Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ATHYGLISVERÐASTI atburð-
urinn í innlendum stjórnmálum sum-
arsins var þegar Hallgrímur Snorra-
son hagstofustjóri kynnti skýrslu sína
um matvælaverð á Íslandi og leiðir til
að lækka það. Telur Hallgrímur
áhrifaríkustu aðgerðina
vera að fella niður tolla
og vörugjöld á landbún-
aðarafurðir. Aðgerð
sem myndi að mestu
koma íslenskum land-
búnaði í horf nútíma-
legra viðskiptahátta.
Eftir væru beinir rík-
isstyrkir til bænda, sem
eru árlega um 10 millj-
arðar króna.
Viðbrögð stjórnmála-
manna og hagsmuna-
samtaka við skýrslunni
hafa að mestu skipst í
tvö andstæð horn.
Vinstri grænir með
Jón Bjarnason alþing-
ismann í broddi fylk-
ingar, Framsókn með
Guðna Ágústsson,
BSRB og bænda-
samtökin með fram-
kvæmdastjóra sinn
Sigurgeir Þorgeirsson
mega ekki heyra
minnst á að bændur
þurfi að keppa við
ótollaða erlenda fram-
leiðslu. Samband
ungra sjálfstæð-
ismanna og Heimdall-
ur hafa ályktað um
málið og styðja tillögur
um afnám tolla og vörugjalda á land-
búnaðarvörum, Neytendasamtökin,
Samfylkingin og Alþýðusamband Ís-
lands virðast á svipuðu róli og for-
maður Sjálfstæðisflokksins hefur
haft góð orð um að skoða þurfi tillög-
urnar gaumgæfilega, en sagt um leið
„að standa þurfi vörð um íslenskan
landbúnað“, sem sjálfsagt er að
skoða.
Nauðsynleg umræða
Þær upplýsingar sem fram koma í
skýrslu Hallgríms Snorrasonar um
landbúnaðarkerfið eru áfellisdómur
yfir því. Telur Hallgrímur kerfið flók-
ið, ómarkvisst, tímafrekt og það valdi
óhagkvæmni í rekstri. Áður hefur
komið fram að ríkisstyrkir til land-
búnaðar eru hér með því hæsta sem
gerist í heiminum.
Á undanförnum árum hafa ekki
verið háværar umræður um að
breyta þurfi landbún-
aðarkerfinu og það hef-
ur ekki verið kosninga-
mál í undanförnum
alþingiskosningum. Að
sumu leyti má segja, að
ekki hafi verið almenn
vitneskja um það
hversu dýrt þetta kerfi
er okkur, en auk mikilla
styrkja og hás verðs á
landbúnaðarvörum seg-
ir í skýrslunni, að hátt
verð þeirra veiti „skjól“
háu verði á öðrum mat-
vörum eða veiti ákveðna
„verðleiðsögn“ eins og
Guðmundur Ólafsson
hagfræðingur hefur orð-
að það. Með öðrum orð-
um hátt verð á landbún-
aðarafurðum hefur áhrif
til hækkunar á öðrum
matvörum.
Ábyrgir stjórn-
málamenn verða að taka
þátt í umræðu um það
hvernig vinda megi ofan
af þessu kerfi. Þar sakna
ég ýmissa öflugra þing-
manna Sjálfstæð-
isflokksins, sem í öðrum
málaflokkum eru ákafir
talsmenn frjálsra við-
skiptahátta.
Tvö dæmi um skattheimtu
Þær beinu og óbeinu álögur sem
landbúnaðarkerfið leggur á alla neyt-
endur er ekkert annað en eitt form
skattheimtu í landinu. Hér skulu tek-
in tvö varlega áætluð dæmi um það
sem er í húfi fyrir neytendur:
Verð á kjúklingabringum út úr búð
hér er á bilinu 2.–2.400 krónur kílóið.
Hægt er að kaupa inn frá Danmörku
kjúklingabringur á 3–400 krónur
kílóið, við bætist flutningskostnaður
um 40 krónur á kíló. Út úr búð á Ís-
landi gæti kílóið af innfluttum kjúk-
lingabringum kostað um 800–1.000
krónur.
Annað dæmi eru nautalundir, sem
kosta hér að jafnaði 4.000 krónur
kílóið út úr búð. Innkaupsverð frá ís-
lenskum afurðastöðvum er um 3.000
krónur. Hægt er að fá nautalundir
keyptar inn frá Nýja-Sjálandi eða
Argentínu á um 900–1.000 krónur
kílóið. Flutningskostnaður er um 50
krónur á kíló. Út úr búð á Íslandi
gæti kílóið á innfluttum nautalundum
verið um 1.500 krónur.
