Morgunblaðið - 03.08.2006, Page 19

Morgunblaðið - 03.08.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 19 MINNSTAÐUR Suðurlandsbraut 26 108 Reykjavík Sími: 510 0000 Fax: 510 0001 besta@besta.is Brekkustíg 39 260 Njarðvík Sími: 420 0000 Fax: 420 0001 njardvik@besta.is Miðás 7 700 Egilsstöðum Sími 470 0000 Fax: 470 0001 egilsstadir@besta.is Grundargötu 61 350 Grundarfirði Sími: 430 0000 Fax: 430 0001 grund@besta.is Kókosmottur á pallinn 20% AFSLÁTTUR ÚT ÁGÚST Austur-Eyjafjöll | Þess var minnst á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum um síðustu helgi að 100 ár eru liðin frá því Ólafur Pálsson keypti jörðina og hóf þar búskap. Jörðin hefur síðan verið í ábúð afkomenda Ólafs. Niðjar Ólafs og Sigríðar Ólafsdóttur, konu hans, komu saman á Þorvaldseyri af þessu tilefni og rifjuðu upp söguna. Ekki var vel spáð fyrir Ólafi Páls- syni, bóndasyni frá Svínhaga á Rangárvöllum, þegar hann réðist í það stórvirki að kaupa Þorvaldseyri af Einari Benediktssyni, sýslumanni og skáldi. Þorvaldseyri þótti vera með álitlegri jörðum þegar auðmað- urinn Þorvaldur Bjarnarson seldi jörðina árið áður og fólk undraðist áræði Ólafs sem keypti jörðina fyrir 9.000 krónur. Var þetta verð hærra en áður hafði þekkst en til að standa straum af afborgunum af henni þurfti Ólafur 66 ærverð á ári. Þessi saga er ítarlega rakin í Niðjatali Ólafs og Sigríðar eftir Guðrúnu Láru Sveinsdóttur sem gefið var út í tilefni niðjamótsins. Eitt vafaatriði í útreikningum Þorvaldur hafði látið byggja mikið íbúðarhús á jörðinni og hlöðu sem talin var eitt stærsta hús hér á landi. Sagan segir að Þorvaldur hafi mælt hús Lærða skólans í Reykjavík sem þá var talið mesta hús ummáls á Ís- landi og ákveðið að hlaðan skyldi verða alin lengri og alin breiðari en skólahúsið. Þegar Ólafur festi kaup á jörðinni var ekki búið á jörðinni. Ein- ar Benediktsson lét taka niður stórt timburhús frá tíð Þorvaldar og flutti að Stóra-Hofi á Rangárvöllum sem var sýslumannssetur hans og áform- aði að gera það sama við hlöðuna. Þegar til tals kom að Ólafur keypti jörðina setti hann það skilyrði að hlaðan yrði að vera með í kaupunum og í fullri stærð og hafði á orði að honum þætti Einar hafa gert Eyrina nógu kollótta með því að flytja burt timburhúsið góða, þótt hlaðan færi ekki líka. Gengið var frá kaupunum sama daginn og Einar og Ólafur hittust, 20. maí 1906, og Ólafur hóf búskap strax á fardögum. Fékk hann síðan afsal fyrir jörðinni 22. júní. Bæði þessi skjöl eru til á Þorvaldseyri ásamt fjölda gamalla skjala og muna og voru til sýnis á hátíðinni um helgina. Þórður Tómasson, safnvörð- ur í Skógum, sagði í ávarpi við athöfn þegar minnisvarði um Ólaf og Sigríði var afhjúpaður að hann hefði greini- lega ekki gengið nógu hart fram í söfnun sinni fyrir byggðasafnið fyrst allir þessir munir væru enn á bæn- um. Sigríður Ólafsdóttir, heimasæta á Þorvaldseyri, afhjúpaði minnisvarð- ann. Í áletrun er sagt frá kaupum jarðarinnar og síðan: „Ólafur hafði keypt höfuðból fyrir miðjan dag handa sjálfum sér og niðjum sínum um ófyrirsjáanlega framtíð.“ Ólafur réðist ekki í þessi kaup al- veg fyrirhyggjulaust. Hann sagði síðar Sigurði Einarssyni í Holti, höf- undi bókarinnar Íslenskir bænda- höfðingjar, að hann hefði vakað heila nótt og reiknað dæmið til enda. Um morguninn var hann kominn með niðurstöðurnar og einungis eitt vafa- atriði í útreikningunum. Hann vant- aði bústýru því hann vildi ekki leggja út í að kaupa stórbú og reka það með ráðskonum. Konu sem hann treysti yrði hann að fá til búsforráða. Ekki var hann lengi að leysa þann vanda. Fljótlega eftir kaupin mun Ólafur hafa hitt Sigríði Ólafsdóttur frá Lágafelli við Þverá og spurt hana hvort hún gæti komið til sín sem ráðskona um sumarið. Hún svaraði því til að það gæti hún, en það yrði þá að vera til frambúðar. Giftust þau um haustið. Hver ættliður bætt jörðina Ólafur byggði upp jörðina á næstu árum svo þar varð fljótt stórbýli á ný. Sonur hans, Eggert Ólafsson, tók síðar við búskap og hélt uppbygg- ingu áfram og síðan Ólafur Eggerts- son, sonur hans og núverandi ábú- andi, með sama hætti. Jörðin er því í höndum þriðja ættliðar. „Þetta hefur verið ævintýri frá fyrsta degi. Mikil vinna hefur alla tíð fylgt þessari jörð en hver ættliður hefur lagt sitt besta fram til að gera jörðina enn betri,“ segir Ólafur Egg- ertsson þegar rætt er við hann