Morgunblaðið - 03.08.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 23
DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST
Smellpassa fyrir
Verslunar-
mannahelgina
Stærðir 35-43
Verð 4.400 kr.
HEILSUSKÓRNIR
HAFA SLEGIÐ
Í GEGN Á
ÍSLANDI
Útsölustaðir:
Valmiki Kringlunni - Euroskór Firðinum
- B-Young Laugavegi - Nína Akranesi
- Heimahornið Stykkishólmi
- Mössubúð Akureyri - Töff föt Húsavík
- Okkar á milli Egilsstöðum - Galenía Selfossi
- Jazz Vestmannaeyjum.
EUROCONFORTO
HIÐ árlega Kotmót Hvítasunnu-
kirkjunnar verður haldið um versl-
unarmannahelgina í Kirkjulækj-
arkoti. Mikið verður um dýrðir á
mótinu og verður dagskráin vegleg
þar sem bæði verður bryddað upp á
tónlistaratriði, dagskrá fyrir unga
fólkið og önnur afþreying.
Meðal dagskrárliða verða bæna-
og lofgjörðarstundir, biblíufræðsla,
vitnisburðarstund í boði kirkju
unga fólksins, fjölskyldusamvera,
söngvastund í umsjón Óskars Ein-
arssonar, samverustundir þar sem
Ester Jacobsen mun koma fram og
samkomur sem Gary Wilkerson
mun stýra svo ekki sé minnst á
varðeldinn sem tendraður verður á
laugardagskvöldið, en brennustjóri
verður Geir Jón Þórisson.
Huggarinn er hér á Kotmóti
Hvítasunnukirkjunnar
SÍLDARÆVINTÝRIÐ á Siglufirði verður rifjað upp
um verslunarmannahelgina í sextánda skiptið í ár.
Mótshaldarar segja að hátíðin sé löngu búin að festa sig
í sessi sem stórkostleg fjölskylduhátíð. Boðið verður
upp á fjölbreytta dagskrá á Síldarævintýrinu og hefst
hún í kvöld með siglfirsku skemmtikvöldi á Bíó Cafe.
Fjöldi hljómsveita og annarra skemmtikrafta mun
koma fram, meðal annars sönghópurinn Roðlaust og
beinlaust, Örvar Kristjáns og dansband Dúa Ben,
hljómsveitirnar Spútnik og Terlín, dúettinn Tóti og
Danni, hljómsveitin Miðaldamenn, Geirmundur Valtýs-
son, hljómsveitin Cargo og fleiri.
Dagskráin verður ekki síðri fyrir börnin, Tóti tann-
álfur og Jósafat mannahrellir munu koma fram auk
Ávaxtakörfunnar auk þess sem keppt verður í dorg-
veiði og haldin verður söngvakeppni barna.
Tvö tjaldstæði eru á svæðinu, golfvöllur er að Hóli,
jet-ski leiga verður á svæðinu og fleira.
Ekkert kostar inn á svæðið en greiða þarf 700 krón-
ur fyrir nóttina á tjaldsvæðinu, 1.000 krónur fyrir hús-
bíl, felli- eða hjólhýsi.
Síldarstemmningin rifjuð upp á Siglufirði
TENGLAR
..................................................................................
www.siglo.is
SKIPULÖGÐ útivistar- og tón-
listardagskrá verður að Stafa-
felli í Lóni um verslunarmanna-
helgina. Meðal annars verður
opnun glæsilegrar göngubrúar
við Eskifell fagnað auk opn-
unar gönguleiðar frá Víðidal
um Kollmúla og Eskifell til
byggðar.
Tónlistardagskrá verður við
Vötn sem er kerlaga staður
innarlega í sumarbústaða-
byggðinni á Stafafelli. Þar mun
meðal annars koma fram Sig-
tryggur Baldursson, sem
kenndur hefur verið við Syk-
urmolana og Bogomil Font,
ásamt söngfólki úr Sumaróper-
unni og Vigni Stefánssyni pí-
anóleikara, og flytja valin lög
úr söngleiknum Happy End eft-
ir Kurt Weill og Bertold
Brecht. Einnig verða flutt lög
úr fleiri söngleikjum.
Á laugardagskvöldinu munu
heimamenn setja saman dag-
skrá sem endar með varðeldi
og fjöldasögn. Ingimar Ein-
arsson harmonikkuleikari leik-
ur á nikkuna í fundarhúsinu öll
kvöldin. 1.000 króna aðgangs-
eyrir er á tónleika Sigtryggs og
félaga.
Bogomil Font á
Stafafelli í Lóni
BINDINDISFÉLAGIÐ I.O.G.T.
hefur í fjöldamörg ár staðið fyrir
útihátíð í Galtalækjarskógi og er
árið í ár engin undantekning.
Skipuleggjendur hátíðarinnar
segjast leggja áherslu á glæsi-
leika og ferskleika á sama tíma
og haldið er í gömlu góðu Galta-
lækjargildin sem flestum eru að
góðu kunn: fjölskylduhátíð í
vímulausu umhverfi.
Glæsileg dagskrá verður og
munu félagarnir í Sumargleðinni,
Ómar Ragnarsson, Ragnar
Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson,
Magnús Ólafsson og Hermann
Gunnarsson koma fram eftir 20
ára hlé. Auk þeirra félaga munu
Stuðmenn, Skímó, Paparnir,
Snorri Snorrason úr Idol, Ízafold,
Ingó og Bríet Sunna koma fram
að ógleymdum Nylon söng-
flokknum.
