Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björk SigrúnTimmermann
fæddist í Hamborg í
Þýskalandi 16.
ágúst 1942. Hún lést
á Landspítalanum
að kvöldi 26. júlí síð-
astliðins. Foreldrar
hennar voru hjónin
dr. Günter Timmer-
mann, prófessor í
fuglafræðum við
Háskólann í Ham-
borg og fyrrum kon-
súll í Reykjavík, f.
14. febrúar 1908, d.
4. maí 1979, og Þóra Ingibjörg Bj.
Timmermann, aðalgjaldkeri Pósts
og síma, f. 28. apríl 1912, d. 20.
mars 2000, dóttir hjónanna Bjarna
Guðmundssonar, kaupfélagsstjóra
á Höfn í Hornafirði, f. 2. maí 1886,
d. 1. maí 1962, og Ingibjargar
Gunnlaugsdóttur, f. 15. október
1888, d. 1. febrúar 1957. Fóstur-
systir og náfrænka Bjarkar er
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, að-
stoðarskólastjóri Breiðagerðis-
skóla í Reykjavík, f. 11. júní 1941,
dóttir Sigurgeirs Benediktssonar,
Björk ólst upp í foreldrahúsum í
Hamborg til þriggja ára aldurs, en
fluttist þá til Íslands ásamt móður
sinni og var í fóstri hjá afa sínum
og ömmu á Hornafirði til ferming-
araldurs. Hún fluttist til Reykja-
víkur og gekk í Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og síðan í Mennta-
skólann í Reykjavík og lauk þaðan
stúdentsprófi 1962. Hún lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands 1963. Síðan stundaði hún
nám við Háskólann í Tübingen í
Þýskalandi og Háskóla Íslands og
lauk þaðan BA prófi í þýsku og
ensku 1970. Jafnframt námi
kenndi Björk þýsku við Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar og Náms-
flokka Reykjavíkur, uns hún flutt-
ist ásamt eiginmanni sínum til
Zürich í Sviss og dvaldi þar 1970–
1972 og 1974–1975. Auk húsmóð-
urstarfa tók Björk að sér stunda-
kennslu í Háskóla Íslands og var
prófdómari í þýsku við Mennta-
skólann í Reykjavík um tíma. Hún
starfaði við verslunarstörf og að
félagsstörfum m.a. fyrir kvenna-
deild Rauðakrossins og sat í stjórn
hennar frá 2005. Björk hóf nám
við guðfræðideild Háskóla Íslands
2001 og lauk þaðan djáknaprófi
2003.
Útför Bjarkar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
brunavarðar, f. 16.
maí 1914, d. 26. maí
1997, og Sigríðar
Bjarnadóttur, móð-
ursystur Bjarkar, f.
8. september 1917, d.
15. mars, 1972.
Björk giftist 18.
júlí 1970 Andrési
Svanbjörnssyni yfir-
verkfæðingi, f. í
Reykjavík 20. októ-
ber, 1939. Foreldrar
hans voru Svanbjörn
Frímannsson seðla-
bankastjóri, f. 14. júlí
1903, d. 9. júlí 1992, og Hólmfríður
Andrésdóttir, f. 3. september 1915,
d. 30. maí 2005.
Börn Bjarkar og Andrésar eru:
1) Frímann útfararstjóri í Reykja-
vík, f. í Reykjavík 24. október
1972, maki Sigríður Þóra Óðins-
dóttir, f. 9. mars 1981. Sonur
þeirra er Breki Þór, f. 31. desem-
ber 2003. 2) Markús Þór myndlist-
armaður, f. í Zürich í Sviss, 11.
mars 1975, maki Dorothée Kirch,
f. í München í Þýskalandi, 13. sept-
ember 1974.
Þau allt of fáu ár sem við höfum
þekkt Björk hafa verið uppspretta
óteljandi ljúfra minninga. Fjöl-
skyldumáltíðin á sunnudögum, jólin,
gamlárskvöldin, sumarbúðstaða-
ferðirnar og margt, margt fleira.
Hvert sem tilefnið var, fór ekki á
milli mála að fjölskyldan var horn-
steinn í lífi hennar. Hún veitti sonum
sínum, Frímanni og Markúsi Þór,
skilyrðislausa ást og bar mikla virð-
ingu fyrir eiginleikum þeirra. Sam-
band þeirra hjóna, Bjarkar og Andr-
ésar, var uppfullt af kærleika og
gagnkvæmri virðingu og varð það
okkur fyrirmynd. Ást, alúð og vin-
skapur voru í hennar augum meir en
orðin tóm. Þau mótuðu gildismat
Bjarkar sem var okkur mikill inn-
blástur og verður um ókomna tíð.
