Morgunblaðið - 16.09.2006, Síða 53

Morgunblaðið - 16.09.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 53 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „BELLE époque er dásamlegi tím- inn kringum aldamótin 1900, í Frakklandi,“ segir Björn Steinar Sólbergsson organisti, en hann spil- ar tónlist frá „fallega tímabilinu“ eins og það útleggst á íslensku, í Hallgrímskirkju kl. 12 á hádegi í dag. „Þetta voru miklir uppgangs- tímar í Frakklandi, uppgötvanir í vísindum og listum; impressjónism- inn, art nouveau, salon-tónlistin; þetta voru friðartímar og ofboðsleg bjartsýni. Allt snerist um glæsileika og fegurð. Allt þetta hafði líka áhrif á tónlistina – og orgelið. Þar komu fram nýjungar. Orgelsmiðurinn Cavaillé-Coll var þar fremstur í flokki og starfaði náið með tón- skáldum eins og Cesar Frank. Það varð algjör sprenging í tónsmíðum fyrir orgelið. Þetta var því mjög heillandi og spennandi tími. Á tón- leikunum ætla ég að spila verk frá þessum tíma, – verk sem sýna líka ólíkustu blæbrigði orgelsins,“ segir Björn Steinar. Hann segir að Klais orgelið eigi „alveg dýrlega“ við þessa tónlist, og tengsl séu milli raddskipunar þess og hugmynda- fræðinnar hjá Cavaillé-Coll. „Verkin sem ég spila eru annars vegar mjög glæsileg, og hins vegar mjög falleg, en þetta voru þeir tveir pólar sem allt snerist um á belle- époque tímanum. Þessi tónlist tekst ekki á við stóru tilvistarspurning- arnar; ég segi að þetta sé tónlist til að heilla og gleðja.“ Kominn í tvær nýjar stöður Nýbúið er að ráða Björn Steinar organista í Hallgrímskirkju, við hlið Harðar Áskelssonar kantors, en Björn Steinar hefur verið organisti í Akureyrarkirkju um langt skeið. Að auki hefur hann verið skipaður skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar til eins árs. Því er eðlilegt að spyrja Björn Steinar hvort hann sé að flytja suður. „Nei, allavega ekki eins og er. Ég fékk ársleyfi frá Akureyr- arkirkju í vetur til að sinna störfum hér í borginni. Ég hef starfað á Ak- ureyri í 20 ár og fengið að blómstra þar og verð með verkefni þar í vetur eftir sem áður. Það er góður maður að leysa mig af, Eyþór Ingi Jónsson, og starfið mitt þar því í góðum höndum meðan ég er hér. Ég er hins vegar afskaplega glaður að vera kominn til starfa í Hallgríms- kirkju með sitt blómlega helgihald og stórkostlega listastarf.“ Tónlist | Björn Steinar Sólbergsson leikur tónlist frá fallega tímabilinu Til að heilla og gleðja Morgunblaðið/Golli Fallegt og glæsilegt Björn Steinar Sólbergsson kynnir hljóðheim orgels- ins og leikur m.a. Bolero eftir Alexandre Lefebury-Wely, Notre Dame eftir Leon Boëllman og Fantasíu eftir Camille Saint-Saëns. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Hvað eiga Andrea og Blúsmenn henn- ar, Karlakórinn Hreimur, Mozart og Erling Blöndal Bengtsson sameig- inlegt, fyrir utan það augljósa – að hrærast öll í tónlistinni? Öll taka þau stefnuna á Laugarborg í Eyjafirði í vetur, og taka þátt í tónleikahaldi þar, sem nú er hafið, þriðja árið í röð. Fjölbreytni er það fyrsta sem tekið er eftir þegar dagskrárpési Laug- arborgar er skoðaður, eða „bland í poka“ eins og stjórnandinn, Þórarinn Stefánsson, kýs að kalla það í inn- gangi. Samlíkingin við pokablandið er góð, því í vetrardagskránni er bæði stórt og smátt, súrt, sætt og salt. Nýmælin í vetur eru nokkur í Laug- arborg; nefnum fyrst þjóðlagatónleika Michaels Clarks og fleiri tónlistar- manna, sem flytja nýjar þjóðlagaút- setningar, en stefnt er að því að þjóð- lagatónleikar