Morgunblaðið - 03.08.2006, Page 35

Morgunblaðið - 03.08.2006, Page 35
Við nutum oft gestrisni Bjarkar og eru okkur minnisstæðar heimsóknir í Hálsakot, þar sem hún dvaldi, eins oft og hún gat, í návist himbrimans á vatninu. Skarð Bjarkar í okkar hópi verður vandfyllt en eins og hún komst sjálf svo iðulega að orði „Þetta er bara svona“. Við sendum okkar einlægustu samúðarkveðjur til Adda, Frímanns, Markúsar, Siggu, Dóró og Breka litla. Vinahópurinn á mánudögum. Látin er langt um aldur fram ást- kær vinkona okkar Björk. Það var árið 1970 að fundum okk- ar bar fyrst saman. Björk og Andrés fluttust til Zürich í Sviss vegna sam- starfs við svissneskt verkfræðifyrir- tæki um undirbúning og hönnun Sig- ölduvirkjunar. Sömu sögu er að segja um fjölskyldu okkar og hófst þar sú mikla vinátta sem ekki hefur fallið skuggi á síðan. Við minnumst Bjarkar sem góðrar og ótrúlega skemmtilegrar konu. Hún var ekki allra, en laðaði strax að sér börn okkar og varð það til að festa enn betur sambandið milli fjöl- skyldnanna. Það vakti alltaf tilhlökk- un að hitta þau Björk og Andrés og ekki skyggði það á að göngufæri var milli heimila okkar þannig að kon- urnar gátu hist oft þegar vinnan kall- aði á okkur Andrés. Það létti þeim einveruna þarna í útlandinu. Þegar synir þeirra Bjarkar og Andrésar og yngsta dóttir okkar fæddust varð það aðeins til að okkar sameiginlega fjölskylda stækkaði. Það var ekki minnst fyrir tilstilli Bjarkar að svo varð og fyrir það munum við ævin- lega þakka. Því þótti það vel við hæfi að dóttir okkar hlyti nafn hennar. Af óendanlega miklu er að taka af skemmtilegum samskiptum fjöl- skyldna okkar, í sambandi við starf okkar Andrésar, samveru í sum- arbústaðnum á Þingvöllum og árleg- um jólabakstri hjá okkur með hlátra- sköllum og kvöldmat á eftir þar sem börn og fullorðnir tóku þátt. Hámark samskiptanna var fyrir réttu ári þeg- ar við fórum saman til Frakklands til að vera við brúðkaup Markúsar og Doro. Sú ferð líður okkur aldrei úr minni og varð til að festa enn frekar samband okkar. Sorg og söknuður fyllir nú hug okkar og verður tíminn einn að lækna þau sár. Hinn stutti aðdrag- andi að andláti Bjarkar er okkur óskiljanlegur, svo stutt er síðan við hittumst og lék þá allt í lyndi. Sér- stök kveðja fylgir minningu þessari frá Sigga og fjölskyldu í Bandaríkj- unum og Ollu og fjölskyldu sem stödd er erlendis. Elsku Addi, Frí- mann, Sigga og Breki Þór, Markús og Doro. Megi algóður Guð blessa ykkur öll og minningu Bjarkar um ókomna tíð. Þórunn, Finnur og fjölskyldur. Kær vinkona er fallin frá. Það er ekki alltaf sjálfgefið að lífið gangi sinn vanagang, eða að okkur muni hlotnast góð heilsa eða langlífi. Þess vegna skiptir miklu máli að rækta góð sambönd, því samvera ástvina og vina getur fyrr en varir endað jafnskjótt og hún hófst. Ótímabært andlát Bjarkar veldur sársauka og sorg. Kynni okkar Bjarkar hófust í gegnum syni okkar, en þá bjuggum við í Ljárskógum. Vinátta okkar óx með árunum og áttum við margar góðar stundir saman, sem ég minnist nú með þakklæti og söknuði. Í minn- ingunni munum við hana eins og hún