Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 31 MINNINGAR ✝ Eyjólfur GuðniSigurðsson fæddist á Selfossi 2. apríl 1942. Hann andaðist á Landspít- alanum 26. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þ. Eyjólfsson, skóla- stjóri á Selfossi og síðar deildarstjóri á Fræðslumálaskrif- stofunni, f. 16. jan- úar 1906 í Björgvin á Stokkseyri, d. 9. des. 1998, og Unnur Þorgeirsdóttir, kennari, f. 15. maí 1915 á Hlemmiskeiði á Skeiðum. Systkini Eyjólfs eru: 1) Þorgeir Sigurðsson, byggingatæknifræð- ingur og framhaldsskólakennari, f. 14. apríl 1944, maki Þórunn J. Gunnarsdóttir, leikskólaleiðbein- andi, f. 21. nóv. 1941, börn: Gunn- ar, f. 11. sept.1968, Unnur, f. 20. sept. 1972, og Þóra, f. 5. apríl 1979. 2) Sigurður Ingi, f. 21. apríl 1948, heimilislæknir, maki Guð- finna Thordarson, arkitekt, barn: Erna Guðrún, f. 6. apríl 1989, fóst- urdóttir (dóttir Guðfinnu): Hanna Þóra Guðjónsdóttir, f. 4. apríl 1968. 3) Rósa Karlsdóttir Fenger, f. 9. nóv. 1951, leikskólakennari, búsett í Philadelphia í Bandaríkj- unum, maki John Fenger, f. 26.maí 1950, fram- kvæmdastjóri, börn: Hilmar Bragi, f. 29. sept. 1973, Ármann Örn, f. 8. júní 1976, Ingi Rafn, f. 6. maí 1980. Eftir almenna skólagöngu starfaði Eyjólfur við ýmis verslunarstörf og í Landsbanka Íslands og stundaði nám í Englandi um tveggja ára skeið. Frá árinu 1968 starfaði hann samfellt við ferða- mál, fyrst á Söluskrifstofu Flug- félags Íslands og síðan hjá Ferða- skrifstofunni Útsýn, síðar Úrval-Útsýn, lengst af á sviði sér- ferða og þjónustu fyrir fyrirtæki. Hann hætti störfum þar vegna veikinda 2004. Eyjólfur sinnti ýmsum fé- lagsstörfum, hann var í sóknar- nefnd Fellasóknar, í stjórn Ljóss- ins, endurhæfingarmiðstöðvar krabbameinsgreindra og starfaði í Oddfellowstúkunni Hallveigu frá 1976. Eyjólfur var ókvæntur og barn- laus. Útför Eyjólfs verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við Úlla frænda okkar, sem hefur nú haldið á betri stað. Pabbi okkar og hann voru alla tíð mjög nánir og töluðu saman á hverj- um degi. Úlli var fróður og minn- ugur á menn og atvik. Mundi hann meðal annars margt úr æsku bræðr- anna á Skeljafelli sem aðrir voru búnir að gleyma. Sátum við systk- inin oft og hlustuðum á hann og pabba rifja upp þeirra æskuár, þar mundi Úlli þó ávallt betur það sem gerst hafði. Úlla var ætíð mjög umhugað um okkar hag og studdi okkur í öllum þeim verkefnum sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann fylgdi okkur í gegnum uppvaxtarárin okk- ar, þoldi marga misgóða nemenda- tónleika sem við lékum á og var allt- af jafnstoltur af okkur í lok þeirra. Alla okkar sigra gerði hann að sín- um. Hann var hrókur alls fagnaðar, brosmildur, mannblendinn og vina- margur. Hann fagnaði áramótum á heimili foreldra okkar, horfði með okkur á áramótaskaupið og sprengdi upp flugelda allt fram til seinasta dags. Það gladdi hann mik- ið hin seinustu ár að fylgjast með fyrsta barnabarni foreldra okkar og sjá hann vaxa og dafna. Gaman var að aðeins örfáum dögum áður en hann lést hitti hann litla skottið sem lék allar sínar lystir fyrir Úlla frænda. Úlli okkar, við kveðjum þig í dag með þakklæti og söknuð í hjarta. Verki þínu hér er lokið og við vitum að þú vakir yfir okkur þar sem þú ert núna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Gunnar, Unnur, Þóra. Þegar