Með sögum úr æsku og af lífsreynslu
sinni minnti hún okkur alltaf á mik-
ilvægi þess að rækta okkar eigin-
leika. Hún hvatti okkur til náms og
studdi okkur heilshugar í öllu því
sem við tókum okkur fyrir hendur.
Björk var ekki einungis tengda-
móðir okkar heldur einnig mikil vin-
kona. Hún hafði unun af því að gleðja
okkur ýmist með gjöfum eða orðum
og deildi með okkur tilverunni. Sam-
band okkar byggðist á trausti, gleði
og hlátri. Hún var þeim gáfum gædd
að vera mikill sögumaður og gæddi
frásagnir lífi með einstökum hætti.
Einna minnisstæðust þykir okkur
sagan um rósina, nú þegar við lítum
til baka og rifjum upp minningar.
Þriggja ára dvaldi Björk með móður
sinni, Þóru, í lok seinna stríðs á þýsk-
um búgarði ásamt öðrum flóttamönn-
um. Fólk var svangt og hrakið því
mikill skortur var á matvælum. Á
bóndabýlinu var grænmetisgarður
sem var í eigu húsráðanda. Björk var
ljós yfirlitum og með næstum hvítt
hár. Einn daginn var hún á vappi í
kringum grænmetisgarðinn og
hreifst garðyrkjumaðurinn af þessari
bjartleitu stúlku. Hann bauð henni að
velja hvað sem var úr garðinum og
bjóst við að hún myndi velja sér eitt-
hvað ætilegt því skorturinn var svo
mikill. En Björk gekk að blómunum
sem hún hafði dáðst að og valdi sér
eina rauða rós. Garðyrkjumanninum
þótti svo mikið til koma að upp frá því
færði hann þeim mæðgum grænmeti
í soðið á hverjum degi. Svona munum
við Björk. Þessi saga lýsir henni svo
vel, fyrir hvað hún stóð og hvernig
hún færði öðrum von og gleði. Við er-
um báðar þakklátar fyrir að hún var
hluti af lífi okkar og minning hennar
verður okkur ætíð í huga. Við viljum
enda á bæn sem er okkur kær.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Tengdadætur,
Sigríður Þóra og Dorothée.
Þungt högg er nú greitt bróður
okkar og mági, og þeim Frímanni og
Markúsi.
Björk í Ljárskógum og Hálsakoti
hefur verið kölluð burt, með litlum
fyrirvara, og alltof snemma. Hennar
tími átti ekki að vera kominn.
Við fjölskyldurnar höfum deilt
saman sumrum í Móakotslandi í
meira en 30 ár, með krökkunum, í
rigningunni, í bjástrinu, en líka í sól-
inni. Börn þriggja systkina kynntust
þar nánar en oft verður meðal ætt-
ingja og vinátta barnanna okkar
heldur. Þau eru góðir vinir, nú full-
orðið fólk með sínar eigin fjölskyld-
ur.
Björk, Addi og strákarnir þeirra
hafa verið hluti af okkar tilveru svo
lengi.
,,Those were the days, we thought
they would never end.“
Nokkru áður en fregnin barst um
illvígan sjúkdóm, fyrir aðeins rúm-
um þremur mánuðum síðan, rædd-
um við um hvað hún Björk blómstr-
aði og liti svo vel út. Hún væri
greinilega sæl og ánægð með sig og
sína. Framtíðin virtist blasa við og
hún var komin með fyrsta barna-
barnið sitt, hann Breka, í fangið.
Um hvítasunnuna fórum við sam-
an norður til Akureyrar í fjölskyldu-
boð. Þá eins og í svo mörgum fyrri
ferðum áttum við skemmtilega daga
saman. Ekki grunaði okkur að þetta
yrði síðasta ferð okkar allra saman.
Björk hafði góðan húmor og sagði
skemmtilega frá. Hversdagsleg upp-
lifun varð saga. Hún sagðist vera alin
upp í kaupfélaginu á Hornafirði, frá-
sögurnar þaðan, eins og hún sagði
þær, voru ævintýri.