var, framkvæmdasöm, greiðvikin og hæfileikarík, fíngerð og falleg, alltaf eins og klippt úr tískublaði tók hún á móti okkur brosandi á pallinum. Hún var vel gefin, hafði sérstaklega skemmtilega frásagnargáfu, uppfull af logandi húmor. Sögurnar af Pekka hinum finnska, enginn gat sagt betur frá en hún. Samverustundir okkar í sumarbústaðnum við Þingvallavatn rista djúpt í minningunni. Þar ríkti fegurðin, lognið og kyrrðin var svo algjör, að við þorðum varla að draga andann, og þá óskuðum við þess að tíminn stæði kyrr. Björk átti því láni að fagna að eiga sér einstakan lífs- förunaut, hann Adda sinn, sem var þungamiðjan í hennar lífi, hennar stoð og stytta er stóð alltaf þétt við hennar hlið, allt til hinsta dags. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elsku Addi, Frímann, Markús og fjölskyldur, við sendum ykkur inni- lega samúðarkveðu. Megi fagrar og góðar minningar styrkja ykkur í sorginni. Kristín og Kolbeinn. Engir dagar koma aftur en fegurð þeirra lifir hjá þér eins og ljós í rökkri eins og blóm á fjalli. (Þórarinn Guðmundsson) Björk vinkona okkar er látin eftir snarpa baráttu við krabbamein. Eft- ir sitjum við og minnumst. Við hittumst fyrst haustið 2001 þegar við hófum nám í djáknafræði við Háskóla Íslands. Lítill hópur náði fljótlega saman og fór að hittast reglulega og með okkur tókst mikil vinátta. Allar vorum við að takast á við ný og erfið verkefni og sumar að hefja skólagöngu aftur eftir margra ára hlé. Við fundum okkur vikulegan samastað á veitingahúsinu Asíu þar sem við fengum okkur alltaf sömu súpuna. Síðast kom hópurinn þar saman með Björk 23. júní sl. Á staðnum var oft glatt á hjalla, allt rætt milli himins og jarðar og maður lifandi ef við reyndum ekki að leysa lífsgátuna sjálfa. Þegar leið að fyrstu prófum í djáknanáminu fór um „gömlurnar“ en þá stofnaði Björk „Ljárskóg- arakademíuna“ og þar lásum við saman og töldum kjark hver í aðra. Fljótlega kynntumst við frábærri frásagnargáfu Bjarkar, orðheppni, hreinskilni, skipulagsgáfu og skarpri greind. Að loknu námi kom aldrei annað til greina en að hittast og höfum við farið á mörg námskeið saman. Hópurinn hafði lengi haft áhuga á kyrrðardögum í Skálholti en öllum óx í augum að þurfa að þegja heila helgi. Við létum þó verða af því og höfum verið þar saman þrisvar sinn- um. Að vera í Skálholti með vinum sínum og hlýða á hugvekjur dr. Sig- urbjörns Einarssonar biskups er upplifun sem orð fá ekki lýst. Björk var iðin við að fara í leikhús og á tónleika og hvatti okkur til þess sama sem stundum gekk eftir. Hún var með eindæmum smekkleg og glæsileg kona og lagði alúð við öll smáatriði. Hún hafði næmt auga fyrir hlutum og var mjög listræn. Iðulega gaf hún okkur ýmsa smáhluti sem glöddu. Við áttum margar og ógleyman- legar samverustundir í sumarbú- staðnum og paradísinni hennar, Hálsakoti við Þingvallavatn. Björk og Addi eiginmaður hennar voru mjög samrýnd í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Drengirnir þeirra og seinna tengdadætur ásamt nýjasta augasteininum, sonarsynin- um Breka, voru henni ómetanlegir fjársjóðir. Við erum þakklátar fyrir að hafa náð saman í námi okkar sem opnaði marga nýja glugga í lífinu. Við upp- lifðum þessa reynslu þannig að við hefðum á einhvern yndislegan hátt verið leiddar saman. Í dag kveðjum við Björk vinkonu okkar með þakklæti og rifjum upp orð sem hún sagði eitt sinn við okk- ur: „Hvert og eitt okkar er eins og eitt spor í áklæði Guðs.