Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 23

Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 23 SUÐURNES  Blaðbera vantar á Akureyri í AKURGERÐI LÖNGUMÝRI STEINAHLÍÐ Upplýsingar í síma 461 6011 og 840 6011 Grindavík | Fjáreigendur í Grinda- vík smala beitarhólfið í Krýsuvík í dag og koma með safnið í Þórkötlu- staðarétt um klukkan 19. Réttað verður á morgun, sunnudag, og hefjast réttastörfin klukkan 13. Fjölmenni mætir venjulega í Þór- kötlustaðarétt enda ein af fáum réttum sem eftir eru í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins og ávallt sér- stök stemning. Göngur Grindvík- inga hafa þó breyst verulega eftir að tekið var í notkun nýtt beitarhólf í Krýsuvík. Þar geta gangnamenn gengið að fénu vísu. Alltaf hefur verið mikill áhugi á búskap í Grindavík, alveg frá því útvegsbændur stunduðu jöfnum höndum útgerð og landbúskap. Fénu hefur heldur fækkað á und- anförnum árum en á síðasta ári var á fimmta tug Grindvíkinga talinn eiga alls um fimm hundruð ær. Réttað í Grindavík Sandgerði | Ákveðið hefur verið að varðveita muni úr bandaríska timb- urflutningaskipinu Jamestown í Sandgerði. Bæjarstjórn Sandgerð- isbæjar hefur samþykkt sam- komulag þess efnis við Tómas J. Knútsson kafara. Jamestown strandaði utan við Hafnir 1881. Akkeri úr skipinu stendur fyrir framan Sæfiskasafnið í Höfnum. Tómas Knútsson hefur fundið annað akkeri og fleiri muni úr skipinu en þrætur hafa staðið um það hvar varðveita skuli þá. Flakið tilheyrir landi jarðar í Sand- gerðisbæ. Bæjarstjórnin hefur sam- þykkt að greiða allt að 800 þúsund kr. vegna kostnaðar við björgun muna úr skipinu og varveita þá í tengslum við Fræðasetrið eða húsið Efra-Sandgerði. Varðveita muni úr Jamestown Reykjanesbær | Stakar máltíðir í grunnskólum Reykjanesbæjar hækka en verðið í áskrift er óbreytt. Felst þetta í ákvörðun meirihluta bæjarráðs Reykjanes- bæjar sem tekin er vegna aukins kostnaðar við þjónustuna. Tilgang- urinn er að hvetja fleiri foreldra til að kaupa áskrift og nota þjón- ustuna betur. Minnihluti bæjarráðs greiddi atkvæði gegn hækkun gjaldsins, vill afnema gjaldið. Verð stakra skóla- máltíða hækkar Keflavík | Hestamannafélagið Máni mun ekki hefjast handa við byggingu reiðhallar á félagssvæði sínu Mána- grund í nágrenni Keflavíkur fyrr en tryggð verður full fjármögnun bygg- ingarinnar. Félagið fékk loforð land- búnaðarráðuneytisins fyrir styrk, en lægri fjárhæð en reiknað var með, að sögn Margeirs Þorgeirssonar, for- manns Mána. Mánafélagar hyggjast reisa um 2000 fermetra reiðhöll og er áætlað að hún kosti 80 milljónir króna. Reiknað var með að ríkið myndi leggja til að minnsta kosti 30 millj- ónir, Reykjanesbær 30 milljónir og að félagsmenn myndu standa undir því sem eftir stæði og greiða um 20 milljónir króna. Jafnframt var búið að tryggja rekstrargrundvöll húss- ins með starfsmanni. Ekki skortur á verkefnum Margeir Þorgeirsson segir að nú verði að hugsa fjármögnunina upp á nýtt og ekki verði farið af stað fyrr en hún verði að fullu tryggð. Segir hann koma til greina að leita til Íþróttaakademíunnar í Reykja- nesbæ og Fjölbrautaskóla Suður- nesja enda sé áhugi fyrir því að byggja upp hestabraut þar. „Við höfum byggt upp góða útiað- stöðu með hringvelli og höfum haldið tvö Íslandsmót. Okkur vantar reið- höll til að þróa þetta áfram og geta rekið reiðskóla og haldið reiðnám- skeið allt árið. Bygging reiðhallar yrði hestamennskunni hér til mikils framdráttar. Eitt er víst að það verð- ur ekki skortur á verkefnum í þess- ari aðstöðu,“ segir Margeir