Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARNAR tvær verslunarmannahelgar
hafa Stuðmenn haldið stórtónleika í Laug-
ardalnum við mikið fjölmenni og verður leik-
urinn endurtekinn í ár.
„Eftir að við uppgötvuðum þennan frábæra
tónleikastað í miðri Reykjavík, þar sem senni-
lega er besta aðstaða til útihátíðar á öllu landinu
og sérstaklega núna með nýju sviði í nýjum gull-
fallegum tónalundi, ákváðum við að gera þetta
að árvissum punkti í okkar verslunarmanna-
helgartilveru,“ segir Jakob Frímann Magn-
ússon.
Súrrealískt Sýrlandsrokk
„Þemað hefur alltaf snúist um samspil nútíðar
og fortíðar og tvinna saman þá sem eru í Stuð-
mönnum núna, þá sem hafa verið í Stuðmönnum
og þá sem verða kannski einhvern tíma í Stuð-
mönnum.“
Á tónleikunum, sem verða haldnir í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum á laugardaginn,
verða öll helstu og markverðustu hliðarspor
Stuðmanna dregin fram. Heiðursgestur hátíð-
arinnar er enginn annar en Megas og mun hann
flytja lög af plötunni Í bleikum náttkjólum
ásamt þeim Valgeir Guðjónssyni og Agli Ólafs-
syni sem þá spila undir nafni Spilverksins. Þá
mun Egill staldra við á sviðinu og flytja nokkur
lög ásamt meðlimum sínum í Þursaflokknum,
þeim Ásgeiri, Þórði og Tómasi. Síðan tekur Eg-
ill sér hlé á meðan hin goðsagnakennda sveit
Rifsberja flytur sitt súrealíska Sýrlandsrokk.
Fjöllynt og glaðlynt
Söguleg endurkoma hinna upprunalega Stuð-
manna, eða Frummanna eins og þeir kalla sig
nú, um síðustu verslunarmannahelgi er mörgum
minnisstæð en þeir munu sömuleiðis skemmta
tónleikagestum í ár með nokkrum fornum smell-
um frá Hamrahlíðarárum sínum sem má finna á
nýútkominni plötu með þeim félögum. Uppi-
staða tónleikaveislunnar verður svo Stuðmenn í
sinni núverandi mynd með Birgittu Haukdal og
Egil Ólafsson í fararbroddi.
„Þetta verður fjöllynt og glaðlynt samspil þar
sem menn skipa sig í hinar ýmsustu sveitir. Mest
hlakka ég til að sjá félaga mína, þá Egil og Val-
geir, í liði með meistara Megasi,“ segir Jakob.
„Svo fáum við hinn glanna og glæpsamlega
Stefán Karl Stefánsson til að tengja þetta allt
saman með kameljónskum hætti því það eru
margir menn á sviðinu þegar Stefán stígur
fram. Hann verður þarna bæði sem útvarpsmað-
urinn Jónas Jónasson og söngvaskáldin Gylfi
Ægisson og Björn Jörundur. Stefán er afar fjöl-
hæft prúðmenni.“
Tónleikarnir verða sem fyrr segir á laug-
ardaginn og hefjast þeir klukkan 20.30. Að-
göngueyrir er 800 krónur og er frítt inn fyrir
tólf ára og yngri.
Tónlist | Þursaflokkurinn, Spilverkið, Rifsberja, Frummenn, Megas og Stuðmenn
Tímamótatón-
leikar í Fjöl-
skyldu- og hús-
dýragarðinum
Ljósmynd/Thorsten Mann
Það er sjaldan lognmolla í kringum Stuðmenn þó annað megi sjá á þessari
mynd sem tekin var í veðurblíðunni í Laugardalnum í fyrra.
Morgunblaðið/ÞÖK
Upprunalegir meðlimir Stuðmanna vöktu mikla hrifningu tónleikagesta
þegar þeir komu saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Megas verður heiðursgestur tónleikanna og þar
mun hann flytja lög með Spilverki þjóðanna.
Ýmsir fjölmiðlar hafa undanfariðverið að þefa uppi fréttir af Sil-
víu Nótt á netinu og á dögunum var
sagt frá því á heimasíðu Evr-
óvisjónkeppninnar að Silvía hygðist
gefa út sinn fyrsta hljómdisk í
Bandaríkjunum í haust. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er full-
ljóst að hljómdiskur Silvíu komi út í
haust á Íslandi en hvort hann nái út
fyrir landsteinana verður tíminn
hins vegar að leiða í ljós. Víst er þó
að aðdáendur Silvíu Nóttar neyðast
ekki til að bíða lengi eftir því að frá
henni heyrist því á næstu vikum
verður fyrsta smáskífan af vænt-
anlegri plötu send til útvarpsstöðva.
Annars er það af henni Silvíu að
frétta að um þessar mundir stendur
hún í undirbúningi að ferð til Los
Angeles þar sem hún mun leggja
lokahönd á plötuna og „fara í partí
með Arnold“ en þar getur heim-
ildamaður sér til að um sé að ræða
engan annan en ríkisstjóra Kali-
forníu, Arnold Schwarzenegger.
Í byrjun næsta árs hefjast svo
nýjir sjónvarpsþættir með Silvíu
Nótt, með öðruvísi sniði þó, því um
verður að ræða raunveruleikaþátt í
líkingu við Osbourne-fjölskylduna
og Newlyweds þar sem Jessica
Simpsons og fyrrum eiginmaður
hennar Nick Lachey fóru á kostum.
Fólk folk@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
The Sentinel kl. 6, 8 og 10.
Stormbreaker kl. 8.
Silent Hill kl. 10 B.i. 16.ára.
Stick It kl. 6
The Sentinel kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára
The Sentinel LÚXUS kl. 5.40, 8 og 10.20
Over the Hedge m.ensku tali kl. 3, 5 og 8
Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3 og 5
Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20
Click kl. 10 B.i. 10 ára
Rauðhetta m.ísl.tali kl. 3
BLÓÐSTRÍÐIÐ
ER HAFIÐ!
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
Þau ætla að ná aftur hverfinu...
...einn bita í einu!
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl.
eeee
P.B.B. DV
VELKOMIN TIL
SILENT HILL.
VIÐ ÁTTUM
VON Á ÞÉR!
Magnaður spennutryllir
eftir höfund „Pulp Fiction“
S.U.S XFM 91.9
Það hefur ekki verið svikari í leyniþjónustunni í 141 ár...
þangað til núna!
Mögnuð
spennu
mynd í a
nda „24“
Með stórleikurunum
Michael Douglas og
Kiefer Sutherland
ásamt Evu Longoriu
og Kim Basinger