Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 33

Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 33 MINNINGAR ✝ Lilja Árnadóttirfæddist í Holts- múla í Landsveit 16. ágúst 1926. Hún and- aðist á heimili sínu í Smáratúni 19 á Sel- fossi 25. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingiríður Oddsdóttir (1887– 1937) og Árni Jóns- son (1896–1995). Systkini Lilju voru átta og ein stjúpsyst- ir. Þrjú þeirra eru látin. Systkinin eru: Oddur (f. 1921), Jóna Gíslunn (f. 1922), Inga Guðrún (f. 1923, d. 1999), Guð- munda (f. 1924), Ingibjörg (f. 1925), Ágúst (f. 1927, d. 1930), Ágúst (f. 1930) og Þorsteinn (f. 1949, d. 2004), stjúpsystir Helga (f. 1945). Fyrri eiginmaður Lilju hét Sveinn Unnsteinn Jónsson (f.1924, d.1963). Þau skildu. Sonur þeirra var Ingólfur Árni (f. 1947, d. 2002) maki Svana Sigtryggsdóttir (f. 1953). Börn þeirra: Ólafía Rós- björg (f. 1974), Unnsteinn Fannar (f. 1975), Jón Loftur (f. 1980), Guð- björg Lilja (f. 1985). Eftirlifandi eiginmaður Lilju er Loftur Jóhannsson (f. 1923). Börn þeir- ra:eru: 1) Jónína (f. 1949), maki Haukur Stefánsson (f. 1953). Börn: Lilja (f. 1972), Ómar Örn (f. 1983), Pálmi Freyr (f. 1987). 2) Jóhann Bjarni (f.1950), maki Elfa Eyþórsdóttir (f. 1952). Börn: Björg- vin (f. 1972), Svan- laug (f. 1980), Birkir (f. 1983), Harpa (f. 1986). 3) Gíslunn (f. 1952), maki Hermann Bragason (f. 1950). 4) Heimir Sæberg (f. 1959), maki Stefanía María Sigurðardóttir (f. 1954). Börn: Ívar (f. 1973), Jóhanna Lúvísa (f. 1978), Álfheiður Björk (f. 1983), Bjarki Reyr (f.1988). Lilja fór eftir barnaskóla í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur en fluttist 1952 að Ljósafossi í Gríms- nesi og bjó þar í 39 ár. Þá fluttist hún á Selfoss og bjó þar til dauða- dags. Lilja verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku fallega amma mín. Fréttirn- ar af andláti þínu komu mér mjög á óvart. Það er einhvern veginn þannig að þeir sem eru manni kærir eru ódauðlegir í okkar augum. Þú varst alltaf að. Garðurinn þinn var þér kær og síðast þegar við komum til þín þá sýndirðu okkur stolt rósirnar þínar og gullregnið. Þú máttir líka vera stolt, hann er fallegur og vel hirtur. Hann- yrðir voru líka þitt líf og yndi og við eigum öll eitthvað fallegt eftir þig. Handavinnan þín prýðir einnig nokkr- ar kirkjur landsins þar sem þú hefur ýmist heklað eða saumað út altaris- dúka. Þú lést fátt stoppa þig. Ég man eftir einu skipti sem þú komst norður í hey- skapinn til okkar að þú rifbeinsbrotn- aðir. Eftir að þú varst búin að fara til læknis og fá umbúðir vildir þú halda áfram í heyinu en pabbi og mamma tóku það ekki í mál og keyrðu þig heim. Þú áttir samkvæmt læknisráði að hvíla þig. Þegar við komum heim í kaffi þá stóðst þú við eldavélina og bakaðir pönnukökur. Fyrst þú fékkst ekki að taka þátt í heyskapnum þá bara varðstu að gera eitthvað annað. Að setjast niður og hvíla þig var ekki inni í myndinni. Það var alltaf gaman að koma til þín og afa á Ljósafoss. Garðurinn, vatnið, bókaherbergið og háaloftið voru gim- steinar í augum lítillar stúlku. Það var líka alltaf skemmtilegt að fá ykkur afa í heimsókn norður. Þú varst alltaf með eitthvað á prjónunum og smitaðir mig af áhuga. Eina páskana sem þið afi komuð norður var alveg blindhríð all- an tímann og þá sátum við, ég og þú, og prjónuðum. Úr þessu varð heil peysa sem þú settir saman fyrir mig. Þegar kom að hannyrðum gerðir þú hlutina alltaf fallega og með reisn. Þú varst tilbúin að deila þekkingunni með þér og ég var búin