Morgunblaðið - 03.08.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 03.08.2006, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valgerður Sig-urtryggvadóttir fæddist á Litlu-Völl- um í Bárðardal í S- Þing. 7. ágúst 1922. Hún lést á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi aðfaranótt 25. júlí síðastliðinn 83 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Friðlaugur Sigur- tryggvi Tómasson, f. 30. júlí 1863, d. 1. mars 1935, og Sig- ríður Daníelsdóttir, f. 16. janúar 1890, d. 3. mars 1979. Sigríður var seinni kona Friðlaugs. Alsystkini Valgerðar eru: Sigurður Eyvald, f. 1916 (látinn), Gísli, f. 1918 (látinn), Tryggvi, f. 1919 (látinn), Rannveig Elín, f. 1920, Daníel, f. 1924, Unnar Sæmundur, f. 1927, Ingimar Rós- sjómaður og síðar fiskkaupmaður. Hann byggði og stofnaði m.a. fisk- búðina Hafrúnu í Skipholti 70 í Rvík. Börn Valgerðar og Jóhanns eru: 1) Drengur, f. andvana 1944. 2) Sigríður Steinunn Jóhannsdótt- ir, f. 6. ágúst 1945, búsett í Garða- bæ. Eiginmaður hennar er Ólafur Ólafsson, f. 10. maí 1945. Börn þeirra eru: a) Ólafur, f. 6. október 1967. Sambýliskona hans er Sóley Þorsteinsdóttur og barn þeirra er Ísak Óli. b) Hilda, f. 9. nóvember 1973. Sambýlismaður hennar er Grétar Agnarsson og börn þeirra eru Atli Már og Dagur Óli. 3) Haf- liði Sigurtryggvi Jóhannsson, f. 14. júlí 1948, búsettur í Svíþjóð. Hann er ókvæntur og barnlaus. 4) Birgir Straumfjörð Jóhannsson, f. 11. desember 1958, búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Sig- rún Erla Valdimarsdóttir, f. 3. júní 1960. Börn þeirra eru: Jóhann Bragi, f. 3. maí 1984, Edda María, f. 20. október 1988, og Erla Val- gerður, f. 31. ágúst 1994. Útför Valgerðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ar, f. 1928 (látinn), Baldvin, f. 1930 (lát- inn) og stúlka fædd andvana vorið 1935. Hálfsystkini Valgerð- ar, samfeðra, voru: Margrét, f. 1890, Tómas, f. 1891, Kjart- an, f. 1892, Nanna, f. 1894, og Jón, f. 1897. Þau eru öll látin. Valgerður giftist 1944 Jóhanni Straumfjörð Hafliða- syni, frá Bergholt- skoti í Staðarsveit á Snæf., f. 28. desember 1914, d. 11. janúar 1968. Foreldrar hans voru Hafliði Þorsteinsson frá Grenjum í Álftaneshreppi, f. 11. nóvember 1877, d. 21. nóvember 1969, og Steinunn Kristjánsdóttir frá Ytra- Lágafelli á Snæf., f. 12. október 1878, d. 17. mars 1924. Jóhann var Tengdamóðir mín er fallin frá. Hún hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin og svo kom að lokum að hún andaðist hinn 25. júlí sl. Ég kynntist Valgerði fyrir einum 43 árum þegar ég fór að bera víurn- ar í dóttur hennar. Tók hún mér afar vel frá fyrstu kynnum og hefur síðan ávallt reynst mér og mínum hin styrkasta stoð og besti vinur og félagi. Valgerður hefur lifað tímana tvenna, það er ekki ofsagt. Hún fæddist að Litlu-Völlum í Bárðardal 1922. Húsakynni voru þröng og íburðarlítil á þeim tíma þar sem skepnurnar voru hýstar ásamt heimilisfólkinu. Uppeldisárin voru erfið en hamingjusöm í stórum systkinahópi. Staðurinn var af- skekktur langt inn í dal og allur að- dráttur til heimilisins langsóttur og þrautinni þyngri. Reynt var að lifa af landsins gæðum og var vatna- fiskur og fuglakjöt algengt á borð- um fjölskyldunnar í þá daga. Það má segja um þessi ár í sögu landsins að þá lifðu þeir af sem voru hraustastir til líkama og sálar. Valgerður fór snemma að heiman, aðeins 14 ára, og fór þá í vinnu- mennsku yfirleitt hjá góðu fólki. Á 19. árinu fór hún svo til Reykjavíkur þar sem hún síðan hóf búskap með eiginmanni sínum, Jóhanni Hafliða- syni, fyrst á Njálsgötunni og að lok- um fluttust þau í nýbyggða íbúð í Bólstaðarhlíð þar sem hún átti heimili sitt til æviloka. Valgerður missti mann sinn langt um aldur fram, hún var aðeins 45 ára þegar hún varð ekkja. Valgerður var viljasterk og sjálf- stæð kona. Átti hún ekki langt að sækja þessa eiginleika þar sem