Hér er verið að skattleggja neyt-
endur um mismuninn, sem er í þess-
um dæmum um 100% ofan á verð inn-
flutta kjötsins. Það sér hver maður að
þetta er ólíðandi, íslenskir neytendur
eru hér gíslar kerfis sem augljóslega
gætir ekki þeirra hagsmuna.
Virkjar frumkvæði
og framtak bænda
Ég hef fulla trú á að íslenskur land-
búnaður geti þrifist við breyttar að-
stæður, en auðvitað mun reyna á
bændur með nýjum hætti. Neyt-
endur munu eftir sem áður vilja
kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir
og vaxandi eftirspurn virðist eftir
þeim erlendis. Við það að losna úr
klóm ríkisforræðis mun leysast úr
læðingi frumkvæði og framtak
bænda sjálfra með sama hætti og
gerst hefur við svipaðar aðstæður, td.
í íslenska bankakerfinu, sem er nýj-
asta dæmið.
Verður landbúnaðarkerfið
kosningamál?
Eftir nær 15 ára forystu Sjálfstæð-
isflokksins í ríkisstjórn má segja að
flest atriði sem lúta að frjálsræði í
viðskiptaháttum í íslensku efnahags-
lífi séu komin á rétta braut. Landbún-
aðurinn er eitt síðasta vígi ríkisfor-
sjár og ríkisframfærslu í íslensku
atvinnulífi, að minnsta kosti það um-
fangsmesta og það sem varðar hags-
muni skattgreiðenda og neytenda
mestu.
Formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, Borgar Þór Einarsson,
hefur lýst því yfir að umbætur á land-
búnaðarkerfinu verði eitt aðalmála
sambandsins á komandi kosn-
ingavetri. Það er góð tímasetning og
með því munu ungir sjálfstæðismenn
leggja sitt af mörkum til þess að þetta
verði eitt þeirra mála sem kemur til
umræðu í næstu kosningum.
Verður landbúnaðar-
kerfið kosningamál?
Bolli Thoroddsen skrifar um
skatt á landbúnaðarafurðum
’Landbún-aðarkerfið er
skattheimta á
alla landsmenn.
Það er eitt síð-
asta vígi ríkisfor-
sjár og ríkis-
framfærslu í
íslensku atvinnu-
lífi. Því verður
að breyta.‘
Bolli Thoroddsen
Höfundur er formaður Heimdallar og
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
VERSLUNARMANNAHELGIN
er ein mesta ferðahelgi ársins enda
sumarleyfistími á Íslandi í hámarki í
byrjun ágúst. Þessa
dagana velta margir
foreldrar fyrir sér
framboði á afþreyingu
fyrir sig og sína um
verslunarmannahelg-
ina enda er margt í
boði og fjölbreytt úr-
val af skipulögðum
útihátíðum og uppá-
komum fyrir ólíka
markhópa.
Í fjölskyldum þar
sem börnin eru á ung-
lingsaldri geta vik-
urnar fyrir versl-
unarmannahelgina
einkennst af streitu og
rökræðum þar sem
það er ekki óalgengt
að unglingurinn á
heimilinu hafi hug á að
sækja eitthvað af þeim
stóru uppákomum sem
í boði eru. Sú löngun
er vel skiljanleg þar
sem mikið er um dýrð-
ir í auglýsingum frá
skipuleggjendum
útihátíða og annarra
uppákoma um þessa helgi. Það er
margt sem kitlar – stórar hljóm-
sveitir, mannmergðin og „allir hinir“
sem ætla að fara eða langar að fara.
Foreldrum er vandi á höndum
þegar kemur að umræðunni við eld-
húsborðið um skipulag versl-
unarmannahelgarinnar því eins og
foreldrar vita manna best er ým-
islegt sem tengist skipulögðu
skemmtanahaldi sem ekki ratar í
auglýsingar skipuleggjenda. Það eru
fæstir sem auglýsa hvar á hátíð-
arsvæðinu „dauðaherbergið“ sé að
finna, að fulltrúar frá Stígamótum
séu á staðnum af illri nauðsyn og að
á svæðinu verði aukin löggæsla og
fíkniefnaeftirlit af fenginni reynslu
löggæsluaðila. Og auglýsingarnar
höfða ekki einungis til unglinganna
okkar. Þeir sem vilja falla í fjöldann
og athafna sig í skugga mergð-
arinnar lesa líka auglýsingarnar og
hugsa sitt.
Foreldrar hafa svo sannarlega val
þegar kemur að þessari
helgi en sá á kvölina
sem á völina. Unglingar
undir 18 ára aldri þurfa
að lúta vilja og ákvörð-
un foreldra sinna, hvort
sem þeim líkar betur
eða verr því foreldrar
eru jú ábyrgir fyrir vel-
ferð unglinganna sinna
þar til þeir ná sjálfræð-
isaldri. Margir for-
eldrar hafa skipulagt
sumarfrí sín erlendis
með tilliti til þessarar
helgar og eyða þar með
umræðu um útihátíðir.
