Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það hefði nú mátt vera spurningarmerki á skiltinu hr. fjármálaráðherra. VEÐUR                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '- ./ '' '' '0 '0 '1 '2 '. '3 -' 4 5! 5! 5! )*5! 5! )*5! 4 5! 5! 5! )*5! )*5!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   / / .0 .0 '2 '2 '' '. '0 '2 1 4 5! 4 5! 4 5! 4 5! 5!   *%   4 5! 5! 4 5!   *%   4 5! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) .. .. .0 .0 .. . 1 0 .- .1 .6 7   %   5! 5! 5! 5! 5!    5! 4 5! 5! ) % 9! : ;                        #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    = -         5 2   7   *    :    ;   7  %       :!   * ;% -:(8  7  ;   (:.-    *< !  6 .-  ;       !! = (:.-8      ( .3 ;)5!      >? *5  *<    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" -0( 2;( .2/ --1 33/ .2'/ 1'2 /-' ..0. .1.. .02. .6.- .(23 '-'2 63- 633 6-( 6'' ./3. ./3( ./0. ./'. '20- ''33 ';1 .;3 .;. .;1 .;6 .;2 2;( .;2 -;2 .;( .;' .;0 .;6 2;/                  Ekki þarf að tala við marga Húsvík-inga til þess að komast að raun um að þeir vilja álver. Eina áhyggju- efni þeirra virðist vera að það sé of langt í að álverið rísi.     Ein af ástæðunum fyrir því að Hús-víkingar vilja álver er sú að þeir vilja ekki að eignir þeirra verði að engu. Gera sér frekar vonir um að þær aukist að verðmæti fremur en hitt.     Húsvíkingar sjánánast við bæjardyrnar hjá sér hvað getur gerzt ef sveit- arfélög veslast upp.     Nú er hægt að kaupa 200 fm hús áRaufarhöfn fyrir 3 milljónir króna. Þar er hægt að kaupa ágætt hús fyrir eina milljón króna.     Húsvíkingar eru vafalaust tilbúnirað hlusta á aðrar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu en álver en það verða þá að vera raunhæfar hug- myndir.     Þeir verða ekki sakaðir um að geraekkert til að bjarga sér sjálfir. Þegar samdráttur í sjávarútvegi fór að koma illa við Húsavík tóku dugn- aðarmenn sig til og byggðu upp nán- ast ótrúlega myndarlega atvinnu- starfsemi í kringum hvalaskoðun.     Það er ekki sjávarútvegur eðaverzlun og þjónusta við landbún- aðarhéruðin sem setja svip sinn á Húsavík nú heldur hvalaskoðun.     Þá koma aðrir og vilja drepa hvala-skoðun með því að byrja að drepa hvali á ný.     Það verður erfitt fyrir stjórn-málamennina að útskýra fyrir Húsvíkingum að þeir eigi að láta ál- ver lönd og leið taki þeir ákvarðanir sem leiða til þess að ný atvinnugrein verði drepin í fæðingu. STAKSTEINAR Húsavíkurhöfn. Þeir vilja álver SIGMUND MANNANAFNANEFND hefur samþykkt beiðni um karlmannsnafn- ið Náttmörður sem eiginnafn. Nafnið skal þó ekki fært á mannanafnaskrá fyrr en beiðni um skráningu þess hef- ur borist Þjóðskrá. Nefndin hefur einnig samþykkt beiðni um karl- mannsnafnið Julian sem eiginnafn og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af eiginnafninu Júlían. Þá samþykkti nefndin beiðni um karlmannsnafnið Sókrates sem eig- innafn og verður það fært á manna- nafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Sókratesar. Jafnframt sam- þykkti nefndin beiðni um kven- mannsnafnið Þeba sem eiginnafn, millinafnið Elvan og karlmannsnafn- ið Svani sem eiginnafn og verða þau færð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti auk þess beiðni um karl- mannsnafnið Æsir sem eiginnafn og skal það fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Æsis. Xavier, Kalina, Cesar, Minnie og Mario hafnað Nefndin hafnaði aftur á móti beiðni um kvenmannsnafnið Christa sem eiginnafn. Segir í úrskurði nefndar- innar m.a. að eiginnafnið Christa geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem sam- stafan „ch“ sé ekki notuð í íslensku máli, auk þess sem nafnið hafi ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Enn