Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 51
FRÉTTIR
KAFFI
VÍSINDA
18. 19. 20.
& 21.
SEPTEMBE
R
Enn hafa nokkrir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar svarað kalli um að kynna rannsóknir sínar
fyrir almenningi. Nú höldum við fjögur Vísindakaffi (18., 19., 20. og 21. september), öll í vikunni fyrir
Vísindavökuna sjálfa á kaffihúsi Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Þar munu
vísindamenn á ýmsum sviðum fræðanna kynna rannsóknir sínar, sem allar eiga það sameiginlegt að
vera áhugaverðar og viðfangsefnin koma okkur öllum við í daglega lífinu á einn eða annan hátt. Gestir fá
tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum og komast þannig að hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á
daglegt líf okkar allra. Tilgangur Vísindakaffis er að færa vísindin nær almenningi og sýna fram á gagnsemi
þeirra og áhrif á líf nútímafólks á auðskiljanlegan hátt.
Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi
frá kl. 20.00 – 21.30 hvert kvöld
Kaffistjóri Davíð Þór Jónsson, þýðandi
- vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli
Allir velkomni
r!
Dagskrá:
Mánudagur 18. september
Þjóðflokkur eða hársprey – hvað vitum við um Ínúíta?
Dr. Gísli Pálsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Níels Einarsson, forstöðumaður
stofnunar Vilhjálms Stefánssonar - báðir helstu sérfræðingar okkar um mannvist á norðurslóðum leiða
okkur í sannleikann um frændur okkar í heimskautsslöndunum unaðslegu.
Mánudagur 19. september
Heimspeki – Hansspeki? Hvers kyns vísindi?
Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og dr. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í
kynjafræði við Háskóla Íslands - ræða vísindin ekki eingöngu á mannamáli heldur líka frá “hinni hliðinni!”.
Mánudagur 20. september
Má bjóða þér sjálflýsandi svín?
Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólaseturs á Hornafirði og dr. Einar Mäntylä,
plöntusameindaerðafræðingur - kafa ofan í umræðuna um erfðabreytt matvæli – mjög spennandi!
Mánudagur 21. september
Pálmatré við Jökulsárlón?
Dr. Ólafur Ingólfsson, prófessor við jarð- og landafræðiskor Háskóla Íslands og
dr. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, eru mennirnir
sem kunna skil á hnattrænum breytingum
og hvaða áhrif þær munu hafa á Ísland
í framtíðinni.
ALHEIMSÁTAK mun fara fram á
sunnudaginn 17. september í 105
löndum, þar á meðal hér á landi.
Markmiðið er að kynna fólki ein-
falda leið til þess að slaka á frá
streitu dagsins, njóta kyrrðar, upp-
lifa innri frið og aukinn kraft. Átak-
ið nefnist á ensku „Just-a-Minute“
og er helgað alþjóðlegum frið-
ardegi Sameinuðu þjóðanna.
Það er alþjóðlegi hugræktarskól-
inn Brahma Kumaris World Spiri-
tual University, sem fyrir þessu
stendur en fólk getur fylgst með
beinni sjónvarpsútsendingu í Ráð-
húsinu í Reykjavík frá Wembley-
vellinum í London síðdegis á sunnu-
daginn. Þar verður opið hús kl. 14-
16.30 og aðgangur ókeypis. Einnig
má fylgjast með á Netinu á slóðinni
www.just-a-minute.org. Gert er ráð
fyrir að milljónir manna um víða
veröld sameinist í eina kyrrðar- og
íhugunarmínútu kl. 15.25 á sunnu-
dag, segir í fréttatilkynningu.
Alheimsátak
fyrir frið
NJÖRÐUR P. Njarðvík mun halda
erindi á morgun, sunnudag 17.
september, í Safnaðarheimili Nes-
kirkju um hlutskipti barna í Afríku.
Erindi Njarðar ber titilinn: Barn í
Afríku. Erindið verður flutt í tilefni
aðalfundar Íslandsdeildar Spes sem
hefst klukkan 15.
Njörður er rithöfundur og ljóð-
skáld og er prófessor emeritus í ís-
lenskum bókmenntum við Háskóla
Íslands. Hann er jafnframt stofn-
andi og forseti SPES International.
