Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 34
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SAGA leitar- og björg-unarflugs á vegumBandaríkjahers hér viðland teygir sig aftur til
síðari heimsstyrjaldarinnar. Flug-
kostur hefur verið með ýmsu
móti, í fyrstu var aðeins notast
við flugvélar en seinna bættust
skammdrægar þyrlur í flotann.
Óhætt er að segja að sannkölluð
bylting hafi orðið á þessu sviði ár-
ið 1971 þegar þrjár Sikorsky
HH3 þyrlur, svokallaðar „Jolly
Green Giant,“ komu til landsins.
Tuttugu árum síðar, árið 1991,
komu fimm nýjar Sikorsky
HH-56G þyrlur til björg-
unarsveitarinnar og hafa þær ver-
ið hér síðan, þ.e. þangað til í sum-
ar. Raunar er réttara að segja að
björgunarsveitin ráði yfir fjórum
björgunarþyrlum og einni til vara
því ávallt var gert ráð fyrir að ein
væri fjarverandi í stórri viðhalds-
skoðun. Viðveran hefur ekki verið
alveg samfelld. Af og til hafa
þyrlurnar verið fluttar utan til að
taka þátt í æfingum og árið 2003
var hluti sveitarinnar kallaður til
starfa í Sierra Leone um nokk-
urra vikna skeið.
Fluttar til Bretlands
Frá árinu 1988 hefur björg-
unarsveit Varnarliðsins verið sér-
stök hersveit og ber hún nafnið
56. flugbjörgunarsveitin. Að sögn
Friðþórs Eydals, upplýsingafull-
trúa Varnarliðsins, var aðsetur
hennar í sumar flutt frá Keflavík-
urflugvelli og til Lakenheath-
herflugvallarins í Bretlandi og í
júlí var þremur þyrlum hennar
pakkað saman og þær fluttar til
Lakenheath. Tvær voru þá eftir
og voru áhafnir þeirra á vakt ef
útkall bærist, að sögn Friðþórs.
Síðustu björgunarvaktinni lauk
í gær og eftir það geta Íslend-
ingar eða sjófarendur við landið
engrar aðstoðar vænst úr þessari
átt. Þyrlunum verður pakkað
saman og þær fluttar úr landi,
væntanlega innan einnar viku.
Samkvæmt leigusamningum
Landhelgisgæslunnar á hún að fá
tvær þyrlur afhentar þann 1.
október en hugsanlegt er að af-
hending dragist eitthvað á meðan
búnaði er komið fyrir í þyrlunum.
Þyrlurnar eru sömu gerðar og
þær sem fyrir eru, þ.e. önnur er
af gerðinni Dauphine og hin er
Super Puma.
Að sögn Friðþórs Eydals eru
upplýsingar ekki til taks um
fjölda þeirra sem björgunarsveitir
Varnarliðsins hafa bjargað frá því
bandaríski herinn kom hingað
fyrst. Þessar upplýsingar hafa á
hinn bóginn verið skráðar frá
1971 og síðan þá hefur björg-
unarsveit Varnarliðsins komið að
björgun 310 manna.
Gildi sveitarinnar hefur aug-
ljóslega verið gríðarlegt og mik-
ilvægi hennar var enn meira á
meðan þyrlukostur Landhelg-
isgæslunnar var verri en hann er
í dag. Þó er ekki langt síðan sú
staða kom upp að báðar þyrlur
Landhelgisgæslunnar voru úr
Þyrlunum verður
an og þær fluttar t
Afrek Goðinn sökk þegar hann var að reyna að koma Bergvíkinn
Klukkan sex í gær-
morgun lauk síðustu
bakvaktinni við björg-
unarþyrlur varnarliðs-
ins. Hálfur mánuður
eða meira er í að Gæsl-
an fái tvær leiguþyrlur
afhentar.