með því sniði verði árlegur viðburður . Unga fólkinu verð- ur gert hátt undir höfði, bæði því yngsta og þeim sem eru um það bil að stíga inn í fullorðinsveröldina. Laug- arborg verður í samstarfi við Tónlist fyrir alla, og býður skólabörnum í nærsveitum til tónleika, en krakkar þar um slóðir hafa ekki notið Tónlistar fyrir alla til þessa. Nemendur Listahá- skólans fá líka tækifæri til að láta ljós sitt skína norðanlands, því nemendur í söng- og hljóðfæraleik flytja próf- tónleika sína í Laugarborg í vor. Ungliðar einnig í sviðsljósinu Ungliðar sem komnir eru á legg verða líka í sviðsljósinu. Elfa Rún Kristinsdóttir Bach-verðlaunahafi heldur tónleika með föður sínum, Kristni Erni Kristinssyni, í febrúar, Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum heldur einleiks- tónleika milli jóla og nýárs, og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Víkingur Heiðar Ólafsson flytja sam- an verk eftir Grieg og Schumann 5. nóvember. Fjöldi annarra söngtónleika verður í Laugarborg í vetur, bæði kór- tónleikar og einsöngstónleikar. Ólafur Kjartan Sigurðarson og Vovka Ashke- nazy bjóða upp á enska og íslenska söngmúsík í apríl; Sigríður Aðalsteins- dóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir flytja frönsk og íslensk lög í nóv- emberlok, og Guðrún Ingimarsdóttir syngur með þeim Þórarni Stefánssyni og Sigrúnu Eðvaldsdóttur verk eftir Bach, Händel, Vivaldi og fleiri í maí. Íslenskt skipar veglegan sess Hanna Dóra Sturludóttir og Lothar Odinius verða spaðakóngur og hjarta- drottning á Vínartónleikum Laug- arborgar og syngja með Salon- hljómsveit Sigurðar I. Snorrasonar, sem hlaut sitt músíkuppeldi meðal annars í höfuðvígi valsakónganna. Íslensk tónlist skipar veglegan sess, því eins og í fyrra fer hluti Myrkra músíkdaga, tónlistarhátíðar Tón- skáldafélags Íslands, fram nyrðra í febrúarbyrjun. Systkini bræða íslensk lög Einstaklega forvitnilegir tónleikar verða 22. október, þegar óp- erusöngkonan Ingibjörg Guðjóns- dóttir gengur til liðs við bræður sína, Óskar og Ómar, og djasshljómsveit þeirra í tilraunakenndri bræðings- meðferð á þekktum íslenskum söng- lögum og nýjum lögum eftir hljóm- sveitarmeðlimi, sem eru auk bræðranna Tómar R. Einarsson og Matthías Hemstock. Fljóðið frá Færeyjum, Eivør Páls- dóttir, verður í Laugarborg í byrjun desember, en borgardóttirin Andrea Gylfadóttir mætir með Blúsmenn Andreu á tónleika 20. september. Næstu tónleika í Laugarborg heldur Peter Máté, sem spilar unaðsmúsík eftir Janacek, Chopin, Liszt, Hjálmar H. Ragnarsson og fleiri á morgun, sunnudag, kl. 15. Reyndar verður hægt að taka forskot á þá sælu, því Peter leikur sama prógramm í Þor- geirskirkju í dag, laugardag, kl. 15. Hér er aðeins stiklað á stóru í vetr- ardagskrá Laugarborgar, en hægt er að kynna sér hana nánar á vef hússins. Tónlist | Ungir tónlistarmenn áberandi í vetrardagskrá Laugarborgar Peter Máté spilar Janacek, Chopin og Liszt um helgina Píanórómantík Peter Máté leikur næturljóð og impromptu eftir Chopin, Mefistóvalsinn eftir Liszt, Ballöðu eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Ungverska bændadansa eftir Bartók og fleira á tónleikum sínum í dag og á morgun. Morgunblaðið/Golli TENGLAR .............................................. http://www.eyjafjardarsveit.is VALGERÐUR Briem (1914–2002), var án efa einn áhrifamesti mynd- menntakennari sem við höfum átt. Hún kenndi börnum í Austurbæjar- skólanum, myndlistarmönnum við Handíða- og myndlistarskólann og við