Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 32
Allt við hönnuðinn ogástríðuveiðimanninnJohn Rocha er í fullkom-inni mótsögn við óróleg- an, síbreytilegan og glitrandi tísku- heiminn. Búddískt yfirbragðið, róin sem yfir honum hvílir og útgeisl- unin sem af honum stafar. Blakkur, síður haddurinn, líkur faxi á hesti, víður, alsvartur klæðaburðurinn og berar tásurnar í töfflunum. ,,Ég er hippi og verð það áreið- anlega alltaf. Ég dái tískuna, enda er hún mitt lifibrauð en ég er sá sem ég er. Það er tvennt sem ég myndi aldrei láta tískuheiminn hafa áhrif á; persónuleika minn og fisk- veiðarnar, segir Rocha og hlær en hann var einmitt í laxveiði hér á landi og lætur vel af. ,,Þetta er í annað sinn sem ég kem til Íslands en ég hef ferðast víða til þess að veiða eins og til Alaska, Rússlands og Nýja-Sjálands.“ Rocha er náttúrubarn og það er bersýnilegt í hans hönnun. Nátt- úruleg efni eins og angóraull, silki og leður eru efniviðurinn og lág- stemmdir litatónar þeir sem Rocha leikur sér með auk grunnlitanna andstæðu, þess hvíta og svarta, sem eru í miklu uppáhaldi. ,,Það er nokkrar ástæður fyrir því að ég er ekki sérlega litaglaður en ég nota liti þó öðru hverju eins og flestir. Mér finnst litskrúðugur fatnaður oft draga að sér fullmikla athygli á kostnað manneskjunnar sem klæðist honum. Þegar kona sem klæðist litsterk- um kjól kemur inn í herbergi eða sal þá beinist athygli við- staddra oftar en ekki fremur að kjólnum en konunni sjálfri og persónuleika hennar. Það er mín skoðun að fatnaður eigi að draga fram persónuleika þess sem honum klæðist, hann eigi að vera í öndvegi og aðal- hlutverki en ekki fatn- aðurinn í sjálfu sér. Það er líka svo óramargt sem ég get gert með svörtum og hvítum. Ég get endalaust leikið mér með mynstur, graf- ík, vefnað og áferð efnisins,“ segir hann með stóískri ró og brosir. Veiðimaður í tískuheiminum Það eru um tuttugu og fimm ár síðan hann ákvað að leggja fyrir sig tískuhönnun og segir hann sposkur á svip að tvennt hafi dregið sig að þessu starfi. „Ég hélt að það væri auð- velt og svo fannst mér ekki verra að vera sífellt umkringdur fallegum konum í vinnunni. En þá var ég átján ára og blautur á bak við bæði eyrun,“ segir hann og hlær. „Ég komst fljótlega að því að hönnun er hörkuvinna og harður heimur en ég nýt þess hins vegar enn að umgangast fallegar konur.“ Hann sveiflar haddinum með vinstri hendi aftur fyrir axlir og segir um leið til þess að taka af all- an vafa að hann sé ham- ingjusamlega giftur. „Í tískuheim- inum eru áskoranirnar endalausar, það þarf að takast á við nýjar á sex mánaða fresti og það heldur mér ungum. Ég þarf sífellt að ögra sjálfum mér og það finnst mér spenn- andi,“ segir hann og líkir ferlinu frá hug- mynd til hönnunar og framleiðslu við að veiða fisk. „Veiði- maður þarf að þekkja náttúruna, hegðun fisksins og vera með réttu græjurnar til þess að eiga mögu- leika á að veiða hann. Sömu lögmál gilda í tískuheiminum.“ Rocha hefur verið fengsæll veiði- maður í ríki tískunnar. Almenn- ingur þekkir hann sem einn af hönnuðum verslunarkeðjunnar De- benhams, en fyrir verslunina hann- ar hann ódýrari línu af fatnaði sín- um fyrir bæði kynin og börn, auk nytjahluta, m.a. undir merkinu roc- ha.johnrocha. Aðspurður segir hann merkið enga tilvísun hafa til frægrar kynn- ingar njósnara hennar bresku há- tignar „My name is Bond, James Bond.“ „Nei, nei, alls ekki, þessi samlíking hefur nú bara aldrei hvarflað að mér og aldrei verið spurður um hana áður í öllum þeim viðtölum sem ég hef veitt í gegnum tíðina,“ segir hann og skellihlær. „En þetta er ekki svo galið, ég verð að láta markaðsfræðinga mína vita af þessu, það mætti ef til vill nota á titilinn „From Rocha with Love“ á blaðamannafundum,“ segir hann og vísar þar í titil Bond-myndarinnar From Russia with Love. Jarðbundinn í velgengninni Hátískan er þó sú sem kom veiðimanninum á kortið og það er enn aðalsvið og starfi Rocha. Það er línan sem hann er þekktastur Tískuheimurinn er fullur af ímyndum en hann fellur ekki undir neina þeirra. Hönnuðurinn Rocha, John Rocha, er andans maður ekki síður en efnisins Morgunblaðið/Eggert Tískuhönnuðurinn og ástríðuveiðimaðurinn John Rocha. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur unnur@mbl.is Catwalking.com Fengsæll veiðimaður í ríki tískunnar Náttúrulegur Hönnun Rocha er kvenleg, þægileg og úr nátt- úrulegum efnum auk þess sem áhersla er lögð á handverk eins og prjón. tíska 32 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Mikið rými Leðurtaska fyrir þær sem vilja hafa allt meðferðis. Úr smiðju Malene Bir- ger. Fæst í Kúltúr og kostar 44.990 kr. Prjónuð Nú eru prjónatösk- ur vinsælar. Þessi er frá Sonia Rykiel, fæst í Kisunni og kostar 60.200 kr. Tautaska Fjólublátt verður áber- andi í vetur. Dieseltaskan er úr taui, kostar 21.990 og fæst í Kúltúr. Morgunblaðið/Ásdís Úr leðri Leðurtöskur eru klassískar. Sú vínrauða og bláa fást í Karen Millen og kosta 23.990 kr. og 20. 990 kr. Svarta taskan er frá Malene Birger. Rúmgóðar Þrjár frá Sonia Rykiel sem fást í Kisunni. Verð frá 22.900- 76.500 kr. Handhæg Fyrir þá sem vilja breyta til. Fæst í Whistles og kostar 16.990 kr. Smart Þessi gengur með öllu. Fæst í Marco Polo og kostar 6.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.