Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 25 DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Grill Kebab E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 3 7 600 g fituhreinsa› lambakjöt, t.d. bógur e›a lærisnei›ar, skori› í u.fl.b. 2-3 cm bita. 1/2 dl ólífuolía safi úr einni sítrónu Ra›i› kjötinu á pinna, pensli› me› Hoi Sin sósu og strái› sesamfræjum yfir pinnana. Grilli› í u.fl.b. 8-12 mín. og snúi› nokkru sinnum á me›an. Bori› fram me› t.d. kús-kús og salati. Setji› kjöti› í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salvíu og óreganó og láti› standa í u.fl.b. 3 klst. 1 msk. salvía, smátt söxu› 1/2 msk. óreganó (ferskt), saxa› Hoi Sin sósa (kínversk grillsósa, fæst í flestum bú›um 3 msk. sesamfræ Mataræðið á hljómsveit-unum var svo allt öðruvísiá sjötta og sjöunda ára- tugnum en það er á sveitaballa- rúntinum í dag,“ segir Raggi Bjarna, einn af þeim sjóaðri í ís- lenska poppbransanum. ,,Við gist- um aðallega í heimahúsum þegar ég söng með hljómsveit Svavars Gests og borðuðum þá mikið af lambakjöti og fiski, ekta íslenskum mat. Maður lifir á því enn þann dag í dag. Íslenskar húsmæður, þessar elskur, mötuðu okkur á flottheit- unum þegar við komum,“ segir hann og hallar sér örlítið aftur á steininum, sem hann er sko aldeilis ekki sestur í helgan, dreyminn á svip. ,,Við í Sumargleðinni erum orðnir alltof gamlir fyrir sjoppu- fæðið og borðum því alltaf á hót- elunum sem bjóða upp á fínan og fjölbreyttan mat. En ég man að í gamla daga var bara hægt að panta nautasteik á Blönduósi og svo á Akureyri,“ segir hann brosandi. Ragnar segist nú ekki vera mik- ill tjaldunnandi en hins vegar þyki honum yndislegt að vera út í nátt- úrunni. ,,Vinnunni hafa auðvitað alltaf fylgt svo mikil ferðalög að það má í rauninni segja að maður hafi verið í stanslausum útilegum,“ segir hann og hlær. ,,Í ár ætlum við Þorgeir, vinur minn, Ástvaldsson að vera í Eyjum og síðan með Sumargleðinni í Galtalæk. Við vorum á Þjóðhátíð- inni í fyrra og það var ægilegt stuð og grenjandi rigning,“ segir Ragn- ar og skellihlær en í ár ætlar hann að taka þekkta slagara af nýjasta diski sínum sem heitir því marg- ræða nafni Raggi Bjarna – Vel sjó- aður ,,Þetta eru sjómannalög sem hafa lifað með íslensku þjóðinni í áratugi eins og Hvítir mávar, Suð- ur um höfin og Háseta vantar á bát. ,,Við Þorgeir verðum í bana- stuði.“ Ef Raggi Bjarna ætti að koma Þorgeiri félaga sínum á óvart myndi hann reiða fram eftirfarandi morgunverðarhlaðborð fyrir hann á Þjóðhátíðinni: Rúgbrauð, smjör, harðfiskur, síld, lifrarkæfa, rækjur, sard- ínur, egg og beikon, kjúk- lingasúpa, kaffi og te. ,,Þorgeir yrði áreið- anlega himinlifandi, þetta er svona ekta íslenskt.“  RAGNAR BJARNASON Voru í fæði hjá íslenskum húsmæðrum                  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.