Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Allt frá „drift“-keppni til grænfriðunga Bílar á morgun ÁÆTLAÐ er að lífeyrissjóðirnir muni spara um fimmtíu milljónir króna á mánuði með skerðingu ör- orkulífeyris 2.300 til 2.500 öryrkja 1. nóvember nk. en aðgerðir sjóðanna koma til vegna þess að við- komandi bótaþegar eru með hærri tekjur en þeir voru með fyrir orkutap. Formaður Öryrkjabanda- lags Íslands (ÖBÍ) segir málið hreint ótrúlegt og veit dæmi um fólk sem missir ríflega fjórðung af tekjum sínum. Forsvarsmenn ÖBÍ og Landssamtaka lífeyris- sjóða (LL) funduðu stuttlega um málið í gær og skiptust á upplýsingum. Matthildur Harðardóttir, framkvæmdastjóri Greiðslustofu lífeyrissjóða, seg- ir fundinn hafa gengið vel en aftur verður fundað föstudaginn 10. ágúst nk. „Við vorum að ræða málin fram og til baka en við förum mjög varlega í að áætla einhvern heildarkostnað því fólki er gefinn þriggja mánaða aðlögunarfrestur til að koma með frekari gögn ef það telur okkur ekki byggja á rétt- um grunni,“ segir Matthildur. Ekki liggja fyrir upp- lýsingar um tekjudreifingu aðgerðanna né um hvaða hópa ræðir en forsvarsmenn ÖBÍ hafa óskað eftir að fá þær upplýsingar sem fyrst. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL, tekur undir orð Matthildar um að varlega verði farið í að áætla heildarkostnað vegna þess að ekki er vitað hversu margir munu óska eftir leiðréttingum. „Við áætlum núna eitthvað um fimmtíu milljónir á mán- aðargrunni og heildar örorkulífeyrisgreiðslur allra sjóða eru eitthvað um sex milljarðar, þannig að þetta getur verið um tíu prósent af heildinni,“ segir Hrafn. Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hann hefði óskað eftir ýmsum upplýsingum, t.a.m. um hvaða hóp er að ræða, hvaða tekjur hann hefur og aldursdreifingu. Hann gerir hins vegar ráð fyrir að þær upplýsingar berist á næstu dögum. „Hér er um að ræða aðgerð sem er mjög harkaleg, svo vægt sé til orða tekið. Það er hér fólk að tala við okkur sem missir ríflega fjórðung tekna sinna og jafnvel meira en það. Hér er því um að ræða ofboðslega alvarlega aðgerð sem við teljum að sé allsendis óviðunandi.“ Sigursteinn segir það allsvakalegt að lífeyrissjóð- irnir skuli fara út í slíka aðgerð án þess að vera bún- ir að ganga frá því við ríkisvaldið að það mæti þessu tekjutapi öryrkja. „Alla vega þeirra sem eru með lægri tekjurnar, sem eru sennilega langstærsti hóp- urinn,“ segir Sigursteinn. Hann segir að þangað til fundað verði aftur muni tíminn fara í að safna upp- lýsingum. „Fólk hefur mikið samband við okkur, það er mjög stór hópur og mikil reiði í fólki.“ Margir eiga rétt á leiðréttingu Nú fá þeir sem fengu bréf um skerðingu eða nið- urfellingu örorkulífeyris þrjá mánuði til að koma gögnum sínum til Greiðslustofu lífeyrissjóða ef þeir telja að á sér sé brotið. Sigursteinn telur að töluvert margir eigi rétt á leiðréttingu. „En það skiptir miklu máli að hafa samband og láta þetta ekki yfir sig ganga. Það er líka þannig að greiðslustofan mun mögulega skoða átta ár í staðinn fyrir þrjú ár fyrir örorku og það skiptir verulegu máli fyrir ýmsa og gæti breytt þessari mynd.“ Hann segir ýmislegt þurfa að skoða í reikni- kúnstum greiðslustofunnar en tekjur fólks voru mældar þrjú síðustu ár fyrir örorku og bornar sam- an við skattskrá sl. árs. „Við viljum fá skýringar á því hvers vegna er verið að reikna út frá vísitölu neysluverðs í stað launavísitölu, sem skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir þá sem urðu öryrkjar fyrir árið 2000,“ segir Sigursteinn. Matthildur Harðardóttir segir hins vegar eðlilegt að neysluvísitalan sé notuð sem viðmiðun þar sem að rauði þráðurinn í gegnum allt hjá lífeyrissjóð- unum sé sú vísitala. Forsvarsmenn ÖBÍ og LL funduðu um skerðingu á greiðslum til öryrkja Alvarleg aðgerð sem talin er óviðunandi Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þing- maður og vara- formaður Sam- fylkingarinnar, segir ljóst að af orðum formanns Landssambands eldri borgara (LEB) megi ráða að ríkisstjórnin hafi beitt hót- unum gegn eldri borgurum. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, að forsvarsmenn LEB hefðu fengið skilaboð þess efnis að skrifuðu þeir ekki undir yfirlýsingu ásamt fulltrúum ríkisstjórnarinnar fengist engin trygging fyrir því að fjár- magn yrði sett í aukna heimaþjón- ustu og rekstraraðstaða hjúkr- unarheimila bætt. „Mér finnst þetta mjög upplýsandi um þanka- gang ríkisstjórnarinnar. Með hót- unum sem þessum er ríkisstjórnin að neyða eldri borgara til undir- skriftar að viljayfirlýsingu sem rík- isstjórnin mun síðan flagga í að- draganda kosninga,“ sagði Ágúst við Morgunblaðið í gær. „Svo hart ganga menn fram til að tryggja heppilegan áróður að lands- sambandinu var hótað að tæki það ekki þátt myndi það finna fyrir því. Ríkisstjórnin lék einmitt þennan leik rétt fyrir síðustu alþingiskosn- ingar en þá var gert samkomulag við eldri borgara sem var síðan svikið eins og Ólafur hefur bent á.