Eyjólfur er horfinn yfir móðuna miklu er hugsað til baka og er þá margs að minnast. Tveir litlir drengir, um fimm og þriggja ára, og sá eldri leiddi þann yngri um hvert sem þeir fóru. Þessari óvenjulegu umhyggju lítils barns hafði ég aldrei orðið vitni að fyrr. Þetta voru fyrstu kynni mín af Eyjólfi og lýsti honum mjög vel, enda var þessi umhyggja og hjálpsemi einkenni hans alla ævi. Hann ólst upp á mjög góðu og fögru heimili í friðsælum bæ og foreldr- arnir voru einstakir uppalendur. Hann var elstur í hópi fjögurra barna og því eðlilegt að hann væri foringinn, en hann stjórnaði þannig að enginn varð þess var og öllum var ljúft að fara að hans ráðum. Það er eiginleiki, sem er sjaldfundin gæfa, að leiða menn áfram veginn án þess að þeir taki eftir því. Ég kom mjög oft á heimili hans og naut þar ómældrar gestrisni, hjálpsemi og hlýju og fylgdist því með drengn- um vaxa og verða að fullorðnum manni, sem ætíð var sama góð- mennið, fullur umhyggju og hjálp- semi. Það var því eðlilegt að hann veldi sér ferðaþjónustu að lífsstarfi. Þannig gat hann hjálpað fólki að finna réttu leiðina, leitt það áfram líkt og hann gerði við bróður sinn í bernsku. Þegar við hjónin hugðumst ferðast utanlands leituðum við að sjálfsögðu til Eyjólfs og hann leysti öll okkar vandamál fljótt og vel og leiddi okkur fimlega að bestu leið- inni. Við Ásta þökkum honum kær- lega fyrir samferðina og vottum móður hans og öðrum aðstandend- um innilega samúð okkar. Karl Guðmundsson. Í dag fylgjum við til grafar Eyj- ólfi Sigurðssyni, Eyjó, góðum vini og vinnufélaga til margra ára hjá Útsýn síðar Ferðaskrifstofu Íslands Úrval Útsýn. Margs er að minnast eftir öll þessi ár, t.d.haustferðanna til Costa del Sol á árum áður, árshátíðaferða til útlanda sem og óvissuferða inn- anlands og var þá glatt á hjalla. Eyjó vann á algjörum kvenna- vinnustað og með árunum var hann orðinn sérfræðingur í lífi kvenna og barna. Enda var rætt um þessi mál opinskátt í kaffitímum eins og hann væri bara fluga á vegg, en hann lét sér það nú yfirleitt í léttu rúmi liggja og tók jafnvel virkan þátt í umræðunni. Eyjó tók veikindunum af miklu æðruleysi og var ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Þegar hárið fór að fara, lét hann bara snoða sig og keypti sér svo flottan kúrekahatt. Eftir að hann veiktist höfðum við mikið samband. Þegar heilsan leyfði kom hann stundum til okkar á laug- ardagskvöldum í mat, við fengum okkur einn kaldan og var kjöt í karrý sérlega vinsælt. Oftar en ekki voru einhverjir úr stórfjölskyldunni líka, enda þekktu hann allir. Svo trölluðum við öll saman með Hemma Gunn og spjölluðum fram eftir kvöldi. Eyjó var einn af stofnendum Ljóssins, gaf það honum mjög mikið og var hann mjög stoltur af því starfi sem þar fór fram. Einnig starfaði hann við kirkjuna sína, Fella- og Hólakirkju. Elsku Eyjó, við þökkum þér fyrir öll árin, vináttuna, kærleikann og skemmtilegheitin. Móður hans, bræðrum og fjöl- skyldum vottum við okkar dýpstu samúð. Steina, Lauritz og fjölskylda. Nú er Eyjólfur vinur minn geng- inn sín hinstu spor eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga hvenær við hittumst fyrst. Mér er þó ómögulegt að muna það. Hann er svo órjúfanlegur hluti af fjölskyldu minni að upphafið