Hún Björk hafði gott auga fyrir
gömlum munum. Hún safnaði þeim
og þeir fengu nýtt líf hjá henni, oft
var þeim haganlega fyrir komið í
Hálsakoti eða Ljárskógum einhvern
veginn öðruvísi en öðrum datt í hug.
Það er sjónarsviptir að sterkri
persónu í fjölskyldunni. Við söknum
þín, Björk.
Sigríður Dóra og Ásgeir,
Agnar og Ásta.
Þær fljúga á hraðbergi minning-
arnar í huga mínum þegar ótíma-
bært andlát Bjarkar Timmermann
er staðreynd og brotthvarf hennar
fær mig til að fara aftur í tímann og
hugsa til þess að eiga ekki framar
eftir að taka upp símtólið og heyra
„sæl og blessuð Sigga mín, þetta er
Björk frænka“.
Við vorum systradætur. Mæður
okkar Þóra og Sigríður voru sérstak-
lega nánar systur, þær eru báðar
látnar núna, en eftir lifir þriðja syst-
irin Friðrikka og má hún nú sjá á eft-
ir elskulegri systurdóttur.
Það var mikil viðhöfn á Hæðar-
garðinum, æskuheimili mínu, þegar
von var á þér til landsins eftir sum-
ardvöl hjá Günter föður þínum, eins
og venja var á þínum uppvaxtarár-
um. Móðir mín tilkynnti okkur
systkinunum að nú yrði tekið vel á
móti Björk frænku og elduð kjöt-
súpa, það væri uppáhalds maturinn
hennar. Ekki var mikil tilhlökkun
hjá mér yfir kjötsúpunni, en hún vék
fljótt fyrir tilhugsuninni að hitta ver-
aldarvana frænku mína. Ég man þar
sem þú sast uppá eldhúsbekknum og
dinglaðir fótunum, þú sagðir okkur
með þínum kviku handahreyfingum
og skemmtilega frásagnarmáta frá
öllu, sem á daga þína hafði drifið í
stórborginni Hamborg. Ég man ég
mændi agndofa upp til þín, ég var
bara stelpukrakki en þú tánings-
skvísa. Átta ár skildu á milli okkar og
var það mikill aldursmunur á þess-
um aldri.
Löngu seinna man ég þig aftur á
Hæðargarðinum í jólaboði, þar sem
þú kynntir fyrir okkur tilvonandi
eiginmann þinn Andrési Svanbjörns-
syni. Við öll og þó sérstaklega
mamma, vorum ákaflega varkár og
feimin við þennan myndarlega unga
mann, ekki vildum við styggja hann,
því við skynjuðum strax að þarna var
ljúfur og góður drengur í fylgd með
þér. Við reyndumst sannspá. Andrés
varð maðurinn í þínu lífi þar til yfir
lauk.
Eftir þetta man ég ekki eftir öðru
en ef Björk var nefnd á nafn þá var
Addi nefndur í sömu andrá.
Árin líða, við stofnum heimili og
fjölskyldu og eignumst börn. Strax í
æsku drengjanna okkar Frímanns
og Dags varð mikil og náin vinátta
þeirra á milli, sem var einkar
ánægjulegt vegna skyldleika þeirra
og okkar. Minnist ég með hlýju og
þakklæti allra þeirra skemmtilegu
stunda sem Dagur átti með ykkur
fjölskyldunni í Hálsakoti, þar var
ekki í kot vísað og hafði ég aldrei
áhyggjur af drengnum mínum í
umsjá þinni, hafðu ávallt Guðs laun
fyrir.
Með árunum urðu samskipti okk-
ar nánari og eru þær ófáar stund-
irnar sem ég og systur mínar höfum
átt með þér og verða þær svo sann-
arlega rifjaðar upp þegar við minn-
umst þín um ókomin ár. Búða- og
kaffihúsaferðir okkar hin síðari ár
verða alltaf eftirminnilegar. Húmor
þinn og þín skemmtilega frásagnar-
snilld verður aldrei frá þér tekin, þú
hafðir þann hæfileika að geta alltaf
séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni
og glettni þín og gáski gerði það að
verkum að öllum leið vel með þér.
Það er erfitt að horfast í augu við
að lífshlaupi þínu sé lokið á þessu til-
verustigi, en vonandi ertu komin á
annan stað og betri, þar sem kraftar
þínir og atorkusemi fá notið sín.