Vegleg barnadagskrá verður,
söngvakeppni og fleira ásamt
stóru leiksvæði. Í nágrenni Galta-
lækjar eru einnig hestaleigur,
sundlaug og hægt er að kaupa
veiðileyfi í Tangavatni. Auk þess
sem tjaldsvæði eru í Galtalæk er
mögulegt að leigja sumarbústaði.
Aðgangseyrir er 6.900 fyrir
fullorðna en 5.900 fyrir börn.
Vímulaus fjölskyldu-
skemmtun í Galtalæk
TENGLAR
.....................................................
www.galtalaekur.is
SÆLUDAGAR verða í Vatna-
skógi um helgina en það eru stað-
arhaldarar í KFUM- og K sem
standa fyrir sæludögum. Móts-
haldarar segja Sæludaga vera
einstaka hátíð þar sem boðið
verður upp á fjölbreytta dagskrá
fyrir alla aldurshópa. Eins og
flestum er kunnug er Vatnaskóg-
ur með þekktustu sumarbúðum
landsins og er aðstaða til ým-
iskonar útivistar til fyrirmyndar
að sögn mótshaldara. Verður
boðið upp á bátsferðir, leiktæki
af ýmsum gerðum auk þess sem
salernisaðstaða er til fyr-
irmyndar.
Meðal þeirra sem munu koma
fram í fjölbreyttri dagskrá verða
meðal annars KK, Ellen Krist-
jáns, Pétur Ben, Örn Árnason,
Aiz-you og Jón Víðis ásamt fleir-
um.
Auk þess verður hægt að spila
knattspyrnu, Café Lindarrjóður
verður opið, keppt verður í
koddaslag, kappróðri og bur-
tróðri, kassabílarall verður á
íþróttavellinum, fánahylling verð-
ur á morgnana, haldin verður
söngvakeppni barna auk fleiri
skemmtiatriða og annarrar af-
þreyingar.
Verð á Sæludaga er 2.200 og
er frítt fyrir 13 ára og yngri í
fylgd með fullorðnum.
Sæludagar með
fjölskyldunni í Vatnaskógi
TENGLAR
.....................................................
www.kfum.is
ÞJÓÐHÁTÍÐ í Eyjum hefur verið
haldin nær óslitið frá árinu 1874
og er án efa lífseigasta útihátíð
verslunarmannahelgarinnar. Dag-
skráin í ár verður með glæsileg-
asta móti, Dr. Spock, Á móti Sól,
Stuðmenn, Todmobile, Jet Black
Joe, Í svörtum fötum, Bubbi Mort-
hens, Hoffman, Dans á rósum og
Hálft í hvoru eru á meðal hljóm-
sveita sem munu koma fram á
tveimur sviðum, Brekkusviðinu og
Tjarnarsviðinu. Ekki má svo
gleyma hinum víðfræga brekku-
söng Árna Johnsens sem verður á
sunnudagskvöldinu.
Auk þess verður vegleg barna-
dagskrá, Ungmennafélagið Óðinn
mun standa fyrir frjálsum íþrótt-
um, Brúðubíllinn mætir á svæðið,
haldin verður söngvakeppni barna
með undirspili Dans á rósum,
Björgvin Frans kemur fram, Leik-
félag Vestmannaeyja sýnir leik-
atriði og einnig verður haldið
barnaball.
Aðgangseyrir er 9.900 krónur.
Ókeypis er fyrir börn yngri en 14
ára og ellilífeyrisþega.
Hægt er að komast til Vest-
mannaeyja með ferjunni Herjólfi
eða með Landsflugi eða Flugfélagi
Vestmannaeyja.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í
meira en hundrað ár
TENGLAR
.....................................................
www.neistaflug.is
UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ
verður haldið á Laugum í Þing-
eyjarsveit um verslunarmanna-
helgina. Þetta er í níunda skiptið
sem unglingalandsmótið er haldið
en það er haldið ár hvert.
Keppt verður í frjálsum íþrótt-
um, knattspyrnu, körfubolta,
sundi, glímu, hestaíþróttum og
skák.
Auk íþróttakeppninnar verður
boðið upp á fjölbreytta afþrey-
ingu fyrir alla aldurshópa þar
sem hljómsveitir og skemmti-
kraftar munu koma fram, kvöld-
vökur verða haldnar í stóru tjaldi
og risa flugeldasýning verður
haldin.
Haldin verður hæfileikakeppni
fyrir ungmenni á aldrinum 11–18
ára, kynntar verðar íþróttagrein-
ar sem ekki er keppt í á lands-
mótinu, til dæmis svifdiskar, golf,
karate og dans. Leiktæki fyrir
yngstu börnin verða á svæðinu og
bíó, opið verður í sundlaugina á
svæðinu.
Skráningargjald fyrir kepp-
endur er 5.500 krónur og veitir
rétt til keppni. Ekkert annað
gjald er innheimt og er aðgangur
að svæðinu og tjaldsvæðinu
ókeypis.
Unglingalandsmót í
Þingeyjarsveit
TENGLAR
.....................................................
www.umfi.is
Morgunblaðið/Margrét Þóra