Hamfarir Brimið gekk yfir Svanborgu og báturinn kastaðist til o
34 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Björgun sex skipverja afþaki björgunarskipsinsGoðans sem strandaði í
Vöðlavík í janúar 1994 hlýtur að
teljast með frækilegustu afrekum
þyrlubjörgunarsveitar Varn-
arliðsins, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Aðstæður til björg-
unar voru skelfilegar, skipið
hafði strandað um 150 metra frá
landi og himinháar brimöldur
skullu hvað eftir annað á því.
Skyggni var lítið og vindstyrkur
um 20 m/s. Sex skipverjar höfðu
komist upp á þak Goðans og þar
héldu þeir sér dauðahaldi í reyk-
háf, handrið og annað sem veitti
festu. Einum skipverjanum skol-
aði fyrir borð áður en hann
komst upp á þakið og fannst
hann síðar látinn. Útilokað reynd-
ist að koma sexmenningunum til
bjargar úr landi. Eina þyrla
Landhelgisgæslunnar á þ
tíma, TF-SIF, varð frá að
vegna veðurs. Með harðfy
hægt að fljúga tveimur þy
varnarliðsins á slysstað e
voru þrefalt öflugri en vé
helgisgæslunnar. Fyrri þy
kom á vettvang hátt í sex
stundum eftir strandið og
mátti engan tíma missa. „
við tafist hefði einhverjum
þorrið máttur fljótlega og
fyrir borð. Þó að þeir ste
hefðu e.t.v. þraukað í fáe
stundir í viðbót, efast ég
nokkur þeirra hefði verið
næstu nótt,“ sagði James
yfirmaður þyrlubjörguna
arinnar og flugstjóri í fer
Eftir slysið skrifuðu 1.300
menn undir áskorun til rí
isstjórnarinnar um að kau
ugri þyrlu.
Björguðu sex af þak
Goðans í Vöðlavík
ELDFLAUGAVARNIR
BANDARÍKJAMANNA
Í fyrradag birtist hér íMorgunblaðinu athyglis-verð frétt um hugmyndir
og óskir Bandaríkjamanna um
að koma upp eldflaugavarna-
kerfum í Tékklandi og jafnvel
Póllandi. Í fréttinni segir m.a.:
„Bandaríkjamenn áforma að
koma upp tíu gagneldflaugum
og tilheyrandi ratsjá í Evrópu.
Þetta telja ráðamenn vestra
nauðsynlegt í því skyni að efla
varnir gagnvart hugsanlegri
eldflaugaárás af hálfu „útlaga-
ríkis“ og er þá einkum horft til
Írana og Norður-Kóreu. Varn-
arkerfið mun samanstanda af
gagneldflaugum á jörðu niðri,
ratsjám og gervihnöttum …
Bandaríkjamenn hafa lagt ríka
áherzlu á, að kerfið muni einnig
nýtast til að efla varnir Evrópu
og ríkja Atlantshafsbandalags-
ins (NATO). Mark Pekala, einn
af aðstoðarutanríkisráðherrum
Bandaríkjanna …lagði áherzlu
á að land, sem lagt yrði undir
kerfið mundi áfram lúta stjórn
viðtökuríkisins en ekki Banda-
ríkjanna. Gerður yrði sérstakur
samningur um gagnflaugakerfið
og embættismenn viðtökuríkis-
ins mundu eiga greiðan aðgang
að stjórnstöð þess.“
Loks segir í frétt Morgun-
blaðsins í fyrradag:
„Mál þetta kann að reynast
stjórnvöldum í Tékklandi erfitt
og hafa þegar kviknað vanga-
veltur um, að það muni reynast
banabiti nýrrar ríkisstjórnar.
