilboði og þangað til vilji hann ekki ræða frekar framtíð leiguliða á jörðinni. Hann segir að þegar hafi eigendur um 20 sum- arhúsa staðfest að þeir ætli að kaupa lóðirnar. Spurður hverjir standi á bak við Dagverðarnes ehf. segir Arn- grímur að það séu nokkrir aðilar, þar með talið einhver hlutafélög. Spurður hvaða aðilar og hvaða hlutafélög, segir hann það svo sem ekki leyndarmál en vildi engu að síður ekki gefa það upp. Landeigandi segir enga afarkosti setta Arngrímur Hermannsson Sigurður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað (03.08.2006)
https://timarit.is/issue/284663

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað (03.08.2006)

Aðgerðir: