Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 2

Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEYSLA DREGST SAMAN Fleiri vísbendingar sjást um að einkaneysla sé farin að dragast sam- an. Sala á nýjum bílum dróst saman um 23% í júlí sé miðað við sama tíma í fyrra. Veltan á íbúðamarkaði á höf- uðborgarsvæðinu hefur einnig dreg- ist saman um 30% ef bornir eru sam- an júlímánuðir ársins 2005 og 2006. Gróðahyggja ráði för Skammtímahagsmunir og gróða- hyggja ráða í auknum mæli um ákvarðanir stórra fyrirtækja í starfsmannamálum á kostnað laun- þega og samfélagsins í heild. Þetta segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. Hún telur að setja eigi reglur um félagslega ábyrgð fyrirtækja og fjárfesta. Vilja flytja sumarhús sín Sumarhúsaeigendur í Skorradal skoða nú möguleika á því að flytja sumarhús sín af svæðinu vegna þess sem þeir kalla afarkosti sem nýir landeigendur hafi sett. Landeig- endur hafi í huga að selja lóðirnar á verði sem sé langt yfir markaðs- verði. Óttast að 10.000 hafi farist Óttast er að allt að 10.000 manns hafi farist í flóðum í Norður-Kóreu sem yfirvöld segja þau verstu í heila öld. Talið er að 1,5 milljónir manna hafi misst heimili sín. N-kóreski Rauði krosinn hafnaði aðstoð frá þeim suður-kóreska og sagðist ætla að sjá sjálfur um neyðaraðstoðina. Hizbollah herðir árásirnar Liðsmenn Hizbollah í Líbanon skutu í gær 230 flugskeytum á Ísrael og hafa ekki skotið jafnmörgum flugskeytum á einum degi frá því að átök þeirra og Ísraelshers hófust fyrir rúmum þremur vikum. Árásir Hizbollah náðu jafnframt lengra inn í Ísrael en áður. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 30/37 Úr verinu 14 Minningar 31/37 Erlent 14/15 Myndasögur 40 Minn staður 16 Víkverji 40 Höfuðborgin 17 Dagbók 40/43 Akureyri 18 Staður og stund 42 Landið 19 Leikhús 44 Menning 20/21 Bíó 46/49 Daglegt líf 22/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 Viðhorf 28 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %         &         '() * +,,,            MS drykkjarvörur í ferðalagið MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. MÁLEFNI Ísraels og Líbanons voru rædd á fundi sem haldinn var í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Að sögn Halldórs Blöndal, þing- manns Sjálfstæðisflokks og for- manns nefndarinnar, var fundurinn boðaður að ósk Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstri grænna, sem sæti á í nefndinni. Steingrímur lagði fram tillögu á fundinum sem fól m.a. í sér að utanríkismálanefnd krefðist þess að Ísraelar féllust án skilyrða og tafarlaust á vopnahlé og hættu öllum hernaðaraðgerðum í Líbanon og á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Tillagan var ekki samþykkt á fundinum. Segir Halldór að eftir hann hafi verið ákveðið að hittast á nýjan leik. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um hvort utanríkisráðherra verði boðaður á næsta fund nefndarinnar. Spurður hvort ekki liggi á að nefndin taki afstöðu til málsins vegna stöðunnar í Líbanon bendir Halldór á að ríkisstjórnin hafi ritað utanríkisráðherra Ísraels bréf og Ís- lendingar hafi staðið að ályktun Evr- ópusambandsins um málið. „Þar kemur okkar skoðun glöggt fram,“ segir hann. Bréfið til ísraelska utan- ríkisráðherrans meingallað Steingrímur J. Sigfússon segist helst hafa viljað að nefndin hefði lát- ið eitthvað til sín taka í þessu máli nú því skelfilegir atburðir eigi sér stað í Líbanon, en málið sé þó áfram á dag- skrá hennar. Hann segir tillögu sína hafa verið þríþætta. Í henni hafi verið vísað í fyrri samþykktir Alþingis um deilur Ísraels og Palestínumanna frá 18. maí 1989 og 30. apríl 2002, en Alþingi hafi sjálft mótað talsvert stefnu Ís- lands í þessum efnum, ekki síst með þessum tveimur samþykktum. Sú fyrri hafi verið býsna framsækin á sínum tíma, „en þar var Ísland að skipa sér í fremstu röð ríkja sem við- urkenndu sjálfsákvörðunarrétt