Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 41
Góðu lesendur.
Það var hérna á dögunum, nánar
tiltekið á afmæli Reykjavíkurborgar,
í yndislegu veðri, að ég kjagaði á
mínum biluðu fótum og með göngu-
grindina mína upp í sjoppu, sem er
efst á Dalbrautinni hér í bæ, en ég
bý neðarlega við þá götu. Þetta telst
nú ekki löng ganga, en öll á fótinn.
Tveir bekkir eru á leiðinni þar sem
hægt er að hvíla lúin bein og notaði
ég mér það að sjálfsögðu. Veðrið var
stillt og gott eins og fyrr sagði.
Klukkan var langt gengin í sjö og
neðan úr bæ mátti heyra þys frá há-
tíðahöldum á Menningarnótt. Ég gat
í svipinn ómögulega munað hvenær
Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi
(1786) og minntist nú Ellu Sæ-
björnsdóttur, frænku minnar, sem
var kosin fegurðardrottning áður
fyrr á árunum og komst af því tilefni
til Kaupmannahafnar. Þar þustu að
henni blaðamenn og vildu fá að vita
stofnár Reykjavíkur, en hún gat
ómögulega munað það og minnk-
aðist sín fyrir. Ég var nú þarna á
Dalbrautinni á leið í sjoppuna að
kaupa mér sígarettur, sem ég á auð-
vitað ekki að nota, heldur hlíta að-
vörun landlæknis sem letruð er á
alla sígarettupakka. Loks var ég
komin að búðalengjunni þar sem
sjoppan er og þar blöstu við mér
tvær tröppur upp á stéttina. Gat nú
verið! Það var ekki í fyrsta skipti
sem ég lenti í öðru eins, því svipaðar
aðstæður blasa víða við hér í borg.
Engin skábraut, bara tröppur og því
síður handrið. Ungur og vaskur pilt-
ur hjálpaði mér upp á stétt með
kerruna. Ég keypti vindlingana,
súkkulaði og Egilsappelsín. Ung
hjón hjálpuðu mér að komast niður
og nú komst ég á frían sjó niður Dal-
brautina og hlammaði mér á fyrsta
bekkinn og fékk mér súkkulaði, app-
elsín og sígarettu í tilefni dagsins.
En ég gat ekki hætt að hugsa um
ferlimál fatlaðra. Ég var í stjórn Ör-
yrkjabandalags Íslands frá stofnun
þess 1958 og 20 ár þar á eftir, var
fulltrúi Styrktarfélags vangefinna í
stjórninni. Á mánaðarlegum fundum
bar ferlimál oft á góma, þótt ég skildi
þau mál ekki eins vel og ég geri nú.
Þá var stofnuð Ferlinefnd fatlaðra á
vegum ÖBÍ og starfar hún vonandi
enn. Vigfús Gunnarsson úr Stykk-
ishólmi var lengi formaður hennar,
látinn fyrir allmörgum árum. Hann
gekk haltur vegna afleiðinga löm-
unarveiki. Vigfús var ágætur félagi
og ötull starfsmaður sinnar nefndar.
Oft verður mér hugsað til hans í
seinni tíð, einkum þegar ég er að
baksa með kerruna mína upp tröpp-
ur eða aka á holóttum gangstéttum.
Ég skora því á hið háa Alþingi að
setja lög um aðgengi húsbygginga.
Það sé skilyrði fyrir byggingaleyfi
að slíkt sé í lagi. Eins að götur og
gangstéttar séu öllum færar. Ef
þetta er þegar komið í lög, þá er að
sjá til þess að þessum lögum sé
framfylgt. Þá er að skora á Vilhjálm
borgarstjóra hér í borg og alla borg-
arstjórnina að gera slíkt hið sama.
Til gamans verð ég að segja hér sögu
af Vilhjálmi Árnasyni eiginmanni
mínum, en hann hafði lítið álit á
nafna sínum þegar hann kom fyrst í
borgarstjórnina. En svo hittust þeir
á mannamóti og heimkominn sagði
VÁ: Mér líst bara reglulega vel á
hann nafna minn, hann er af Vest-
dalseyrinni. Þetta getur maður nú
kallað lokalpatrioti eða svæðisást, en
VÁ var Seyðfirðingur. Skora ég svo
enn og aftur á alla sem hlut eiga að
máli (og þeir eru flestir ef vel er að
gáð).
SIGRÍÐUR
INGIMARSDÓTTIR,
Dalbraut 25, Reykjavík.
Ferlimál fatlaðra
Frá Sigríði Ingimarsdóttur:
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Bújörð á Suðurlandi
Fjársterkur viðskiptavinur hefur beðið okkur um að útvega fallega
jörð í uppsveitum Suðurlands til kaups. Æskileg fjarlægð frá
Reykjavík er 1-1½ klukkutíma akstur. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu
jörðina.
Nánari upplýsingar veitir:
Óskar Rúnar Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 824 9092.
Selnes, 760 Breiðdalsvík
Egilsstaðir, Lyngási 5-7, sími 545-0555
Tignarlegt 2ja íbúða hús
við hafið - glæsilegt út-
sýni. Neðri hæðin er 4ra
herbergja, 121 fm, efri
hæð er 5 herbergja, 145
fm ásamt rúmgóðum 70
fm bílskúr. Möguleiki er
að kaupa þessar eignir
saman eða sér. Einstök
eign á frábærum stað.
Sjón er sögu ríkari. Verð
er 6 millj. fyrir efri hæð
og 3 millj. fyrir þá neðri.
Bjarni G Björgvinsson, Domus fasteignsala, Lyngási 5-7,
Egilsstöðum.
Sími 5450555
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali.
● Vilt þú hafa heimilið og gæðingana á sama stað, geta lagt á og reið-
stígar og reiðvegir liggja til allra átta?
● Vilt þú hafa heimilið og vinnustofuna á sama stað og nóg rými fyrir hug
og hönd?
● Vilt þú ala upp börnin við frjálsræði sveitalífsins en njóta jafnframt allr-
ar þjónustu, t.d. skóla, heilsugæslu, íþrótta og menningar, til jafns við
þéttbýlið?
● Vilt þú komast úr skarkala borgarlífsins og njóta seinnihluta æviskeiðs-
ins við t.d. fuglaskoðun, renna fyrir fiski eða stunda golf?
Allt þetta og mikið meira til er hægt að gera í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð 4 km
frá Selfossi í átt að Eyrabakka. Búgarðabyggðin er nýjung í íslensku skipulagi sem
tryggir þér heimild til húsdýrahalds, ræktunar og til léttrar atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru eign-
arlóðir, ca 1,0 - 6,0 ha að stærð.
Það má byggja einbýlishús, hesthús, reiðskemmu, listagallerí, gistiheimili eða hvað annað
sem þér dettur í hug, allt að samtals 1.500 fm.
Hitaveita.
Verð frá 4,6 millj. Seljandi lánar allt að 80%.
Ath. gatnagerðargjöld eru innifalin í verði.
Fasteignasalan Garður • Skipholti 5 • Símar 562 1200 og 862 3311
SÖLUSÝNING sunnudag kl. 13-17
NÝTT Á ÍSLANDI! Búgarðabyggð!
– TJARNABYGGÐ Í ÁRBORG –
Búgarður - Listamannahús - Garðyrkja
Hver er draumurinn?
Sölufólk hjá Fasteignasölunni Garði
ásamt landeigendum verða á staðn-
um og veita allar nánari upplýsingar
um lóðirnar. Einnig má upplýsingar í
símum 562 1200 og 862 3311 eða
senda tölvupóst á gard@centrum.is