Morgunblaðið - 16.09.2006, Síða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Hægviðri og
skýjað með köfl-
um en rigning um
tíma suðaust-
anlands. Hlýjast suð-
vestanlands. » 8
Heitast Kaldast
10°C 17°C
HAUSTLITIRNIR birtast nú óðum og lauf trjánna tek-
ur senn að falla til jarðar. Enn er þó rúmur mánuður til
fyrsta vetrardags og birtuskilyrði eins og að vori.
Spáð er nokkuð vætusömu en mildu veðri á landinu
fram yfir helgi en síðan mun snúast í norðaustanátt og
kólnandi veður.
Morgunblaðið/Ásdís
Haust í Reykjavík
KVIKMYND um Jón Pál Sigmars-
son náði öðru sæti á lista um mest
sóttu kvikmyndirnar síðustu daga.
Í pistli Birtu Björnsdóttur í dag er
athygli vakin á þessu, en þar segir
m.a. að „Niðurstaðan [hljóti] að
vera sérstaklega ánægjuleg fyrir
aðstandendur myndarinnar þar
sem nú stendur yfir kvikmyndahá-
tíð, sem myndin var reyndar sýnd í
tengslum við, og því framboð í bíó-
húsum meira en venjulega.“ Birta
segir jafnframt að „því miður [sé]
það sjaldgæft að íslenskar myndir
séu þær mest sóttu í kvikmynda-
húsum landsins“.
Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson
Nýja myndin
um Jón Pál
vinsæl
FRAM undan er langt og erfitt
tímabil leiðréttingar í íslensku efna-
hagslífi að því er kemur fram í um-
sögn greiningardeildar Danske
Bank um þær fréttir að dregið hafi
úr hagvexti hér á landi á öðrum
ársfjórðungi. Danski bankinn telur
þetta þó góðar fréttir þar sem
löngu hafi verið tímabært að herða
ólina.
Hagstofa Íslands gaf í gær út
Hagtíðindi þar sem fjallað var um
minnkandi hagvöxt og samdrátt í
einkaneyslu hér á landi. Hagvöxtur
var á öðrum ársfjórðungi 2,75% að
raungildi frá sama tíma í fyrra, og
er hagvöxtur það sem af er árinu
mun minni en í fyrra. Meginástæð-
an er ekki minnkandi framleiðsla
eða útflutningur, þótt aðeins hafi
dregið úr honum, heldur mikill
samdráttur í vexti einkaneyslu.
Einkaneysla jókst um 4,6% frá því í
fyrra, en árið áður jókst hún um
12,3%. Þá hefur vöxtur fjármuna-
myndunar dregist saman.
Minnkar þrýsting til
hækkunar stýrivaxta
Mikið munar um það hve mjög
hefur dregið úr vexti innflutnings,
en á öðrum ársfjórðungi jókst hann
um 6,3% miðað við 29% aukningu í
fyrra. Greiningardeild Glitnis segir
að miðað við þessar fréttir hafi
dregið úr líkum á snarpri leiðrétt-
ingu í íslensku efnahagslífi.
Að lokum segir í skýrslu Danske
Bank að þessi kólnun í íslensku
efnahagslífi minnki þrýsting til
hækkunar stýrivaxta. Ekki er gert
ráð fyrir að tímabili vaxtahækkana
sé lokið hjá Seðlabankanum, en til
greina komi að næsta hækkun verði
aðeins um 0,25% í stað 0,50% eins
og verið hefur undanfarin skipti.
Mjög dregur úr vexti
einkaneyslu hér á landi
Í HNOTSKURN
»Hagvöxtur það sem af er árier mun minni en undanfarin
misseri.
»Kemur það einkum til vegnasamdráttar í einkaneyslu og
minnkandi innflutnings.
»Greiningaraðilar eru al-mennt sammála um að um
góðar fréttir sé að ræða, en ís-
lenskt efnahagslíf hafi mátt við
kólnun sem þessari. Verulega | 16
KJARTAN Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri og al-
þingismaður, spyr Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt-
ur menntamálaráðherra í grein í Morgunblaðinu í
dag hvort hún geti tryggt honum aðgang að gögn-
um um símahleranir stjórnvalda á sjötta og sjöunda
áratug síðustu aldar. Samkvæmt jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar eigi hann rétt á aðgangi að
gögnunum og fái hann ekki jákvæð svör á næstu
dögum í þessum efnum verði hann að leita réttar
síns hjá dómstólum.
Kjartan rifjar upp að í vor hafi Guðni Th. Jó-
hannesson sagnfræðingur lagt fram óyggjandi
gögn um hleranir stjórnvalda hjá stjórnarandstæð-
ingum á þessum tíma og þar á meðal séu verulegar
líkur á að heimasími hans hafi verið hleraður.
Heimildir til hlerana hafi verið fengnar með tilvísan
til öryggis landsins sem jafngildi því að þeir sem
hlerað hafi verið hjá hafi verið sakaðir um landráð.
„Nú skyldi maður halda að hver sá sem fyrir slíku
verður af hálfu dómsmálaráðuneytisins í heima-
landi sínu, án þess þó að hafa nokkru sinni verið
ákærður eða dæmdur, eigi 40 árum síðar rétt á að
sjá öll gögn sem málið varða og enn eru varðveitt.