er máð út enda hef ég litið á hann sem minn eigin bróður lengst af. Og sama á við um börnin mín og systkini. Öll hafa þau litið á hann sem einn af fjölskyldunni. Með honum og Ernu konunni minni, sem lést fyrir rúmu ári, voru einnig miklir kærleikar. Hann tók lát hennar ekki síður nærri sér en ég og kom þá best í ljós hve vináttan milli okkar var sterk og mannkostir hans miklir. Sennilega hef ég kynnst Eyjólfi fyrst þegar við unnum saman sem ungir menn hjá Landsbankanum. Rúmlega tvítugir vorum við svo á sama tíma í London. Ég var þar í þrjá mánuði en hann töluvert leng- ur. Það voru góðir tímar og oft rifj- aðir upp. Ég man helst eftir fundum okkar í gegnum tíðina fyrir það hve mikið var hlegið. Eyjólfur var mikill grín- isti og sagði skemmtilega frá. Mest þótti okkur gaman að horfa á kvik- myndir gömlu grínmeistaranna. Tónlistarsmekkur okkar var einnig líkur og var mest hlustað á Kings- ton trio, The Brothers Four og Val Doonican. Eyjólfur var trúaður og báðir trúðum við á framhaldslíf. Það hjálpar manni að sætta sig við dauð- ann sem oft er ótímabær og sár. Eyjólfur sáði svo mörgum góðum fræjum í sínu lífi að ekki þarf að efast um að vel verður tekið á móti honum. Mig langar að nefna það þrekvirki þegar hann, ásamt mörgu öðru góðu fólki, stofnaði félagið Ljósið á síðasta ári. Þetta félag gaf honum mikið og hann gaf því sína síðustu krafta. Margir skjólstæðing- ar Ljóssins leituðu beint til Eyjólfs enda var hann sérlega hjartahlýr maður og viðræðugóður. Fyrir hönd barna minna og systk- ina og fjölskyldna þeirra og Hólm- fríðar vinkonu minnar votta ég ást- vinum Eyjólfs samúð við fráfall þessa góða drengs. Guð blessi minn- ingu hans. Jón Ívarsson. Það ríkir sorg og söknuður á Ferðaskrifstofu Íslands. Í dag kveðjum við hann Eyjólf okkar. Hann var ekki bara vinnufélagi heldur einnig góður vinur. Ljúfur og samviskusamur í lífi og starfi. Við áttum saman margar gleðistundir, bæði í vinnunni og utan hennar. Eyjólfur sýndi öllum einlægan áhuga og fylgdist með okkur sam- starfsfólkinu í gleði okkar og sorg- um. Hann var „afi“ barnabarna okk- ar og „frændi“ barnanna okkar. Við vorum öll eins og ein stór fjölskylda sem nú er höggvið stórt skarð í. Eyjólfur vann að ferðamálum alla sína starfsævi, fyrst hjá Flugfélagi Íslands, síðan hjá Úrvali-Útsýn og seinast í Viðskiptaferðum Ferða- skrifstofu Íslands. Hann var vandvirkur og sam- viskusamur í starfi sínu, enda átti hann marga trygga viðskiptavini sem leituðu reglulega til hans. Það var mikið áfall þegar hann greindist með krabbamein fyrir rúmum tveimur árum og hófst þá erfið barátta hans. Hann sýndi mik- ið baráttuþrek og var bjartsýnn á bata að hluta, allt fram á síðasta dag. Hann var einn af stofnendum Ljóssins, sem eru endurhæfingar- og stuðningssamtök krabbameins- sjúkra og aðstandenda þeirra. Þar fékk hann og aðrir dýrmætan stuðn- ing í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm og var hann þar öllum stundum sem gáfust. Eftir að Eyjólfur hætti að vinna vegna veikindanna kom hann reglu- lega í heimsókn og leyfði okkur að fylgjast með framgangi mála og kom þá berlega í ljós hve Ljósið gaf honum mikinn styrk og ánægju. Við kveðjum Eyjólf með söknuði og eftirsjá og þökkum honum sam- fylgdina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Samstarfskonur