Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 3. ágúst kl. 12.00: Pamela De Sensi, þverflauta, og Steingrímur Þórhallsson, orgel. 5. ágúst kl. 12.00: Christoph Schoener, orgel. 6. ágúst kl. 20.00: Christoph Schoener, organisti frá Hamborg, leikur verk m.a. eftir Mendelssohn, Bach, Mozart og Schumann. Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ! Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Fös. 4. ágúst kl. 20 Lau. 5. ágúst kl. 20 Sun. 6. ágúst kl. 15 Sun. 6. ágúst kl. 20 Lau. 19. ágúst kl. 20 Sun. 20. ágúst kl. 15 Sun. 20 ágúst kl. 20 Fös. 25. ágúst kl. 20 Lau. 26. ágúst kl. 20 uppselt                                                         !"  #      #$  %           !    "        % & " '   $"                                #     (    !  )      * "          (+    ,+*+ !   +-+ (      " $#      $   " '   $"                      + ./ 00 # )$ 1"  $ 1  2         +            % #                  (    (      Sólin er loksins farin að setjamark sitt á daglegt líf lands-manna og hversdagsleikinn tekur óneitanlega breytingum í samræmi við það. Eitt af því sem gladdi vegfarendur í miðborginni í sólinni í fyrradag var hljómsveitin Tepokinn er stóð löngum stundum fyrir framan Prikið á horni Ingólfs- strætis og Laugavegar. Tepokinn djassaði þar upp gömul íslensk dæg- urlög við mikinn fögnuð viðstaddra. Þótt Tepokinn hafi lífgað upp á mið- borgina á vegum Hins hússins í sum- ar, þá var sveitin í þessu tilfelli með ímynd sína sem götuhljómsveit á hreinu – þ.e.a.s. með opinn kassa fyrir framan sig þar sem saman safnaðist klink, rétt eins og hjá „böskurum“ á erlendum borgar- strætum. Eins lífleg og skemmtileg og uppákoma Tepokans var, þá kom það mér á óvart hversu fyrirkomu- lagið, sem e.t.v. er enn nýstárlegt hér á landi á strætum úti, var kunn- uglegt í íslenskum tónlistarheimi. Hver sá sem reglulega sækir klass- íska tónleika á Íslandi veit nefnilega að tónlistarmennirnir þurfa iðulega að „spila“ með peningakassann fyrir framan sig – rétt eins og hefðbundn- ir „böskarar“. Tónlistarmennirnir sjá oftast sjálfir um að skipuleggja sína tónleika að flestu eða öllu leyti; útvega æfingastað, tónleikastað, sjá um kynningu og markaðsmál – og standa svo jafnvel við innganginn (eða fá börnin sín, ættingja eða vini til þess) við að selja miða inn. Ekki ætla ég að kvarta yfir þessu fyrir- komulagi hvað sjálfa mig varðar, því tónleikar sem staðið er að með þessum hætti hafa vissulega verið uppspretta mjög minnisstæðra og ánægjulegra stunda í minni tón- listarupplifun.    Það vekur hins vegar athygli aðþrátt fyrir að tónlistarlíf hér á landi standi í miklum blóma og tón- listarflutningur sé nánast undan- tekningarlaust framkvæmdur af mikilli fagmennsku af viðurkennd- um atvinnumönnum, þá virðist sem sú fagmennska hafi ekki náð til kynningarstarfs, markaðssetningar og framkvæmdar tónleika nema í afmörkuðum tilfellum. Listahátíð stendur að sjálfsögðu að sínum tón- listarviðburðum með fagmann- legum hætti, sömuleiðis Salurinn í Kópavogi, Sinfóníuhljómsveitin o.s.frv. En þegar kemur að öllum þeim fjölmörgu einleiks-, söng- eða kammertónleikum sem haldnir eru allt árið um kring sjá klassískir tónlistarmenn yfirleitt um allan pakkann sjálfir. Undanfarna daga hafa birst í Morgunblaðinu fádæma góðir dóm- ar um frammistöðu í íslensku tón- listarlífi, dómar sem benda til þess að íslenskum tónlistarmönnum tak- ist að þroska sig og vinna að fram- förum í ferli sínum þrátt fyrir að að- stæður þeirra séu um margt erfiðar og vinnuálag margra þeirra mikið. Nægir að nefna dóma í blaðinu í gær um viðburði í Skálholti og Reykholti því til staðfestingar. Ávinningurinn fyrir tónlistarlífið í landinu er að sjálfsögðu ótvíræður. En hvernig stendur þá á því að hér hefur ekki orðið til samskonar umgjörð um tónlistarlífið og tíðkast í löndunum í kringum okkur, þar sem umboðs- menn eða -skrifstofur sjá um bók- anir, gæta hagsmuna tónlistar- manna (svo sem hvað laun varðar) gagnvart þeim sem vilja fá þá til að spila, og vinna að kynningu þeirra og markaðsmálum?    