“ Ágúst bendir á að eldri borgarar hafi verið stórlega vanræktir á Ís- landi síðastliðin ár og eldri kyn- slóðum sé sýnd mikil óvirðing með þeim kjörum sem þær þurfi að lifa á. Hvorki náðist í félagsmálaráð- herra né heilbrigðisráðherra í gær. Ríkisstjórn- in hafi hótað eldri borgurum Ágúst Ólafur Ágústsson „VIÐ erum þessa dagana að reyna að átta okkur á þessu og það er mjög erfitt að reikna [heildarkostnað Trygg- ingastofnunar ríkisins] nema við fáum upplýsingar um þá einstaklinga sem eru að breytast hjá lífeyrissjóð- unum,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs TR, um umfangsmikla athugun Greiðslustofu lífeyrissjóða á tekjum öryrkja. Aðgerðir Landssamtaka lífeyrissjóða (LL), sem ná yfir fjórtán sjóði, hafa í för með sér að lífeyr- isgreiðslur 2.300 til 2.500 ör- yrkja skerðast. Viðkomandi bótaþegar geta maka sem skerðingu. Auðsýnt er að talsverð vinna hlýst af hjá TR vegna aðgerða lífeyrissjóðanna og segir Sigríður aldrei mikla ánægju ríkja þegar kerfið breytist. Hún segir að stofn- unin taki hins vegar enga af- stöðu til aðgerðanna, bregðist aðeins við. „Við fyrstu sýn virðist okkur þetta geta haft víxlverkandi áhrif þar sem líf- eyrissjóðirnir hafa áhrif á bætur hjá okkur, og nú virð- ist sem bætur hjá okkur komi til með að hafa áhrif á greiðslur frá lífeyrissjóð- unum, en þetta er nokkuð sem við þurfum að skoða bet- ur [í dag].“ átt rétt á hærri greiðslum frá TR vegna aðgerða lífeyr- issjóðanna en örorkulífeyrir stofnunarinnar er tekjutengd- ur – og tengdur við tekjur frá lífeyrissjóðum – þannig að talið er að kostnaður TR verði umtalsverður. Sigríður segir að fundað verði í dag með forsvarsmönnum LL til að fara yfir þessi mál. „Það er reiknað með að það verði einhver kostnaður af þessu en ég reikna ekki með því að fólk fái þetta almennt bætt að fullu hjá okkur. Það eru skerðingar á þessu sambandi, lífeyrissjóðsteknanna og bót- anna hjá okkur,“ segir Sigríð- ur og vísar þar m.a. í tekjur Óvíst með kostnað Tryggingastofnunar SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al- þingis, heldur áfram ferð sinni um slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada. Heimsókn hennar hófst í fyrradag og lýkur næsta þriðjudag. Sólveig og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, verða meðal annars við- stödd fögnuð á Íslendingadeginum í Gimli. „Auðvitað höfum við öll heyrt um þessi tengsl Vestur-Íslendinga við gamla landið, en ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þetta er stórkostlegt,“ sagði Sólveig í spjalli í gær og lét vel af sér í nýja heiminum. Í fyrradag hófst dagskráin með heimsókn til Íslendingablaðsins Lögbergs-Heimskringlu. „Þetta blað gegnir mikilvægu hlutverki í að varðveita íslensku menningar- arfleifðina í Kanada og Bandaríkj- unum,“ segir Sólveig. Því næst var farið í heimsókn í íslenskudeildina og íslenska bókasafnið í Háskólan- um í Manitoba. Hún minnir á að skólinn er eini háskólinn í N-Amer- íku sem býður íslensku sem sérstaka námsgrein til viðurkennds háskóla- prófs. Um 70 stúdentar eru núna við deildina og bókasafnið ræður yfir meira en 28.000 bindum, þar af mörgum fágætum bókum. „Enda einkenndi það landnemana íslensku að þeir komu flestir með bækur frá Íslandi þótt þeir hefðu fá önnur verðmæti meðferðis.“ Einn maður hefði t.d. skrifað upp allar Íslend- ingasögurnar áður en hann fór af landi brott. Rektor háskólans bauð síðan til hádegisverðar á heimili sínu. „Ég átti svo fund með Gary Doer forsætisráðherra, sem er væntanlegur til Íslands. Viðræð- urnar snerust mikið um orkumál, en Doer er mikill áhugamaður um end- urnýtanlega orkugjafa. Þá var rætt um samgöngumál og mikilvægi þess að stuðla að föstum flugsamgöngum milli Íslands og Kanada. Ég hitti George Hickes þingforseta sem þáði boð um heimsókn til Íslands til að stuðla að auknum samskipum þinga landanna. Að seinustu átti ég fund með Peter Bjornson mennta- málaráðherra en báðir foreldrar hans tala reiprennandi íslensku,“ segir Sólveig. Síðdegis hitti hún svo helstu forystumenn í samtökum Ís- lendinga í Manitoba. „Það var ein- stök lífsreynsla að hitta þetta fólk sem er svo umhugað um að halda góðum tengslum við allt það sem ís- lenskt er og talar flest íslensku með ágætum.“ Í gær voru svo heimsóttar Íslend- ingabyggðir og í dag verður haldið út á Heklu-eyju á hinu geysistóra Winnipeg-vatni. „Einstök lífsreynsla að hitta þetta fólk“ Ljósmynd/David Jón Fuller Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ásamt kollega sínum George Hickes. Hann þáði boð um heimsókn til Íslands til að efla tengsl milli landanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.