Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 28
Ferðamaturinn þarf að hentaaðstæðum á staðnum,bæði til að matbúa og mat-ast. Það þarf að fara í gegnum hve mikið pláss maturinn má taka, kæliaðstöðu og smekk þeirra sem eru að ferðast svo allir fái eitthvað við sitt hæfi. Ef ekki er ætl- unin að fara og kaupa inn á ferðalag- inu er líka nauðsynlegt að skipu- leggja máltíðir vel og sniðugt að gera matseðil fyrir dagana og inn- kaupalista út frá því . Mikið auðveld- ara er að skipuleggja matarinnkaup ef búið er við slíkan lúxus að hafa kæliskáp á áfangastað en kælitöskur eru líka ágætar í styttri ferðir. Ef notuð er kælitaska er mik- ilvægt að raða þannig að það sem maður notar fyrst sé efst og einnig að taka með frosinn mat eins mikið og hægt er þar sem hann endist leng- ur og heldur hinu köldu á meðan hann þiðnar, ásamt kælikubbunum. Góður undirbúningur Ef eldunaraðstæður á áfangastað eru frumstæðar eins og í tjaldúti- legu, er góður undirbúningur og skipulag lykillinn að árangrinum. Forsoðnar kartöflur, tilbúnar kaldar sósur, kryddlegið kjöt og álpakkað grænmeti tilbúið á grillið geta t.d.auðveldað málið þegar á hólminn er komið. Mikilvægt er síðan að muna að hreinlæti skiptir miklu máli, þó mað- ur sé úti í náttúrunni. Það er til dæm- is alltaf mikilvægt að þvo hendur áð- ur maður hefst handa við matargerð og því gott að hafa til dæmis blaut- servéttur með ef erfitt er að nálgast vatn. Hrátt kjöt má aldrei snerta önnur matvæli, né safi úr hráu kjöti. Álegg í ferðalagið Samlokur geymast illa nema yfir daginn, betra er að taka með gott gróft brauð og álegg sem þolir með- ferðina og setja saman á staðnum. Hér eru hugmyndir að áleggi;  Niðursneitt kjötálegg er hand- hægt en það er fljótt að skemm- ast, biti af soðinni hangikjötsrúllu endist betur. Skera má svo af rúll- unni smám saman á ferðalaginu.  Baunakæfa til dæmis hummus  Soðin egg og kavíartúba, kál  Niðursoðin kæfa, súrar gúrkur  Soðin egg og túnfiskur, vorlaukur og fersk krydd  Fullelduð baunabuff með sinnepi, kryddjurtum og salati  Smurostur Síðan er auðvitað hægt að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og sníða réttina eftir smekk hvers og eins, ekki síður en ef framundan væri veisla með fjölskyldunni, vinum eða grillpartí með vinnufélögunum. Hér koma nokkrar hugmyndir að afar einföldu og góðu nesti, og ekki gleyma harðfiskinum. Nesti fyrir helgina Að mörgu er að huga þegar farið er í ferðalag og þar fremst í flokki hjá mörgum er maturinn. Það er fátt leiðinlegra en að vera matarlaus í óbyggðum, segir Heiða Björg Hilmisdóttir sem var ekki lengi að útbúa nesti í ferðalagið. Heiða Björg komin út í guðsgræna náttúruna ásamt börnunum sínum Hilmi Jökli og Sólkötlu Þöll. Pastasalat sem hægt er að krydda með jurtum úr náttúrunni. 28 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST É g er kominn með titil á fyrstu skáldsöguna mína. Þetta er býsna góður titill; minnir kannski svolítið á heiti skáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur, Grandavegur 7, en það þarf ekki að vera verra. Bókin skal semsé heita eftir gamla húsinu hennar ömmu minnar, en það stendur á vísum stað í miðborg Reykjavíkur. Persónulega finnst mér titillinn hafa ákveðna mystík yfir sér, mað- ur sér fyrir sér hús í gamla mið- bænum, liðna tíma og fólk sem velk- ist um í lífsins ólgusjó. Nú er bara að setjast niður og skrifa þessi ósköp. Ég hef að vísu ekki haldið að það myndi liggja fyrir mér að skrifa krimma. Efnið er þó einhvern veg- inn þannig að mér finnst það blasa við. Held það hljóti að vera hægt að fabúlera út í hið óendanlega um þetta gamla hús sem vettvang voða- verka eða íverustað dularfullra manna. Verð ég ekki að útskýra hvers vegna ég sé þetta hús fyrir mér í forgrunni skáldsögunnar? Það var fyrir rúmum tíu árum sem fjölskylda mín tók þá ákvörðun að selja umrædda húseign. Þær áttu þetta í sameiningu, amma mín og systir hennar, en eftir að amma dó síðsumars 1992 var íbúðin sett í sölu. Amma hafði ein og óstudd alið upp fimm stúlkur á þessu heimili, en afi minn fórst með Dettifossi á vordögum 1945 – einn þeirra fjöl- mörgu sem féllu í hildarleik heims- styrjaldarinnar síðari. Þetta getur ekki hafa