Það er án efa skemmtilegt fyrirungt fólk að standa í góðu veðri á götuhorni í blíðviðri og skemmta gestum og gangandi – nógu skemmtilegt til að það sem safnast í klinkkassann dugi sem umbun. En fyrir atvinnutónlistarmenn hlýtur það samt sem áður að vera þreyt- andi að sinna ekki einungis listræna þættinum við tónleikahald sitt held- ur einnig öllum þeim praktísku, löngu eftir að langskólanámi er lok- ið og skuldbindingar bæði hvað listina og einkalíf varðar eru teknar við. Dægurtónlistarmenn sem eitt- hvað kveður að virðast til að mynda ekki oft þurfa að standa í slíku stappi. Er óttinn við að slíkt fyrir- komulag myndi hleypa miðaverði upp ef til vill ástæðan fyrir því að þessi þróun hefur ekki orðið hér? Í öllu falli er ljóst að íslenskir tónlist- armenn á klassíska sviðinu leggja svo sannarlega sitt af mörkum til menningar landsmanna – oft mun meira en hægt er að ætlast til af þeim miðað við það sem þeir bera úr býtum. Stundum meira að segja um- talsvert minna en erlendur tónlistar- maður í sama gæðaflokki með um- boðsmann fengi fyrir sömu vinnu. Er það ekki umhugsunarvert? Hvar eru „umbar“ tónlistarmanna? ’Hver sá sem reglulegasækir klassíska tónleika á Íslandi veit […] að tón- listarmennirnir þurfa iðu- lega að „spila“ með pen- ingakassann fyrir framan sig – rétt eins og hefð- bundnir „böskarar“.‘ Morgunblaðið/ÞÖK Þessi ungi drengur gladdist yfir bítlalögum sem ómuðu um Laugaveginn í blíðskaparveðri fyrir margt löngu, ekki þó fyrir tilstilli Tepokans. fbi@mbl.is AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir SUMARTÓNLEIKAHEFÐINA í Skálholti má rekja aftur til ársins 1975 og hefur dagskrá tónleikarað- arinnar í sumar til þessa verið ansi fjölbreytt. Staðartónskáldin tvö, Úlf- ar Ingi Haraldsson og Doina Rotaru, frumfluttu ólík verk og mátti meðal annars heyra elektrónísk hljóð og verk samin í anda rúmenskar þjóð- lagatónlistar í Skálholtskirkju fyrr í sumar. Fjöldi viðburða til viðbótar hefur svo fært alls kyns hljóma inn í kirkjuna. Í dag hefst síðasta tón- leikahelgin í sumar og óhætt er að segja að fjölbreytnin verði áfram í fyrirrúmi, meðal annars verður boð- ið upp á tónlistarguðsþjónustu, fyrirlestur og tónlistarsmiðju auk fjölda tónleika og verða sjaldheyrð hljóðfæri þar áberandi. Í fyrsta sinn opinberlega Ungverski barítóngömbuleikarinn Balazs Kakuk verður flytjandi á tón- leikum í kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 15. Hann kemur fram ásamt Bachsveitinni í Skálholti en hana leiðir Jaap Schröder fiðluleikari. Fram kemur í tilkynningu að á tón- leikunum í kvöld verði í fyrsta sinn leikið á barítóngömbu á opinberum vettvangi á Íslandi. Kakuk er einn helsti barítóngömbuleikari Evrópu og er einnig virtur selló- og gömbu- leikari. Hann er prófessor í kammer- músík við Ferenc Lizst-akademíuna og Bartok-konservatoríið í Búda- pest. Hann ferðast um allan heim sem einleikari og tónlistarmaður, kemur fram á tónleikum og hljóð- ritar fyrir útvarp, sjónvarp og geisladiska. Hann kennir einnig oft á námskeiðum og situr í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Kakuk hefur spilað á barítón- gömbu í þrjátíu ár. Einungis fjórir eða fimm hljóðfæraleikarar í Evrópu leika á hljóðfærið í upprunalegri mynd þess að hans sögn en margir leika á seinni tíma útfærslur. „Barí- tóngamba er plokkað strengja- hljóðfæri og hefur sinn sérstæða tón. Það er upprunnið