að læra harðangur og sitthvað fleira. Það voru fleiri kennslustundir eftir en svona er þetta víst. Það var okkur mikill missir fyrir fjórum árum þegar pabbi minn dó en ég er þess fullviss að hann hafi tekið á móti þér. Elsku afi, missir okkar allra er mik- ill en þinn mestur. Minning ömmu mun lifa í huga okkar allra. Þín Ólafía (Lóa). Elsku hjartans amma mín er látin. Þú fórst svo óvænt. Ég kom heim frá Grikklandi og frétti að þú værir horfin úr lífi mínu. Amma mín, ég var bara ekki tilbúin að kveðja þig! Þú varst sú kona sem ég leit einna mest upp til. Þú varst ein sú fallegasta kona sem ég þekki og þú varst líka einstaklega hæfileikarík og vandvirk í öllum mögulegum hannyrðum og sú albesta húsmóðir sem ég veit um. Það hefur alltaf allt verið hreint og strokið á heimilinu ykkar og útsaumaðir púð- ar og myndir upp um alla veggi. Þú varst alltaf svo hress og fjörug. Alltaf tilbúin með hlaðborð af kökum og kræsingum þegar við komum í heimsókn. Brúntertan þín var alveg einstök og Gabríel borðar enga aðra kæfu en þína svo ekki sé minnst á flat- kökurnar, þegar maður hefur smakk- að þínar flatkökur þá eru þessar úr búðunum eins og pappaspjöld. Amma mín, þú hefur kennt mér svo margt, öll handavinnan sem þú kenndir mér í gegnum tíðina og auð- vitað flatkökurnar góðu og svo það sem ég minnist þín einna helst fyrir er góða skapið. Einhvern tímann kom ég til ykkar afa og var í slæmu skapi. Þú spurðir af hverju ég væri að eyða orkunni í svoleiðis vitleysu. Þetta lýsti þér alveg, þú varst þarna að baka og þrífa eldhúsrúðuna á sama tíma og þér fannst vont skap vera sóun á tíma og óþarfi að eyða orku í svoleiðis vit- leysu. Ég kveð þig, elsku amma mín, með miklum trega og söknuði en ég hugga mig við að þú gast bakað, prjónað, saumað og heklað alveg fram á síð- asta dag. Það var þín ástríða í lífinu. Ég á svo ótal margar minningar um þig og afa og allar ljúfu stundirnar á Ljósafossi þar sem ég naut þeirra forréttinda að eyða æskunni að miklu leyti. Elsku amma mín, ég brosi og gleðst yfir öllum þessum stundum því þar er ég rík. Takk fyrir allt og Guð geymi þig. Þín nafna, Lilja. Lilja Árnadóttir var góð kona og glæsileg. Ég var svo heppin að vera tengdadóttir hennar um fimm ára skeið og við vorum góðar vinkonur þrátt fyrir 26 ára aldursmun. Lilja var mikil hefðarkona, ávallt fín til fara og hafði ótrúlega lítið fyrir hlutunum, hristi t.d. fram úr erminni fínustu veislur fyrir gesti Landsvirkjunar á Írafossi, þegar hún var í forsvari fyrir mötuneytið á staðnum. Hún var gædd mörgum góðum kostum, t.d. var hún dásamlega skilningsrík. Mér dettur í hug þegar Gilla dóttir hennar og jafn- aldra mín kom heim úr verslunarferð til London, líklega árið 1972 með full- ar töskur af hátískuvarningi og ég horfði löngunaraugum á allt þetta fí- nerí. Þetta sá Lilja, dreif í því að keypt var efni og svo saumaði hún á mig flottasta dress, sem ég hef eign- ast fyrr og síðar. Það lék nefnilega allt í höndunum á henni, hún saumaði, bróderaði, prjónaði, flosaði og hann- aði fínustu hluti. Svo átti hún til ótrú- legt hugmyndaflug eins og að hekla mottur úr umbúðum utan af mjólk. Alveg satt. En stundum fór hún svo- lítið illa með mig. Við eigum sama af- mælisdag með líkt skap og stundum vorum við alls ekki sammála. Ef mikið kapp hljóp í umræður og ég varð að sannfæra hana um að ég hefði rétt fyrir mér, þá brosti hún sínu blíðasta brosi og sagði: „Gunna mín, þú mátt bara ráða þessu.