Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.08.2006, Qupperneq 43
efni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggva- götu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Ókeypis aðgangur. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú búinn húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veit- ingar í Gamla prestshúsinu. Opið daglega kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn. Frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega kl. 13–17 til 15. sept. 400 kr inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morg- undaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík í íslenskum glæpa- sögum. Sýning í Þjóðarbókhlöðu: Ritað í voðir. Sýn- ing Gerðar Guðmundsdóttur. Gerður safnar bókstöfum úr íslenskum handritum svo og laufblöðum haustsins, þrykkir á síður og býr til handrit og bækur. Sýning á teikningum Halldórs Baldurssonar byggðar á Vetrarborginni eftir Arnald Indr- iðason. Teikningar Halldórs eru til sölu. Opið mán.–fös. kl. 9–17, laugard. kl. 10–14. Laufás | Kvöldvaka í Gamla bænum Laufási. Haraldur Þór Egilsson, safnkennari Minja- safnsins á Akureyri, flytur erindi 3. ágúst kl. 20.30. Opið er til 22 í Gamla bænum og veitingasalnum í Gamla prestshúsinu þetta kvöld. Minjasafnið á Akureyri | Gönguferð með leiðsögn um fornleifauppgröftinn á Gásum, kaupstaðinn frá miðöldum, 11 km norðan við Akureyri. Gengið frá bílastæðinu við Gás- eyrina 3. ágúst kl. 20. Þátttaka í göngunni kostar 300 krónur. www.gasir.is og www.ak- mus.is Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Ís- lands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10– 18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunt- ing.is Víkin-Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár“. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í sögu togaraútgerðar og draga fram áhrif hennar á samfélagið. „Úr ranni forfeðranna“ er sýn- ing á minjasafni Hinriks Bjarnasonar og Kol- finnu Bjarnadóttur. Molakaffi í boði og frá- bært útsýni yfir höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Íslensk tískuhönnun sem sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í tískugeiranum og Í spegli Íslands, um skrif erlendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóð- arinnar í vandaðri umgjörð á handritasýn- ingunni og Fyrirheitna landið. Skemmtanir Hressó | Hljómsveitin Bermuda með húkk- araball 3. ágúst kl. 22. Siglufjarðarkaupstaður | Síldarævintýrið verður haldið um verslunarmannahelgina í 16. sinn og verður boðið upp á úrval afþrey- ingar og skemmtiefnis fyrir alla aldurshópa. Nánari upplýsingar má finna á www.siglo.is. Uppákomur Deiglan | Heimur ljóðsins opnar 4. ágúst kl. 21, í Deiglunni á Akureyri. Leiðsögumenn um lendur grískrar ljóðlistar og tónlistar verða Arthúr Björgvin Bollason og Sigurður A. Magnússon. Dagskráin er helguð minningu Þorsteins Gylfasonar. Allir velkomnir, að- gangur ókeypis. Laufás | Markaðsstemning í þjóðlegu um- hverfi 7. ágúst kl. 13.30. Handverk, matvara og lifandi tónlist. Veitingar í Gamla prests- húsinu opið kl. 9–18. Minjasafnið á Akureyri | Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, 5. ágúst kl. 14. Þátttaka í göngunni er ókeypis. Leið- sögumaður: Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri. Mannfagnaður Gamla Borg | Bingó verður haldið til styrkt- ar endurbyggingu Gömlu Borgar í Grímsnesi 5. ágúst kl. 20–22. Gamla Borg er fyrrum þinghús Grímsnesinga. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | 15. ágúst Fjallabaksleið syðri: Hvanngil - Emstrur - Fljótshlíð 17. til 21 ágúst: Sprengisandur - Hljóðaklettar - Raufarhöfn - Langanes - Dettifoss - Kjölur: Allir eldri borgarar vel- komnir. 16 ára reynsla. Upplýsingar hjá Hannesi í síma 892 3011. Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat- vælum, fatnaði og leikföngum á mið- vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla sama dag kl. 15–17 að Eskihlíð 2– 4 v/ Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár- hagslega, geta lagt inn á reikning 101-26- 66090 kt. 660903-2590. JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI Ís- lands stendur yfir. Keppnin er opin öllum áhugaljósmyndurum og verða úrslitin kynnt á Menningarnótt Reykjavíkur 19. ágúst. Þemað í ár er Höfuðborgin í ýmsum mynd- um. Veitt verða fern verðlaun frá Ormsson og ljosmyndari.is. Sjá nánar www.jci.is. Frístundir og námskeið Árbæjarsafn | Boðið er upp á örnámskeið tengd sýningunni „Diskó & pönk - ólíkir straumar?“. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 7–12 ára. Hvert námskeið stend- ur í 3 klukkustundir og verða nokkur und- irstöðuatriði í pönk-tónlist og diskó-dansi kennd. Nánari upplýsingar og skráning í síma 411 6320. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 43 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hjólreiðaferð kl. 13.30, púttvöllurinn kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, dag- blöðin liggja frammi. Dalbraut 18–20 | Bridge mánudag kl. 14, félagsvist þriðjudag kl. 14, Bónus miðvikudag kl. 14. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Uppl. um sumarferðir í síma 588 9533. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Ferð FEBK um Fjallabaksleið syðri 10. ágúst. Brottför frá Gullsmára kl. 8 og Gjábakka kl. 8.15. Leið: Keldur - Laufafell - Álftavatn (þar snætt eigið nesti) - Hvanngil - Markarfljótsgljúfur - Emstrur - Fljótshlíð. Kvöldmatur á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning- arlistar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrif- stofa FEB verður lokuð til 8. ágúst. Dagsferð 16. ágúst: Skjaldbreiður - Hlöðufell - Hagavatn. Ekið til Þingvalla og um Hlöðufellsveg yfir á Kjalveg, þaðan að Hagavatni. Flateyjardalur - Fjörður 19. ágúst, 4 dagar: Ekið norður um Sprengisand og til baka um hring- veginn. Uppl. og skráning frá 8. ágúst í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sum- arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta niður til 15.ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, sími 557 5547, eru á mánud. kl. 10.30 og miðvikud. kl. 9.30. Strætisvagnar S4, 12 og 17. wwwgerduberg.is. Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur fyrir fólk sem glímir við geðhvörf kemur saman öll fimmtudagskvöld í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7 í Reykjavík. Frekari upp- lýsingar er að finna á vefnum www.gedhjalp.is Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin, kl. 10 boccia, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há- degi, hádegisverður kl. 11.30, fé- lagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi. Hársnyrting 517 3005/ 849 8029. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin. Félagsvist mánud. kl. 13.30, frjáls spil miðvikudag kl. 13.30, Guðnýjarganga kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu- hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn. Sumarferð 15. ágúst. Nánari upplýs- ingar 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9–12 aðstoð v/böðun, kl. 10.15– 11.45 spænska, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, morgunstund kl. 9.30, hand- mennt alm. kl. 11–15, frjáls spil kl. 13– 16.30. Kirkjustarf Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Minjasafnið á Akureyri stendur fyr- ir 6. kvöldvöku sinni í sumar í Lauf- ási fimmtudagskvöldið 3. ágúst kl 20:30 til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Að þessu sinni fjallar hún um hreinlæti fyrr og nú. Eitt af því sem erlendum ferða- mönnum á 19. öld fannst framandi á Íslandi var hreinlæti eða öllu heldur skortur á hreinlæti. Í byrjun 20. ald- ar skrifuðu málsmetandi menn eins Halldór Laxness og Steingrímur Matthíasson greinar um vandamál óhreinlætis í íslensku þjóðfélagi. Hvað var það einkum sem fór fyr- ir brjóstið á þessum mönnum? Hvernig var persónulegu hreinlæti fólks háttað? Í erindinu mun Har- aldur fjalla um hreinlæti Íslendinga á 19. öld eins og það birtist fyrr- nefndum mönnum, skáldinu og lækninum, en einnig hvernig það birtist þjóðháttafræðingnum Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Þá mun hann einnig bera það saman við heimildir þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns Íslands. Haraldur Þór Egilsson er sagn- fræðingur að mennt og starfar sem safnkennari á Minjasafninu á Ak- ureyri. Opið er á fimmtudagskvöldum í sumar til 22 í Gamla bænum í Lauf- ási og í veitingasalnum í Gamla prestshúsinu. Hreinlæti fyrr og nú Kaupfélagssafnið sem er til húsa í Sögusetrinu á Hvolsvelli er eina eig- inlega verslunarsögusafnið hér á landi. Safnið var sett upp í maí 2001. Þar er sögð saga kaupfélagsversl- unar á Suðurlandi; Kaupfélags Rangæinga, Kaupfélags Árnesinga og Kaupfélagsins Þórs á Hellu. Mik- ill fjöldi texta, muna og mynda prýðir safnið og þar eru end- urgerðar skrifstofur frá ýmsum tímabilum með viðeigandi búnaði, m.a. skrifstofur Ingólfs Jónssonar á Hellu, Egils Thorarensen á Selfossi og fleiri. Þá er þar einnig krambúð með innréttingum sem voru upp- haflega í verslun á Eyrarbakka um 1920 og síðar á Rauðalæk, búð- arborð og skápar. Kaupfélagssafnið er í 200 fm sal í Sögusetrinu á Hvolsvelli, en þar er jafnframt upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn, Víkingasalur, sýning- arsalur fyrir myndlist og sýningin Á Njáluslóð um efni og tíðaranda Njáls sögu. Reynslan sýnir að eldra fólk, sem hefur unnið við verslun og þjónustu, kann vel að meta heimsókn í Kaup- félagssafnið, enda er þar ótal margt að sjá sem minnir á verslunar- og skrifstofustörf fyrir daga tölv- unnar. Verslunarsögusafn á Hvolsvelli Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, mun leiða sögugöngu um elsta hluta bæjarins, Innbæinn og Fjöruna næstkomandi laugardag 5. águst kl 14. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Laxdalshús er elsta hús á Ak- ureyri, byggt 1795. Það er eina húsið sem eftir stendur af gamla versl- unarstaðnum niður af Lækjargilinu, öðru nafni Búðargili. Í Innbænum var þungamiðja Akureyrar allt fram um aldamótin 1900. Þar þreifst verslun og greiðasala, handiðnaður og menning sem enn má sjá merki um í mannvirkjum og húsbygg- ingum. Í Innbænum er timburhúsabyggð með ýmsum dæmum um mismun- andi byggingarstíla. Húsin og um- hverfið geymir margar sögur, sem Hörður Geirsson miðlar í sögugöng- unni. Gangan er létt og hentar öll- um. Söguganga um Innbæinn og Fjöruna á Akureyri Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is VELKOMIN í hópinn! Morgunblaðið býður blaðbera Fréttablaðsins velkomna til starfa. Hringið og fáið upplýsingar um laus hverfi í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á bladberi@mbl.is Fréttablaðið 29. júlí sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.