Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 41 Góðu lesendur. Það var hérna á dögunum, nánar tiltekið á afmæli Reykjavíkurborgar, í yndislegu veðri, að ég kjagaði á mínum biluðu fótum og með göngu- grindina mína upp í sjoppu, sem er efst á Dalbrautinni hér í bæ, en ég bý neðarlega við þá götu. Þetta telst nú ekki löng ganga, en öll á fótinn. Tveir bekkir eru á leiðinni þar sem hægt er að hvíla lúin bein og notaði ég mér það að sjálfsögðu. Veðrið var stillt og gott eins og fyrr sagði. Klukkan var langt gengin í sjö og neðan úr bæ mátti heyra þys frá há- tíðahöldum á Menningarnótt. Ég gat í svipinn ómögulega munað hvenær Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi (1786) og minntist nú Ellu Sæ- björnsdóttur, frænku minnar, sem var kosin fegurðardrottning áður fyrr á árunum og komst af því tilefni til Kaupmannahafnar. Þar þustu að henni blaðamenn og vildu fá að vita stofnár Reykjavíkur, en hún gat ómögulega munað það og minnk- aðist sín fyrir. Ég var nú þarna á Dalbrautinni á leið í sjoppuna að kaupa mér sígarettur, sem ég á auð- vitað ekki að nota, heldur hlíta að- vörun landlæknis sem letruð er á alla sígarettupakka. Loks var ég komin að búðalengjunni þar sem sjoppan er og þar blöstu við mér tvær tröppur upp á stéttina. Gat nú verið! Það var ekki í fyrsta skipti sem ég lenti í öðru eins, því svipaðar aðstæður blasa víða við hér í borg. Engin skábraut, bara tröppur og því síður handrið. Ungur og vaskur pilt- ur hjálpaði mér upp á stétt með kerruna. Ég keypti vindlingana, súkkulaði og Egilsappelsín. Ung hjón hjálpuðu mér að komast niður og nú komst ég á frían sjó niður Dal- brautina og hlammaði mér á fyrsta bekkinn og fékk mér súkkulaði, app- elsín og sígarettu í tilefni dagsins. En ég gat ekki hætt að hugsa um ferlimál fatlaðra. Ég var í stjórn Ör- yrkjabandalags Íslands frá stofnun þess 1958 og 20 ár þar á eftir, var fulltrúi Styrktarfélags vangefinna í stjórninni. Á mánaðarlegum fundum bar ferlimál oft á góma, þótt ég skildi þau mál ekki eins vel og ég geri nú. Þá var stofnuð Ferlinefnd fatlaðra á vegum ÖBÍ og starfar hún vonandi enn. Vigfús Gunnarsson úr Stykk- ishólmi var lengi formaður hennar, látinn fyrir allmörgum árum. Hann gekk haltur vegna afleiðinga löm- unarveiki. Vigfús var ágætur félagi og ötull starfsmaður sinnar nefndar. Oft verður mér hugsað til hans í seinni tíð, einkum þegar ég er að baksa með kerruna mína upp tröpp- ur eða aka á holóttum gangstéttum. Ég skora því á hið háa Alþingi að setja lög um aðgengi húsbygginga. Það sé skilyrði fyrir byggingaleyfi að slíkt sé í lagi. Eins að götur og gangstéttar séu öllum færar. Ef þetta er þegar komið í lög, þá er að sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Þá er að skora á Vilhjálm borgarstjóra hér í borg og alla borg- arstjórnina að gera slíkt hið sama. Til gamans verð ég að segja hér sögu af Vilhjálmi Árnasyni eiginmanni mínum, en hann hafði lítið álit á nafna sínum þegar hann kom fyrst í borgarstjórnina. En svo hittust þeir á mannamóti og heimkominn sagði VÁ: Mér líst bara reglulega vel á hann nafna minn, hann er af Vest- dalseyrinni. Þetta getur maður nú kallað lokalpatrioti eða svæðisást, en VÁ var Seyðfirðingur. Skora ég svo enn og aftur á alla sem hlut eiga að máli (og þeir eru flestir ef vel er að gáð). SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR, Dalbraut 25, Reykjavík. Ferlimál fatlaðra Frá Sigríði Ingimarsdóttur: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Bújörð á Suðurlandi Fjársterkur viðskiptavinur hefur beðið okkur um að útvega fallega jörð í uppsveitum Suðurlands til kaups. Æskileg fjarlægð frá Reykjavík er 1-1½ klukkutíma akstur. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu jörðina. Nánari upplýsingar veitir: Óskar Rúnar Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 824 9092. Selnes, 760 Breiðdalsvík Egilsstaðir, Lyngási 5-7, sími 545-0555 Tignarlegt 2ja íbúða hús við hafið - glæsilegt út- sýni. Neðri hæðin er 4ra herbergja, 121 fm, efri hæð er 5 herbergja, 145 fm ásamt rúmgóðum 70 fm bílskúr. Möguleiki er að kaupa þessar eignir saman eða sér. Einstök eign á frábærum stað. Sjón er sögu ríkari. Verð er 6 millj. fyrir efri hæð og 3 millj. fyrir þá neðri. Bjarni G Björgvinsson, Domus fasteignsala, Lyngási 5-7, Egilsstöðum. Sími 5450555 Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. ● Vilt þú hafa heimilið og gæðingana á sama stað, geta lagt á og reið- stígar og reiðvegir liggja til allra átta? ● Vilt þú hafa heimilið og vinnustofuna á sama stað og nóg rými fyrir hug og hönd? ● Vilt þú ala upp börnin við frjálsræði sveitalífsins en njóta jafnframt allr- ar þjónustu, t.d. skóla, heilsugæslu, íþrótta og menningar, til jafns við þéttbýlið? ● Vilt þú komast úr skarkala borgarlífsins og njóta seinnihluta æviskeiðs- ins við t.d. fuglaskoðun, renna fyrir fiski eða stunda golf? Allt þetta og mikið meira til er hægt að gera í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð 4 km frá Selfossi í átt að Eyrabakka. Búgarðabyggðin er nýjung í íslensku skipulagi sem tryggir þér heimild til húsdýrahalds, ræktunar og til léttrar atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru eign- arlóðir, ca 1,0 - 6,0 ha að stærð. Það má byggja einbýlishús, hesthús, reiðskemmu, listagallerí, gistiheimili eða hvað annað sem þér dettur í hug, allt að samtals 1.500 fm. Hitaveita. Verð frá 4,6 millj. Seljandi lánar allt að 80%. Ath. gatnagerðargjöld eru innifalin í verði. Fasteignasalan Garður • Skipholti 5 • Símar 562 1200 og 862 3311 SÖLUSÝNING sunnudag kl. 13-17 NÝTT Á ÍSLANDI! Búgarðabyggð! – TJARNABYGGÐ Í ÁRBORG – Búgarður - Listamannahús - Garðyrkja Hver er draumurinn? Sölufólk hjá Fasteignasölunni Garði ásamt landeigendum verða á staðn- um og veita allar nánari upplýsingar um lóðirnar. Einnig má upplýsingar í símum 562 1200 og 862 3311 eða senda tölvupóst á gard@centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.