Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 21

Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 21 Dolce & Gabbana Chanel Prada Donna Karan Lindberg Versace Roberto Cavalli Bulgari Tom Ford og fl. Linsur - Gleraugu - Sjónmælingar Gleraugu eru skart VALIÐ hefur verið á hinn svokall- aða „stuttlista“ bresku Man Boo- ker-bókmenntaverðlaunanna, einna mikilvægustu og eftirtekt- arverðustu verðlauna sem veitt eru á sviði bókmennta í heiminum. Sex bækur standa nú eftir af þeim nítján tilnefningum sem voru á „langlista“ verðlaunanna sem til- kynntur var fyrir um mánuði. Handhafi Man Booker-verð- launanna 2006 verður svo gerður heyrinkunnur þriðjudaginn 10. október. Verðlaunahafi hlýtur 50.000 pund í sigurlaun Það var formaður dómnefnd- arinnar, ævisagnaritarinn, fræði- maðurinn og ritrýnirinn Hermione Lee, sem kynnti stuttlistann á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Man Group í London á fimmtudaginn. Þau verk sem eru tilnefnd eru: The Inheritance of Loss, eftir Kir- an Desai; The Secret River, eftir Kate Grenville; Carry Me Down, eftir H. J. Hyland; In the Country of Men, eftir Hisham Matar; Mot- her’s Milk, eftir Edward St Au- byn; og The Night Watch, eftir Sarah Waters. Endanlegs sigurvegara bíður 50.000 punda (u.þ.b. 6,5 milljónir króna) verðlaunafé auk þess sem viðurkenningin tryggir aukna sölu. Þá þykir mikil vegsemd að verð- laununum. Á heimasíðu Man Booker er haft eftir Hermione Lee að í hverri hinna sex skáldsagna birt- ist lesandanum heimur sem hann sökkvi sér í án spurninga eða van- trausts. Hugblær þeirra fylgi les- andanum sömuleiðis að lestri löngu loknum. Sex bækur bítast um Booker-inn AP Blaðamannafundur Hermione Lee, formaður dómnefndarinnar, tilkynnir hvaða sex bækur prýða „stuttlista“ Man Bookerverð- launanna. Bókmenntir | Tilnefningar kynntar ÞAU ná ekki nema upp í miðjan tónstigann, enda bara fjögur, systkinin Von Trapp; Amanda, Melanie, Sofia og Justin. Þau eru barnabörn kapteins Von Trapp, sem Chri- stopher Plummer lék eftirminnilega í sígildu söngva- myndinni Sound of Music. Enn er Trapp-fjölskyldan að syngja, og systkinin fjögur, sem hér sjást, eru nú í fríi frá tónleikaferðum um heiminn, til að leika í jólamynd sem kemur út að ári. Aðdáendur Sound of Music munu væntanlega taka henni með þökkum. Reuters Jólajóðl í undirbúningi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.