Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 16
Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Sætúni 4 ⁄ Sími 517 1500 ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. 40% Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Afsláttur af málningarvörum SUMARTILBOÐ Frítt blómaker fylgir ef þú verslar Woodex málningu eða viðarvörn fyrir 10.000.- kr. Látrabjarg | Þeir voru heppnir með veðrið göngumenn sem tóku þátt í svonefndri Gönguhá- tíð Arnfirðingafélagsins og Úti- veru nú nýlega. Alls var boðið upp á fjórar göngur, þá síðustu á Látrabjarg. Gangan hófst í Geldingaskorarskarði og lauk á Brunnum við Látra. Þar var göngufólki boðið í grillað hrefnukjöt. Leiðsögumaður í þessari ferð var Gísli Már Gísla- son, prófessor í lífræði. Gerði göngufólk góðan róm að stór- fenglegu útsýni, það var eins og best verður á kosið, m.a. sást Snæfellsjökull skarta sínu feg- ursta. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Ljósmyndað við Látrabjarg Útsýni Höfuðborgin | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jarðborinn Jötunn lauk um helginaborun rannsóknarholu í Leir-hnjúkshrauni, um fjóra kílómetra suðvestur frá Kröflu. Borunin var frekar erfið en bormenn hættu þó ekki fyrr en þeir náðu 2894 metra dýpi og mun þetta vera þriðja dýpsta hola sem boruð hefur verið á háhitasvæðum á landinu. Verið er að mæla holuna en niður- stöður liggja ekki fyrir. Þegar þeim verður lokið, um eða eftir verslunar- mannahelgina, verður borinn fluttur á nýtt borstæði sem bíður hans á há- hitasvæðinu á Þeistareykjum. Boranirnar eru liður í undirbúningi orkuöflunar vegna álvers. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Borun lokið í Leirhnjúkahrauni Bjargey Arnórs-dóttir, galdra-kona frá Strönd- um, var á meðal kvæðamanna í Iðunni á skemmtun, sem Sigur Rós hélt fyrir kvæðamanna- félagið á þriðjudags- kvöld. Bjargey orti: Fegurð allt sem augað sér árdagsskini laugað, Kirkjubæjarklaustrið er konfekt fyrir augað. Hún yrkir enn fremur um borgarmálin: Áður Gísli átti draum ofinn lækjarniðnum en borgin grá með bílastraum er brot á sumarfriðnum. Umsjónarmaður var á ferð með fjölskyldunni og var víða staldrað við á Hringveginum. Þannig lýsir hann tilburðum son- ar síns, Arnar Óskars, sem verður tveggja ára í desember: Af ljósu hári lítinn mann og ljúfu brosi þekkið. Kumpánlega klappar hann hverjum bíl á dekkið. Konfekt fyrir augað pebl@mbl.is ♦♦♦ Neskaupstaður | Yfirlæknir Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað gengur við annan mann um hálendi Austurlands til að hvetja til göngu og hreyfingar til að bæta heilsuna og til að safna fé til tækjakaupa fyrir endurhæfingarstöð sjúkrahússins. Björn Magnússon yfirlæknir og Hálfdán Steinþórsson, tengdasonur hans, lögðu í áheitagönguna síðastliðinn laugardag. Hófu þeir gönguna á hálendi Norðurlands og gistu fyrstu nóttina í Dyngjufjöllum ytri. Þeir komu á virkjunarsvæðið við Kárahnjúka í fyrrakvöld, samkvæmt áætl- un. Ganga þeir síðan til byggða, hjá Egils- stöðum, og til Neskaupstaðar. Þar ætla þeir að enda gönguna síðdegis á morgun, við upphaf bæjarhátíðarinnar Neistaflugs. Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins standa fyrir söfnuninni og er reikningur þeirra í Sparisjóði Norðfjarðar 1106–05- 401920. Kemur að góðum notum Verið er að innrétta nýtt húsnæði fyrir endurhæfingarstöðina, á efri hæð gamla sjúkrahússins. Að sögn Önnu Þóru Árna- dóttur yfirsjúkraþjálfara batnar aðstaðan til mikilla muna og hægt verður að bæta þjónustuna við Austfirðinga. Nú er lögð áhersla á endurhæfingu hjarta- og lungna- sjúklinga og verður svo áfram en bætt við endurhæfingu sem sérstaklega er ætluð sjúklingum með sykursýki og offituvanda- mál. Anna Þóra segir að það komi sér vel að fá stuðning við endurnýjun tækjabún- aðar stöðvarinnar og kaup á nýjum tækj- um. Yfirlæknir- inn safnar fyrir tækjum Grindavík | Séra Elínborg Gísladóttir hef- ur verið ráðin afleysingaprestur í Grinda- vík. Mun hún gegna starfinu í afleysingum frá 1. september nk. til loka maí á næsta ári í fjarveru sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdótt- ur, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Jóna Kristín bauð sig fram til bæjarstjórn- ar við kosningarnar og er nú forseti bæj- arstjórnar. Elínborg Gísladóttir er fædd árið 1959. Hún lauk embættisprófi í guðfræði frá Há- skóla Íslands árið 1998 og hlaut prestvígslu 2001. Hún þjónaði í Ólafsfirði í þrjú ár og í Grafarvogskirkju í 17 mánuði, í báðum til- vikum sem afleysingaprestur. Ráðin prestur í Grindavík Kalt vor | Þetta vor hefur verið kalt og byrjaði kuldinn með jafndægrum. Þá voru tún sem voru í rækt meira og minna græn en allt varð dautt á eftir. Gamla fólkið taldi ekki vita á gott ef kólna fór með jafn- dægrum og átti sá kuldi að vara til hvíta- sunnu. Reyndist það rétt á þessu vori og finnst mér þetta eitt af því gamla sem hef- ur staðist nokkuð vel, það sem ég man til. Komið hafa góðir dagar öðru hverju en lít- ið hefur verið um þurrk og erfitt hefði ver- ið að heyja ef ekki hefði verið rúllutæknin.    Messað á Þykkvabæjarklaustri | Undan- farin fimm sumur hefur verið messað á Þorláksmessu á sumri í Þykkvabæjar- klausturskirkju í Álftaveri. Þar var Þorlákur helgi fyrsti ábóti og það er ekki aðeins að hann sé eini dýrlingurinn á Íslandi heldur mun hann líka hafa verið lykilmaður í íslenskri fornmenningu. Hann var lærður í tveimur háskólum, í Frakk- landi og á Englandi. Hann stofnsetti skóla í klaustrinu og fræðimenn munu hallast að því að sá skóli hafi verið á háskólastigi. Messan núna var kvöldmessa sem prófast- urinn í Vík í Mýrdal, Haraldur Krist- jánsson, annaðist. Þar var forsöngvari Ragnheiður Júlíusdóttir úr hljómsveitinni Krossbandinu á Akureyri. Sungnir voru sálmar í léttari kantinum og m.a. söngvar um ást og blóm og sungu margir með. Hlýtur Þorlákur helgi að hafa verið ánægður með þetta.    Fjöldi ferðafólks | Margt hefur verið um ferðafólk og strax í júní var það komið í fullan gang og er það fyrr en oftast hefur áður verið. Í Efri-Vík í Landbroti hefur verið tek- inn í notkun hluti af nýju hóteli sem er í byggingu og sagt er að það standi til að byggja nýtt hótel á Núpum í Fljótshverfi og það muni verða á þeim stað þar sem Kjarval var hrifnastur af að mála hér, í hrauninu sunnan hringvegarins. Þar er mjög fallegt útsýni til Lómagnúps og Öræfajökuls og einnig nýtur Núpafjall sín vel þar en það er mjög sérstakt að lögun. Úr sveitinni MEÐALLAND EFTIR VILHJÁLM EYJÓLFSSON FRÉTTARITARA Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað (03.08.2006)
https://timarit.is/issue/284663

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað (03.08.2006)

Aðgerðir: