Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. Minnisvarði um strand kanadíska tundurspillisins HMCS Skeena oghetjulega björgun áhafnarinnar var afhjúpaður á vesturodda Við-eyjar síðdegis í gær við hátíðlega athöfn. Þá var rétt öld liðin frá fæðingu Einars Sigurðssonar, skipstjóra
á Aðalbjörgu RE-5, sem með kunnáttu sinni og hugrekki vann sannkallaða
hetjudáð við björgunina. Einar var fenginn til að fara fyrir hópi breskra her-
manna á bandarískum landgöngupramma út í Viðey í for-
áttuveðri og stórsjó. Honum tókst að brimlenda pramm-
anum í Sandvík. Þaðan gengu björgunarmennirnir á
strandstaðinn og tókst björgun 198 skipverja giftusamlega.
Einar var þar fremstur í flokki, stjórnaði aðgerðum og stóð í
fjöruborðinu og tók á móti skipbrotsmönnunum í um tvær
klukkustundir. Stundum náði olíumengaður og ískaldur
sjórinn honum í háls. Skipbrotsmennirnir af HMCS Skeena,
sem enn eru á lífi, minnast afreks Einars með mikilli virð-
ingu og þakka honum giftusamlega björgun.
Athöfnin var látlaus og virðuleg. Kristbjörg Ágústsdóttir
frá kanadíska sendiráðinu stýrði athöfninni. Ávörp fluttu
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Júlíus Vífill
Ingvarsson borgarfulltrúi, Richard Têtu, sendiherra Kanada á Íslandi, og
Leighton Steinhoff, skipverji af HMCS Skeena. Meðal viðstaddra voru Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra, afkomendur Einars Sigurðssonar skipstjóra og
ættingjar fólksins á Mógilsá í Kollafirði sem bjargaði sex skipverjum sem rak
inn Kollafjörð, fulltrúar kanadíska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar, Við-
eyingar og fleiri.
Börn Einars Sigurðssonar og skipverjarnir af Skeena afhjúpuðu síðan skips-
skrúfuna af Skeena, sem fannst við eyna í fyrrahaust. Þá afhjúpaði Norman
Perkins minningarskjöld við minnismerkið. Isaac Unger, sem missti bróður sinn
í slysinu, og séra Bjarni Þór Bjarnason fóru með bænir.
Með gerð minnisvarðans vilja fyrrverandi skipsfélagar á HMCS Skeena og
fjölskyldur þeirra, kanadísk, bresk og íslensk stjórnvöld heiðra minningu þeirra
sem fórust í strandinu. Einnig að minnast sérstaklega Einars Sigurðssonar og
eins heimilisfólksins á Mógilsá sem kom illa hröktum sjóliðum til bjargar, eins og
segir í fréttatilkynningu.
Minnisvarðinn var gerður með stuðningi ríkisstjórna Íslands og Kanada,
borgaryfirvalda í Reykjavík, Landhelgisgæslu Íslands og útgerðar Aðalbjargar
RE-5. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, barnabarn Einars Sigurðssonar, skipstjóra
á Aðalbjörgu RE-5, sagði að Landhelgisgæslan hefði verið fengin til að leita að
sprengjum á strandstaðnum á liðnu hausti. Þá fannst stjórnborðsskrúfa Skeena
sem nú er orðin að minnisvarða í Viðey. Vildi Sigrún þakka ríkisstjórn Íslands og
borgaryfirvöldum fyrir stuðning við uppsetningu og frágang minnismerkisins.
Minnisvarði afhjúpaður í Viðey til heiðurs þeim sem fór
Sannkölluð het
Kafarar Landhelgisgæs
Einar
Sigurðsson
GUÐRÚN Einarsdóttir, elsta barn Einars Sigurðs-
sonar, skipstjóra á Aðalbjörgu RE-5, var átta ára
gömul þegar HMCS Skeena strandaði við Viðey. „Ég
man mjög vel eftir þessu,“ sagði Guðrún í samtali við
Morgunblaðið. „Pabbi var mjög mikill Bretasinni og
stoltur af að vinna fyrir þá. Hann ferjaði Breta héðan
frá Reykjavík og upp í Hvalfjörð og til baka. Þetta
gerði hann einu sinni á dag öll stríðsárin og fór
hvernig sem viðraði.“
Guðrún sagðist hafa verið farin að hafa vit á því að
vera oft hrædd um pabba sinn á sjónum. Svo rann
upp örlaganóttin þegar síminn hringdi um klukkan
eitt eftir miðnættið.
„Ég vissi alltaf að það væri eitthvað mikið að ger-
ast þegar pabbi flýtti sér svona mikið. Hann fór í sím-
ann og hentist í fötin. Það var náttúrlega alltaf föð-
urlandið fyrst. Síðan fer hann og segir ekki neitt,
nema að hann þurfi að fara niður í Baldur, tund-
urspilli sem var við Loftsbryggju.
Svo líður nóttin og pabbi er ekki kominn heim um
morguninn. Ég sé að mamma er óskaplega hrædd.