Það er góð leið fyrir þá
sem hafa tök á því að
eyða verslunarmanna-
helginni saman. En for-
eldrar hafa líka aðrar
leiðir en flýja land. Ég
heyrði af foreldrum
sem tóku sig saman og
skipulögðu útilegu í
samvinnu við foreldra
annarra í vinahópi ung-
lingsins í fyrra og úr því
varð skemmtileg ferð
fyrir alla. Aðrir hafa skipulagt ferð í
sumarbústað eða góða grillveislu
fyrir vinahópinn. Það er einnig leið
að fara með unglingnum sínum á
útihátíð eða aðra skipulagða uppá-
komu og vera þar með til staðar fyrir
unglinginn, njóta góðrar tónlistar og
hitta fólk um leið og hægt er að meta
á eigin skinni það sem fram fer.
En það sem mestu máli skiptir er
að gera verslunarmannahelgina
minnisstæða á jákvæðan hátt og
safna góðum minningum SAMAN.
Saman um verslun-
armannahelgina
Eygló Rúnarsdóttir skrifar
um unglinga og
verslunarmannahelgina
Eygló Rúnarsdóttir
’Foreldrum ervandi á höndum
þegar kemur að
umræðunni við
eldhúsborðið um
skipulag versl-
unarmannahelg-
arinnar …‘
Höfundur er fulltrúi ÍTR (Íþrótta-og
tómstundasviðs Reykjavíkur)
í Samanhópnum og félagi í Félagi
fagfólks í frítímaþjónustu.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
RAUNVERULEG verðmæti og
óendanleg fegurð blasa við skapara
þínum, sjálfum Guði almáttugum,
þegar hann horfir á þig. Ómetanlegt
listaverk, sem er dýru verði keypt.
Hann elskar þig nefnilega eins og þú
ert en ekki eins og einhverjir aðrir
kunna hugsanlega að vilja að þú sért.
Og veistu að
honum mislíkar ef
listaverkið er van-
virt, hvort sem það
er af sjálfum þér
eða öðrum eða ef
um það er ekki
hirt. Hann vill að
verðmætunum sé
haldið við og verði
ekki látin drabbast
niður. Þegar hann lítur á hjarta sálar
þinnar sér hann sjálfa eilífðina.
Ef þú leyfir honum sem lífið gefur
og honum sem einum megnar að við-
halda því að styrkja þína andlegu
vöðva, þá ertu fær í þann ólgusjó sem
ævin er.
Láttu því bara eftir þér að draga
djúpt andann og hleypa lífinu að þér.
Og þú munt komast af og lifa að eilífu.
Valinn í lið lífsins
Þú sem valinn hefur verið í lið lífsins.
Hefurðu gert þér grein fyrir að þú ert
í sigurliðinu? Í því hlýtur að vera
fólgin ögrun sem hefur áhrif á þig.
Mótandi áhrif til góðs. Áhrif sem fá
þig til að leggja þig fram. Áskorun
sem leiðir til gleði, þakklætis og aga.
En hafðu ávallt hugfast að þú ert
kallaður til leiks sem leikmaður, en
ekki sem dómari.
Spilað til sigurs
Hvað veist þú svo merkilegra en það
að vera valinn í lið lífsins og fá að
spila með til sigurs? Og þótt einstaka
viðureignir kunni að tapast, muntu
að lokum standa uppi sem sigurveg-
ari.
Hvaða draum áttu annars æðri en
þann að vera hluti af áætlun Guðs?
Hvaða markmið áttu háleitara en það
að vera valinn í lið lífsins og fá að
spila með til sigurs?
Ætlað hlutverk
Þér er ætlað hlutverk í þeim al-
vörugefna leik sem lífið er, mikilvægt
hlutverk. Láttu því lífið ekki úr
greipum þínum renna eins og sand
sem fýkur út í loftið og verður við-
skila við sjálfan sig og tilgang sinn.
Berstu trúarinnar góðu baráttu og
þú munt höndla lífið.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og framkvæmdastjóri
Laugarneskirkju.
Óendanleg fegurð og
raunveruleg verðmæti
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
Sigurbjörn
Þorkelsson
MÉR er sagt að fyrir kerfisbreyt-
ingu Strætó í fyrra hafi íbúar Árbæj-
arhverfa (Ártúnsholts, Árbæjar, Sel-
áss) notað strætisvagna meira en
íbúar annarra hverfa borgarinnar.