í Viðskiptaferðum Ferðaskrifstofu Íslands. Fallinn er frá langt um aldur fram góður vinur okkar og sam- starfsmaður til margra ára Eyjólfur Sigurðsson. Eyjólfur hóf störf hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn 1978 og starfaði hann þar óslitið frá þeim tíma. Eyjólfur var einstaklega um- hyggjusamur, hlýr og einlægur, sem og traustur vinur og hvers manns hugljúfi. Var hann ávallt boðinn og búinn til að aðstoða hvern þann sem á þurfti að halda. Alltaf var líka stutt í brosið hans og léttu kímnina. Hann var þó hæglyndur að eðlisfari. Hann hafði yndi af því að ferðast og fræðast um landið sitt og var vel les- inn. Margar skemmtilegar stundir koma upp í hugann þegar við minn- umst Eyjólfs bæði í starfi og leik. Hann var fyrirtækinu sínu afar trúr og okkur samstarfsfélögunum góður vinur. Margar stundirnar þar sem farið var í árshátíðaferðir til útlanda eða í óvissuferðir um landið eru okk- ur ofarlega í minni, þar var Eyjólfur hrókur alls fagnaðar oft einn á með- al kvenna. Við vitum að hann undi sér vel meðal okkar, hann kallaði okkur stelpurnar sínar og að hann væri afar ríkur maður að eiga allar þessar konur að vinum. Eftir að hann veiktist sýndi hann mikinn dugnað og bar sig alltaf með reisn. Hann var trúaður maður og hjálpaði það honum mikið í veik- indum hans svo og vinna hans við Ljósið stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra en hann var einn af stofnendum þess félags. Við samstarfsfólkið hans þökkum honum áralöng farsæl samskipti og vottum móður hans og fjölskyldu allri innilega samúð við fráfall hans. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjarta okkar. Starfsfólk Ferðaskrifstofu Íslands Úrvals Útsýnar. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast félaga og vinar, Eyjólfs G. Sig- urðssonar sem fallinn er frá langt um aldur fram. Leiðir okkar lágu saman fyrir nokkrum árum þegar hann kom til liðs við Fellasókn og starfið í Fella- og Hólakirkju. Þar háttar svo til að tvær sóknarnefndir eru við kirkjuna sem starfa náið saman, í flestu sem ein liðsheild. Eyjólfur var góður liðsmaður, at- hugull og kom ávallt með málefna- legar og góðar ábendingar sem styrktu starfið. Hann var góður fé- lagi og mætti ávallt með hlýju og bros á vör, reiðubúinn að bregðast við og taka til hendi þegar þörf var. Eyjólfur tók virkan þátt í starfi kirkjunnar. Hann hafði sjálfur á orði að hann hefði verið leiddur til þátttöku í kirkju sinni. Þegar engan varir brestur heilsan og Eyjólfur fór ekki varhluta af því. Fyrir rúmum tveimur árum fékk hann mikið verkefni að takast á við og mætti því með kjarki og æðru- leysi. Orrustur voru háðar við ill- vígan sjúkdóm, um tíma samið um vopnahlé – von um sigur, en síðan ljóst hvert stefndi. Á þessum tíma kynntist ég Eyjólfi á annan hátt og með okkur tókst einlæg vinátta. Við töluðum oft saman í síma, um lífið og verkefnin sem það færir okkur, baráttu, sigra og sorgir. Ég dáðist að honum fyrir kjark og æðruleysi – hvernig hægt er að lifa með reisn til hinstu stundar og sigra þannig erf- iðar aðstæður. Ljóst var að hverju stefndi – enginn þekkir stundina en vitað að ferjan beið. Og ljós var tendrað, Ljósið varð til, starf krabbameinssjúkra sem hefur aðsetur í Neskirkju. Eyjólfur sagði mér frá því frábæra starfi. Hann