Morgunblaðið - 03.08.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 03.08.2006, Síða 29
Ekki amalegt að fá í útilegunni gómsætan tamarikjúkling og sætkartöflusalat. Morgunblaðið/Jim Smart Sælkerasnúningur smakkast örugglega vel í sveitinni. Múslístangir eru frábærar þegar orkuleysið gerir vart við sig. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 29 DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST 1 rautt chili, smátt saxað 2 msk. sítrónusafi svört sesamfræ Sjóðið sætar kartöflur þannig að þær sjóði rétt í gegn, eða u.þ.b. 10 mínútur. Afhýðið og skerið í grófa bita. Hellið ólífuolíu yfir og stráið yfir smásalti. úrkjarnið chili og skerið smátt ásamt kóríander og hrærið saman við kartöflurnar. Hellið sítr- ónusafa yfir og stráið yfir svörtum sesamfræjum. Kælið. Tamarikjúklingur fyrir 4 1 kjúklingur, niðurhlutaður 3 msk. tamarisósa 3 msk. olía Blandið saman tamarisósu og olíu og nuddið utaná kjúklinginn. Steikið í 20–30 mínútur í ofni eða þar til kjarn- hiti er 70°C. Stráið smá pipar yfir og kælið hratt. Berið fram kaldan með sætkartöflusalati, fersku salati og ólífutapenaði sem sósu. Sætkartöflusalat fyrir 4 4 sætar kartöflur ólífuolía og salt 1 knippi kóríander, saxað Múslístangir 5 stk. 100 g ávaxtamúslí 50 g hunang Setjið múslí og hunang í skál og blandið vel, hellið blöndunni á bök- unarplötu og blandið vel og formið ferhyrning um það bil 10x10 cm stór- an. Bakið við 180°C í 10–12 mínútur, ekki lengur því þá verður kexið of hart. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins, skerið í 5 bita. Pakkið hverj- um bita inn í álpappír eða annan pappír og takið með. Gaman að skreyta pakkana. Þetta er hollt nammi sem er gott að geta gripið í þegar orkustigið er lágt eða þegar stefnan er sett á hæsta tindinn. Pastasalat fyrir 8 ½ pakki heilhveitipastaskrúfur 3 msk. olífuolía 3 msk. hvítvínsedik salt og nýmalaður svartur pipar 2 msk. ferskt smátt saxað oregano 1 rauð paprika, bitar 1 gul paprika, bitar, 1 rauðlaukur, sneiðar 200 g soðnar kjúklingabaunir 100 g svartar ólífur 50 g sólþurrkaðir kokteiltómatar 100 g parmesanostur í flögum 1 knippi fersk basilíka, saxað Sjóðið pastað og kælið, ég nota heilhveitipasta en það má líka nota venjulegt hvítt pasta. Blandið saman ólífuolíu, ediki, salti, pipar og timjan. Blandið öllu sem er í uppskriftinni saman og smakkið til með ferskri basiliku og pipar. Berið fram með góðu brauði. og fersku salati . Munið að ef geyma á pastasalat er mikilvægt að hafa ekki ferskt salat í uppskriftinni. Þá endist það tæpast í tilskilinn tíma, betra er að setja salatið þá bara útí rétt áður en það er borið á borð. Út í þetta sal- at má setja fersk blóm og jurtir úr náttúrunni til dæmis fjólur. Sælkerasnúningar 30 stk. 1 pakki þurrger 5 dl volgt vatn, 37°C 10 dl fínmalað spelt 4 dl hveiti ½ dl olía örlítið salt fylling 1 knippi kóríander 1 poki klettasalat 1 dl ólífuolía 300 g fetaostur 1 dl blönduð fræ, graskersfræ og fleira Hrærið gerið út í vatninu og bland- ið öllu öðru saman við, hnoðið í sam- fellt deig. Látið hefa sig í 40 mínútur á volgum stað, breiðið viskastykki yf- ir. Á meðan deigið er að hefast er hentugt að undirbúa fyllinguna. Mix- ið saman kóríander, klettasalat og ólífuolíu og takið fram ostinn og fræ- blönduna. Fletjið því næst deigið út í 1 cm þykka stóra aflanga köku og stráið kryddblöndunni yfir og þar of- aná fetaostinum. Rúllið þétt upp og skerið í snúða. Raðið á plötu og pensl- ið með olíu og stráið fræblöndunni yf- ir. Látið hefa sig á ný undir viska- stykki í um það bil 30 mínútur. Bakið við 175°C. í 15 mínútur. búnaður í bílinn Þú færð handfrjálsan búnað í bílinn í Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA. Car kit CK-7W * Bluetooth búnaður í bílinn * Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi * Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum * Sjálfvirk tenging við síma handfrjáls HENDURNAR á stýrinu AUGUN á veginum...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.