“ Auðvitað varð ég al- veg mát, en hvað gat ég gert annað en að reyna aftur seinna. Lilja var þessi myndarlega hús- móðir, sem átti ávallt fullt búr matar og voru þar þrír réttir fyrirferðar- mestir , þ.e. brúntertur, flatkökur og kleinuhringir. Reyndar kunni hún líka að búa til majónes, sem var mjög vinsælt, ekki síst með köldum sviðum og silungnum, sem Loftur sótti í Sog- ið. Einu sinni fórum við Lilja saman til Kanarí ásamt Björgvin syni mín- um, sem þá var sex ára gamall og er fyrsta barnabarn Lilju og Lofts. Hún tilkynnti mér í upphafi ferðar að hún ætlaði ekki að borða gjaldeyrinn sinn, en þetta var á þeim tímum að gjald- eyrir var skammtaður og stórmál að komast yfir spænska peseta. Hún hafði því með sér flatkökur, slátur og kleinuhringi, sem entust okkur þrem- ur í heila viku! En Lilja kom heim úr þessu ferðalagi með glæsta muni og gjafir handa allri fjölskyldunni. Lilja átti líka til endalaust umburð- arlyndi, eins og þegar ég átti að elda sunnudagsmatinn heima á Ljósó og lambahryggurinn soðnaði í ofninum í stað þess að stikna. Þá ræskti Loftur sig lítillega, en borðaði hrygginn pollrólegur og Lilja sagði að þetta yrði bara betra næst. Var ég búin að nefna húmorinn hennar? Hún sá spaugilegu hliðina á hlutunum og mér er minnisstætt, þegar þeir feðgar Loftur, Jói og Heimir komu gangandi saman yfir túnið á Ljósó, allir með nákvæmlega sama þúfnagöngulagið, þá sátum við Lilja við eldhúsgluggann og grétum úr hlátri. Þetta eru allt saman ljúfar minn- ingar og góðar, en hjartagæska henn- ar átti sé engin takmörk. Eftir að við Jóhann sonur hennar skildum, átti Björgvin sonur okkar ávallt skjól hjá Lofti og Lilju og heimili þeirra á Ljósafossi var hans annað heimili ár- um saman. Þetta er það besta sem nokkur manneskja hefur gert fyrir mig og ég kveð Lilju vinkonu mína og fyrrverandi tengdamóður með sökn- uði og votta Lofti og allri fjölskyld- unni mína innilegustu samúð. Guðrún Sigurgeirsdóttir. Dökkhærð og með hlýlegt bros. Þannig mun ég ætíð minnast Lilju Árnadóttur, eða Lilju í Smáratúninu eins og við systkinin kölluðum hana. Það eru engar ýkjur þegar ég segi að Lilja var ofsalega góð kona. Og hjálpsöm var hún með eindæmum. Ég veit ekki hvað hún hefur eiginlega gert við margar buxur fyrir pabba! Manni þótti vænt um Lilju frá fyrstu kynnum. Það var ekki annað hægt en að þykja vænt um þessa fallegu konu. Alltaf var jafngaman að spjalla við Lilju, enda ótrúlega hress miðað við aldur. Manni fannst maður frekar vera að spjalla við jafnaldra sinn en eldri konu. Ég man þegar ég sagði Lilju frá óléttunni minni. Það var einn föstu- daginn í september þegar ég var að gera helgarinnkaupin í Bónus. „Til hamingju,“ sagði hún og kyssti mig og faðmaði. „Ég ætla strax að fara að prjóna teppi handa barninu,“ sagði hún. Hún stóð heldur betur við það. Þegar Dýrleif Nanna fæddist sendi hún henni alveg ofsalega fallegt og vandað teppi, sem greinilega hafði verið lögð mikil vinna í. Lilja var hannyrðakona mikil og voru hæfileik- ar hennar vel þekktir. Lilja bað mig um að gefa sér mynd af Dýrleifu Nönnu á teppinu fallega en því miður kom ég því aldrei í verk og sé mikið eftir því núna. Maður virðist stundum halda að fólk sé eilíft. Ég sá Lilju síðast í maí. Ég var úti að labba með barnavagninn og ákvað að kíkja til hennar og sýna henni af- kvæmið mitt. Reyndar kíkti ég ekki inn en spjölluðum við þess í stað í dá- góða stund saman á tröppunum. „Þú kíkir næst inn í kaffi,“ sagði hún þeg- ar við kvöddumst. „Já,“ sagði ég en óraði ekki fyrir því að það yrði ekkert „næst“. Ég rukka þig um kaffið næst þegar ég