fremur hafnaði nefndin beiðni um karlmannsnafnið Xavier sem eigin- nafn, m.a. á þeirri forsendu að nafnið geti ekki talist í samræmi við almenn- ar ritreglur íslensks máls þar sem stafurinn „x“ sé ekki hafður í upphafi orðs í íslensku máli, auk þess sem ekki sé komin hefð á þennan rithátt. Þá hafnaði nefndin beiðni um kvenmannsnafnið Kalina sem eigin- nafn. Í úrskurði nefndarinnar kemur m.a. fram að eiginnafnið Kalina geti ekki talist ritað í samræmi við al- mennar ritreglur íslensks máls, mið- að við að eðlilegur íslenskur fram- burður nafnsins sé Kalína, og að ekki sé komin hefð á ritun nafnsins Kal- ina. Nefndin hafnaði einnig beiðni um kvenmannsnafnið Minnie sem eigin- nafn. Segir í úrskurði að Minnie geti ekki talist ritað í samræmi við al- mennar ritreglur íslensks máls, mið- að við að eðlilegur íslenskur fram- burður nafnsins sé Minní. Jafnframt er bent á að ekki sé komin hefð fyrir þessum rithætti. Beiðni um karlmannsnöfnin Mario og Marío sem eiginnöfn var einnig hafnað af nefndinni. Í úrskurði er tekið fram að nöfnin geti ekki talist rituð í samræmi við almennar rit- reglur íslensks mál, miðað við að eðli- legur íslenskur framburður nafnsins sé Maríó. Tekið er fram að íslensk karlmannsnöfn endi yfirleitt ekki á -o. Einnig var beiðni um karlmanns- nafnið Cesar sem eiginnafn hafnað, á þeirri forsendu að nafnið gæti ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bók- stafurinn „c“ væri ekki í íslenska staf- rófinu, samanber nýútkomna Staf- setningarorðabók. Náttmörður heimilað Mannanafnanefnd samþykkir karl- mannsnafnið Julian sem eiginnafn Í HNOTSKURN »Beiðni um karlmannsnafniðCesar sem eiginnafn var hafnað af mannanafnanefnd. »Beiðni var samþykkt umkvenmannsnafnið Þeba sem eiginnafn. »Karlmannsnöfnunum Marioog Marío sem eiginnöfnum var hafnað. »Nefndin samþykkti beiðni umkarlmannsnafnið Sókrates sem eiginnafn. GUNNAR Svav- arsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinn- ar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í Suðvest- urkjördæmi, að því er segir í fréttatilkynningu. Þar segir Gunnar: „Um nokkurn tíma hefur verið leitað til mín um að gefa kost á mér til að leiða framboðslista Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Ég hef ákveðið að taka þeirri áskorun og að miðla þeirri reynslu sem ég bý yf- ir, m.a. vegna starfa minna innan Samfylkingarinnar og jafnaðar- mannahreyfingarinnar sl. áratugi.“ Segir hann að fyrir liggi að tveir góðir leiðtogar jafnaðarmanna í kjördæminu hafi ákveðið að snúa til annarra starfa, þau Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guð- mundsdóttir. „Það ábyrgðarhlut- verk sem þau hafa gegnt sækist ég eftir að fylla,“ segir í yfirlýsingu Gunnars. Þar segir ennfremur að reynsla Gunnars sem sveitarstjórn- armaður og formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar muni nýtast vegna framboðsins. Gunnar stefnir á 1. sæti Gunnar Svavarsson STJÓRNARNEFND Landspítala – háskólasjúkrahúss sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist undrast ályktanir Læknafélags Ís- lands sem samþykktar voru á aðal- fundi þess nýlega um starfsemi sjúkrahússins og framtíðaruppbygg- ingu. „Stóryrðum félagsins um stjórn- endur LSH er vísað á bug og lýst fullum stuðningi við þá í vandasöm- um verkefnum. Einnig vekur furðu að Læknafélag Íslands gangi gegn ítrekuðum samþykktum læknaráðs, hjúkrunarráðs og starfsmannaráðs LSH um nauðsyn þess að reisa nýtt háskólasjúkrahús,“ segir m.a. í ályktun stjórnarnefndarinnar. Eru starfsmenn og stjórnendur LSH hvattir til að standa áfram sam- an um uppbyggingu háskólasjúkra- hússins. Undrast ályktanir Læknafélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.