Þor- geirsson. Máni er hestamannafélag allra Suðurnesjamanna. Máni var því einnig aðili að umsókn um styrk til byggingar reiðskemmu í Grindavík. Margeir segir eðlilegt að Grindvík- ingar vilji fá eigin reiðhöll enda heill fjallgarður á milli. Landbúnaðar- ráðuneytið lofaði 7 milljónum króna í það verkefni. Öflug fyrirtæki og ein- staklingar standa aðallega að baki þeirri byggingu. Ekki hafist handa fyrr en fjármögnun lýkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Reiðskóli Komið verður upp reiðskóla í væntanlegri reiðhöll á Mána- grund. Myndin er tekin á námskeiði í Reiðhöllinni í Reykjavík. LANDIÐ Skeiðarársandur | Vinnuflokkur Vegagerðarinnar er þessa dagana að rífa brúna á Sæluhúsavatnskvísl á Skeiðarársandi og setja í staðinn ræsi í veginn. Við þá framkvæmd fækkar einbreiðum brúm á Hring- veginum um eina. Farvegur Sæluhúsavatnskvíslar hefur verið þurr í mörg ár og marg- ir vegfarendur furðað sig á því að þar skuli vera brú, hvað þá ein- breið. Sigurður K. Jóhannsson, sem er yfir framkvæmdadeild Vegagerðar- innar á suðursvæði, segir að þetta sé ekki mikil framkvæmd. Brúin er söguð í sundur og flutt í burtu í bút- um. Rör er sett í farveginn og fyllt yfir. Bjóst hann við að framkvæmd- um myndi ljúka í næstu viku, nema hvað malbikað yrði síðar. Umferðinni er á meðan beint yfir farveginn á bráðabirgðavegi. Stöplar brúarinnar eru látnar standa, en fyllt að þeim. Segir Sig- urður aldrei að vita hvort vatn komi í farveginn aftur. Ef vötnin á Skeið- arársandi breyta sér þannig að síð- ar verði þörf á brú á Sæluhúsa- vatnskvísl yrði auðvelt að moka frá aftur og setja nýja brú á undirstöð- urnar. Raunar verður brúin sett í geymslu hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal, en óvíst að hún verði til taks þegar og ef að því kemur að sett verður ný brú á ána. Brú rifin af þurrum árfarvegi Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson Skagafjörður | Brottfluttir Skag- firðingar, búsettir á höfuðborg- arsvæðinu, komu saman á Hvaleyr- arvelli í Hafnarfirði um síðustu helgi og spiluðu golf af hjartans list. Er þetta árlegur viðburður og sífellt fjölgar í hópnum. Að þessu sinni mættu hátt í sextíu kylfingar til leiks, þar af nokkrir heimamenn í Skagafirði sem óku suður yfir heiðar til að hitta gamla félaga. Táningarnir sigruðu Lengst af var leikið við hinar verstu aðstæður, rok og rigningu, og höfðu keppendur á orði að hin svonefnda „Skarðagola“, sem löngum hefur hrellt kylfinga á Hlíð- arendavelli á Sauðárkróki, hefði komið alla leiðina suður á Hvaleyr- ina. Á myndinni sést að síðasta holl- ið var sérlega blautt en ánægt í mótslok, f.v.: Ólafur Ingimarsson læknir, Gunnar Guðjónsson móts- stjóri og Þórður Hilmarsson, for- stöðumaður hjá Útflutningsráði. Það kom á daginn að unga kyn- slóðin lék best í slagviðrinu. Guðjón Ragnarsson, 14 ára, varð efstur í karlaflokki og í kvennaflokki sigr- aði yngsti keppandinn í mótinu, Karen Harðardóttir, 13 ára. Skarðagolan elti Skag- firðinga á Hvaleyrina Morgunblaðið/Björn Jóhann Vestfirðir | Slysavarnafélagið Landsbjörg telur þörf á að bæta gsm samband á Vestfjörðum. Ályktun þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar samtak- anna og starfsmanna með fé- lagseiningunum á Vestfjörðum, sem nýlega var haldinn á Ísafirði. Skorað er á samgönguráðherra sem jafnframt er fyrsti þingmaður kjördæmisins að sjá til þess að kom- ið verði á gsm sambandi á öllum fjallvegum og þröngum fjörðum á svæðinu hið fyrsta. Gsm verði bætt á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.