Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 18

Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SÖGUSIGLINGAR um Eyjafjörð, um borð í eikarbátnum Húna II verða í boði nú í ágúst, alls þrjár ferðir, næstu miðvikudagskvöld og er sú fyrsta 9. ágúst næstkomandi og svo tvo miðvikudagskvöld þar á eftir. Þá verður boðið upp á siglingu með Húna nú um komandi versl- unarmannahelgi, tvær á dag, frá föstudegi til sunnudags. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húni II, kynnti áformin á siglingu um Pollinn í gærdag, en þær eru tilkomnar m.a. vegna mikils áhuga sem fólk hefur sýnt bátnum í sumar. Hann hefur verið opinn almenningi frá kl. 13 til 18 á daginn og fjölmargir, um 1400 manns, hafa brugðið sér um borð og skoðað bátinn og sumir farið í stutta siglingu. Hollvinafélaginu þótti því tilvalið að bjóða upp á sigl- ingar, leyfa fólki að sjá bæinn frá öðru sjónarhorni en það er vant. Hörður Geirsson, starfsmaður á Minjasafninu á Akureyri, verður leiðsögumaður og mun hann fræða fólk um ýmsa þætti úr sögunni. Í lok hverrar ferðar fá menn tækifæri til að dýfa færi í sjó og renna fyrir fisk. Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í Skipasmíðastöð KEA 1963, skömmu áður en smíði slíkra tréskipa var hætt. Hann er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. Hann var tek- inn af skipaskrá árið 1994, talið var að Húni II hefði þá lokið hlutverki sínu. Til stóð að eyða honum end- anlega á næstu áramótabrennu, en þá föluðust þau Þorvaldur Skafta- son og Erna Sigurbjörnsdóttir eftir bátnum, þau vildu varðveita sögu- legar minjar skipasmíða á Íslandi. Fór mikil vinna í að fá niðurfelldar eyðingarkröfur sem á bátnum hvíldu, það tókst og Húni II var kominn á skipaskrá á ný árið 1995. Báturinn hefur verið gerður út sem skemmtibátur fyrir sjóstangaveiði og hvalaskoðun, frá Skagaströnd, Hafnarfirði og Akureyri. Húni II er nú safngripur, er í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Morgunblaðið/Margrét Þóra Fiskinn Ingi Pétursson hafði erindi sem erfiði, hann náði að draga inn einn, enda vanur maður, var á ÚA-togurunum í gamla daga. Myndið þið brottkastið, hrópaði Víðir Benediktsson, fyrrver- andi skipstjóri á Kaldbak, þegar Ingi tók sig til og fleygði fengnum fyrir borð. Sögusigling Þorsteinn Pétursson, Steini Pje, var einn talsmanna þess að varðveita eikarbátinn Húna II, en hann er einn af síðustu bátum þess- arar tegundar sem smíðaðir voru hér á landi. Nú í ágúst verða í boði sögusiglingar með bátnum og þá gefst gestum tækfæri á að sigla með bátnum um komandi helgi. Sögusiglingar með Húna II Sjóstöng Farþegum um borð í eikarbátnum Húna II gefst tækifæri á að renna fyrir fiski á siglingu um Pollinn. Ekki amalegt með Akureyri baðaða í sólskini í bakgrunni. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Kaldbakskallar Þeir höfðu greinilega um margt að spjalla Sveinn Hjálmarsson og Víðir Benedikts- son þar sem þeir voru á rólegri siglingu með eik- arbátnum Húna II um Pollinn við Akureyri. Báðir stóðu í ströngu í eina tíð, voru skipstjórar á Kald- bak EA. Að baki þeim dólar Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri á trillu sinni. N4 tekur við af Aksjón N4 – sjónvarp Norðurlands hyggst efla þjónustu við Norðlendinga með endurreisn norðlensks sjón- varps. Fréttatími N4 – sjónvarp Norðurlands hefur þegar verið stórefldur. Fram til þessa hafa útsendingar sjónvarpsins verið undir nafni Ak- sjón, en í gær, 2. ágúst , varð breyting á þegar Aksjón kvaddi og N4 – sjónvarp Norðurlands birtist Akureyringum á skjánum með tilheyrandi útlitsbreytingum. Fréttaþátturinn Korter verður ekki lengur á dagskrá, heldur verður sendur út fréttatími undir