var sterkur liðsmaður þar, hafði mikið fram að færa sem gaf jafnframt tilgang og gleði. Á skömmum tíma hafa krabbameins- sjúkir og aðstandendur þeirra skap- að öflugan vettvang sem eykur lífs- gæði og kemur samfélaginu öllu til góða. Það er óskandi að ráðamenn hlúi að þessu starfi og styrki svo það verði til frambúðar – ég veit að það var einlæg ósk Eyjólfs. Við hittumst fyrir skömmu, það var bjartur dagur og við áttum góða stund. Ljóst var að þrekið var á undanhaldi. Eyjólfur átti að hitta þá góðu lækna sem önnuðust hann „eftir helgina“. Við töluðum saman tæplega viku seinna, hann sagðist hafa farið í aðgerð og var vongóður að hún skilaði árangri. Hann var ekki af baki dottinn, var að skipu- leggja ferð til Ameríku með haust- inu – ætlaði að heimsækja systur sína og hennar fólk. Það var hugur og kjarkur sem fylgdu máli. Eftir þessa aðgerð varð ljóst að meira þyrfti til. En tíminn var út- runninn, kallið komið og ferjumað- urinn vildi leggja úr höfn. Ég veit að Eyjólfi var ekkert að vanbúnaði í þessa för – hann vissi að hverju stefndi og var sáttur. Fyrir hönd sóknarnefnda og starfsfólks við Fella- og Hólakirkju er Eyjólfi þakkað, gefandi samstarf og góðar stundir. Aldraðri móður, systkinum og öðrum aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Kæri félagi og vinur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Harpa Njáls, formaður Fellasóknar. Þegar Þorgeir bróðir Eyjólfs hringdi í mig og tilkynnti mér að bróðir hans hefði látist fyrr þann sama dag, var mér brugðið þrátt fyrir að ég vissi að kallið gæti komið hvenær sem væri Eyjólfur greindist með krabbamein fyrir um það bil tveim árum. Háði hann margar orr- ustur við þann mikla vágest sem lagði hann að lokum að velli. Kynni okkar Eyjólfs hófust fyrir um sex árum þegar ég kom inn í hóp vaskra manna í HL-stöðinni. Þar vorum við til þess að sinna heilsurækt í góðum hópi undir stjórn frábærs starfs- fólks. Eyjólfur var ákaflega dagfars- prúður maður, allt að því feiminn. Hafði góða kímnigáfu, en umfram allt fjalltraustur og sannur vinur. Þegar hann veiktist óskaði hann eft- ir því að ég yrði tengiliður hans við hópinn. Við vorum mikið í símasam- bandi og fórum saman á kaffihús eða út að borða. Þá var spjallað um lífið og tilveruna. Eyjólfur var mjög trúaður maður og starfaði fyrir kirkju sína í Fella- og Hólahverfi. Eftir að Eyjólfur veiktist tók hann virkan þátt í að koma á stuðnings- starfi fyrir þá sem heyja baráttu við krabbameinið. Það starf gaf honum mikla gleði og styrk. Það kom oft fram hjá Eyjólfi að það létti honum mjög baráttuna sá mikli stuðningur sem fjölskylda hans sýndi honum öllum stundum. Eyjólfur var mikill heiðursmaður eins og öll hans fram- koma bar með sér. Hann tók veik- indum sínum af fádæma æðruleysi og var tilbúinn til að taka því sem að höndum bæri. Um leið og ég og félagar mínir viljum þakka öðlingnum Eyjólfi fyr- ir góðar samverustundir viljum við senda móður hans og systkinum hugheilar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng vermir um ókomin ár. F.h. D-hópsins í HL-stöðinni Ragnar Austmar. EYJÓLFUR GUÐNI SIGURÐSSON  Fleiri minningargreinar um Eyjólf Sigurðsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Laufey Jó- hannsdóttir, Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.