Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Málin rædd Össur Skarphéðinsson og Halldór Blöndal skiptust á skoðunum utan ræðustóls Alþingis á þingfundi í gær. Magnús Þór Hafsteinsson fylgist með. EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra tilkynnti í umræðu á Alþingi utan dagskrár í gær að at- vinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný. Tóku þingmenn stjórnarandstöð- unnar misjafnlega vel í ákvörðunina þrátt fyrir að allir þeir sem tóku til máls væru sammála um að rétt væri að Íslendingar nýttu sér dýrastofna í hafinu með sjálfbærum hætti. Umræðan sem fram fór í upphafi þingfundar í gær var til komin að beiðni Magnúsar Þórs Hafsteinsson- ar, þingmanns Frjálslynda flokks- ins, en hann taldi ástæðu til að sjáv- arútvegsráðherra útskýrði hvers vegna hvalveiðiskipið Hvalur 9 hefði látið úr Reykjavíkurhöfn skömmu áður. Sagði Magnús að um sögulega og hátíðlega stund hefði verið að ræða. Sjávarútvegsráðherra þakkaði þingmanninum fyrir að hafa byrjað umræðuna og greindi frá þeirri ákvörðun sinni að heimila veiðar í at- vinnuskyni á 9 langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006–2007. Kemur sá kvóti til viðbótar þeim 39 hrefnum sem veiddar verða á næsta ári vegna vísindaveiða Hafrann- sóknastofnunar. Forsendur veiða til staðar Ráðherra sagði að í raun væri um lítið skref að ræða, enda væri það stefna íslenskra stjórnvalda að stíga varlega til jarðar í hvalveiðimálum. Þjóðréttarlegar heimildir væru til hvalveiða í atvinnuskyni og Ísland gæti hafið veiðar í atvinnuskyni líkt og ríki eins og Bandaríkin, Rúss- land, Japan og Noregur sem það gerðu með löglegum hætti. Íslend- ingar hefðu gert ákveðna fyrirvara við bann ráðsins við hvalveiðum í at- vinnuskyni þegar Ísland gerðist á ný aðili að alþjóðahvalveiðiráðinu. Ráð- herra nefndi í þessu samhengi að því hefði verið lýst yfir að veiðar myndu ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir sumarið 2006. „Allar forsendur eru því til staðar til að hefja veiðarnar,“ bætti sjávarútvegsráðherra síðan við. Sagði hann að Íslendingar hefðu stundað vísindaveiðar síðan árið 2003 án þess að viðbrögð hefðu orðið jafnharkaleg og margir óttuðust. Meiri hagsmunum fórnað Stjórnarandstöðuþingmenn voru allir sammála sjávarútvegsráðherra um að rétt væri að Íslendingar nýttu þá dýrastofna sem væru í hafinu með sjálfbærum hætti. Margir þeirra ef- uðust hins vegar um að þeir hags- munir sem fælust í atvinnuveiðum á hvölum væru meiri en þeir hags- munir sem lagðir væru í hættu vegna veiðanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, taldi að veiðarnar gætu orðið Íslending- um dýrkeyptar. „Við getum ekki vænst þess að alþjóðasamfélagið telji yfirlýsinguna gefa okkur ský- lausan rétt til að rjúfa bannið sem samþykkt var og ekki var mótmælt árið 1983. Ekki er þörf að rekja þann vanda sem upp getur komið og margs konar skaða á landi og þjóði og mótbyr fyrir Íslendinga á al- þjóðavettvangi og vandræði á fisk- mörkuðum og vandi í ferðaþjónustu og hvalaskoðun sem aukið hefur at- vinnustöðu á landsbyggðinni.“ Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók í sama streng og gagnrýndi að málið hefði ekki verið rætt í utanríkismálanefnd fyrr en eftir að Hvalur 9 var í raun hald- inn til veiða. „Það er ljóst að lítils háttar atvinnuveiðar munu ekki gefa af sér nema smáar fjárhæðir og því allt eins líklegt að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við verðum fyrir miklu meira tjóni en þessar takmörkuðu veiðar geta gefið af sér.“ Þingmenn Frjálslynda flokksins fögnuðu hins vegar ákvörð- un ráðherra og Guðjón Arnar Krist- jánsson gagnrýndi að ekki hefði ver- ið leyft að veiða fleiri langreyðar. Þingmenn stjórnarflokkanna, ásamt sjávarútvegsráðherra, lögðu hins vegar áherslu á að veiðarnar væru í samræmi við þá stefnu sem Alþingi hefði mótað árið 1999 með þingsályktunartillögu sem þá var samþykkt af miklum meirihluta þingmanna. Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokksins, tók fram að í ljósi þeirraR ályktunar hefði það verið gagnrýnivert hefði ráðherrann ekki stigið það skref sem tekið hefði verið nú. Samflokksmað- ur Hjálmars, Kristinn H. Gunnars- son, benti á að Hafrannsóknastofnun teldi að hæfilegt væri að veiða 400 hrefnur á ári og 200 langreyðar til að veiðarnar væru sjálfbærar. Einungis stæði til að veiða brot af þeim fjölda á næsta fiskveiðiári. Þingheimur sammála um rétt Íslendinga til að veiða Utandagskrárumræða hafði verið boðuð um hval- veiðimál á Alþingi í gær og þar dró heldur betur til tíðinda. Gunnar Páll Baldvinsson fylgdist með því er Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti að hefja ætti hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. gunnarpall@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 11 ALÞINGI Í umræðum um störf þingsins beindi Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, þeirri