Ég er ekki látin fara í skólann og bíð á tröppunum
fyrir utan heima – alltaf að bíða eftir pabba. Það ból-
aði ekkert á honum þótt komið væri hádegi.
Svo kemur stór hertrukkur og út úr honum stíga
tveir hermenn og draga kolsvartan mann út úr bíln-
um. Ég hélt í raun að þetta væri svartur maður. Ég
var’ hálf angistarfull og fór að horfa betur. Þeir
héldu undir báðar hendur á manninum, sem gat ekki
gengið, heldur drógust fæturnir eftir götunni. Þeir
drógu hann inn heima, ataðan í olíu og kolsvartan.
Það eina sem ég heyrði í honum var eitthvert m
og þá man ég að ég kallaði: „Pabbi, ert þetta þ
Guðrún segist hafa tekið eftir því að búið va
færa pabba hennar úr ytri fötum og var hann í
nærfötunum einum klæða. „Mennirnir báðu m
að hita vatn. Það voru engir hitapokar til held
vatnið sett á flöskur og í sokka. Þetta voru sjál
læknar, en ég hafði ekki vit á að spyrja að því.
hlúðu að honum, hituðu honum og helltu í han
Pabbi vaknaði aftur um kvöldið og mér var
ég mætti ekki trufla hann. Hann var óskaplega
ur.“
Næstu daga segist Guðrún hafa tekið eftir þ
augun í Einari voru mjög blóðhlaupin eftir olíu
segir að hann hafi verið lengi að jafna sig í aug
en að öðru leyti fljótur að jafna sig eftir þrekr
Það var ekkert slegið af og á sjóinn fór hann d
eftir. Guðrún sagði að faðir hennar hefði lengi
minnst á þennan atburð.
„Það eina sem hann sagði við mig í seinni tíð
það hefði verið verst með þessa ungu menn sem
hefðu þurft að deyja. Hann talaði aldrei um að
hefði bjargað neinum.“
Guðrún segir að faðir hennar hafi gert miki
slasaða hermenn sem lágu á hersjúkrahúsinu
firði, án þess að það hafi farið hátt. Hún hafi o
send til að kaupa sælgæti, sokka, peysur, vatn
hitt og þetta sem hann færði hermönnum á sjú
sæng. Margir hermenn komu heim til þeirra o
gestrisni þar og hughreystingar í erfiðleikum
ástvinum sínum og ættlandi.
Börn Einars Sigurðssonar og fjöldi afkomenda hans var við afhjúpun minnisvarðans við strandstað HM
Skeena á aldarafmæli Einars í gær. F.v. Stefán, Guðbjartur, Guðrún og Sigurður Einarsbörn.
„Pabbi, ert þetta þú?“
VARNIR ARNA
Morgunblaðið birti í fyrradag fréttum að þremur arnarhreiðrum
hefði verið spillt í Breiðafirði í sumar
og hefði varp paranna, sem í hlut áttu,
misfarizt. Þetta á sinn þátt í því að
arnarvarp í ár er eitt það allralakasta
undanfarna tvo áratugi.
Jóhann Óli Hilmarsson, formaður
Fuglaverndarfélags Íslands, segir í
blaðinu að miklar líkur séu á að
hreiðrunum hafi verið spillt af manna-
völdum. Það geti verið nóg að sigla of
nálægt hreiðrunum og dæmi séu um
að menn setji upp gasbyssur til að
halda geldörnum í fjarlægð.
Fyrir rúmum þremur árum var
maður sýknaður í Hæstarétti af því að
raska hreiðurstað arna í Breiðafirði.
Hæstiréttur taldi þágildandi lög um
náttúruvernd óljós, en ekki var um-
deilt að reynt var að spilla fyrir arn-
arvarpinu.
Þessi dómur varð tilefni þess að árið
2004 var ákvæðum um verndun arn-
arins breytt og mjög hert á þeim vörn-
um, sem hafðar eru uppi fyrir hönd
konungs fuglanna. Þar er m.a. tekið
fram að óheimilt sé frá 15. mars til 15.
ágúst að koma nær arnarhreiðrum en
500 metra nema brýna nauðsyn beri
til, enda sýni menn þá ýtrustu var-
kárni og forðist að trufla fugla. Þessi
takmörkun á umferð á bæði við þar
sem ernir búa sig undir varp og hreið-
ur, þar sem eggjum hefur verið orpið.
Þá er óheimilt að hrófla við svæði 100
metra frá hreiðri eða hreiðurstæði
arnar, hvort heldur er á varptímanum
eða utan hans.
Samkvæmt lögunum er ennfremur
óheimilt að koma fyrir hvers kyns
búnaði í þeim tilgangi að fæla fugla frá
hreiðurstæðum eða reyna að hindra
þá í að verpa þar og er þar m.a. átt við
gasbyssurnar. Einu undantekning-
arnar frá þessari friðun eru að heimilt
er að stugga við örnum, sem halda til
eða sjást í friðlýstum æðarvörpum, en
þá þannig að fuglunum, hreiðrum
þeirra, eggjum og ungum sé ekki
hætta búin.