sé þig, Lilja mín. Fjölskyldu Lilju og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Jóhanna Sigríður Hannesdóttir. LILJA ÁRNADÓTTIR ingin um hamingjuna – og aðstæður Benedikts Björnssonar voru aldrei slíkar að það þvældust fyrir honum efnin eða veraldarframinn. Reyndar held ég að menntastörf hefðu geðj- ast honum betur en verkamennsk- an sem hann hafði lengstum af framfæri sitt. Þess var ekki kostur á sínum tíma. Hitt er víst um Benna að hann lifði heilu lífi – og að lokum skilur hann eftir sig bjarta minningu hjá okkur sem vorum svo heppin að kynnast honum. Við Linda sendum Birnu Dís samúðar- kveðjur, Magnþóru sambýliskonu Benedikts, Þórdísi (Lóu) fyrri konu hans, niðjum öllum og góðum vin- um sem í dag fylgja honum til graf- ar. Mörður Árnason. Bernskuminningar eru sterkar í hugum flestra. Sumar eru góðar aðrar ekki. Þegar Benedikt Bjarni er nú fallinn frá í hárri elli ferðast hugurinn aftur í tímann, einkum til þeirra stunda sem maður átti á Þorbergsstöðum í Dölum vestur sem barn í sumardvöl á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Minningarn- ar frá þeim sumrum hafa alla tíð verið með þeim ljúfustu á lífsleið- inni. Þar dvaldi ég hjá móður hans, ekkjunni Hólmfríði, móðursystur minni, og nokkrum börnum hennar í einstaklega góðu atlæti. Það var þó ekki byggt á veraldlegum auði. Ljúfmennskan og ástríkið var ein- stakt. Þorbergsstaðir var hið stóra ætt- arsetur. Íbúðarhúsið tvær hæðir með kjallara byggt af forföðurnum Kristjáni Tómassyni, hreppstjóra og Dannebrogsmanni, á fyrstu ár- unum eftir 1900 á bæjarhólnum með útsýni vítt og breitt um Dalina og út á Hvammsfjörðinn. Benedikt var einn af máttarstólp- um móður sinnar við sveitastörfin. Nú er hann fallinn frá, sá síðasti af fullorðna fólkinu á Þorbergsstöðum frá mínum dvalarstundum. Hann var sem og systkini hans öll sjö góðum gáfum og hæfileikum gædd- ur til munns og handa. Efnaleysi kom í veg fyrir skólagöngu umfram þá takmörkuðu og stuttu kennslu sem þá bauðst til sveita. Hann var hagleiksmaður og notaði þá hæfi- leika sína fram eftir ævi við ýmis störf, einnig eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Í minni manns er þó eigi síður hið andlega atgervi. Hann var skáldmæltur vel og orti vísur um menn og málefni frá unga aldri. Máski hafa hann og systkini hans orðið fyrir einhverjum áhrifum frá Símoni Dalaskáldi, en hann ferðað- ist á milli bæja og orti þá um heim- ilisfólkið eins og móður mína og Hólmfríði, móður Benedikts, og þeirra systkini. Benedikt samdi ljóð í tilefni afmæla og ferminga og fleiri merkisatburða í lífi fólks, en einnig af öðru tilefni. Falleg ljóða- bók hefur verið gefin út með nokkru af því, sem hann hefur sam- ið. Þegar haldin var mikil og fjöl- menn hátíð Þorbergsstaðaættarinn- ar hinn 29. apríl 1990 á Hótel Íslandi, samdi hann hátíðarljóð, Þorbergsstaðabrag. Það var þunga- miðjan í dag- og söngvaskránni. Þar segir hann í öðru erindinu: „Og kannski Ása (Egilsdóttir) og Krist- ján gamli (Tómasson) hafi / kynngi- magnað það sem í oss býr.“ Í lok síðasta erindis segir Benedikt: „Og Þorbergsstaðir, það er okkar miðja, / við þeirra vegna stöndum hér í dag.