fyrirspurn til dómsmálaráð- herra hvort honum fyndist nóg gert til að rannsaka þær hleranir sem áttu sér stað í kalda stríðinu og þær sem Jón Baldvin Hanni- balsson og Árni Páll Árnason hafa sagt að hafi átt sér stað að því loknu á símum þeirra í utan- ríkisráðuneytinu. Taldi Ingibjörg að rannsaka ætti málin með heildstæðari hætti en ákveðið hefði verið. Benti hún á að skynsamlegast væri að fara þá leið sem Norðmenn hefðu farið við rannsóknir á pólítískri njósnastarfsemi í kalda stríðinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs tók í sama streng og skoraði á ríkisstjórnina að „taka sönsum í leyniþjónustu- og hlerunarmálum“. Rannsaka ætti atburðina og skoða í framhald- inu hvort bjóða þyrfti þeim sem orðið hefðu fyrir hlerunum skaða- eða miskabætur. Taldi hann að sú leið sem Norðmenn hefðu farið væri ákjósanleg og að forystumenn stjórn- málaflokkanna ættu að koma saman og ræða hvernig best væri að leysa málið. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, var einnig þeirrar skoðunar að skynsam- legt væri að skipa nefnd líka þeirri norsku. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var því ósammála að þau mál sem nú væri rætt um hér á landi væru sambærileg þeim sem skoðuð hefðu verið í Noregi. Hann hafnaði því einnig að ríkisstjórnin hefði ekki staðið sig í að upp- lýsa hin svokölluðu hleranamál. Skipuð hefði verið nefnd sem fjallaði um aðgang að gögnum er þau vörðuðu, ákveðið hefði verið að veita mönnum aðgang að gögnum um hleranir og ríkissaksóknari hafið rannsókn á hlerunum í utanríkisráðuneytinu á síðasta áratug. Einnig taldi hann sérkennilegt að þingmenn stjórn- arandstöðunnar gagnrýndu þá málsmeðferð að ríkissaksóknari hæfi rannsókn á málinu. Deilt um hleranamál Skiptar skoðanir meðal alþingismanna um hvort feta eigi í fótspor Norðmanna Morgunblaðið/Kristinn Hleranir Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu að þing- ið setti á fót rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd. ÞINGMENN stjórnarandstöð- unnar ræddu um frumvarp menntamálaráð- herra um Ríkis- útvarpið ohf. í þaula á þingfundi í gær. Um var að ræða framhald á umræðu sem hófst í gær en afgreiðsla frumvarps- ins hefur dregist nokkuð. Umræðan er sú fyrsta af þremur um frumvarp- ið en í gær stóð einnig til að ræða frumvarp menntamálaráðherra til laga um Sinfóníuhljómsveit Íslands og um frumvarp til laga um útvarps- lög, prentrétt og samkeppnislög. Af því varð ekki, enda fullnýttu stjórn- arandstæðingar þann ræðutíma sem þeir höfðu samkvæmt þingsköpum. Fremur óvenjulegt þykir að fyrsta umræða um frumvarp dragist svo á langinn og sökuðu sumir stjórnar- þingmenn stjórnarandstöðuna um að tefja málið viljandi. Til heitra orðaskipta kom stöku sinnum og hvatti Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, þingforseta eitt sinn til að ávíta Mörð Árnason fyrir að hafa kallað sig aumingja. Minnti þingfor- seti menn á að gæta orða sinna og baðst Mörður afsökunar á orðum sínum. Klukkan níu í gærkvöldi lauk umræðunni síðan þegar mælenda- skrá tæmdist. Rætt um RÚV fram á kvöld Mörður Árnason ÞINGMENN Vinstri hreyfingarinn- ar – græns framboðs hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um friðlýs- ingu Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði. Þingmennirnir vilja að Alþingi álykti að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa frumvarp til laga um frið- lýsingu vatnasvæðisins norðan Hofs- jökuls. Myndi friðlýsingin taka til vatnasviðs Austari- og Vestari-Jök- ulsár og yrði hvers kyns röskun á náttúrulegum rennslisháttum ánna vera óheimil. Sérstaklega skuli hug- að að því við undirbúning málsins hvernig friðlýsing vatnasvæðanna norðan Hofsjökuls geti tengst fram- tíðaráformum um Hofsjökulsþjóð- garð og fallið að stækkuðu friðlandi Þjórsárvera sunnan jökulsins. Í greinargerð með þingsályktunartil- lögunni kemur fram að árnar báðar renni í gljúfrum og að náttúrufegurð þeirra sé einstök. Tillaga um friðlýsingu ♦♦♦ FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hyggst leggja fram frumvarp um gatnagerðargjald þar sem því verður slegið föstu að gatnagerðargjald sé skattur. Í lögum sem gilt hafa um gatnagerðargjald er gengið út frá því að gatnagerðargjald teljist til þjónustugjalda en á undanförnum árum hafa fræðimenn á sviði lög- fræði bent á að gatnagerðargjald beri viss einkenni skatta. Hefur einnig reynt á þetta í úrskurðum fé- lagsmálaráðuneytisins og dómum Hæstaréttar. Brýnt þykir að skýrt sé í lögum á hvaða grunni gjaldtöku- heimildin er reist en það er markmið frumvarpsins að eyða allri óvissu um slíkt. Hefur einnig verið óvíst hvort heimilt sé að innheimta gatnagerð- argjald í dreifbýli en með frumvarp- inu yrði tekinn af allur vafi um að gatnagerðargjald verði aðeins lagt í þéttbýli. Gjald verði skattur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.