Hann er vel kunnugur Afríku og
hefur heimsótt mörg lönd álfunnar.
Njörður mun í tengslum við erindi
sitt sýna nýlegt myndband frá
barnaþorpi SPES-samtakanna í
Lóme í Tógó.
Á aðalfundinum, sem haldinn er
á undan erindi Njarðar, mun Össur
Skarphéðinsson, formaður Íslands-
deildar Spes, segja frá starfsemi
SPES samtakanna og framvindu
barnaþorps samtakanna í Tógó og
Bera Þórisdóttir kynna fjárhags-
stöðu deildarinnar. Í upphafi fund-
arins verða sérstaklega heiðraðir
hjólakappar SPES, sem hjóluðu í
sumar í kringum landið til að kynna
samtökin.
Aðalfundurinn og erindi Njarðar
eru opin öllum.
Erindi um
hlutskipti barna
í Afríku
SPRON hefur gengið til samstarfs
við Borgarleikhúsið um uppsetningu
Wuppertal dansleikhússins á verk-
inu Água eftir Pinu Bausch.
Samstarfssamningur var undirrit-
aður 14. september sl. á stóra sviði
Borgarleikhússins en Pina Bausch
er komin til landsins ásamt föruneyti
sem er um 50 manns, þar af á þriðja
tug dansara, sem taka þátt í sýning-
unni. Dansflokkur Pinu Bausch leit-
ar víða fanga í listrænu starfi sínu og
var sýningin, sem Íslendingar fá að
njóta í Borgarleikhúsinu, unnin í
samráði við borgina Sao Paolo í
Brasilíu.
Gætir suður-amerískra áhrifa í
sýningunni en Água er í senn litrík
og íburðarmikil og meðal þess sem
bregður fyrir er rúmba, samba,
pálmatré o.fl, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Sýningarnar á Água eru aðeins
fjórar og verða dagana 17., 18., 19. og
20. september.
Á myndinni má sjá Jóhannes
Helgason fulltrúa í framkvæmda-
stjórn SPRON og Guðjón Pedersen
leikhússtjóra eftir undirritun sam-
starfssamningsins.
Spron styrkir sýningu dansflokks
BÍLABÚÐ Benna frumsýnir Chevr-
olet Tosca sem er 4ra dyra fólksbíll
og er stærri en algengustu bílar í
sama stærðarflokki. Staðalbúnaður
er t.d. leðurklædd, rafdrifin sæti, raf-
drifin sóllúga, tölvustýrð loftkæling
og bakkskynjari.
Chevrolet Tosca er fyrsti fram-
drifni Chevrolet-bíllinn í þessum
flokki sem hefur þverstæða 24ra
ventla 6 sílindra línuvél. Kostur þess,
auk vélarafls, er hagstæð dreifing
þunga og einstök gangmýkt.
Chevrolet Tosca verður til sýnis í
Chevrolet-salnum, Tangarhöfða 8 –
12, opnunartími á virkum dögum er
kl. 9 - 18 og á laugardögum milli kl.
11 – 16.
Sýna nýjan Chevrolet Tosca
Rangt nafn ritstjóra
Í FRÉTT í blaðinu í gær um breyt-
ingar á Bændablaðinu misritaðist
nafn ritstjóra blaðsins, sem heitir
Áskell Þórisson. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
KVENFÉLAGASAMBAND Íslands
lýsir yfir fullum stuðningi við starf-
semi Barnahúss og minnir á álykt-
un þess efnis sem samþykkt var á
Landsþingi Kvenfélagasambands
Íslands á Akureyri:
„Landsþing Kvenfélaga-
sambands Íslands haldið á Ak-
ureyri 23.-25. júní leggur til að all-
ar skýrslur sem taka þarf af
börnum í kynferðisbrotamálum
verði undantekningalaust teknar í
Barnahúsi. Dómarar í slíkum mál-
um geti ekki fært skýrslutökustað
að vild en séu skyldaðir til að virða
óskir brotaþola þar um. Brotaþoli
þurfi aldrei að hafa meintan ger-
anda viðstaddan skýrslutöku.
Tryggja þarf að Barnahús fái nægt
fjármagn til starfseminnar.“
Lýsir yfir stuðn-
ingi við Barnahús