Ástæðan var líklega sú
að þar voru strætó-
samgöngur tiltölulega
góðar. Tveir vagnar
óku eftir hverfinu
endilöngu, leið 10 sem
ók niður á Hlemm og
leið 110 sem ók að
Lækjartorgi. Á álags-
tímum gátu íbúar
þessara hverfa gengið
út á næstu strætóstöð
og treyst því að ná
vagni á 10 mínútna
fresti niður í bæ.
Kerfisbreytingin í
fyrra rústaði þessu. Leið 10 var af-
lögð og ný leið, S-5, tók við af leið 110
en með þeim annmarka að hún ók
ekki lengur gegnum hverfin heldur
við útjaðra þess. Umtalsverð lenging
varð á gönguleið í strætó fyrir flesta
íbúana. Í stað leiðar 10 kom ný leið,
sem ók strjált gegnum hverfin en
upp í Grafarholt í stað þess að fara
niður að Hlemmi. Enginn vagn ók
lengur gegnum hverfin og niður í bæ;
annaðhvort varð fólk að ganga um-
talsvert lengra en áður eða skipta yf-
ir í aðra vagna við Ártún. Þeir vagnar
reyndust stundum yfirfullir í Ártúni
á háannatíma og óku hjá án þess að
taka farþega þannig að skólanemar
urðu að bíða og komu of seint í skóla.
Afleiðingin varð fækkun farþega,
fólk brást við með því að kaupa fleiri
bíla. Kerfisbreytingin sem átti að
auka hlut almenningssamgangna
snerist upp í andhverfu sína.
Reynt var að berja í brestina með
því að taka upp nýja leið, 19, sem var
nánast eins og leið 10
fyrir breytingarnar en
fella niður Grafarholts-
vagninn. Það var til
bóta.
Forystumenn Strætó
eru nú í augljósum
vandræðum. Nýja leiða-
kerfið virðst hafa verið
mistök. Sjálfstæð-
ismenn í borgarstjórn
vöruðu við á sínum tíma,
nú eru þeir við völd. Í
vandræðum sínum út af
fækkun farþega og
minni tekjum bregða
þeir sem stjórna Strætó á það ráð að
leggja leið S-5 niður. Þeir halda sem
sagt áfram að skerða þjónustu við
íbúa þess hverfis sem einna mest
notuðu strætó! Leið S-5 tengir Ár-
bæjarhverfin við marga helstu fram-
haldsskóla landsins (Háskóla Ís-
lands, Háskólann í Reykjavík,
Kennaraháskólann, Menntaskólann í
Hamrahlíð, Verslunarskólann,
Menntaskólann í Reykjavík, Kvenna-
skólann) og einn stærsta vinnustað
landsins, Landspítalann við Hring-
braut. Þótt því sé heitið að tryggð
verði tímajöfnun við skiptistöðina í
Ártúni þannig að farþegar á leið til
þessara staða geti skipt yfir í leið S-6
er það með öllu óraunhæft enda er
leið S-6 stundum yfirfull af Graf-
arvogsbúum á sömu leið á álags-
tímum á vetrum. Fólk verður að
geta treyst því að komast til skóla
eða vinnu á réttum tíma, annars tek-
ur það ekki strætó.
Fyrir íbúa Árbæjarhverfa er þessi
lausn með öllu óviðunandi. Best væri
að farið yrði til baka í gamla leiða-
kerfið hvað Árbæjarhverfin varðar,
sem fæli í sér að láta leið S-5 aka
áfram og þá í gegnum hverfin líkt og
leið 110 gerði, að lágmarki að við-
halda S-5 eins og áður.
Ég hvet borgarstjórn Reykjavík-
ur til að bregðast við og stöðva fyr-
irhugaða skerðingu strætisvagna-
samgangna við Árbæjarhverfin og
fyrir alla muni ekki reyna að skýla
sér á bak við meint viljaleysi ná-
grannasveitarfélaganna í málefnum
Strætó.
Fyrir íbúa Árbæjarhverfa er
þetta prófsteinn á hinn nýja borg-
arstjórnarmeirihluta. Ég vona að
hann reynist íbúum þessara hverfa
góður bakhjarl en ekki duglaus og
úrræðalítill þegar á reynir og hags-
munir mikils fjölda íbúa eru í húfi.
Árbæjarstrætó
Ólafur G. Flóvenz skrifar um
strætisvagnasamgöngur
Ólafur G. Flóvens
’Ég hvet borgarstjórn tilað hindra skerðingu
strætisvagnasamgangna
við Árbæjarhverfi. Fyrir
íbúana er þetta próf-
steinn á hinn nýja borg-
arstjórnarmeirihluta.‘
Höfundur er íbúi í Ártúnsholti.