Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 28

Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 28
matur 28 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ meti, sem er ýmist soðið, snöggsteikt eða bakað og baunum, tófu, hnetum og núðlum en einstaka sinnum fær kjötmeti eins og kjúklingur að fylgja með, aðallega fyrir eiginmanninn. Ég er nánast 99% grænmetisæta.“ Keypti hey fyrir sælgætispeningana Sigrún er mikill náttúruunnandi og hefur gaman af hvers konar útivist. ,,Ég hef lengi verið í hestamennsku, finnst fátt stórkostlegra en að ganga um hálendi Íslands auk þess sem ég hef kolfallið fyrir töfrum Afríku og ferðast þar nokkuð um. Í mörgum uppskriftanna í síðunni gætir einmitt áhrifa frá matarmenningu álfunnar.“ Það var eiginlega hesturinn henn- ar Sigrúnar sem fékk hana til að hætta að bryðja sælgæti og sykur. ,,Þegar ég var á tólfta ári tók ég þá ákvörðun að eyða þeim peningum sem ég hafði fram að því eytt í sæl- gæti frekar í hey handa hestinum mínum. Mér fannst hann þurfa meira á heyinu að halda en ég sælgætinu,“ segir hún og brosir. ,,Ég saknaði sæl- gætisins ekkert og vitandi að það væri óhollt ákvað ég að hætta alfarið að borða það. Þetta var löngu áður en umræðan um óhollustu og syk- urneyslu hófst og þótti undarlegt uppátæki. Þá var umræðan um holl- ustu í mataræði og meðalhóf ekki hafin og fólk var yfirleitt annaðhvort í megrun eða borðaði eins og því sýndist. Smám saman vaknaði áhugi minn á því hvað ég væri almennt að setja ofan í mig, hvað væri hollt og gott fyrir líkamann og hvað ekki. Flestum þóttu slíkir fuglar hins veg- ar svolítið furðulegir og sumir voru sannfærðir um að ég væri í megrun og að svo væri ég komin með lyst- arstol.“ Matarvefsíður með hollum mat eru sjaldgæfar Sigrún segist oft þurfa að verja lífsstíl sinn fyrir öðrum. ,,Það eru alltaf einhverjir sem eiga erfitt með að skilja hvers vegna ég hef valið mér þetta mataræði. Ég fæ ótal spurn- ingar varðandi fæðið og reyni að út- skýra eins vel og ég get að ég hef val- ið mér þennan lífsstíl út frá þeirri vitneskju sem við höfum um hollt og óhollt fæði. Ég er hins vegar ekki að reyna troða honum upp á aðra eða yf- irleitt að skipta mér af mataræði ann- arra. Þetta er fyrst og fremst val hvers og eins.“ – Af hverju heldurðu að sumum sé svona umhugað um mataræði þitt? ,,Sumir hafa áhyggjur af því að ég Á heimasíðunni, www. cafesigrun.com, er að finna yfir 300 upp- skriftir og myndir sem matgæðingurinn Sigrún hefur tekið af afrakstri eldamennsku sinnar. Það er hollt fæði af öllu tagi, hversdagsmatur jafnt sem kökur og eftirréttir. , ,Það sem uppskriftirnar eiga sam- eiginlegt er að þær innihalda hvorki hvítan sykur, hvítt hveiti né ger. Flestir réttirnir eru úr fersku græn- sé að missa af einhverju eins og t.d. kökum. Ég bendi fólki hins vegar á að ég borða fullt af kökum, þær eru bara allar hollar og næringarríkar.“ – En það er líka fullt af fólki sem gjarnan vill taka upp mataræði þessu líkt og heimsækir síðuna þína í leit að uppskriftum og fróðleik, ekki satt? ,,Það er rétt og það kom mér á óvart í fyrstu hversu margir heim- sækja síðuna en það eru hins vegar mjög fáar íslenskar matarvefsíður á Netinu þar sem eingöngu er að finna uppskriftir að næringarríkum og hollum mat. Upphaflega gerði ég síð- una fyrir mig sjálfa, því ég vildi safna saman á einn stað öllum þeim upp- skriftum sem ég hafði safnað saman í gegnum tíðina, breytt og bætt en eft- ir því sem heimsóknunum fjölgaði lagði ég meira í hönnun hennar en þar naut ég dyggrar aðstoðar eigin- mannsins, Jóhannesar Erlingssonar, sem er forritari. Aðgengi fyrir alla, líka fatlaða notendur Vefsíðan er aðgengileg öllum not- endum, t.d. blindum notendum, not- endum með lesblindu, hreyfihömlun, sjónskerðingu og svo framvegis. ,,Hún er ein af fáum matarvefsíðum í veröldinni sem eru sérstaklega sniðnar með tilliti til þess að gera fötluðum notendum auðveldara fyrir og ég er stolt af því, enda ættu allar vefsíður að vera þannig,“ segir Sig- rún ,,Við gerð heimasíðunnar sam- einast bæði starf og áhugamál en ég lauk mastersnámi í Bretlandi í hönn- un fyrir gagnvirka miðlun og starfa hjá fyrirtækjum bæði á Íslandi og í Bretlandi sem sérhæfa sig í aðgeng- ismálum fatlaðra á Netinu.“ Og Sigrúnu finnst áskorun að breyta uppskrift með óhollu hráefni í ljúffenga hollustu. ,,Mér finnst svo notalegt að gefa fólki bragðgóðan mat sem það nýtur og vita að um leið fær það vítamín í kroppinn, steinefni og önnur mikilvæg næringarefni. Oft er þetta auðvitað algjör tilraunastarf- semi og eldhúsið mitt er eins og til- raunastofa. Ég ætla ekki einu sinni að segja hvað margir réttir hafa farið beint í vaskinn,“ segir hún og hlær. ,,En það þýðir ekkert annað en að prófa sig áfram og það sem heppnast vel, hefur verið prófað og samþykkt, fer inn á heimasíðuna.“ Þarf oft að verja hollan lífsstílinn Hún hefur ekki bragðað á sykri meira en hálfa ævina og saknar einskis. Sumir hafa þó áhyggjur af því að hún sé að missa af lífsins lystisemdum. Sigrún Þorsteinsdóttir gaukaði hins vegar kökuuppskriftum að Unni H. Jóhannsdóttur sem gæla við bragðlaukana og eru auk þess svo hollar að hennar sögn að þær má borða jafnt í morgunmat sem kvöldmat. Ljúffengar Bananamúffur Morgunblaðið/Ásdís Skynsöm Sigrún nýtur þess að búa til og borða hollan mat. TENGLAR ..................................................... www.cafesigrun.com unnur@mbl.is Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftir- talinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. september 2006, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2006 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. sept- ember 2006, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisauka- skatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetra- gjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskrán- ingar sjómanna, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri fram- leiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fast- eignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrann- sóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju- skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús- næði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr- greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. september 2006. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkur- flugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.