“ Við vottum Andrési, Frímanni, Markúsi og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúð og biðjum al- góðan Guð að vaka yfir þeim. Åse Gunn, Kristín, Margrét, Sigríður. Ég vil minnast Bjarkar fyrir hönd vina Markúsar. Ég hef alltaf öfundað Markús af því hvað hann er vel upp alinn. Þegar jafnaldrar hans voru varla búnir að læra að hita sér sam- loku í örbylgjuofni kunni Markús að matreiða flókna skrítna rétti, blanda hanastél, sauma, smíða, gera við, spila á píanó, mála, teikna, skrifa, syngja og svo talaði hann auðvitað óaðfinnanlega þýsku. Ég skildi fyrst hvaðan allt þetta kom þegar ég hitti foreldra hans, ljúfmennið Andrés og hina gáskafullu, ógleymanlegu Björk. Við minnumst Bjarkar fyrst og fremst fyrir takmarkalausan höfð- ingsskap, ekki síst í sumarbústaðn- um Hálsakoti við Þingvallavatn þar sem við vinirnir höfum örugglega átt flestar af okkar bestu stundum sam- an. Á heimili Bjarkar var stöðug veisla, þýskt-íslenskt sælkerahlað- borð allan ársins hring. Á tímabili stundaði hún líka umsvifamikla út- lánastarfsemi á húsgögnum, en þau hjónin lánuðu ófáa kjörgripi úr búi sínu þegar við vinirnir fórum að yf- irgefa eigin foreldrahús. Síðast en ekki síst var hún Björk svo einstak- lega örlát á sína frábæru og flug- beittu kímnigáfu sem margir munu eflaust minnast hennar fyrir. Ég held að enginn sé ennþá búinn að átta sig almennilega á þessum mikla missi, svo brátt báru veikindi hennar og andlát að. Björk var eng- inn Pollýanna og ég er viss um að það hefði verið henni lítt að skapi að halda því fram að nokkuð af því sem hún gekk í gegnum á síðustu mán- uðum hafi verið eðlilegt eða sann- gjarnt. Elsku Markús og Dórothée, Andr- és, Frímann, Sigríður og Breki litli. Við vinirnir sendum ykkur hugheilar samúðar- og baráttukveðjur um leið og við þökkum Björk Timmerman kærlega fyrir okkur. Úlfur Eldjárn, Sara María Skúladóttir, Þorlákur Ein- arsson, Ragnheiður Kristín Pálsdóttir, Ragnheiður Gests- dóttir, Sigríður Nanna Heim- isdóttir, Sighvatur Ómar Krist- insson, Elsa Eiríksdóttir, Unnar Auðarson, Sigrún Daníelsdóttir, Birgir Þórarinsson, Haukur Þórðarson, Tinna Ólafsdóttir, Einar Örn Einarsson og Sig- urður Magnús Finnsson. Hún var stórglæsileg, gædd góð- um gáfum, með mikla útgeislun og sjaldnast var djúpt á glensið hjá henni. Hún hefur nú sagt skilið við þann heim sem við skynjum, allt of fljótt, allt of ung eftir skamma sjúk- dómslegu. Björk frænka fæddist í Þýskalandi í miðri heimsstyrjöldinni síðari. Ekki fregnaðist af litlu stúlk- unni fyrr en jólakveðja barst í rík- isútvarpinu frá móður og dóttur. Í stríðslok kom hún fyrst til Íslands, þá þriggja ára. Þá fyrst sáu afi og amma á Höfn hana. Hjá þeim dvaldi hún meira og minna fram að ferm- ingu. En þar ólust þær frænkurnar upp saman, Ingibjörg og Björk. Björk var mikill heimsborgari, hafði kynnst menningu og siðum annarra landa. Því var ákveðinn frægðar- ljómi í hugum yngri frændsystkina í kringum þessa glæsilegu frænku. Við minnumst hennar með miklum söknuði og vonum að góður guð varðveiti sálu hennar og veiti Andr- ési, Frímanni, Markúsi og þeirra fjölskyldum styrk á þessari erfiðu stundu. Megi minning um góða og skemmtilega frænku lifa í huga okk- ar. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgr. Pét.) Friðrikka og börn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 35 MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningar- greinar Faðir okkar, fóstri, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN BJARNASON frá Seljabrekku, Mosfellssveit, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 18. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A7 fyrir frábæra umönnun. Guðmundur Höður Guðjónsson, Bjarnveig S. Guðjónsdóttir, Magnús Reynir Jónsson, Una Birna Guðjónsdóttir, Björn Snorrason, Björn Valdimar Guðjónsson, Edda Ýr Garðarsdóttir, Svava Guðjónsdóttir, Kristján Einarsson, Sigríður Bára Hermannsdóttir. Fallin er frá merk- iskonan Ásdís Lárus- dóttir frá Austur-Með- alholtum í Flóa. Ásdís átti sér merka sögu, sem ég læt öðrum eftir að tilgreina, þar sem mér bregst bæði þekking og þroski. Ég kynntist Ásdísi er hún ásamt Hannesi Jónssyni, móðurbróður og fósturföður sínum, Ólafi og Hannesi, sonum sínum, flutti í Drápuhlíðina í Reykjavík. Hannes og ég sátum meira og minna saman á skólabekk, þar til Hannes stakk af og færði sig yfir í menntaskóla en ég í myndlista- skóla. Síðar lágu leiðir okkar Hann- esar samhliða á braut lista, sem Ólaf- ur hafði þá þegar rutt með mikilli elju og magnaðri þrautseigju. Í Drápuhlíðinni voru ástundaðar á þessum tíma, andlegar og upplífg- andi umræður menningar og lista. En þess á milli spilaðar perlur klass- íkur og léttra sönglaga á Dual fóninn hennar Ásdísar. Eftir það var svo stolist í harðfisk frammi í eldhúsi. Meðan á öllu þessu stóð sat Bar- ónessan í sínum stól, heklandi eða þá prjónandi, jafnvel uppúr þeim mynstrum er hún hafði gert okkur að útpæla og hanna. Okkur, þessum verðandi stórstjörnum heimspeki og lista. Ein af ástríðum Ásdísar var að elda góðan mat og halda stórar og miklar veislur. Ásdís kunni flest allar matreiðslubækur, er gefnar höfðu verið út, utanbókar. Það skipti ekki sköpum hvort bókin væri á norsku, frönsku, ítölsku eða frá Taílandi. Alltaf varð til eitthvað stórkostlegt. Það kallast að vera matgæðingur. Nú hefur þessi eiginleiki flutt sig í gegn um ætt- og skyldleikapípurnar, í Ólaf og Hannes og svo áfram þar í gegn í næstu ættliði. Ein af mínum gæfum í þessu lífi er að hafa fengið að sitja að gnægtaborðum Ásdísar og fengið að taka þátt í veisluhöldum hennar í Drápuhlíðinni. Alls konar töfrabrögð og undursamlegir galdrar matarlistarinnar spruttu uppúr pottum og pönnum. Undarleg ástríða Ásdísar var og að gefa ungu fólki sérstök og sér- stæð nöfn. Hér koma nokkur dæmi. Spímó, Stúri, Kúlusnúður, Litla, Pjángur og Angi, sem reyndar var það