Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kárahnjúkavirkjun | Nú eru tuttugu dagar síðan byrjað var að safna vatni í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Gengur það nokkru hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna hlýinda undanfarið, en nú hefur hægt á inn- streymi eftir að tók að kólna. Ekki hefur orðið vart hræringa eða óeðlilegs leka um Kárahnjúkastíflu og hreyfingar á steyptum flekum og öðru hverfandi, að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun. Stendur vatns- borð Hálslóns nú í 545 metra hæð yfir sjáv- armáli og dýpi við Kárahnjúkastíflu er um 90 metrar og því 80 metrum undir hæstu lónstöðu. Lónið, sem nær nú að eystri Sauðá fyrir innan Kringilsá, er rúmlega 8,5 ferkílómetr- ar að flatarmáli, um 17 km á lengd og liðlega hálfur kílómetri á breidd, en verður tveggja km breitt og 25 km langt fullt. Ráðgert er að lónið nái 565 m hæð um næstu áramót og 625 metrum eftir ár, sem er full lónhæð. Skv. upplýsingum frá Landsvirkjun er leki um stíflur hverfandi og í raun minni en búist hafði verið við, en þar á bæ segja menn að allar stíflur leki að einhverju marki. Fjöldi mæla sem komið hefur verið fyrir í Kárahnjúkastíflu og nálægum berggrunni sýnir stöðugt ástand og engar jarðhrær- ingar, breytingar á jarðskorpu og eða ófyr- irséðar breytingar á grunnvatni. Það kom fram hjá Fjólu G. Sigtryggsdóttur verk- fræðingi á VST, sem fór ásamt sérfræð- ingum Landsvirkjunar með 140 íbúum með- fram Jökulsá á Dal til ósa í kynnisferð um virkjunina liðna helgi, að smáskjálftamæl- anet Veðurstofu Íslands við Kárahnjúka væri það næmt fyrir umhverfi sínu að um- ferð tækja í tengslum við framkvæmdirnar greindist þar sem einskonar suð sem hyrfi þegar hlé væri gert á vinnusvæðinu í mat- artímum. Hefðu engar hræringar af neinu tagi komið fram á smáskjálftamælunum sem rekja mætti til stíflumannvirkja eða Háls- lóns. Hliðarstíflum að fullu lokið í nóvember Hvítt hefur verið yfir síðustu dagana eftir hríð á sunnudagsnótt og ekki útlit fyrir að það breytist í bráð gangi veðurspá eftir. Risaborinn TBM3 er nú einn við heilborun aðrennslisganganna undir Hölkná austan Þrælaháls, eða um 6 km frá gangamótum. Búist er við að slegið verði í gegn í nóv- ember. Örfáa metra vantar nú upp á að Desj- arárstífla nái fullri hæð og unnið er við að setja þéttikjarna í Sauðárdalsstíflu, en fram- kvæmdum við hana á að ljúka n.k. mán- aðamót og við Desjarárstíflu í lok nóvember. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar í Valþjófs- staðarfjalli er fyrsta vél af sex tilbúin til prófunar. Vélarnar eru síðan settar upp hver af annarri. Nú er aðallega unnið við vél 2 en einnig vélar 3 og 4. Þá er unnið í spennasal við að standsetja spenna nr. 1, 2 og 3. Verið er að sandblása önnur af tveimur lóðréttum fallgöngum úr aðrennslisgöngum niður í stöðvarhús og steypa upp vatnsgeymi í Fljótsdal, þar sem geymdir verða 400 rúmmetrar vatns til að kæla vélarnar í stöðvarhúsinu. Verið er að grafa frárennslisskurð frá munna frárennsl- isganga úr stöðvarhúsinu, sem munu leiða vatnið út í Jökulsá í Fljótsdal og þaðan í Lagarfljót. Morgunblaðið/RAX Hafsjór Hálslón er að verða eins og haf yfir að líta og teygir sig inn að jökli, er nú komið inn að Kringilsárrana. Lóndýpt við Kárahnjúkastíflu er nú 90 metrar og vantar 80 metra upp á endanlega lónhæð Fylling Hálslóns hálfnuð Jökla hefur streymt í Hálslón í þrjár vikur og verður ekki vart hreyfinga á mannvirkjum eða í bergi og leki um stífluna er óverulegur. Steinunn Ásmunds- dóttir tók stöðuna á virkjuninni. Morgunblaðið/RAX Vetrarríki Stíflan og Kárahnjúkur blasa við en vatnsborðið er nú í 545 metrum yfir sjávarmáli. NOTKUN nagladekkja á höfuðborg- arsvæðinu er komin niður í 52% sam- kvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborg- ar í lok síðasta vetrar. Til saman- burðar mældist hlutfallið vera 65% í febrúar árið 2002 og hefur notkun nagladekkja því dregist saman um 20% á 4 árum. Greint hefur verið frá því að borg- aryfirvöld muni ekki beita þvingun- arúrræðum til að minnka enn frekar notkun nagladekkja og jafnframt svifryksmengun en þess í stað verð- ur beitt jákvæðum áróðri til að vekja ökumenn til umhugsunar um hvort nagladekkin séu endilega besti kost- urinn í innanbæjarakstrinum. Mega fara 29 sinnum yfir heilsuverndarmörk 2006 Í lok síðasta árs gaf umhverfis- og heilbrigðissvið Reykjavíkur það út að svifryk hefði 18 sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á árinu 2005 á stöðinni á Grensási, en mörkin hafa verið að ekki sé farið yfir heilsu- verndarmörk oftar en í 35 skipti á ári á einni mælingarstöð. Viðmiðunar- mörkin fyrir 2006 voru 29 skipti en árið 2010 verða þau komin í 7 skipti. Benda má á að Ísland hefur þá sérstöðu að hér eru nokkuð margar uppsprettur fyrir svifryk, að því er segir í niðurstöðum rannsóknar Iðn- tæknistofnunar á samsetningu svif- ryksmengunar í Reykjavík frá í fyrra. Þar segir að fyrst megi telja umferðarmengun svo sem útblástur, malbik, bremsuborða og salt af göt- um. Þá megi nefna náttúrulegar uppsprettur svo sem jarðveg, sand og sjávarrok. Í Ósló eru nagladekk leyfð en rukkað er hátt gjald fyrir notkun þeirra. Eftir það hafa margir hætt að nota nagladekk og kom í ljós að það hafði ekki í för með sér slysaöldu. Dregur úr nagladekkjanotkun Nær annar hver bíll á höfuðborgarsvæðinu er á nagladekkjum en hlutfallið var 65% árið 2002 Í HNOTSKURN »Svifryk er talin ein helstaorsök heilbrigðisvanda- mála sem rekja má til meng- unar í borgum og getur valdið ertingu í öndunarfærum manna. »Upplýst hefur verið aðþrír fjórðu svifryksmeng- unarinnar hér á höfuðborg- arsvæðinu eru af manna völd- um en um fjórðungur á sér hins vegar náttúrulegar or- sakir.                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.