pal- estínsku þjóðarinnar og rétt flótta- manna til að snúa til baka og mælti með vinsamlegum samskiptum við PLO [Frelsissamtök Palestínu]“, segir Steingrímur. Í tillögunni hafi verið lagt til að ut- anríkismálanefnd krefjist þess að Ísraelar falli án skilyrða og tafar- laust á vopnahlé og jafnframt að rík- isstjórnin beiti sér á alþjóðavett- vangi fyrir hinu sama og berjist m.a. fyrir því að allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna verði kallað saman. Málefni Ísraels og Líbanons rædd á fundi utanríkismálanefndar Alþingis Tillaga um að krefja Ísraela um vopnahlé ekki samþykkt Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon Halldór Blöndal „KARLMENN segja NEI við nauðgunum“ er yfirskrift kynn- ingarátaks sem karlahópur Femínistafélags Íslands og V-dagssamtökin standa nú fyrir fjórðu verslunarmannahelgina í röð. Fulltrúar samtakanna hittust á Miklatúni í gær og hentu svif- diskum og spiluðu blak til að undirstrika skemmtanagildi úti- hátíða. „Verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og það má ekki gleymast í umræðunni um nauðg- anir og ofbeldi,“ segir Gísli Hrafn Atlason hjá karlahópi Femínista- félagsins. „En við viljum fá karla til að tala saman og auka um- ræðuna um þessi mál,“ bætir hann við. „Auðvitað eru allir á móti nauðgunum ef karlar eru spurðir að því, en margir hafa hins vegar ranghugmyndir um ýmis grá svæði. Margir telja t.d. í lagi að nýta sér áfengissljóleika stúlku til að hafa mök við hana en að sjálfsögðu er það einnig nauðg- un,“ segir Gísli. Beinist gegn gerendum „Þetta er í fimmta skiptið sem V-dagssamtökin standa fyrir átaki gegn nauðgunum. Áður voru umræður um nauðganir oft á þann veg að konur þyrftu að vara sig,“ segir Hildur Sverr- isdóttir, framkvæmdastjóri sam- takanna. „Slík umræða er góð og blessuð enda er ekkert að því að vera varkár, en hins vegar höf- um við beint áróðri okkar gegn gerendunum sem eru yfirleitt karlmenn. Það eru nauðgararnir sem bera ábyrgð á gjörðum sín- um og þess vegna eru það þeir sem þurfa að segja nei við nauðgunum,“ segir Hildur. Til að koma fræðslunni til skila verða fulltrúar frá karlahópnum fyrir utan nokkrar verslanir ÁTVR, Flugstöð Reykjavíkur, BSÍ og á þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum og dreifa þar bæklingum og barmmerkjum auk þess að ræða við fólk. Einnig hafa birst auglýsingar á strætó- skýlum með slagorðinu „Ertu klikkaður í rúminu?“. „Við reynum að höfða til karl- manna með kaldhæðnislegum at- hugasemdum, og þetta nýja slag- orð er gott dæmi um það,“ segir Hildur en auglýsingin hefur fengið góð viðbrögð og var með- al annars tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna fyrr á árinu. Morgunblaðið/Eggert Fulltrúar karlahóps Femínistafélagsins og V-dagssamtakanna henda svifdiskum á Miklatúni. Höfðað til karla með kald- hæðnislegum athugasemdum ÞRJÁR björgunarsveitir tóku þátt í leit að ungum manni í Kollafirði á Ströndum í gær og voru um 40 björgunarsveitarmenn auk lögreglu á svæðinu sem leituðu. Maðurinn fannst á tólfta tímanum í gærkvöldi en þá hafði leit staðið yfir síðan klukkan hálfátta um kvöldið. Hópur, sem maðurinn tilheyrði, lagði upp í göngu klukkan hálftvö um daginn en maðurinn varð viðskila við hóp- inn. Þegar björgunarsveitarmenn fundu manninn seint í gærkvöldi hafði hann gengið töluverða vega- lengd frá þeirri leið sem hópurinn hafði gengið en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Hólmavík varð manninum þó ekki meint af. Maður fannst eftir leit í Kollafirði ÁREKSTUR varð milli bifhjóls og fólksbifreiðar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru óljós en samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Reykjavík voru áverkar minniháttar og slapp bif- hjólamaðurinn óskaddaður. Árekst- urinn varð á Hringbraut nærri Bif- reiðastöð Íslands (BSÍ). Árekstur á Hringbraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.