Kennaraháskólann. Hún kom nálægt flestu í sögu myndmenntakennslu á Ís- landi frá upphafi og átti meðal annars stóran þátt í að teiknikennsla var færð niður í fyrstu bekkina í stað þess að hefjast við tíu ára aldur. Hún var líka án efa eini myndmenntakennarinn sem kennt hefur börnum í útvarpi, eins og hún gerði árið 1939. Allan sinn starfsferil sinnti Val- gerður fyrst og fremst kennslu en hennar eigin myndsköpun var bundin við frítímann. Hún sýndi verk sín ekki oft en árið 1980 vöktu teikningar henn- ar athygli á Haustsýningu Félags ís- lenskra myndlistarmanna á Kjarvals- stöðum. Það er því eðlilegt að á sýningunni sem nú stendur yfir á Gerðarsafni sé kennarinn Valgerður einnig í sviðsljósinu. Skoðanir Val- gerðar, kennsluaðferðir og nýjungar í því sambandi koma ágætlega fram í fallegri bók sem gefin hefur verið út í tilefni sýningarinnar, þar sést glögg- lega að hún var langt á undan sinni samtíð, t.a.m. hvað varðar samþætt- ingu námsgreina o.fl. Að einhverju leyti hefur hún verið líkust list- þerapista við kennsluna. Landslagsmyndir unnar með bland- aðri tækni fylla allan vestursal safns- ins, um fimmtíu að tölu. Flókið samspil lína, forma, bakgrunns og forgrunns og niðurstaðan er í senn ofurraunsæ svo minnir á ljósmynd og fullkomlega abstrakt því engin leið er að negla myndefnið niður. Margt kemur upp í hugann, sneiðmynd af jarðvegi í anda verka Jóhanns Eyfells, ljósmyndir af sýnishorni á smásjárþynnu, nær- myndir af jarðvegi, nú eða kannski loftmyndir af tunglinu. Myndirnar eru unnar af miklum aga, viðfangsefnið sem ekki verður fært í orð er svipað á þeim öllum. Aginn og ástríðan er svo mikil og fjöldi myndanna slíkur að jaðrar við áráttu, manni kemur í hug skriftarárátta Laxness og teikniárátta gamals nemanda Valgerðar, Errós. Í austursal er síðan m.a. að finna And- Lit Valgerðar. Hér vinnur ákaflega vel saman agi lærðrar myndlistarkonu og frjálst, ósjálfrátt vinnuferli og skapar þetta saman eftirminnilegar myndir sem minna jafnt á súrrealisma, art- brut sem landslagsmálverk. Smáteikn- ingar Valgerðar eru forvitnilegar og sýna vel vinnuferli og hugsun listakon- unnar, hálf-ósjálfráð teikningin er að vissu leyti barn síns tíma, tíma síð- súrralisma og drauma sjöunda og átt- unda áratugarins. Í austursalnum eru einnig borð þar sem sjá má fallegar og leikandi teikn- ingar Valgerðar af innanhúsmunum, afar forvitnilegar vinnubækur hennar úr kennslunni og vinnublöð með let- urtýpum. Það er meiri léttleiki yfir þessum sal en vestursalnum en miðað við allar þær nýstárlegu, kraftmiklu og frumlegu hugmyndir sem Valgerður bjó yfir og kom í framkvæmd má kannski spyrja sig að því hvort yf- irbragð sýningarinnar í heild sé óþarf- lega fastskorðað. Af sýningunni er þó ljóst að Val- gerður var listateiknari og áhugaverð listakona, myndverk hennar eiga tví- mælalaust sess í íslenskri listasögu. Lífið í fyrirrúmi MYNDLIST Gerðarsafn Til 1. október. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Aðgangseyrir: Fullorðnir 400 kr. Örorku- og ellilífeyrisþegar 200 kr. Ókeypis á föstudögum. And-Lit, Valgerður Briem Morgunblaðið/ÞÖK Myndlistarmaður og -kennari „Valgerður kom nálægt flestu í sögu myndmenntakennslu á Íslandi frá upphafi og átti meðal annars stóran þátt í að teiknikennsla var færð niður í fyrstu bekkina í stað þess að hefjast við tíu ára aldur. Hún var líka án efa eini myndmenntakennarinn sem kennt hefur börnum í útvarpi, eins og hún gerði árið 1939.“ Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.