“ Já, það var svo sannarlega mann- bætandi að vera í návist Benedikts, hlusta á hans lágróma og blíðu rödd tjá skýra hugsun með meitluðum orðum þess, sem hefur heimspeki og sálfræði numið í faðmi fjalla og sveita og skóla lífsins. Brosið hans og glettni í andlitsdráttum fylgdi orðum hans, stundum tvíræðum og stundum blönduðu háði með hans hægláta fasi. Reiddist Benedikt aldrei? Því get ég ekki svarað ját- andi úr minningabrunni mínum. En háðskur gat hann verið og flengdi menn stundum með þeim hætti. Benedikt var söngmaður góður og oft sungu þau systkin af hjart- ans list og þá ekki síst ef Hildir hennar Rögnu systur hans var ná- lægur. Þurfti þá ekki endilega brennivínstár að vera komið í kaffi- bollana eins og títt var í sveitinni, þegar bændur af öðrum bæjum komu í heimsókn. Benedikt frændi er fallinn frá einn af fáum í ættinni sem hafa náð svo háum aldri. Hann skilur eftir sig bjartar minningar. Blessuð sé minning hans. Grétar Áss. Okkar fyrstu minningar frá því við vorum börn á Klapparstígnum eru tengdar Benna frænda, móð- urbróður okkar. Hann starfaði í mörg ár við fyrirtæki foreldra okk- ar, Ágúst Ármann, þar sem hann gekk alltaf undir nafninu „Bensi stóri“. Benni frændi var alltaf í góðu skapi og alveg einstaklega barngóður og fengum við systkinin að njóta þess ómælt. Aldrei þreytt- ist hann á að taka okkur í kleinu, fara í sjómann eða slag og alltaf unnum við hann með einhverjum óskiljanlegum hætti og hann alltaf jafnhissa. Einu sinni fengum við systkinin þá stórsnjöllu hugmynd að fá hann til að tæma pínulitla útikompu sem við ætluðum að nota sem leiksvæði. Að sjálfsögðu féllst Benni frændi á það en átti sú kompa eftir að draga dilk á eftir sér. Að kompunni feng- inni slettist eitthvað upp á vinskap okkar systkinanna og hertók syst- irin kompuna og að sjálfsögðu tók Benni málstað litla bróður. Í meira en 50 ár hefur þetta alltaf verið rætt er við hittumst og er niður- staðan alltaf sú sama að systirin er og verður alltaf „kompuplatarinn“. Í einni af vísum hans orti hann eft- irfarandi: Í kompunni litlu var ljómandi gaman því leikföngin voru af margs konar tagi. Þar lékum við Gústi okkur gjarnan saman í glaðværð og ágætu samkomulagi. Við vorum svo til á sama aldri og sameignarbúið í friði við höfðum uns platarinn kom með göróttum galdri hann ginnti okkur báða með lævísum brögðum. Þá urðum við reiðir og hugðum á hefndir með herópi blésum í vonskunnar glæður Það var mikið um áform en minna um efndir því megum við lifa sem þjáningarbræður. Menn eru vafalaust misvel gerðir og máski eru sumir fáum til þægðar en kompuplatrinn kölluð hún verður nema komi hún á hnjánum og biðji sér vægðar. Benni frændi orti mikið um æv- ina þar sem hann var einstaklega hagmæltur og gaf hann út ljóðabók- ina „Frá æsku til elli“ á áttræð- isafmælinu sínu. Stuttu eftir að hann sendi okkur vísuna um „Kompuplatarann“ sendi hann sjálfum kompuplataranum þessa vísu: Skrýtið er það, Arndís mín, eins og þú hefur platað mig hvað ég hugsa hlýtt til þín og hvað mér þykir vænt um þig. Bensi stóri var mjög góður bridgespilari og leiddi hann ásamt bræðrum sínum Kristjáni og Magn- úsi, fyrirtækið Ágúst Ármann, til sigurs í nokkrum bridgekeppnum fyrirtækja. Eftir að Bensi stóri gerðist eldri borgari fór hann að „dunda“ sér við, eins og hann orðaði það, að gera upp gömul húsgögn. Þau eru ófá húsgögnin sem hann gerði upp fyrir okkur og færði í upprunalegt ástand. Gamlir og nánast ónýtir hlutir urðu sem nýir. Nú þegar hann er kominn til æðri heima þangað sem leiðir okkar allra liggja, viljum við þakka ljúfum og góðum frænda samfylgdina. Við systkinin ásamt mökum okk- ar vottum fjölskyldu Benna frænda okkar dýpstu samúð. Arndís Ármann, Ágúst Már Ármann.  Fleiri minningargreinar um Benedikt Björnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hjörtur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.