Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 11

Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 11 FRÉTTIR Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 50% afsláttur Útsöluhorn - Góðar vörur Dúnúlpur rúskinnsúlpur leðurjakkar vattkápur hattar húfur leðurhanskar ullarsjöl Góðar gjafir Eftir Andra Karl andri@mbl.is „SUMIR deyja ungir, aðrir glíma við erfiðleika og þjáningar alla ævi. Vinir, ættingjar og fjölskyldur líða fyrir þessi örlög,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um fíkniefnavandann í samfélaginu sem eykst með hverju ári og skilur eftir fjölmargar fjölskyldur í sárum. Ólafur Ragnar kynnti í gær nýtt for- varnaverkefni sem ber heitið Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli og í grunnskólum landsins verður fimmtudagurinn 28. september nk. t.a.m. tileinkaður baráttunni gegn fíkniefnum. Verkefninu hefur þegar verið hrundið af stað með opnun nýs vef- seturs, www.forvarnadagur.is, þar sem m.a. verður hægt að finna upp- lýsingar um það íþrótta- og æsku- lýðsstarf sem í boði er fyrir ung- menni en markmið forvarnadagsins er m.a. að kynna það foreldrum og ungmennum. „Það liggja fyrir vís- indalegar rannsóknir á því að þetta er valkostur sem sannarlega dregur úr áhættu á því að börn ánetjist vímuefnum,“ sagði Ólafur E. Rafns- son, forseti Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands, við tækifærið og bætti við: „Það er nánast ábyrgð- arlaust af foreldrum að kynna sér ekki það sem í boði er.“ Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi er eitt þriggja heilla- ráða sem lagt er upp með í tengslum við verkefnið, en þau eru talin geta dregið til muna úr líkum á því að ungmenni hefji neyslu fíkniefna. Hin tvö eru að sniðganga áfengi sem lengst og að eiga samverustundir með fjölskyldunni. Upphafið að frekari þróun Forvarnaverkefnið er sett af stað að frumkvæði Ólafs Ragnars í sam- starfi við ÍSÍ, Ungmennafélag Ís- lands, Skátahreyfinguna, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykja- víkurborg. Verkefnið er svo dyggi- lega stutt af lyfjafyrirtækinu Actav- is. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, sagðist oft hafa velt því fyr- ir sér hvað foreldrar gætu gert til að minnka líkur á því að börn þeirra og unglingar lentu í slíkum ógöngum sem fíkniefnaneysla er og kveðst hann sannfærður um að flestir for- eldrar velti þessu fyrir sér. „Raun- verulegt markmið með þessu verk- efni er að fjölskyldur, foreldrar og allir sem koma að uppeldi barna skilji hvað það er sem skiptir máli í uppeldinu til að minnka líkur á að börn lendi í fíkniefnaneyslu síðar meir. Þessi dagur er í mínum huga aðeins upphaf að frekari þróun í bar- áttunni við fíkniefni, eins og við þekkjum hana hingað til,“ segir Ró- bert sem vonast til að verkefnið muni skila virkilegum árangri í framtíðinni. Sérstök dagskrá verður í öllum 9. bekkjum grunnskóla á landinu á for- varnadaginn og mun m.a. þjóðþekkt afreksfólk flytja ungmennum boð- skap um dyggðugt líferni. Auk þess verður staðið fyrir umræðum um forvarnir og hlutverk íþrótta- og æskulýðssamtaka 25. september nk. og munu þær fara fram í Háskól- anum í Reykjavík á milli kl. 13–17. Forseti ÍSÍ hvatti fyrirtæki í landinu til að styðja við bakið á verkefninu. „Við hjá Íþrótta- og ólympíusam- bandi Íslands viljum hvetja öll fyr- irtæki í landinu til að sýna þessu sambærilegan skilning [og Actavis] og gefa foreldrum barna í þessum árgangi sem verkefnið beinist að frí þennan dag til að sækja kynningar og annað um það leyti sem verið er að hefja þetta átak,“ sagði Ólafur E. Ótrúlegur árangur Ólafur Ragnar sagði að lokum að árangurinn af heillaráðunum þrem- ur væri satt að segja ótrúlegur og „markmiðið er fyrst og fremst að kynna fyrir ungu fólki og þjóðinni allri þessi einföldu ráð svo við getum í sameiningu áttað okkur á því hvað dugir best í þessari erfiðu baráttu.