Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gestur O.K.Pálmason fædd- ist í Bolungarvík hinn 25. maí 1930. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Pálmi Árni Karvelsson, f. 17.2. 1897 d. 21.2. 1958, og kona hans Jónína E. Jóels- dóttir, f. 18.11. 1903, d. 20.11. 1987. Systkini Gests eru Guðrún f. 31.7. 1925, Sigríður Lovísa, f. 12.4. 1929, d. 23.9. 1944, Karvel, f. 13. 7. 1936, og Kristný, f. 2.9. 1943. Gestur kvæntist 24.12. 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- urborgu Sigurgeirsdóttur, f. 7.8. 1931. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Sigurðsson, f. 22.7. 1902, d. 28.7. 1995, og eiginkona hans Margrét Guðfinnsdóttir, f. 29.3. 1909, d. 3.10. 1994. Börn Gests og Sigurborgar eru: 1) Ólafur Svanur, f. 27.11. 1951, maki Alda Jóna Ólafsdóttir, f. 29.8. 1952, og á hann einn son. 2) Pálmi Árni, f. 2.10. 1957, maki Sig- urlaug Halldórs- dóttir, 9.11. 1959, á hann þrjú börn. 3) Sigríður Lovísa, f. 16.9. 1958, maki Viðar Ernir Ax- elsson, f. 3.5. 1953, og eiga þau fjóra syni. 4) Þórarinn Sigurgeir, f. 31.12. 1960, maki Berg- lind H. Bjarnadótt- ir, f. 6.12. 1962, og eiga þau tvö börn. 5) Davíð, f. 17.12. 1964, sambýliskona Ásta Sóllilja Þor- steinsdóttir, f. 23.7. 1972, og á hann einn son. Gestur ólst upp í foreldra- húsum. Hann lærði húsasmíði hjá Bjarna Magnússyni í Tröð og starfaði hann lengst af ævi sinn- ar við fag sitt. Hann starfaði mikið með Lionshreyfingunni og tók virkan þátt í starfi Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum. Útför Gests verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á kveðjustundu langar mig til að minnast tengdapabba með nokkrum orðum. Þó ég hafi ekki notið hans í mörg ár varð ég þess fljótt áskynja að hann var hlýr og umhyggjusamur maður. Svolítið líkur afa mínum, sér- staklega þegar kom að áhuga á veðri, börnum og barnabörnum sem hon- um þótti óendanlega vænt um. Þegar ég kom fyrst vestur með Davíð og sagði honum að ég væri að sunnan innti hann mig eftir því hvort væri ekki alltaf vont veður þar og hvort nokkur sundlaug þar stæðist sundlauginni í víkinni snúning. Þetta finnst mér hafa verið svo einkenn- andi fyrir hann, ánægður með heimabæ sinn og fjölskyldu, það er okkur til eftirbreytni sem oft höldum að grasið sé grænna hinum megin. Líka er eftirminnilegt 75 ára af- mælið í maí í fyrra. Það var mjög skemmtilegur dagur og veðrið eins og hann vildi hafa það, sól og blíða, jafnvel þó að það væri haldið hér fyr- ir sunnan. Sorgin er mikil hjá mörgum en sennilega mest hjá Boggu minni, eig- inkonunni sem hann mátti aldrei sjá af enda fóru þar glæsileg og samhent hjón. Kærar þakkir fyrir samveruna og hvíl í friði. Ásta Sóllilja. Elsku afi, takk fyrir að vera svo góður við mig og kenna mér að smíða og ég tala nú ekki um kofann sem þú smíðaðir handa mér. Og takk fyrir að fara svo oft í bíltúr og inn á sand með mér og gefa mér svo margt, t.d. átt- irðu alltaf smá nammi handa mér. Ég man líka þegar við sátum saman og vorum að hnýta á fyrir Þórarin frænda og bátinn hans inni í stofu en því miður var það ekki lengi. Og þú komst svo oft í heimsókn og ég varð alltaf jafn glaður að fá þig. Hann afi minn var svo óskaplega góður, svo blíður. Stundum þver og stífur. Hann var fallegur og svo bjartur. Gamall og lúinn. Sáttur, mildur, friðsæll og svo tilbúinn. Þú breiðir arma bjarta og barnið faðmar þitt, ég finn þitt heita hjarta, og hjartað fagnar mitt. Ég vil ei við þig skilja, ég vel þitt náðarskjól; mitt veika líf er lilja, þín líkn er hennar sól. (M. Joch.) Góður Guð, passaðu afa á himnum og huggaðu ömmu. Gestur Ernir. Í dag kveðjum við elskulegan bróður okkar, Gest Pálmason, þökk- um honum fyrir allar góðu stundirn- ar, sem við áttum saman og minn- umst þeirra með gleði. Við þökkum honum fyrir fallegu smíðisgripina sem hann gaf okkur. Þeir voru lista- smíð. Hann brenndi líka fallegar myndir á þá og var honum þá efst í huga æskuheimili okkar og pabbi á árabátnum sínum. Hann var smám saman að hverfa frá okkur, en ljóð- unum gleymdi hann ekki og svaraði okkur oft í ljóðum. Elsku bróðir. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért og horfinn burt þessum heimi, ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku Bogga. Kletturinn sem aldrei brást. Við þökkum þér fyrir allt sem þú varst honum. Elsku Óli, Pálmi, Sirrý, Þórarinn og Davíð, barnabörn og tengdabörn, megi minningin um góðan mann ylja ykk- ur um ókomin ár og gefa ykkur styrk á erfiðum stundum. Hann var ekki allra, en þegar inn fyrir skelina var komið, sló viðkvæmt hjarta. Við þökkum guði fyrir að hann tók þig til sín þegar ekkert var fram undan. Þar hafa beðið vinir í varpa, sem hafa tekið vel á móti þér. Guð geymi þig. Við sjáumst síðar. Guðrún, Karvel og Kristný. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa.) Elsku Bogga, Óli, Pálmi, Sirrý, Þórarinn, Davíð og ykkar fjölskyld- ur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku frændi, þökk fyrir sam- fylgdina, blessuð sé minning þín. Hvíl í friði. Kristín Karvelsdóttir. Mágur minn Gestur O.K. Pálma- son hefur kvatt jarðneskt líf eftir marga dapra daga á undanförnum mánuðum. Þau Sigurborg systir mín áttu langa ævi saman eða allar götur frá því þau voru unglingar og ég á barnsaldri. Hefur hann því verið samofinn fjölskyldu okkar í langan tíma. Gestur var dagfarsprúður maður, nægjusamur að eðlisfari, hlýr og virkilega góður heim að sækja með- an hann var og hét og hafði gaman af fólki. Hann var snyrtimenni svo eftir var tekið og reglusamur í allri um- gengni. Allir hlutir áttu sinn ákveðna stað í kringum hann, hvort sem var á vinnustað ellegar heima fyrir. Oft brostum við systkinin og gerðum gaman að þessari nákvæmni og upp í hugann kemur „dótið“ sem hann geymdi í eldhúsglugganum en því mátti ekki hreyfa við fyrir nokkurn mun. Hafði hann sjálfur lúmskt gam- an af því ef gestir og gangandi höfðu orð á þessu háttalagi hans, fékk við það athygli, ræskti sig þá gjarnan, brosti og var með svör á reiðum höndum. Hann var orðvar maður hann Gestur og talaði ekki illa um náung- ann en að sama skapi býsna opinn og hispurslaus og fór ekki í grafgötur með skoðanir sínar. Þannig átti hann það til að setja fram athugasemdir við fólk svona fyrirvaralaust en einn- ig sló hann fólki gullhamra ef svo bar undir og oftsinnis upplifði ég hól af vörum hans. Þarna var talað í glensi og alls ekki illa meint af hans hálfu, heldur miklu frekar sagt til að ýta við fólki og fitja upp á umræðuefni. Gesti þótti nefnilega ekki leiðinlegt að rabba og rökræða um menn og mál- efni og ekki var verra ef viðmæland- inn var á öndverðum meiði. Hann gaf sig út fyrir að vera jafnaðarmaður og lá ekki á liði sínu við að sannfæra samferðamenn sína um allt það sem jafnaðarmenn hefðu gert vel og áorkað um dagana. Og oft sköpuðust skemmtilegar umræður á léttum nótum í þessu sambandi. Gestur var fagurkeri, listhneigður og ljóðelskur og kunni urmulinn all- Gestur O.K. Pálmason Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, MARÍU RÓSU JAKOBSDÓTTUR, Eyrarvegi 9, Akureyri. Jóhannes Haukur Jóhannesson og aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURBJÖRG BJARNADÓTTIR, Nesgötu 33, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 13. september. Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju miðviku- daginn 20. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið. Sigríður S. Guðjónsdóttir, Geir Guðnason, Guðmundur A. Guðjónsson, Ásrún Sigurbjartsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Helgi Magnússon, Inga Rósa Guðjónsdóttir, Gísli Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur mágur og föðurbróðir okkar, ÁSMUNDUR EYSTEINSSON bóndi, Högnastöðum, Þverárhlíð, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtu- daginn 14. september. Jarðarförin auglýst síðar. Lára Dagbjartsdóttir, Sigurður Dagbjartsson, Dagbjartur Bergþórsson, Eysteinn Bergþórsson, Þórunn Bergþórsdóttir, Ingibjörg Bergþórsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÍVAR BJÖRNSSON frá Steðja, Bólstaðarhlíð 41, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 14. sept- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Páll Ívarsson, Jónína Ragnarsdóttir Símon H. Ívarsson, María J. Ívarsdóttir, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Katrín Sylvía Gunnarsdóttir, Gunnþór Jónsson, Katrín Sylvía Símonardóttir, Ívar Símonarson, Ástrún Friðbjörnsdóttir, Svandís Ósk Símonardóttir, Axel Örn Sigurðsson, Gunnar Páll, Heimir Páll og Hinrik Snær. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN PÁLSSON bóndi, Vaðnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðviku- daginn 13. september. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 23. september kl. 13.30. Helga Helgadóttir, Guðmundur Jóhannesson, Þórleif Gunnarsdóttir, Brúney Bjarklind, Ragnhildur Eiríksdóttir, Magnús Tryggvason, Heimir Kjartansson, María Kjartansson, Birna Kjartansdóttir, Gísli Jón Bjarnason, Páll Helgi Kjartansson, Salome Hansen, Jón Steingrímur Kjartansson, Dóra Þórsdóttir, Guðjón Kjartansson, Anika Bäcker, Ólafur Ingi Kjartansson, Svala Birna Sæbjörnsdóttir, Davíð Ben og barnabörn. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.