á þessum tímamótum. Hann segir að framfarir og framsýni í fóðuröflun hafi verið undirstaða þess hversu fljótt Ólafur afi hans náði að kljúfa kaupin á jörðinni og efnast og rækt- un og fóðuröflun hafi alla tíð verið megin undirstaða búskaparins á Þor- valdseyri. Ólafur leggur einnig áherslu á hlut kvennanna. Ef Sigríðar ömmu hans, Ingibjargar Ólafsson, móður hans, og Guðnýjar Jónínu Valberg, konu hans, hefði ekki notið væri sjálfsagt öðruvísi umhorfs á Þorvaldseyri. Mikil ábyrgð Ólafur og fjölskylda hans reka eitt helsta stórbýli landsins á Þorvalds- eyri. Þar er stórt kúabú með mjólk- urframleiðslu og nautakjötsfram- leiðslu og kornrækt en Ólafur og Eggert faðir hans eru meðal helstu brautryðjenda á því sviði. „Ég veit að það er mikil ábyrgð lögð á mig að hafa ábúð á þessari jörð. Ég hugsa málið þannig að ég sé með jörðina að láni,“ segir Ólafur þegar fiskað er eftir viðhorfum hans til jarðarinnar í ljósi þessarar ein- stæðu sögu. Hann rifjar upp að afi hans hafi gert jörðina að ættaróðali og afhent syni sínum og hann sjálfur síðan tekið við henni af föður sínum. „Í þessu ljósi er erfitt að meta þetta til verðs. Ég gæti sjálfsagt selt kvót- ann fyrir hundrað milljónir og fengið peninga fyrir vélar og land. En ég get ekki séð hvernig einn ættliður getur gert það,“ segir Ólafur og bæt- ir því við að hann gæti ekki hugsað sér að sjá jörðina í annarra manna höndum og kannski drabbast niður. Í því sambandi er ekki komist hjá því að nefna umhverfið. Þorvaldseyri er undir Austur-Eyjafjöllum og Eyja- fjallajökull gnæfir yfir bæinn. Þeir eru ófáir ferðamennirnir sem stoppa á þjóðveginum til að taka ljósmyndir af reisulegum og snyrtilegum bæ í þessu stórbrotna umhverfi. Ekki er annað að sjá en ættin muni áfram sitja þessa jörð í náinni framtíð því Ólafur er á besta aldri og tvö barna þeirra Guðnýjar, Páll Egg- ert og Þuríður Vala, vinna að bú- skapnum ásamt Atla E. Óskarssyni, manni Þuríðar. Tvær yngri dætur þeirra eru í námi. Þá eiga Þuríður og Atli tvo unga syni. „Það verður að koma í ljós hvað gerist í framtíðinni. Landbúnaðarpólitíkin getur breyst og aðstæður fjölskyldunnar,“ segir Ólafur. Rafstöð, vagn og vélar Um 130 manns komu á niðjamótið um helgina og segir Ólafur að það hafi heppnast mjög vel. Rafstöðin á Þorvaldseyri var meðal þess sem gestirnir höfðu gaman af að skoða. Ólafur Pálsson virkjaði 1928 og náði ákveðnu forskoti við uppbyggingu jarðarinnar með því. Eggert stækk- aði virkjunina og Ólafur endurnýjaði hana fyrir nokkrum árum og boraði eftir heitu vatni. Nú selur hann raf- magn inn á landskerfið, auk þess sem nóg orka er fyrir alla starfsemi á jörðinni. Í tilefni hátíðarinnar lét Ólafur smíða heyvagn eins og Ólafur afi hans tók í notkun fljótlega eftir að hann hóf búskap á Eyri. Var hann notaður til að flytja laust hey beint inn í hlöðu í stað þess að sæta hey og binda. Tók hann upp þessi vinnu- brögð mörgum áratugum á undan nágrönnum sínum, til mikils vinnu- sparnaðar og aukinna afkasta. Hest- ur var settur fyrir nýja vagninn nú um helgina og fljótlega varð hann að- al farartæki barnanna á niðjamótinu. Vélar leystu hestaflið af hólmi í búskapartíð Eggerts. Fyrsta drátt- arvélin, Farmal A, kom 1946 og hún er enn í fullu fjöri. Spunavél var í eina þrjá áratugi notuð á efri hæð íbúðarhússins á Þorvaldseyri og kom fólk úr allri sveitinni til að spinna. Hún hefur verið varðveitt og var gangsett af þessu tilefni fyrir utan sitt gamla að- setur á Þorvaldseyri. Hugsa sem svo að ég sé með jörðina að láni Heima Systkinin frá Þorvaldseyri, f.v. Jórunn, Ólafur, Þorleifur og Sigur- sveinn Eggertsbörn, voru öll heima á Þorvaldseyri um helgina. Ljósmynd/Þorleifur Eggertsson Framsýni Rafstöðin er lifandi minnismerki um framsýni og dugnað Ólafs Pálssonar á Þorvaldseyri og afkomenda hans. 100 ár Mikið var um dýrðir á Þorvaldseyri í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því Ólafur Pálsson keypti jörðina. Þar var meðal annars sýning á sögulegum skjölum og munum. Virðing Minnisvarði um Ólaf og Sigríði hefur verið settur upp í miðjum garðinum á Þorvaldseyri. Séra Halldór Gunnarsson blessaði hann að viðstöddum fjölda niðja þeirra hjóna. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Þess var minnst á Þorvaldseyri að 100 ár eru liðin frá því ættfaðirinn keypti jörðina LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.