nafninu N4 – fréttir. Einnig kveð- ur Sjónarhornið en eftir frétta- tíma N4 verður magasínþáttur á dagskrá þar sem inntakið verður fréttir, mannlíf og menning á Norðurlandi. Með haustinu áætlar N4 að framleiða innlenda þætti sem verða á dagskrá N4 – sjón- varps Norðurlands í vetur. Enn frekari breytingar eru framundan því N4 mun í haust flytja í nýtt húsnæði í göngugöt- unni í Hafnarstræti, í hjarta bæj- arins. Nýtt fjölmiðla- og framleiðslu- fyrirtæki var stofnað í maí síðast- liðnum á Akureyri þegar Samver, Extra dagskráin, Smit kvikmynda- gerð og Traustmynd sameinuðust undir einn hatt, í félagið N4. Ljóðakvöld | Heimur ljóðsins er dagskrá sem Populus tremula stend- ur fyrir annað kvöld, föstudags- kvöldið 3. ágúst, með yfirskriftinni „… á laufahrúgu af skornum vín- við“. Dagskráin fer fram í Deiglunni. Leiðsögumenn á ferðalagi um lendur grískrar ljóðlistar og tónlist- ar verða þeir Arthúr Björgvin Bolla- son og Sigurður A. Magnússon. Dagskráin er helguð minningu Þorsteins Gylfasonar sem með ógleymanlegum hætti opnaði heim ljóðsins aftur og aftur fyrir Ak- ureyringa og gesti þeirra. Slík ljóða- og tónakvöld hófust í ágúst 1998 og hafa verið árlegur viðburður síðan. Kvöldvaka| Hreinlæti fyrr og nú verður til umfjöllunar á sjöttu kvöldvöku sumarsins í Laufási í kvöld, fimmtudagskvöld, 3. ágúst kl. 20.30. HAraldur Þór Egilsson sagn- fræðingur og safnakennari á Minjasafninu flytur erindi um hreinlæti Íslendinga á 19. öld. Opið er á fimmtudagskvöldum í sumar til 22 í Gamla bænum í Laufási og í veitingasalnum í Gamla prestshúsinu. Skákmót | Það verður eflaust líf og fjör á Oddeyrarbryggju í dag, fimmtudag, en þá efnir Skákfélag Akureyrar og Hafnasamlag Norð- urlands til skákkeppni þar. Þrjú skemmtiferðaskip eru væntanleg þannig að gera má ráð fyrir mikilli umferð um hafn- arbakkann. Skákkeppnin hefst kl. 14 og er öllum heimil þátttaka. GUÐLAUGUR Már Halldórsson akstursíþróttamaður og Íþrótta- maður Akureyrar 2005 keppti til úrslita í kvartmílu í keppninni Ten of the best sem fram fór í Elv- ington í York í Englandi nýlega. Hann varð í fjórða sæti þegar heildarstig höfðu verið tekin saman en keppt er í nokkrum greinum, m.a. kvartmílu. Guðlaugur náði 8. besta tímanum í brautinni, 38,7 sek., og var 1,6 sek. á eftir besta tíma. Í hámarks- hraða tókst honum aðeins að aka einu sinni, þar sem brautin lokaðist í nærri eina og hálfa klukkustund vegna olíu sem fór á hana. Árang- urinn var hins vegar mjög góður. Í kvartmílunni gekk vel þó ekki næði hann að bæta besta tíma sem hann hefur áður náð. Í undanúrslitum í kvartmílu sigraði Guðlaugur keppinaut sinn og keppti því til úrslita. Í úrslita- spyrnunni „þjófstartaði“ hann og missti þar með af möguleikanum á að sigra í kvartmílunni. Ástæðan fyrir þjófstartinu var sú að við fulla bensíngjöf á startlínunni tengdist kúplingin að hluta og dró bílinn fram úr geislanum, handbremsan hélt ekki áður en græna ljósið kom. „Það var vissulega súrt, en að ná því að keppa til úrslita í kvartmíl- unni er hins vegar mjög gott og annað sætið þar vakti verðskuldaða athygli,“ segir á vefsíðu feðganna Guðlaugs og Halldórs Jónssonar. Þar kemur einnig fram að sam- anlagður árangur hans í öllum þremur greinunum hafi verið mjög góður og það markmið sem sett hafi verið fyrir keppnina, að vera einn af fimm bestu í heilarárangri, hafi náðst. Niðurstaðan varð sú að hann varð í fjórði í röð allra kepp- enda. „Sýnir það og sannar að bæði ökumaður og bíll eru meðal þeirra bestu. “ Guðlaugur Már Halldórsson akstursíþróttamaður Keppti til úrslita í kvartmílu TENGLAR .............................................. www.teamice.is AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.