Megi góður Guð vera með þér á
því ferðalagi sem þú hefur lagt upp í
og óska ég þér góðrar ferðar.
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Sigríður Sigurgeirsdóttir.
Það var eitt af fáum fallegum júlí-
kvöldum í sumar, sem ástkær vin-
kona okkar, Björk, kvaddi þennan
heim. Hún háði snarpa, mjög erfiða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er
erfitt að átta sig á þeirri staðreynd
að Björk sé ekki lengur á meðal okk-
ar. Hugurinn leitar til baka til
menntaskólaáranna, en aftur til þess
tíma getum við rakið vináttu okkar,
trausta og góða sem efldist í sauma-
klúbbnum okkar. Þar bar aldrei
skugga á.
Í minningunni er sem kætin hafi
ráðið ríkjum og átti Björk stóran
þátt í því, en varla er hægt að hugsa
sér skemmtilegri manneskju.
Björk var glæsileg kona og fáguð í
framkomu. Hún var líka listræn og
skapandi, sem sjá mátti á klæða-
burði hennar og fallegu heimili
þeirra Adda. Þar nutum við oft góðra
stunda, sem og í sumarbústaðnum
við Þingvallavatn.
Eftir áratuga vináttu eigum við
margar skemmtilegar minningar og
standa þar upp úr ferðalögin til út-
landa. Í þeim naut Björk sín, hafði
gaman af skemmtilegum búðum,
keypti oft skondna hluti sem engum
öðrum hefði dottið í hug að kaupa.
Björk var leitandi manneskja.
Fullorðin settist hún aftur á skóla-
bekk og las guðfræði. Hún útskrif-
aðist sem djákni og sótti auk þess
ótal námskeið um trúarleg efni.
Við vinkonurnar fylgdumst með
því af aðdáun hvernig Björk
blómstraði og öðlaðist mikla innri ró.
Kom það glöggt í ljós síðustu mán-
uði. En alltaf var stutt í glettni hjá
Björk. Í síðasta saumaklúbbnum var
hún orðin fársjúk en sló samt á létta
strengi. Það var kjörkuð kona sem
við kvöddum það kvöld.
Yndisleg, hjartkær vinkona er
horfin, en minningin um hana lifir og
mun alltaf fylgja okkur. Við vitum að
hún átti góða að, sem umvöfðu hana
kærleika allt til síðustu stundar.
Andrés, Frímann og Markús hafa
alla tíð verið Björk stoð og stytta og
hafa þeir ásamt tengdadætrunum
Dóró, Siggu og svo frænku Bjarkar
Ingibjörgu, staðið eins og klettar við
hlið hennar síðustu mánuði.
Megi Guð styrkja ykkur öll í ykkar
miklu sorg.
Anna, Edda, Elín, Jóhanna,
Kristín, Ólöf og Sigrún.
Þegar góður granni og vinur fellur
frá verður skyndilega tilfinningalegt
tómarúm í hjarta manns. Björk okk-
ar í Ljárskógum fór svo fljótt að við
náðum ekki að átta okkur á alvar-
leika veikinda hennar fyrr en öllu
var lokið. Við náðum þó að gefa lof-
orð um að biðja Guð að vera með
henni og styrkja í baráttunni við
veikindin, við trúðum á bænina.
Björk var sterk, ákveðin og sér-
lega skemmtileg kona. Hún sagði
svo lifandi frá og gerði góðlátlegt
grín að sjálfri sér og sínum – vel
kryddað stundum – og þá var svo
gaman að sjá hana fara á flug með
söguna, alltaf í stuði og til í allt. Við
svo að segja horfðumst í augu hús úr
húsi í um kvart öld, börnin okkar
voru notalega náin þó þau hafi verið
á misjöfnum aldri, alltaf var hún á
verði tilbúin að rétta hjálparhönd ef
á þurfti að halda og samgladdist
hverju litlu sem stóru atviki sem að
okkur sneri. Það kom fyrir að strák-
arnir væru „læstir úti“ eins og þeir
orðuðu það við Björk , þá bauð hún
þeim inn og bar á borð heimabakaða
kanilsnúða og mjólk, mikil og góð að-
hlynning út á þessar „úti læsingar“.
Já milli Bjarkar og drengjanna
myndaðist skilningsríkt samband er
hélst alveg til síðasta dags og voru
þau oft eitthvað að bralla, „skreppa
smá“.
Ósjaldan var kallað að handan,
Sigrún má ég eiga við þig eitt orð!
Svo var skeggrætt um lífsins nauð-
synjar sem voru ósjaldan í formi
mataruppskrifta, en þar var mín sko
á heimavelli og aðgerðum lýst í smá-
atriðum, þó ekki síst ef um var að
ræða matargerð fyrir helgarheim-
sóknir gesta og gangandi í Hálsakot,
sumarparadísinni þeirra á Þingvöll-
um. Þar var himnaríki á jörð.
Já, það er margs að minnast. Gö-
tugrillin okkar á hverju sumri, en
þar var Björk í forystu matarinn-
kaupa og seremoníurnar við að
krydda kjötið, je minn, já, þá var
glatt á hjalla. Litla samfélagið okkar
í Ljárskógum var náið ekki síst
vegna þess að leiðir okkar lágu sam-
hliða í svo mörgu, kirkjunni okkar,
göngutúrum, sundferðum, sjálfboða-
vinnu í Gerðubergi, uppskeru úr
görðunum okkar og sultugerðin,
kaffisopi á tröppunum. Já, það er
margs að minnast. Skemmtilegi
garðálfurinn með bókina sér í hönd
sem sat á steininum í garðinum
hennar sem fulltrúi eins helsta
áhugamáls hennar en það voru bæk-
ur og aftur bækur. Endalaust var
rætt um nýjustu bækurnar. „Þú
verður að lesa þessa bók hún er al-
gjört augnakonfekt“ og það brást
ekki. Hlýja kveðjan hennar Bjarkar
hjómar enn í eyrunum „ástarþakkir“
það var svo notalegt að fá þessi orð
að skilnaði eftir góða samverustund.
Guð blessi Andrés, manninn þinn
góða og fallegu syni þína tvo og fjöl-
skyldur þeirra.
Far þú í friði elsku Björk, ástar-
þakkir fyrir allt og allt.
Sigrún, Vilborg, Þórður
Viggó og Jón Þór.
Björk Timmermann var frábær
kona. Ein af þessum perlum, skín-
andi og einstök.
Ég kynntist Markúsi syni hennar
á menntaskólaárunum og fór þá að
venja komur mínar alla leið upp í
Breiðholt. Þar var hún leiftrandi
skemmtileg, skellti í þýska fitusúpu
handa strákunum og sagði kald-
hæðna glæsilega brandara. Síðan
voru það ferðir upp í kjarrið í Þing-
vallasveit í A laga sumarbústað þar
sem við sátum með gin og tonik og
horfðum út á strákana skemmta sér
á sjóskíðum á glitrandi vatninu.
Allar minningar um Björk eru
eins og úr skáldsögu. Hún var ekki
alveg af þessum heimi eða þá gæddi
hún þennan heim elegant töfrum.
Meðan ég skrifa þessi orð er ég að
hlusta á Stan Getz. Þannig var
Björk. Síðasta minningin af henni er
úr brúðkaupi Markúsar og Dorothee
í Provence í Frakklandi í fyrrasum-
ar. Björk og Andrés stolt og falleg í
kvöldsólinni.
Ragnar Kjartansson.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Í dag er kveðjum við, með miklum
söknuði, okkar kæru vinkonu, Björk
Timmermann. Þegar við kynntumst
Björk stóðum við öll á miklum tíma-
mótum í lífi okkar og höfum við frá
þeim tíma haldið hópinn og hist viku-
lega.
Björk var gædd frábærum kostum
sem við nutum góðs af. Þar má nefna
að hún var vel gefin heimskona, frá-
bær og traustur vinur, hláturmild og
með einstaka frásagnarhæfileika.
Lék hún þá gjarnan það sem hún
sagði frá.
Auk okkar reglubundnu vikulegu
samveru áttum við einnig það til að
gera ýmislegt annað, s.s. fara saman
í búðir, fara í berjamó, borða saman
á veitingastaðnum Asíu, svo eitthvað
sé nefnt.
Við fengum að fylgjast með ýms-
um merkisatburðum í lífi Bjarkar.
Þar má nefna gleðina yfir fæðingu
Breka og þroskaferli hans ásamt
framhaldssögu í myndum. Síðast lið-
ið sumar fylgdust við spennt, í máli
og myndum, með frásögunni af brúð-
kaupinu í Frakklandi.
BJÖRK SIGRÚN
TIMMERMANN