Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 23

Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 23
verðkönnun MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 23 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót eða SPRON Viðbót á Netinu fyrir 12. nóvember næstkomandi fá 10% vaxtaauka á áunna vexti um áramótin. A RG U S / 06 -0 56 5 10% vaxtaauki! Mesti verðmunurinn var á blóðþrýstingslyfinu Amlo þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í síðustu viku. Amlo var dýrast á 3.325 krónur í Lyfjum og heilsu og ódýrast í Skipholtsapóteki á 2.144 krónur sem er 1.181 krónu verðmunur. Þessi tvö apótek eru rekin af sama aðilanum, sitt undir hvoru nafninu. Verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun reyndist enn meiri eða allt að 66%. Tvö dæmi búin til Skipholtsapótek og Lyfjaver voru oftast með lægsta verðið í könnuninni en Lyf og heilsa við Egilsgötu var oftast með hæsta verðið. Í könnuninni eru tekin dæmi af tveim- ur einstaklingum Dæmi 1. 43 ára karl á þremur lyfjum, svefn- lyfi (Stilnoct) og tveimur blóðþrýstingslyfjum (Amlo og Daren). Heildarverðið á þessum lyfjum var lægst í Skipholtsapóteki, kr. 5.284, en hæst í Lyfjum og heilsu, kr. 7.466, sem er 41% verðmunur. Heildarþátttaka Tryggingastofnunar í lyfj- um karlsins var kr. 3.355 og hluti sjúklings í verðinu gat mest orðið kr. 7.606 ef enginn af- sláttur var veittur í apótekinu. Dæmi 2. 38 ára kona á tveimur lyfjum, getn- aðarvarnarlyfi (Diane mite) og bólgueyðandi verkjalyfi (Voltaren rapid). Heildarverðið á þessum tveimur lyfjum var lægst í Skipholtsapóteki en þar kostuðu þau samtals kr. 3.269 en hæsta heildarverðið var í Laugarnesapóteki, kr. 4.228, sem er rúmlega 29% munur á hæsta og lægsta heildarverði. Heildarþátttaka Tryggingastofnunar í lyfjum konunnar gat hæst orðið kr. 310 og hluti sjúk- lings í lyfjaverðinu gat mest orðið kr. 4.452 ef enginn afsláttur var veittur í apótekinu. Fáanlegt er á markaðnum ódýrara sam- heitalyfið Vostar-S sem kemur í stað bólgu- eyðandi verkjalyfsins Voltaren rapid. Við- skiptavinum í öllum apótekum nema Lyfju, Lyfjavali og Laugarnesapóteki var boðið sam- heitalyfið. Í öðrum apótekum, sem buðu sam- heitalyfið áður en lyfin voru afgreidd, var verð- ið á því tekið með í niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apótekaranum Smiðjuvegi 2, Apótekinu Skeif- unni, Árbæjarapóteki Hraunbæ 102b, Garðs- apóteki Sogavegi 108, Laugarnesapóteki Kirkjuteig 21, Lyfjum og heilsu Egilsgötu 3, Lyfju Lágmúla 5, Lyfjavali Álftamýri 1, Lyfja- veri Suðurlandsbraut 22, Rima apóteki Langa- rima 21 og Skipholtsapóteki Skipholti 50b. Talsverður verðmunur milli lyfjabúða Í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kemur fram að verðkannanir á lyfseðils- skyldum lyfjum séu unnar í samráði við Land- læknisembættið og framkvæmdar þannig að lagðir eru fram lyfseðlar í apótekum, en ekki er gefið upp að um verðkönnun sé að ræða fyrr en lyfin hafa verið skrifuð út og verð prentað á pokamiða. Þetta tryggir að raunverulegt verð til viðskiptavina komi fram í könnuninni. „Taka skal fram að hér er aðeins um verð- könnun á fáum lyfjategundum að ræða sem endurspeglar ekki verð á öllum lyfjum í við- komandi apótekum. Niðurstöðurnar eru þó skýr vísbending til neytenda um að talsverður verðmunur geti verið á milli lyfjabúða. Neyt- endur ættu einnig að vera vakandi fyrir því að spyrjast fyrir um það í apótekum hvort fáan- legt sé ódýrara samheitalyf í stað þess sem læknir hefur ávísað þar sem þau geta oft verði mun ódýrari en frumlyf. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila“ segir í fréttatilkynningunni. Mestur verðmunur á blóðþrýstingslyfi +,  , 0    1$/ %   % - % - #  2  -   . !   * /' . ! /#        *   #. .12  0  4 !  /#   "  ! /#   -  !  /#     #..51  *# )  3            # #   #"  #" # #! .   %0   1 &   %0     2        / %0  "  / %0     2  (   #   2    &   2    %0 '  "  3           $      2  ( ) *                                                                                     #  #! # !# # # # " "#!    # # #  #!! # # !         4 / %0 (  ($  0                 0  3    4  - *     % % 4              - &2    # Allt að 55% verðmunur var á lyfseðilsskyldum lyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í ellefu apótekum á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 12. október síðastliðinn Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson ÞAÐ er gömul vísa og ný að lítið glas af rauðvíni getur verið heilsu- samlegt. Nú telja vísindamenn að hið sama gildi um bjór og sterk vín. Fólk er þó hvatt til að ganga hægt um gleðinnar dyr, því eins og ann- að eru þessar veigar bestar í hófi. Norska vefritið forskning.no greinir frá því að fjöldi rannsókna undanfarinn áratug bendi til að vínneysla í hófi geti haft jákvæð áhrif á líkama og heilsu. Sú nýjasta þeirra leiðir í ljós að það er ekki vín í sjálfu sér heldur vínandinn sem það inniheldur sem virkar á heilsufar fólks. Þetta þýðir að bæði vín, bjór og sterkir drykkir geti haft sömu jákvæðu áhrifin og rauð- vín. Áfengisiðnaðurinn hefur fjár- magnað margar þessara kannana en engu að síður eru þær nú orðn- ar svo margar að erfitt er að segja þær marklausar. Þó er undir- strikað að skammturinn fari ekki yfir einn drykk á dag. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Drykkur á dag heilsa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.