á síðari hluta sautjándu aldar og var vinsælt fram á fyrri hluta þeirrar nítjándu,“ segir Kakuk og bætir við að hljóðfærið hafi upprunalega verið smíðað með því að bæta röð málmstrengja á sjö strengja sérstaklega byggða tenór- bassagömbu. Þarf að semja á sérstakan hátt „Upprunalega hljóðfærið, sem er fyrirmynd hljóðfærisins míns, er í Búdapest. Eigandi þess var Mikos prins af Esterhazy og var það smíð- að af J.J. Stadlmann 1750. Ég sá það sem barn á þjóðminjasafninu í Búda- pest en þá var ég selló- og gömbu- leikari þar. Á Szechenyi-þjóðasafn- inu í Búdapest má finna mest af þeim nótum að verkum sem hafa verið skrifuð fyrir barítón með öðr- um hljóðfærum. Þar komst ég í kynni við þessa tónlist,“ segir Kakuk og vísar í orð Leopolds Mozart um barítóngömbuna frá árinu 1756. „Líkt og gamban hefur hljóðfærið sex eða sjö strengi. Hálsinn er afar breiður, holur að innan og opinn baka til þar sem níu eða tíu brass- eða stálstrengir eru strengdir. Þeir eru svo plokkaðir sem gerir það mögulegt að leika laglínuna með boganum á hina venjulegu girnis- strengi á meðan bassinn er plokk- aður með þumlinum á málmstreng- ina. Það er þess vegna sem það þarf að semja fyrir hljóðfærið á sér- stakan hátt. En þar fyrir utan er þetta eitt af hinum allra mest sjarm- erandi hljóðfærum.“ Franskur sellóleikari Annar gestur sem kemur fram í Skálholti um helgina er franski selló- leikarinn Bruno Cocset. Hann kem- ur fram ásamt löndu sinni Maude Gratton semballeikara og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur sellóleik- ara á laugardaginn kl. 17. Á efnis- skránni verða meðal annars verk eftir Gabrielli, Vivaldi og Bach. Cos- cet leikur svo einnig á lokatónleik- unum á mánudaginn kl. 15. Hann lauk fimmtán ára gamall námi frá Konservatoríinu í Tours í Frakk- landi. Síðan 2001 hefur hann verið kennari við Konservatoríið í París og við Katalónska tónlistarháskólann í Barcelona. Haustið 2005 var hann skipaður prófessor í barokksellóleik við Háskólann í Genf í Sviss. Hljóðfæri klassíska tímans Hópurinn Camerarctica kemur fram á tónleikum á laugardaginn kl. 21 og leikur þá í fyrsta sinn opin- berlega á hljóðfæri klassíska tímans. Þar mun m.a. heyrast í klassísku klarinetti, klassískri flautu og nátt- úruhorni í verkum eftir Mozart, Sta- mitz og Hoffmeister. Tónleikarnir verða endurteknir kl. 15 á sunnu- daginn en hópurinn kemur einnig fram á lokatónleikunum, sem fram fara á mánudaginn kl. 15, ásamt Bachsveitinni í Skálholti og Cocset. Náttúruhornið mun einnig heyrast á áðurnefndum tónleikum Bachsveit- arinnar í kvöld og á laugardag, en þetta hljóðfæri er sjaldheyrt á tón- leikum á Íslandi. Alls verða á boðstólum sex tón- leikar, tónlistarguðsþjónusta á sunnudaginn kl. 17 og fyrirlestur um gleymda snillinga klassíkurinnar. Einnig verður starfrækt tónlist- arsmiðja fyrir ungt fólk í Skálholts- skóla frá kl. 14:55 til 18:30 laugardag og sunnudag. Sigrún Sævarsdóttir leiðir smiðjuna að þessu sinni en hún kennir m.a. skapandi tónlistar- miðlun við Listaháskóla Íslands og Guildhall-tónlistarháskólann í Lund- únum. Í kvöld verður svo boðið upp á síðustu Brynjólfsvökuna í Skálholts- búðum kl. 21:15, að loknum tónleik- unum. Þar mun Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur fjalla um húsa- kynni í Skálholti á tímum Brynjólfs biskups. Tónlist | Fjölbreytt dagskrá og góðir gestir síðustu tónleikahelgi sumarsins í Skálholti Barítóngamba og náttúruhorn Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Ármann Helgason og Hallfríður Ólafsdóttir, meðlimir Camerarctica- hópsins, með klassískt klarinett og klassíska flautu. Dagskrána í heild má nálgast á www.sumartonleikar.is Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.