móð- ir hennar, Sigríður Daníelsdóttir, var mjög sterkur persónuleiki og hafði afgerandi skoðanir á mönnum og málefnum. Amma Sigríður dvaldi oft langdvölum á heimili dóttur sinn- ar og varð ég þeirra gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast henni. Það var oft gaman að sjá gömlu konuna rölt- andi á milli herbergja og slökkva ljósin ef enginn var þar inni. Eðl- islægur eiginleiki að sóa ekki fjár- munum í óþarfa þar sem hún hafði kynnst hinni hliðinni að hafa af skornum skammti lítið til að bíta og brenna. Valgerður var félagslynd kona að eðlisfari og hafði hún gaman af sam- neyti við annað fólk. Var oft þröng á þingi á heimilinu í Bólstaðarhlíð þegar ættingjar og vinir fengu gist- ingu hjá þeim hjónum um skemmri eða lengri tíma. Hún hafði líka gaman af spila- mennsku og þá aðallega félagsvist, sem hún gaf sig að hvenær sem tækifæri gafst. Á efri árum sótti hún félagsskap hjá öldruðum og fór oft vítt um bæinn og oftar en ekki var tekið í spil og þá var gaman að lifa. Oft kom hún heim með vinning úr spilamennskunni frá slíkum manna- mótum. Ég vil að lokum þakka fyrir þau ár sem við þekktumst, fyrst sem kærasti dóttur hennar og síðar tengdasonur og svo sem faðir ömmubarna hennar og afi lang- ömmubarnanna. Þessi ár hafa verið mér og mínum þroskandi, gefandi og gleðirík. Megi góður Guð fylgja henni á ókunnum stigum í nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Ólafsson. Í dag er til moldar borin Valgerð- ur Sigurtryggvadóttir. Valgerður var gift móðurbróður mínum, Jó- hanni Straumfjörð Hafliðasyni, en hann féll frá rúmlega fimmtugur að aldri, en þá höfðu þau aðeins verið gift í 24 ár. Mikill harmur var að dauða Jóhanns sem var svo athafna- samur og áræðinn, góður og um- hyggjusamur eiginmaður og faðir. Eftir stóð Valgerður með börnin sín þrjú og þar af það yngsta aðeins tíu ára. Hún hélt fjölskyldunni saman og voru þau ætíð samheldinn og samhentur hópur. Jóhann byggði fjölskyldu sinni fagurt heimili í Ból- staðarhlíðinni og hélt Valgerður því heimili meðan hún lifði. Alltaf var þangað gott að koma og Jóhann ræðinn mjög og með skoðanir á öll- um og öllu, þar var sko engin logn- mollan. Ég átti því láni að fagna að geta oft heimsótt þau hjón og alltaf var mér tekið með stakri gestrisni og eins og þau ættu í mér hvert bein. Fjölskylda mín bjó suður með sjó og þá voru samgöngur ekki svo greiðar til Reykjavíkur eins og nú og því gott að eiga einhvern að og hjá Jóa og Valgerði var manni ekki í kot vísað. Valgerður var glæsileg kona og einstaklega glaðvær og hláturmild. Heimili hennar var alltaf eins og strokið og vel við haldið svo af bar. Það er alltaf harmur í huga þegar maður sér hvern eldri ætt- ingjann og fjölskylduvininn eftir annan hverfa yfir móðuna miklu, en fyrir hugskotssjónum líður jafn- framt lífshlaup þessara manna og kvenna sem skópu okkur það glæsta umhverfi sem við í dag lifum í. Kunnum við að þakka þessu fólki nægilega og sýnum við það í verki? Ég held að þar sé margt ógert og mikið verk að vinna. Ég þakka Val- gerði dýrmætar samverustundir í gegnum tíðina og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Sólmundur Tr. Ein- arsson og fjölskylda. VALGERÐUR SIGUR- TRYGGVADÓTTIR Lífið hún sá í ljóma þeim, ljósin af bláum augum tveim Álfarnir sjá um allan heim. Enginn er svona fríður. Álfaþjóð, álfaþjóð í brúðardansinn býður. Því miður man ég ekki hvenær eða hvar ég heyrði þessar ljóðlínur fyrst, en ég man að ég fékk að fara á kóræf- ingu hjá Karlakór Selfoss, með pabba, og þeir voru að æfa þetta lag. Ég bað pabba aftur og aftur að syngja þetta fyrir mig og það var auð- sótt mál. Enn þá finnst mér enginn hafa haft fallegri tenórrödd en hann hafði. Þær eru margar minningarnar sem komið hafa upp í hugann upp á síðkastið. Sumar á Móbergi. Steikj- andi hiti og sól. Pabbi að mála þakið á KLEMENZ ERLINGSSON ✝ Klemenz Erl-ingsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi föstudaginn 7. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá kapellu Heil- brigðisstofnunar Suðurlands á Sel- fossi fimmtudaginn 13. júlí. húsinu, klæddur í síð- buxur en ber að ofan, með axlabönd. Dagsverkinu lokið, sólin sest, pabbi ótrú- lega sólbrenndur á bakinu, með hvít för eftir axlaböndin. Hleg- ið að þessu það sem eftir lifði sumars. Enn sumar á Mó- bergi. Fjölskyldan hef- ur komið sér fyrir í stofunni og hlustar á ótrúlega spennandi leikrit í útvarpinu. Ég, bara cirka átta eða níu ára, búin að hjúfra mig upp að pabba, svo spennt var ég yfir leikritinu að ég þorði ekki annað en láta hann passa mig þar til þættinum var lokið. Og þannig var það reyndar alltaf. Hann var alltaf að passa okkur systkinin, líka þótt við værum orðin fullorðin. Pabbi minn var skemmtilegur maður og átti líka skemmtileg áhuga- mál. Tónlistina, ferðirnar um landið og ættfræðina ber þar hæst. Alltaf ef maður sagði honum frá því að maður hefði kynnst nýju fólki var spurt hverra manna hann eða hún væru, og þar sem maður vissi það nú sjaldnast, var hann ekki lengi að finna út úr því, bara ef hann vissi nafnið. Það var gott að biðja hann um hjálp ef eitthvað var, hann var alltaf tilbú- inn að aðstoða, og reyndar þurfti sjaldnast að biðja, hann vissi bara einhvern veginn, ef aðstoð vantaði, og veitti hana óumbeðið. Þegar hann veiktist fyrir um ári síðan, kom berlega í ljós hvað hann bar hag okkar fjölskyldunnar fyrir brjósti, oftar en ekki fannst manni að hann hugsaði meira um okkar líðan en sína eigin. Hann tók veikindunum af ótrúlegum hetjuskap, þó oft hafi lyfjameðferðin verið erfið. Hann átti sem betur fer líka nokkrar góðar stundir, sem við munum minnast með gleði. Þær eru ótalmargar minningarnar, en fleiri ætla ég ekki að festa á blað, þær geymi ég. Elsu mamma mín, styrkur þinn í gegn um þetta allt hefur verið mér og mínum mikil hjálp, ég vona að nú get- um við veitt þér styrk. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt. Ég ætla bara að kveðja þig að lokum á sama hátt og ég gerði alltaf að lokn- um símtölunum okkar. Bless pabbi minn, við verðum í sambandi. Þín, Hekla. Elsku afi. Takk fyrir; að rugga mér í vöggunni þó svo að mamma væri bú- in að banna það, að gefa mér alltaf morgunmat þegar ég var lítil og smá kaffilögg á eftir, að leyfa mér að vera í kuldastígvélum um hásumar af því að ég valdi það sjálf, að gefa mér Skepnu-nafnið en mér á alltaf eftir að þykja mjög vænt um það, að fara með mig í sund en við fórum alltaf í „bullu- pottinn“ og athuguðum hvort ég væri orðin nógu stór til þess að standa á botninum, að leyfa mér alltaf að sofa í „millunni“ hjá þér og ömmu þegar ég var lítil, að keyra rútuna í nánast öll- um kórferðum og handboltaferðum þegar ég var krakki og unglingur en mér þótti svo gott að vita af því að þú værir með, að eiga alltaf til „afaís“ í frystinum en okkur þótti hann báðum svo góður, að skipuleggja allar ferð- irnar okkar Unnars um landið en þú vissir um alla helstu staðina sem gaman væri að skoða og alla góðu gististaðina enda fannst þér fátt skemmtilegra en að ferðast um land- ið. Auðvitað er þetta bara brotabrot af því sem ég er þér þakklát fyrir en ein- hvers staðar verður maður að láta staðar numið. Þetta kunna að virðast ósköp hversdagslegir hlutir en eins og svo oft hefur verið sagt þá eru það litlu hlutirnir sem skipta máli og lifa í minningunni. Það eru mikil forrétt- indi að hafa átt afa eins og þig sem tók virkan þátt í uppvexti manns og var alltaf til staðar hvort sem vantaði ráð- leggingar eða faðmlag. Þú munt alltaf eiga stóran hluta í mér og við Unnar munum vera dugleg við að tala um þig við Stefán Mána og sýna honum myndir af „langafa“. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín Valgerður Rún (Skepna). Sumt er svo samofið tilverunni að maður heldur að það sé óumbreytanlegt og verði til staðar á meðan sólin kemur upp á morgnana og sest á kvöldin. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur Klemmi verið fastur punktur í tilver- unni og því leiddi maður aldrei hugann að því að hann væri forgengilegur líkt og við hin. Þegar ég hleypti heimdrag- anum þá var fyrsti viðkomustaðurinn Birkivellirnir eins og hjá svo mörgum og þótt stansið þar ætti ekki að verða langt, þá urðu árin þrjú, eftirminnileg og lærdómsrík ár þar sem maður naut þess að vera eins og einn af fjölskyld- unni. Birkivellirnir hafa verið umferð- armiðstöð þeirra sem eru á ferðinni að heiman og heim og skiptir þá ekki máli hvenær sólarhringsins er, það var alltaf tekið vel á móti fólki. Fyrir nokkrum ár- um gisti Klemmi hjá okkur hjónum á æskuslóðunum við Hagamelinn. Það var margt spjallað enda ekki ólík áhuga- mál. Það var farið yfir allan flota lang- ferðabifreiða, hvað sérleyfin hefðu breyst, hvort Scania eða Benz væru betri, hvort það hefði verið Deltaplan, Joncheere eða íslensk yfirbygging á þessum eða hinum bílnum og hver hefði átt þennan eða hinn bílinn á undan þeim sem átti hann nú. Þarna var Klemmi á heimavelli og þekkti vel til! Klemmi var afskaplega bóngóður maður og taldi ekki eftir sér að snúast jafnt fyrir vini sem og vandamenn, hann útvegaði mér vinnu þegar ég flutti til þeirra og var hann fleirum innan handar með slíkt, enda þekkti hann marga og var vel liðinn. Klemmi var mikill barnakarl og er mér það í fersku minni þegar hann var að koma austur á gamlárskvöld, alltaf gaf hann sér tíma til að koma við á bæjunum til að gauka stjörnu- ljósum að okkur krökkunum. Klemmi var söngmaður góður. Hann söng sálma í skírnarveislunum í Hólum, ættjarðarlög þegar það átti við og var jafnvígur á hvaða gerð tónlistar sem var. Svona væri lengi hægt að telja og rifja upp gamlar og nýjar minningar. Ég þakka Klemma samfylgd. Elskulega fjölskylda, ykkur sendi ég mínar bestu kveðjur. Martha Sverrisdóttir (Matti) og fjölskylda. Elsku Klemmi, þú varst okkur svo kær. Okkur langar að þakka þér ein- staka samvinnu, trúmennsku og tryggð í okkar garð. Það er erfitt að fylla skarðið þitt en við erum svo inni- lega þakklát fyrir öll árin sem við höf- um fengið að starfa með þér. Betri starfsmann er ekki hægt að finna. Þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur og þó að fyrirvarinn væri lítill eða eng- inn þá var alltaf hægt að leita til þín. Við gátum alltaf treyst því að þú leystir málið. Það var erfitt hjá okkur öllum þegar þú komst til okkar fyrir tæpu ári síðan og tjáðir okkur að þú kæmist ekki næstu ferð. Þú tókst svo nærri þér að geta ekki keyrt fyrir okkur og hafðir á orði að þú værir að svíkja okk- ur og hvað yrði um alla hópana sem þú værir sérpantaður í. Það var mjög sárt fyrir þig. Þú áttir stóran hóp viðskipta- vina sem vildu engan annan bílstjóra en þig og það gaf þér mjög mikið og það var ómetanlegt hvað þú lagðir á þig til að gera sem mest fyrir alla. Þú varst einstakur maður sem tókst þátt í starfi okkar og fjölskyldulífi og varst eins og einn af fjölskyldunni. Við sökn- um þín sárt. Elsku Erla, Hekla, Kata, Klemmi, Krummi, Guðrún og fjölskyldur, við vottum ykkur samúð okkar og biðjum Guð að blessa ykkur öll. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd hjarta síns og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Guðmundur Tyrfingsson og fjölskylda. Okkar ástkæra, INGIGERÐUR INGIBJÖRG HELGADÓTTIR Frá Eskifirði, áður Hæðargarði 38, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 31. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju miðviku- daginn 9. ágúst kl. 13.00. Vilborg Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Þorgerður Jóhannsdóttir, Herdís Jóhannsdóttir, Einar Nikulásson, Gunnar Már Jóhannsson, Helga Steindórsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.