Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRODE Pleym, talsmaður norskra
Grænfriðunga, segir það bæði dap-
urlegt og ónauðsynlegt að hvalveiðar
skuli hafnar á Íslandi og ennfremur
sé lítill möguleiki á að koma hvala-
afurðum á Japansmarkað. Að hans
mati eru Íslendingar nú að hefja veið-
arnar vegna þrýstings frá Kristjáni
Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals
hf.
„Fyrst og fremst er hér um að
ræða algerlega ónauðsynlega
ákvörðun af þeirri ástæðu að neysla á
hvalkjöti er mjög lítil,“ segir hann.
„Og það eru engin merki um mögu-
leika á því að flytja kjötið út til Jap-
ans. Auk þess er hvalaskoðun vax-
andi ferðamannaiðnaður á Íslandi
sem er miklu betri leið til að nýta
hvalinn.
Mér virðist sem þessi ákvörðun sé
tekin vegna mikils þrýstings Krist-
jáns Loftssonar á vissa aðila, en þessi
ákvörðun er hins vegar ekki mikil-
væg fyrir íslensku þjóðina. Við erum
því döpur yfir þessu og í okkar huga
er þessi ákvörðun alvarlegri en sú
sem tekin var árið 2003,“ segir Pleym
og vísar þar til margumræddrar
ákvörðunar stjórnvalda í ágúst sama
ár um að hefja hvalveiðar í vísinda-
skyni.
Aðspurður hvort samtökin muni
grípa til einhverra aðgerða, segir
Pleym að slíkt hafi ekki verið rætt
enda málið alveg nýtt. Mikilvægast
nú sé að halda áfram samvinnu og
stuðningi við íslenska aðila sem mót-
mæla hvalveiðunum t.d. á sviði ferða-
þjónustunnar og hvalaskoðunar. „Ég
er viss um að þessi ákvörðun sætir
gagnrýni, bæði á Alþingi Íslendinga
og úti í samfélaginu. Þetta er alveg út
í hött og það hlýtur að teljast ákaf-
lega undarlegt að gefa Kristjáni
Loftssyni önnur eins völd.“
Legið í loftinu árum saman
Í vefútgáfu norska blaðsins Tøn-
sbergs Blad segir í gær að náttúru-
verndarsamtökunum World Wide
fund (WWF) komi það ekki á óvart að
nú skuli Íslendingar hefja hvalveiðar.
Ákvörðunin hafi legið í loftinu allt frá
árinu 2001 þegar Íslendingar gerðust
aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu á ný.
Grænfriðungar segja hvalveiðarn-
ar dapurlegar og ónauðsynlegar
Morgunblaðið/ÞÖK
Veiðar undirbúnar Hvalur 9 kemur að hvalstöðinni í Hvalfirði í gær, en þar var allt gert klárt fyrir veiðarnar.
MJÖG skiptar skoðanir eru um
hvalveiðar í öllum stjórnmálaflokk-
um, að sögn Jóns Sigurðssonar,
formanns Framsóknarflokksins:
„Þetta er hins vegar lögmæt
ákvörðun sjávarútvegsráðherra,
enda liggur það fyrir að heimild til
hvalveiða er fyrir hendi,“ sagði
Jón í samtali við Morgunblaðið.
Hann lagði áherslu á að sjávarút-
vegsráðherra hefði ekki verið að
taka ákvörðun nú um að heimila
hvalveiðar, sú heimild hefði legið
fyrir.
„Sjávarútvegsráðherra var að
taka þá ákvörðun hvaða daga má
veiða og hve mikið má veiða af
hverri tegund. Heimild til hval-
veiða lá hins vegar fyrir og það er
ástæða til að benda á að þetta eru
mjög litlar veiðar, 0,2% af hrefnu-
stofninum og 0,04% af langreyð-
arstofni. Þetta eru sem sagt al-
gjörlega sjálfbærar veiðar sem um
er að ræða.“
Sérkennilegt hagsmunamat
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
sagðist almennt vera þeirrar skoð-
unar að eðlilegt væri að nýta
hvalastofna með sjálfbærum hætti,
eins og aðrar sjávarauðlindir.
„Ég fæ hins vegar ekki séð hver
er skynsemin í þessari ákvörðun
og finnst þetta nokkuð sérkenni-
legt hagsmunamat. Það er fátt
sem bendir til þess að Íslendingar
verði hvalveiðiþjóð aftur í ein-
hverjum mæli meðan alþjóðasam-
félagið lítur þeim augum á hval-
veiðar sem það gerir. Það er
enginn útflutningsmarkaður fyrir
hvalaafurðir í neinum mæli, menn
yrðu þá að vinna upp alveg nýja
markaði og ég veit ekki hvar þeir
ættu að vera.“
Ingibjörg Sólrún kvaðst óttast
að þessi ákvörðun gæti skaðað
ferðaþjónustuna og orðspor okkar
á alþjóðavettvangi nú þegar Ís-
lendingar ætluðu að láta málefni
hafsins til sín taka, bæði innan
ýmissa alþjóðastofnana og á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna.
Skiptar
skoðanir um
hvalveiðar
FRÉTTIN um að Íslendingar hyggist
hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að
nýju vakti verulega athygli á Vest-
urlöndum í gær.
Fréttavefur breska ríkisútvarps-
ins, BBC, skýrði frá ákvörðun ís-
lensku ríkisstjórnarinnar og var það
næststærsta frétt vefjarins fram eftir
degi. Allar helstu fréttastofur Vest-
urlanda skýrðu einnig frá ákvörð-
uninni, þeirra á meðal Reuters, AFP
og AP. Bandarísk dagblöð á borð við
Washington Post, New York Times
og USA Today birtu frétt AP á
fréttavefjum sínum.
Norrænir netmiðlar, þeirra á með-
al vefur norska blaðsins Aftenposten,
greindu einnig frá tíðindunum.
Fréttastofan AFP hafði eftir tals-
manni Alþjóðlegu verndarsamtak-
anna (IUCN) að ákvörðun íslensku
stjórnarinnar væri mikið áhyggju-
efni og gæti orðið til þess að fleiri
þjóðir hæfu hvalveiðar.
Veldur þjóðinni álitshnekki
Fréttastofurnar greindu frá við-
brögðum Grænfriðunga.
„Íslendingar hafa engan markað
fyrir hvalkjöt, en þeir hafa feiki-
stóran og verðmætan markað fyrir
hvalaskoðunarferðir,“ hafði AP eftir
talsmanni Grænfriðunga, Frode
Pleym. „Í stað þess að veðja á eins
manns herferð fyrir því að blása lífi í
úrelta og þarflausa atvinnugrein,
sem getur aðeins valdið þjóðinni
álitshnekki út um allan heim, ættu Ís-
lendingar að færa sér vaxandi áhuga
á hvalaskoðun í nyt.“
AFP hafði eftir Pleym að umhverf-
isverndarsamtök teldu ekki að Ís-
lendingar hefðu rétt til að hefja hval-
veiðar í atvinnuskyni að nýju. „Þetta
brýtur augljóslega í bága við mark-
mið hvalveiðibannsins.“
„Þetta er skref í rétta átt,“ hafði
hins vegar Aftenposten eftir Rune
Frøvik, leiðtoga Norðurheimsskauts-
samtakanna, sem styðja hvalveiðar.
„Það er gott að tvær þjóðir skuli nú
heimila hvalveiðar í atvinnuskyni,“
sagði hann og skírskotaði til Norð-
manna sem hafa veitt hvali.
„Íslendingar hafa engan
markað fyrir hvalkjöt“