“ Fíkniefnum sagt stríð á hendur Morgunblaðið/Ásdís Átakanlegur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi um fíkniefnavandann sem steðjar að íslensku samfélagi á Bessastöðum í gærdag. „VIÐ Íslendingar búum svo vel að eiga mikið af góðum rannsóknarmönnum sem stundað hafa rannsóknir á þessu sviði og við höfum reynt að leggja þær til grund- vallar þessu forvarnarstarfi, með ágætum árangri t.a.m. í efri bekkjum grunnskóla,“ segir Þórólfur Þór- lindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þórólfur hefur unnið að rannsóknum á þessu sviði um margra ára skeið og segir það m.a. afar mikilvægt að tengja rannsóknarfólk við þá sem vinna að forvarn- arstarfi. Hann segir þau þrjú atriði, sem tekin eru fyrir í átakinu Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli og eru hluti af niðurstöðum úr áratuga rannsóknum á hegðun ung- linga og árangursríkum forvörnum, þ.e. sam- verustundir fjölskyldunnar, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og að sniðganga áfengi sem lengst, vera heillavæn. „Þessi þrjú atriði eru mjög mik- ilvæg og eru eiginlega táknræn fyrir niðurstöðu rann- sókna á þessu sviði í heild, en síðan koma einnig að margir aðrir þættir,“ segir Þórólfur sem fagnar sam- starfi Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. „Nú er þetta formlega samstarf hafið á milli Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, þar sem raunverulega er verið að vinna að því að tengja saman rannsóknir og forvarnarstarf.“ „Táknræn fyrir niðurstöðu rannsókna“ Þrjú heillaráð sem geta forðað ung- mennum frá því að verða fórn- arlömb fíkniefna Í HNOTSKURN »Fimmtudaginn 28. sept-ember næstkomandi verð- ur forvarnadagur haldinn í grunnskólum landsins. »Markmiðið er að kynnaþrjú heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá því að verða fórnarlömb fíkniefna. »Vonast er til þess að for-varnadagurinn geti orðið að árvissum viðburði. AÐALFUNDUR Náttúrusamtaka Austurlands (NAUST) telur ekki rétt að hleypa vatni á Hálslón án undangengins óháðs mats á Kára- hnjúkavirkjun með tilliti til jarð- fræði og hönnunar mannvirkja. „Fundurinn tekur undir með þeim mörgu sem lýst hafa áhyggj- um vegna ófullnægjandi undirbún- ings þessara framkvæmda, jafnt Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði,“ segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á fundinum, sem haldinn var nýverið. Varar fundur- inn við þeirri hættu sem fólki og umhverfi á Austurlandi stafi af stór- iðjuframkvæmdum þar. Jafnframt fordæmir aðalfundur- inn „þá hneykslanlegu afstöðu Alcoa og Skipulagsstofnunar að taka fjár- hagslega hagsmuni Alcoa fram yfir heilbrigði íbúa við Reyðarfjörð og Eskifjörð með því að hafna kröfum fjölmargra um vothreinsun við ál- verksmiðjuna“. Aðalfundurinn hvetur til aukins samstarfs frjálsra náttúru- og um- hverfisverndarsamtaka til að ná megi sem bestum árangri í málum sem samstaða er um í þeirra röðum. Tók fundurinn undir fram komnar hugmyndir um að þessi samtök myndi með sér sameiginlegan vett- vang um náttúruvernd, sem sé óháður stjórnvöldum. Stjórnvöld setji sér siðareglur Á fundinum var lýst yfir fullum stuðningi við tillögur og ábendingar fulltrúa náttúruverndarsamtaka í undirbúningsnefnd um Vatnajökuls- þjóðgarð. Var lögð áhersla á að þjóðgarðurinn næði yfir landslags- heildir umhverfis jökulinn, þar á meðal Langasjó og Fögrufjöll að friðlýsta svæðinu við Laka. Fram kemur í ályktun frá fund- inum að NAUST harmar að Skipu- lagsstofnun og umhverfisráðherra skuli hafa hundsað rökstuddar kröf- ur um að virkjun Fjarðarár í Seyð- isfirði fari í umhverfismat. Varar fundurinn við því fordæmi sem þetta kunni að gefa og krefst þess að mat á umhverfisáhrifum verði framvegis meginregla sem ekki verði gengið fram hjá af stjórnvöld- um. Jafnframt var á aðalfundinum samþykkt ályktun þess efnis að brýnt væri að stjórnvöld settu form- legar siðareglur um samskipti við fyrirtæki og aðra aðila sem stæðu að framkvæmdum sem yllu um- hverfistjóni. Að mati fundarins er óeðlilegt að opinberir aðilar taki við fégjöfum frá slíkum aðilum eða auð- veldi þeim á annan hátt áróður til réttlætingar umhverfisspjöllum. Telja undirbúning fram- kvæmda ófullnægjandi NAUST vill láta fresta fyllingu Hálslóns og fá nýtt mat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.