Þessi lagaákvæði gætu ekki verið
miklu skýrari. Það er að sjálfsögðu
ástæða til þess, sé grunur um að menn
hafi spillt arnarvarpi, að lögreglan
rannsaki málið og reyni að fá viðkom-
andi sakfellda.
En það er ekki bara lögbrot að spilla
varpi þessa tignarlegasta fugls ís-
lenzkrar náttúru. Það er siðferðislegt
brot gegn lífríkinu, sem við eigum að
bera virðingu fyrir.
STEFNA BLAIRS
Tony Blair, forsætisráðherraBretlands, hélt merkilegaræðu vestur í Los Angeles í
fyrrakvöld. Annars vegar herti Blair
enn tóninn í garð öfgahreyfinga músl-
ima en hét því að styðja hófsama
múslima með öllum ráðum. Hins veg-
ar má líta á ræðu hans sem gagnrýni á
aðferðir Bandaríkjanna, undir forystu
George Bush, í stríðinu gegn hryðju-
verkum.
Blair boðaði „algera endurreisn“
stefnu Vesturlanda í þágu baráttunn-
ar við hreyfingar afturhaldssamra
múslima. Í þessu skyni lagði hann of-
uráherzlu á lausn deilna Ísraels og
Palestínumanna, þótt hann réðist
jafnframt harkalega á hryðjuverka-
menn í Hizbollah og Hamas og kenndi
þeim – réttilega – um að hafa byrjað
átökin, sem nú eru að leggja Líbanon í
rúst.
Forsætisráðherrann sagði að þegar
tekizt hefði að binda enda á bardag-
ana á landamærum Líbanons og Ísr-
aels yrðu Vesturlönd að einbeita sér
að því að tryggja friðsamlega sambúð
Ísraela og Palestínumanna í tveimur
ríkjum, þar sem Palestínuríkið yrði
hvort tveggja lýðræðislegt og ekki
ógnun við Ísrael.
Hann hefur rétt fyrir sér í því, að
lausn á deilunni fyrir botni Miðjarð-
arhafs myndi ekki eingöngu færa
fólkinu sem þar býr frið, heldur
myndi hún sýna að ólíkar þjóðir og
ólík trúarbrögð geti búið saman í friði
og umborið hvert annað, þrátt fyrir
viðleitni öfgamanna til að grafa undan
friði og skapa átök og ringulreið. Og
það er líka rétt hjá Blair að vilji Vest-
urlönd sigra í stríði sínu við öfga-
menn, sem ógna öryggi Vesturlanda-
búa, verða þau að ná árangri í þessu
máli. Það gerist ekki nema Banda-
ríkjastjórn taki forystuna og hætti að
láta pólitíska innanlandshagsmuni
ráða stefnu sinni í málefnum Ísraels.
Meginstefið í ræðu Blairs var að
gildi á borð við lýðræði, umburðar-
lyndi og réttlæti yrðu að sigra í bar-
áttunni við öfgamenn. Stefna „banda-
lags hinna hófsömu“ ætti ekki aðeins
að snúast um hagsmuni, heldur líka
réttlæti, sagði hann. Við megum ekki
aðeins gera það sem er nauðsynlegt,
heldur verðum við að gera það sem er
rétt. Stríðið gegn öfgamönnum vinnst
ekki aðeins með aflsmunum, heldur
með því að sýna að lífsgildi okkar séu
betri en þeirra. Að Vesturlönd og
bandamenn þeirra séu óvilhöll, sann-
gjörn og réttlát þegar þau reyni að
gera þessi gildi að raunveruleika víða
um heim. Að okkar gildi geti sam-
einað fólk, í stað þess að leyfa öfga-
mönnum að sundra því.
Þetta kann að hljóma sem háfleygt
tal hjá forsætisráðherranum, en er
auðvitað kjarni málsins. Það þýðir
ekkert fyrir Vesturlönd að ætla að
beita sér fyrir lýðræði og mannrétt-
indum í löndum á borð við Írak eða
Afganistan ef vestrænir hermenn
brjóta mannréttindi á föngum eða ef
stjórnvöld verða uppvís að því að
brjóta mannréttindi heima fyrir í
þágu stríðs gegn hryðjuverkum. Orð
og gerðir verða að fara saman hjá lýð-
ræðisríkjunum; annars verður hið
hófsama bandalag Blairs aldrei til.
Blair beindi því til Bandaríkja-
stjórnar að hún héldi áfram að vera
alltaf í forystu og fremstu víglínu, en
hann minnti hana líka á nauðsyn þess
að leita eftir víðtækari bandalögum
og að sýna að þótt það geti verið nauð-
synlegt að grípa til einhliða aðgerða
sé það ekki fyrsti kostur.
Bandarísk stjórnvöld eiga að hlusta
á sinn helzta bandamann meðal vest-
rænna ríkja og leggja áherzlu á að
sigra í baráttunni um hug og hjörtu
almennings í ríkjum heims, ekki að-
eins á hernaðarsviðinu.
Ræða Tonys Blairs bendir til að
hann vilji ekkert gefa eftir í stríðinu
gegn öfgaöflum í heiminum, en hann
telur ástæðu til að endurskoða aðferð-
irnar og það er rétt og skynsamlegt.
gudni@mbl.is