Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 51 FRÉTTIR KAFFI VÍSINDA 18. 19. 20. & 21. SEPTEMBE R Enn hafa nokkrir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar svarað kalli um að kynna rannsóknir sínar fyrir almenningi. Nú höldum við fjögur Vísindakaffi (18., 19., 20. og 21. september), öll í vikunni fyrir Vísindavökuna sjálfa á kaffihúsi Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Þar munu vísindamenn á ýmsum sviðum fræðanna kynna rannsóknir sínar, sem allar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar og viðfangsefnin koma okkur öllum við í daglega lífinu á einn eða annan hátt. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum og komast þannig að hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á daglegt líf okkar allra. Tilgangur Vísindakaffis er að færa vísindin nær almenningi og sýna fram á gagnsemi þeirra og áhrif á líf nútímafólks á auðskiljanlegan hátt. Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30 hvert kvöld Kaffistjóri Davíð Þór Jónsson, þýðandi - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Allir velkomni r! Dagskrá: Mánudagur 18. september Þjóðflokkur eða hársprey – hvað vitum við um Ínúíta? Dr. Gísli Pálsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Níels Einarsson, forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar - báðir helstu sérfræðingar okkar um mannvist á norðurslóðum leiða okkur í sannleikann um frændur okkar í heimskautsslöndunum unaðslegu. Mánudagur 19. september Heimspeki – Hansspeki? Hvers kyns vísindi? Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og dr. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands - ræða vísindin ekki eingöngu á mannamáli heldur líka frá “hinni hliðinni!”. Mánudagur 20. september Má bjóða þér sjálflýsandi svín? Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólaseturs á Hornafirði og dr. Einar Mäntylä, plöntusameindaerðafræðingur - kafa ofan í umræðuna um erfðabreytt matvæli – mjög spennandi! Mánudagur 21. september Pálmatré við Jökulsárlón? Dr. Ólafur Ingólfsson, prófessor við jarð- og landafræðiskor Háskóla Íslands og dr. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, eru mennirnir sem kunna skil á hnattrænum breytingum og hvaða áhrif þær munu hafa á Ísland í framtíðinni. ALHEIMSÁTAK mun fara fram á sunnudaginn 17. september í 105 löndum, þar á meðal hér á landi. Markmiðið er að kynna fólki ein- falda leið til þess að slaka á frá streitu dagsins, njóta kyrrðar, upp- lifa innri frið og aukinn kraft. Átak- ið nefnist á ensku „Just-a-Minute“ og er helgað alþjóðlegum frið- ardegi Sameinuðu þjóðanna. Það er alþjóðlegi hugræktarskól- inn Brahma Kumaris World Spiri- tual University, sem fyrir þessu stendur en fólk getur fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu í Ráð- húsinu í Reykjavík frá Wembley- vellinum í London síðdegis á sunnu- daginn. Þar verður opið hús kl. 14- 16.30 og aðgangur ókeypis. Einnig má fylgjast með á Netinu á slóðinni www.just-a-minute.org. Gert er ráð fyrir að milljónir manna um víða veröld sameinist í eina kyrrðar- og íhugunarmínútu kl. 15.25 á sunnu- dag, segir í fréttatilkynningu. Alheimsátak fyrir frið NJÖRÐUR P. Njarðvík mun halda erindi á morgun, sunnudag 17. september, í Safnaðarheimili Nes- kirkju um hlutskipti barna í Afríku. Erindi Njarðar ber titilinn: Barn í Afríku. Erindið verður flutt í tilefni aðalfundar Íslandsdeildar Spes sem hefst klukkan 15. Njörður er rithöfundur og ljóð- skáld og er prófessor emeritus í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann er jafnframt stofn- andi og forseti SPES International. Hann er vel kunnugur Afríku og hefur heimsótt mörg lönd álfunnar. Njörður mun í tengslum við erindi sitt sýna nýlegt myndband frá barnaþorpi SPES-samtakanna í Lóme í Tógó. Á aðalfundinum, sem haldinn er á undan erindi Njarðar, mun Össur Skarphéðinsson, formaður Íslands- deildar Spes, segja frá starfsemi SPES samtakanna og framvindu barnaþorps samtakanna í Tógó og Bera Þórisdóttir kynna fjárhags- stöðu deildarinnar. Í upphafi fund- arins verða sérstaklega heiðraðir hjólakappar SPES, sem hjóluðu í sumar í kringum landið til að kynna samtökin. Aðalfundurinn og erindi Njarðar eru opin öllum. Erindi um hlutskipti barna í Afríku SPRON hefur gengið til samstarfs við Borgarleikhúsið um uppsetningu Wuppertal dansleikhússins á verk- inu Água eftir Pinu Bausch. Samstarfssamningur var undirrit- aður 14. september sl. á stóra sviði Borgarleikhússins en Pina Bausch er komin til landsins ásamt föruneyti sem er um 50 manns, þar af á þriðja tug dansara, sem taka þátt í sýning- unni. Dansflokkur Pinu Bausch leit- ar víða fanga í listrænu starfi sínu og var sýningin, sem Íslendingar fá að njóta í Borgarleikhúsinu, unnin í samráði við borgina Sao Paolo í Brasilíu. Gætir suður-amerískra áhrifa í sýningunni en Água er í senn litrík og íburðarmikil og meðal þess sem bregður fyrir er rúmba, samba, pálmatré o.fl, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningarnar á Água eru aðeins fjórar og verða dagana 17., 18., 19. og 20. september. Á myndinni má sjá Jóhannes Helgason fulltrúa í framkvæmda- stjórn SPRON og Guðjón Pedersen leikhússtjóra eftir undirritun sam- starfssamningsins. Spron styrkir sýningu dansflokks BÍLABÚÐ Benna frumsýnir Chevr- olet Tosca sem er 4ra dyra fólksbíll og er stærri en algengustu bílar í sama stærðarflokki. Staðalbúnaður er t.d. leðurklædd, rafdrifin sæti, raf- drifin sóllúga, tölvustýrð loftkæling og bakkskynjari. Chevrolet Tosca er fyrsti fram- drifni Chevrolet-bíllinn í þessum flokki sem hefur þverstæða 24ra ventla 6 sílindra línuvél. Kostur þess, auk vélarafls, er hagstæð dreifing þunga og einstök gangmýkt. Chevrolet Tosca verður til sýnis í Chevrolet-salnum, Tangarhöfða 8 – 12, opnunartími á virkum dögum er kl. 9 - 18 og á laugardögum milli kl. 11 – 16. Sýna nýjan Chevrolet Tosca Rangt nafn ritstjóra Í FRÉTT í blaðinu í gær um breyt- ingar á Bændablaðinu misritaðist nafn ritstjóra blaðsins, sem heitir Áskell Þórisson. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT KVENFÉLAGASAMBAND Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við starf- semi Barnahúss og minnir á álykt- un þess efnis sem samþykkt var á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri: „Landsþing Kvenfélaga- sambands Íslands haldið á Ak- ureyri 23.-25. júní leggur til að all- ar skýrslur sem taka þarf af börnum í kynferðisbrotamálum verði undantekningalaust teknar í Barnahúsi. Dómarar í slíkum mál- um geti ekki fært skýrslutökustað að vild en séu skyldaðir til að virða óskir brotaþola þar um. Brotaþoli þurfi aldrei að hafa meintan ger- anda viðstaddan skýrslutöku. Tryggja þarf að Barnahús fái nægt fjármagn til starfseminnar.“ Lýsir yfir stuðn- ingi við Barnahús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.