Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 10

Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 10
10 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞETTA er merkileg sýning sakir þess að þetta er í fyrsta sinn sem við drögum vagninn, erum agn sem not- að er til að trekkja aðra sýnendur að og einnig gesti. Venjulega erum við í hinu hlutverkinu, þurfum jafnvel að hafa fyrir því að fá að vera með á sýn- ingum,“ sagði Svanhvít Aðalsteins- dóttir verkefnisstjóri hjá Útflutnings- ráði Íslands við Morgunblaðið um alþjóðlegu sýninguna sem opnuð var í Caen í Normandí í Frakklandi í gær. Ísland er í heiðurssæti á sýning- unni, Foire Internationale de Caen, sem stendur í 10 daga en henni lýkur 25. september. Sautján íslensk fyrir- tæki taka þátt og hafa aðsetur í sér- stöku Íslandsþorpi sem er í hjarta sýningarsvæðisins. Sýningin er alhliða heimilissýning með menningarlegu ívafi sem nýtur mikilla vinsælda og dregur til sín gesti frá gjörvöllu Frakklandi. Hún er fimmta stærsta sýning sem haldin er ár hvert í Frakklandi. Að þessu sinni eru sýnendur um 1.000, en auk franskra eru þeir frá alls um 50 lönd- um. Ber þar mest á alls konar hand- verki. Um er að ræða sölusýningu og er íslenska þorpið á um 1500 fer- metra gólffleti. Sýningin fer fram á 27.000 fermetra gólfi í sjö þema- tengdum sýningarsölum auk smá- tjalda utanhúss. Alls eru 32 hektarar í útjaðri Caen lagðir undir sýninguna. Mikið lagt í að hafa séríslenskt umhverfi á sýningunni „Það hefur verið einstaklega vel að undirbúningnum staðið af hálfu sýn- ingarhaldara og er íslenska sýning- arsvæðið mjög vel úr garði gert,“ sagði Svanhildur. Mikið er lagt í að búa til skemmtilegt íslenskt umhverfi með hrauni, bullandi eldfjöllum, hver- um og ísjökum, svo eitthvað sé nefnt. Af þessu tilefni hefur hraun og jarð- vegur verið flutt til Caen frá Íslandi. Svo mikill áhugi reyndist vera á Ís- landi fyrir þátttöku í sýningunni að franska undirbúningsnefndin þurfti að velja úr hópi umsækjenda. Haft var til hliðsjónar að þátttakendahóp- urinn sýndi þá fjölbreytni sem ríkir hjá íslenskum fyrirtækjum, hand- verksfólki og hönnuðum. Íslenska sendiráðið í París hefur í rúmt ár unnið náið að undirbúningi þátttöku í sýningunni, en þar hefur Unnur Orradóttir viðskiptafulltrúi verið í fararbroddi. Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í sýningunni eru Stúdíó OS, Verk- smiðjan, Kirsuberjatréð, Textíl Gallerí, Glófi, Túrí, Sigrún Design, Merkilegt.is, Leðuriðjan, Guðrún Steingrímsdóttir, Icelandic Glacial, Skyr, ferðaskrifstofan 66°Nord, Ice- landair, Íshestar, Atvinnuþróunar- félag Þingeyinga og Cintamani. Aðsókn að þessari sýningu hefur farið vaxandi með hverju ári en gestir voru um 220.000 í fyrra og er búist við því að aðsókn verði ekki minni nú. Hefur sýningin verið rækilega kynnt í fjölmiðlum og með auglýsingum á almannafæri. Kostaði kynningarher- ferðin 200.000 evrur, eða sem svarar 18 milljónum króna. Miðað við fyrri reynslu segir Philippe Bertin, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, að um 75% gesta muni hafa viðkomu í ís- lenska þorpinu. Á sýningunni er að finna um 30 veitingastaði þar sem boðið er upp á mat víðs vegar að úr heiminum. Stærstur er Víkingurinn (Le Viking) þar sem hægt verður að snæða mat með íslensku ívafi, fiskrétti, íslenskt lambakjöt, skyr og íslenskt