Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 30
lifun 30 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í grenjandi rigningu eitt síðdegi í vikunni eru börn á náttúruleikskólanum Hvarfi í Kópavogi að leik í pollagöllum og stígvélum. Þau róla, baka gómsætar heilsu- kökur og gera hvaðeina sem hug- myndaríkum krökkum dettur í hug að taka sér fyrir hendur við þessar aðstæður. Blaðamaður, sem ekki nýtur útiveru í rigningu líkt og þessi börn virðast svo sannarlega gera, skaust úr bílnum í því skyni að forðast rigninguna. Börnin brostu og veifuðu þessum gesti, alsæl með lífið og tilveruna. Byggingin er litrík og innviðir leikskólans fallegir. Á borðum er heilsusamlegur matur. Rekstr- araðilar skólans leggja mikla áherslu á að þarna líði öllum vel, ekki bara börnunum heldur er starfsmönnum gefinn sérstakur gaumur og vel hlúð að þeim líka. Starfsmannarýmið notalegt Þegar leikskólinn var byggður höfðu rekstraraðilar skólans, Ólaf- ur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson, þegar mótað ákveðna starfsmannastefnu. Rík áhersla skyldi lögð á hlýju, faglegan stuðning og tækifæri til að endurnýja sig í starfi. Þeir fé- lagar gera sér vel grein fyrir því að starf leikskólakennara er afar krefjandi. Því fannst þeim mik- ilvægt að starfsfólkið ætti á vinnu- stað sínum notalegt athvarf þar sem það gæti hlaðið batteríin. Þeir ákváðu að hafa rýmið fyrir starfs- menn þó nokkuð stærra en gengur og gerist í leikskólum og þar skyldi vera róandi og gott að vera. Í þessu athvarfi starfsmanna er allt hvítt eða ljóst og öfugt við það sem ætla mætti þá er þarna mjög notalegt að vera. Dúnmjúkir sófar, teppi sem hægt er að sveipa um sig og góðar bækur til að glugga í gera umhverfið hlýlegt og greini- legt er að vel hefur tekist til. Þangað kemur starfsfólkið og sækir sér orku. Hvít kerti gera andrúmsloftið enn notalegra, sér- staklega þegar hausta fer og í svartasta skammdeginu. „Þá verð- ur hvíti liturinn enn notalegri og mikilvægari,“ segir Ólafur. Ávextir og heilsunammi Á borðum eru ferskir ávextir og starfsfólkið segist hiklaust borða meira af þeim fyrir vikið. Ásókn í svokallaðan kornbar er líka mikil en þar er hægt að næla sér í bland af sólblóma-, graskers- og sesamfræjum og rúsínum. Auk þess er á leikskólanum starfrækt heilsusjoppa fyrir starfsfólkið þar Hlýlegt á Hvarfi Kerti Skapa róandi stemmningu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hollusta Með ávextina innan seilingar eru meiri líkur á að þeir rati upp í starfsfólkið. Rúmgott Orkurýmið var haft bogalaga. Þar stunda börnin leikfimi. Rýmið er einnig nýtt undir fyrirlestra fyrir starfsfólk og foreldra. Heimsókn Börnin kíkja stundum í heimsókn í starfsmannarýmið. Hvíld Nóg er af dúnmjúkum sófum til að hreiðra um sig í vinnuhléi. Hollráð Leiðarljós skólans prýða vegginn fyrir ofan arininn. Í harðnandi vinnuheimi getur gert gæfumuninn að vinnuveitendur hlúi rétt að starfsfólki sínu og sjá til þess að það eigi sér hlýlegt athvarf í erli dagsins. Katrín Brynja Hermannsdóttir heimsótti náttúruleik- skólann Hvarf sem hefur þessa heimspeki í hávegum. Róandi Þeir Ólafur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson vita að starf leikskólakennara er krefjandi og eru stoltir af starfmannarýminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.