Mörg okkar sem hlerað var hjá á fyrrnefndum ár-
um eru nú látin en við sem eftir lifum viljum fá öll
gögnin til skoðunar. Við viljum sjá hvernig dóms-
málaráðuneytið rökstuddi hinar þungu ásakanir
sínar í okkar garð, hvernig sakadómur rökstuddi
leyfisveitinguna og ekki síst með hvaða hætti upp-
tökum af einkasímtölum okkar var ráðstafað.“
Kjartan segir að gögnin séu geymd á Þjóðskjala-
safni og honum hafi í tvígang í sumar verið neitað
um aðgang að þeim, bæði um frjálsan aðgang og
einnig um aðgang að þeim með sömu skilmálum og
sagnfræðingurinn, þótt hann hafi reyndar einnig há-
skólapróf í sagnfræði. Þess vegna spyrji hann ráð-
herra tveggja spurninga sem æðsta yfirmann safns-
ins
„1. Telur ráðherrann að það geti samrýmst jafn-
ræðisreglu stjórnarskrárinnar að mér, sem
hef lögvarinna hagsmuna að gæta og hef
reyndar háskólapróf í sagnfræði, sé neitað um
sams konar aðgang að umræddum gögnum og
annar sagnfræðingur hefur fengið?
2. Telur ráðherrann sig hafa möguleika á að
tryggja mér nú á næstu dögum þann rétt sem
jafnræðisregla stjórnarskrárinnar veitir mér til
aðgangs að umræddum gögnum um símahler-
anir á árunum 1949–1968?“
Krefst gagna um símahleranir
Spurt um | 38
MANNANAFNANEFND hefur
samþykkt beiðni um karlmanns-
nafnið Sókrates sem eiginnafn og
verður það fært á mannanafnaskrá
ásamt eignarfallsmynd þess, Sókr-
atesar.
Jafnframt samþykkti nefndin
beiðni um kvenmannsnafnið Þeba
sem eiginnafn, millinafnið Elvan,
karlmannsnafnið Svani sem eig-
innafn og verða þau færð á manna-
nafnaskrá. Nefndin samþykkti auk
þess beiðni um karlmannsnafnið
Æsir sem eiginnafn og skal það
fært á mannanafnaskrá ásamt eign-
arfallsmynd þess, Æsis. | 8
Mannanafna-
nefnd sam-
þykkir Sókrates
SÍÐUSTU bak-
vakt við björgun-
arþyrlur varnar-
liðsins á Kefla-
víkurflugvelli
lauk í gærmorgun
og geta nú Íslend-
ingar eða sjófar-
endur við landið
engrar aðstoðar
vænst úr þeirri átt.
Samkvæmt leigusamningum
Landhelgisgæslunnar á hún að fá
tvær þyrlur afhentar 1. október.
Frá 1971 hefur björgunarsveit
varnarliðsins komið að björgun 310
manna. Tvö afrek standa upp úr að
mati þeirra sem þekkja til, þ.e. þegar
sex mönnum var bjargað af þaki
björgunarskipsins Goðans í Vöðlavík
árið 1994 og síðan árið 2001 þegar
eina skipverjanum sem enn var á lífi
úr áhöfn Svanborgar SH var bjargað
við gríðarlega erfiðar aðstæður við
Svörtuloft á Öndverðarnesi.
Þyrlusveit
varnarliðs-
ins hætt
Þyrlunum | Miðopna
♦♦♦
♦♦♦ TEKIÐ var fyrir erindi frá Hrauni íÖxnadal ehf. á síðasta fundi sveit-
arstjórnar Hörgárbyggðar, þar
sem óskað er eftir því að sveitarfé-
lagið beiti sér fyrir því að stofnaður
verði fólkvangur í landi Hrauns. Í
umfjöllun á vefritinu bondi.is segir
að sveitarstjórnin hafi samþykkt að
vísa beiðninni um fólkvang til
skipulags- og umhverfisnefndar til
umfjöllunar við yfirstandandi að-
alskipulagsgerð. Var nefndinni fal-
ið að hefja undirbúning fyrir stofn-
un fólkvangsins.
Hraun í Öxnadal
verði fólkvangur
REYKJAVÍKURBORG mun halda
veglega upp á tuttugu ára afmæli
leiðtogafundar Ronalds Reagans og
Míkhaíls Gorbatsjovs sem fram fór í
Höfða 12.–13. október 1986.
Meðal annars mun Gorbatsjov
halda fyrirlestur um alþjóðamál og
kalda stríðið en auk þess verður
haldið málþing þar sem halda er-
indi fræðimenn frá Bandaríkjunum
og Rússlandi.
Gorbatsjov mun einnig sitja há-
degisverð í Höfða 14. október
ásamt flestum þeim sem stóðu að
fundinum, s.s. Davíð Oddssyni, þá-
verandi borgarstjóra, Steingrími
Hermannssyni, þáverandi forsætis-
ráðherra, Matthíasi Á. Mathiesen,
þáverandi utanríkisráðherra, og
Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi
forseta Íslands. | 6
Gorbatsjov ræðir
um kalda stríðið