verið auð- velt líf fyrir ekkjuna ungu, með tæpra fjögurra ára gamla dóttur yngsta, þá elstu aðeins tólf ára. Á neðri hæðinni fékkst þó góður styrkur, en þar bjó ömmusystir mín alla tíð með sínum manni og börn- um tveim. Get ég rétt ímyndað mér hvort það hafi ekki fylgt því ákveðnar til- finningar fyrir móður mína og syst- ur hennar fjórar, að selja frá sér bernskuheimilið svo skömmu eftir að amma sjálf féll frá. En þessi er víst gangur lífsins og til lítils var að hanga á íbúðinni; þar bjó enginn lengur og ráðlegast var auðvitað að koma henni í verð. Ég man sjálfur glöggt eftir pönnukökuáti á sunnudagseftir- miðdögum, áður en amma varð veik og gat ekki búið ein lengur. Þar var gjarnan glatt á hjalla, enda syst- urnar fimm duglegar við að mæta með sitt fólk. Maðurinn sem keypti eignina þótti traustur, ef mig misminnir ekki, og ekki vantaði upp á að hann stæði í skilum. Hann ku hafa sagt, að meiningin væri að gera þetta gamla húsnæði eitthvað upp – ég held hann hafi síðan ætlað að leigja þetta út sem tvær íbúðir. Á haustdögum 1992 komu því systurnar saman, ásamt liðtækum burðarmönnum (það er eins og mig minni að þær hafi trakterað þá okk- ar sem mættu til aðstoðar með heil- um bjórkassa – það þótti mér býsna gott, tvítugum háskólanemanum) og allt hafurtask systranna var bor- ið á brott. Ekki reyndist það létt verk, enda alkunna að gömlu húsin í miðbænum eru ekki þægileg, þeg- ar kemur að flutningum. Illa gekk að koma píanóinu hennar ömmu niður þröngan og snarbrattan stig- ann af annarri hæð. Það eina sem skilið var eftir var blómapottur í einum glugga, og gömul, hvít og rytjuleg gluggatjöld – með vitund kaupandans, sem fannst víst ágætt að hafa eitthvað fyrir gluggunum, á meðan hann réði ráðum sínum. Svo líða árin. Endrum og eins er minnst á gamla heimilið hennar ömmu í fjölskyldusamkvæmum, menn undrast það hversu seint manninum sækist verkið. Svo hætta flestir að velta því fyrir sér; nema kannski ég, sjálfur farinn að búa í nágrenninu. Ég hef semsé labbað reglulega framhjá húsinu og í hvert skipti sem svo ber við vakna sömu spurn- ingarnar í huga mér. Húsið stendur altso á sínum stað – en ekkert meira en það. Fólkið í næsta stigagangi (og raunar allrar húsalengjunnar) hefur reynt að flikka upp á þessi gömlu hús, og ég er ekki frá því að vel hafi tekist til. Ekki langt síðan var málað, og allt er þetta bara býsna fínt. Nema gamla húsið hennar ömmu. Helst sýnist mér reyndar að það hafi barasta enginn farið inn í þetta hús síðan þennan dag, er við bárum píanóið hennar ömmu út. Í glugg- anum á annarri hæð má sjá blóma- pottinn sem við skildum (líklega fyrir mistök) eftir og rytjulegu gluggatjöldin hanga enn fyrir öllum gluggum. Málningin er tekin að flagna af ansi víða og á nokkrum stöðum, t.d. á þakskegginu, má sjá að risastórir hnullungar hafa brotn- að af og fallið til jarðar. Mér skilst að ungt par með lítið barn hafi búið við hliðina; þau voru skiljanlega ekki ánægð með að hætta sem þessi steðjaði að barni þeirra í nánasta umhverfi þess. Ég þykist vita að þar til bærum aðilum hjá hinu opinbera hafi í gegnum tíð- ina borist kvartanir undan öllu saman. Hver hefur efni á því að kaupa íbúð en láta hana svo bara standa (að því er virðist) tóma í á annan áratug? Hvernig ætli sé um að lit- ast inni við? Það er hörmulegt að hugsa til þess; helst svífa fyrir aug- um manns rottugangur og myglað brauð, þar sem í eina tíð hlupu um glaðvær börn. Veslings nágrannarnir hljóta að vera miður sín – þeir rembast við að halda eignum sínum í standi, m.a. til að geta tryggt endursölu (ef því er að skipta), en efalaust skemmir það verðmæti eignarinnar sem heildar, þegar einum stiga- gangi er leyft að grotna svo niður. Er nema furða þó að ég sjái þessa gömlu íbúð í miðbænum sem hent- ugan vettvang nútíma glæpasögu? Dapurleg vanræksla Maðurinn sem keypti eignina þótti traustur, ef mig misminnir ekki, og ekki vantaði upp á að hann stæði í skilum. Hann ku hafa sagt, að meiningin væri að gera þetta gamla húsnæði eitthvað upp […] BLOGG: davidlogi.blog.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is  MATUR Höfundur er næringar- rekstrarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.