Skoðanakannanir sem gerðar
hafa verið í Póllandi benda til
þess, að meirihluti kjósenda þar
sé einnig andvígur því, að geng-
ið verði til viðræðna við Banda-
ríkjamenn um gagneldflauga-
kerfið. Kann því svo að fara að
Bandaríkjamenn þurfi að horfa
til annarra ríkja telji þeir nauð-
synlegt að koma þess háttar
vörnum upp í Evrópu. Í því við-
fangi þykja Búlgaría, Ungverja-
land og jafnvel Tyrkland koma
til greina.“
Bandaríkjamenn áttu þátt í að
bjarga Evrópulöndum undan
hrammi nazismans fyrir meira
en hálfri öld. Bandaríkjamenn
komu stríðshrjáðum þjóðum
Evrópu til bjargar með Mars-
hallaðstoðinni. Bandaríkin voru
brjóstvörn lýðræðisríkjanna í
kalda stríðinu. Bandaríkjamenn
áttu mestan þátt í að koma Sov-
étríkjunum á kné og sigra
kommúnismann við lok kalda
stríðsins.
Þá fengu m.a. Tékkar og Pól-
verjar frelsi sitt á ný.
Hvers vegna standa Banda-
ríkjamenn frammi fyrir því, að
bæði Tékkar og Pólverjar hafa
svo miklar efasemdir um að
hleypa þeim inn í land sitt til
þess að setja upp varnarkerfi
gegn hugsanlegum árásum
ríkja, sem styðja við bakið á
hryðjuverkamönnum? Hvers
vegna er Bandaríkjamönnum
ekki tekið fagnandi, þegar þeir
banka á dyr þessara þjóða?
Ástæðan fyrir því er sú sorg-
lega staðreynd að þessar þjóðir
treysta Bandaríkjamönnum
ekki. Þeir hafa haldið þannig á
málum í samskiptum við aðrar
þjóðir að þeim er ekki lengur
treyst. Þeir hafa sýnt það í svo
ríkum mæli að þeir hugsa ein-
vörðungu um eigin stundar-
hagsmuni, að þeir eru að missa
það traust, sem aðrar þjóðir
báru til þeirra. Þegar þeir
þurfa ekki lengur á eldflauga-
vörnum og ratsjám í Tékklandi
að halda skilja þeir bara dótið
eftir.
Og svo bætir einn af aðstoð-
arutanríkisráðherrum Banda-
ríkjanna gráu ofan á svart með
því að lýsa því yfir, að Tékkar
muni að sjálfsögðu ráða yfir
þeim hluta af landi sínu, þar
sem gagneldflaugunum verður
komið fyrir! Er það Bandaríkj-
anna að lýsa því yfir?! Er hugs-
anlegt að Tékkar hafi eitthvað
um það að segja sjálfir?!
Við Íslendingar höfum ríka
ástæðu til að vantreysta Banda-
ríkjamönnum. Framkoma
þeirra við okkur síðustu 3–4 ár-
in er með þeim endemum, að
orð fá ekki lýst.
Bandaríkjamenn munu því
miður eiga eftir að kynnast við-
brögðum sem þessum frá fleiri
þjóðum en Tékkum og Pólverj-
um. Morgunblaðið segir því
miður vegna þess, að þetta
volduga ríki í vestri hefur alla
burði til að vera leiðandi afl í
baráttu fyrir betra mannlífi um
heim allan, fyrir lýðræðislegum
stjórnarháttum og fyrir því, að
mannréttindi verði virt.
En þjóð, sem tekur upp á því
sjálf að virða ekki mannréttindi
getur ekki búizt við því að
henni verði treyst. Þjóð, sem
hefur uppi fagurgala við sam-
starfsþjóðir til margra áratuga
en snýr svo við þeim bakinu,
þegar henni sjálfri hentar, get-
ur ekki búizt við því, að henni
verði treyst.
Hvað skyldi hafa komið fyrir
þessa auðugu og merku þjóð?
Hvers vegna er hún að gleyma
þeim gildum, sem gerðu hana
merka? Það er ekki hægt að
stjórna heiminum með pening-
um og vopnum einum saman.