vatn. Talsvert er lagt upp úr því að kynna íslenska menningu á sýning- unni. Yfir 30 tónlistaruppákomur verða á sérstöku sviði og þar kemur Ísland við sögu dag hvern, meðal annars leikur tríóið Guitar Islancio þar nokkrum sinnum dag hvern. Á aðalsviðinu verður einnig efnt til Ís- landskynninga, fjallað sérstaklega um íslenska náttúru í máli og mynd- um og kemur þar m.a. við sögu maður sem sagður er vera sérfróður um birni og norðurljós. Íslenskum bókmenntum verða gerð mikil skil, bæði nútímabók- menntum og fornum. Rithöfundar troða upp nokkrum sinnum á dag, þar á meðal Þórarinn Eldjárn þriðju- daginn 19. sept., Andri Snær Magna- son miðvikudaginn 20. september og Elín Pálmadóttir og Æsa Sigurjóns- dóttir föstudaginn 22. september Þá tekur Steinunn LeBreton, sem lengi hefur kennt íslensku við háskólann í Caen, þátt í a.m.k. tveimur umræðu- fundum um Íslendingasögurnar á sviðinu. Fjallað verður um Ísland sem áfangastað ferðamanna í víðum skiln- ingi á morgun og sunnudag. Þar kem- ur m.a. við sögu Anna Kristín Ás- björnsdóttir sem rekur ferðaskrifstofuna 66°Nord í Lyon en skrifstofan sérhæfir sig í að selja Frökkum Íslandsferðir. Vígi Vilhjálms rúðujarls Í sýningarborginni frönsku, Caen, var vígi Vilhjálms bastarðar Rúðu- jarls og hertoga af Normandí til forna. Þaðan lagði hann í herför gegn Haraldi Guðinasyni Englandskon- ungi sem lauk með falli Haraldar í Hastings 1066. Þar og annars staðar í Normandí voru umsvif víkinga einnig talsverð og vék Tómas Ingi Olrich sendiherra að hinum sögulegu tengslum Íslands og Caen sem vík- ingar stofnuðu til fyrir meira en þús- und árum. Nú eru það íslenskir vík- ingar síðari tíma – fyrirtæki í útrás – sem gera strandhögg í Normandí og meðal þeirra ríkti bjartsýni í upphafi sýningarinnar hér í Caen. Slóðina á heimasíðu sýningarinnar er http://www.caen-expo-con- gres.com Ísland dregur vagninn í Caen Eftir Ágúst Ásgeirsson í Caen Þjóðlegir Íslenskir jólasveinar voru á stjái en grunnskólabörn í Normandí munu heimsækja þá næstu daga og fá þá í heimsókn í skóla sína. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Mikill áhugi Íslensku básarnir eru í kjarna sýningarinnar í Caen og þar var múgur og margmenni allan daginn. Á AÐALFUNDI Hjálparstarfs kirkjunnar sem haldinn var 11. sept- ember sl. var Þorsteinn Pálsson rit- stjóri kosinn stjórnarformaður. Auk hans voru kosin í stjórn Sig- ríður Lister hjúkrunarfræð- ingur og Gunnar Sigurðsson kerf- isfræðingur. Í varastjórn eru sr. Elínborg Sturlu- dóttir og Hrafn- hildur Sigurðar- dóttir, útibússtjóri hjá Landsbankanum. Í skipulagsskrá Hjálparstarfs kirkjunnar er hlutverki stofnunar- innar settur ákveðinn rammi. Hjálp- arstarf kirkjunnar á að hafa for- göngu um og samhæfa mannúðar- og hjálparstarf íslensku kirkjunnar inn- anlands sem utan. Innanlands á stofnunin að veita skyndihjálp í neyðartilfellum og veita innlendum líknarfélögum aðstoð. Erlendis á stofnunin að veita bágstöddum neyð- ar- og þróunaraðstoð, sinna flótta- fólki og stuðla að því að mannréttindi séu virt. Stofnunin á að standa fyrir fræðslu um hjálparstarf og mann- réttindi. Hún á að fræða um sérstöðu stofnunarinnar sem og miðla afstöðu kristinna manna til meðbræðra sinna, segir í fréttatilkynningu. Nýr formaður Hjálparstarfs kirkjunnar Þorsteinn Pálsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.