nafn er hún gaf syni mínum, gefa okkur sýn á endalausa elsku og sköpunargáfu Ásdísar á þessum litlu snúðum allt í kring um hana í Drápu- hlíðinni. Allt var þetta svo dásamlega ein- falt. Hún gat kallað okkur listruglu- dallana heim og gert okkur að mála fjörugrjót, er hún síðar stillti upp úti í garði. Við sungum og spiluðum á rammfalskan gítar, er hún fann ein- hvers staðar inni í geymslu. Hannes glamraði á orgel eða píanó og allir ÁSDÍS LÁRUSDÓTTIR ✝ Ásdís Lárus-dóttir fæddist í Austur-Meðalholt- um í Gaulverjabæj- arhreppi 4. júlí 1925. Hún lést laug- ardaginn 8. júlí og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 24. júlí. góluðu undir. Allt var yfirstíganlegt. Og að lokum eru það bíltúrar og ökuferðir. Það var yndi Ásdísar að renna um götur bæjarins og nærliggj- andi sveitir, þá oftast með steríógræjurnar í botni, eins og ungu ólátabelgirnir er vekja okkur upp á nóttinni. En hún hafði það reyndar langt fram yf- ir þá að jafn öruggan bílstjóra var vart að finna. Flestum var reyndar um og ó, er þeir höfðu engar fréttir af henni fengið þá er hún lagði upp frá Drápuhlíðinni snemma á morgnana í átt til fjalla, án þess að láta kóng né prest vita. En fljótlega heyrðist og sást til hennar. Signalið á hverjum bæ, þreföld ellegar fjórföld bílflaut- an er bergmálaði hina íslensku sveitakyrrð. Ásdís var mætt! Nú situr þessi engill í sínum gullna eðalvagni, brunandi með flauturnar hver annarri sterkari í átt þess eilífð- ar fagnaðar er Ásdís og Almættið býður okkur að lokum til. Ólafur og Hannes, ykkar fjöl- skyldur. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls móður ykkar, ömmu, langömmu og tengdamóður. Blessuð sé minning Ásdísar Lárus- dóttur. Birgir Andrésson. Mig langar að minnast stúlku sem ég skrifaðist á við í fjöldamörg ár. Hún hét Ásdís Lárusdóttir. Ég var 12 ára þegar við byrjuðum að skrif- ast á. Árin liðu eitt af öðru, hún var heima hjá sér í Meðalholti í Gaul- verjabæjarhreppi og ég í Neskaup- stað. Árið 1950 verða kaflaskipti í lífi Ásdísar. Ég hafði ekki fengið bréf frá henni nokkuð lengi. Þá kom loks bréf sem hafði ekki góðar fréttir að færa. Hún hafði fengið lömunarveiki og lá á Farsótt. Læknisúrskurður var meðal annars á þá leið að það væri óvíst hvort hún gæti eignast börn. Ég hafði eignast bók sem hét Undralæknirinn Parish. Ég hafði skrifað honum nokkrum sinnum fyr- ir fólk sem var veikt og bar það oft góðan árangur. Ég var ákveðinn að skrifa honum vegna Ásdísar. Ég skrifaði honum, án þess að láta hana vita. Síðan frétti ég ekkert í næstum þrjá mánuði. Þá fékk ég bréf, þar stóð meðal annars: „Í dag gerði ég allt vitlaust á Farsótt, ég henti frá mér hækjunum og nú nota ég tvo stafi.“ Síðar giftist hún svo og eignaðist tvo drengi. Seinna, þegar synir hennar fóru að safna frímerkjum, leitaði hún ráða hjá mér varðandi umgengni við þau. Ég votta sonum hennar, þeim Hannesi og Ólafi, mína dýpstu samúð. P.S. Ég geymi ennþá myndina af þér sem þú sendir mér þegar þú varst 16 ára. Guð geymi minningu Ásdísar Lár- usdóttur. Óskar Björnsson, Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.