Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Selfossi | Stangaveiðifélag Reykja- víkur (SVFR) hyggst verja tugum milljóna króna á næstu árum í að auka laxveiði í uppsveitum Árnes- sýslu. Félagið hefur samið við eig- endur netaveiðiréttar í Ölfusá og Hvítá, sem veitt hafa liðlega tvo þriðju hluta netaaflans, um að leggja netaveiðar af gegn árlegu gjaldi. Til að standa straum af kostnaðinum hyggst Stangaveiði- félagið koma á fót netaupp- kaupasjóði en veiðimenn munu sjálfir fjármagna hluta uppkaupana með hærri veiðileyfum. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir umræðu um upptöku neta í Ölfusá og Hvítá fyrst hafa kviknað innan félagsins fyrir um hálfri öld og deilur á milli stangveiðimanna og netabænda hafi blossað reglu- lega upp í gegnum tíðina. „Að þessu sinni fórum við samningaleiðina og nú er ákveðnum áfangasigri fagn- að. Við erum hins vegar ekki hættir og ætlum okkur að ná öllum netum upp á svæðinu,“ segir Bjarni. Stangaveiðifélagið vill ekki gefa upp þær fjárhæðir sem um er að tefla varðandi einstaka veiðirétt- areigendur en Bjarni segir að á næsta ári muni félagið verja um átta milljónum króna til netaupp- kaupa. „Samningarnir við neta- bændurna eru ýmist til þriggja eða fimm ára svo ljóst er að heildar- fjárhæðin skiptir tugum milljóna króna. Félagið mun leita víða eftir samstarfsaðilum varðandi fjár- mögnun verkefnisins og við erum vongóð um að Fiskræktarsjóður styðji verkefnið,“ segir Bjarni. Veiðimenn munu sjálfir bera hluta kostnaðarins við netaupp- kaupin með hærra verði á veiðileyf- um en Bjarni treystir sér ekki til að spá um hversu mikil hækkunin verði. Þeir eigendur netaveiðiréttar í Ölfusá og Hvítá, sem undanfarin áratug hafa veitt um einn þriðja hluta netaaflans, munu áfram leggja net sín. „Það er mat vísinda- manna að 20 til 30% af þeim laxi sem fór í net þeirra bænda sem við höfum nú samið við muni veiðast á stöng. Við vonum, að þetta muni auka stangaveiðina á næsta sumri um 500 til 600 laxa,“ segir Bjarni. Miklu fé varið til netauppkaupa Netaveiði verður að mestu hætt í Ölfusá og Hvítá Ljósmynd/Kristján J. Kristjánsson Ánægðir Fjórir af sjö stjórnarmönnum SVFR, auk formanns Stanga- veiðifélags Selfoss, á blaðamannafundi á Selfossi í gær þar sem samn- ingarnir voru kynntir. Frá vinstri: Eiríkur St. Eiríksson, Þorsteinn Ólafs, Bjarni Júlíusson, Gylfi Gautur Pétursson og Steindór Pálsson. VINNUSLYS varð í Skipalyftunni í Vestmanna- eyjum á fjórða tímanum í gær. Undirstöður gáfu sig þegar verið var að taka Gandí VE upp í lyftuna. Var upptakan langt komin þegar vír slitnaði og það olli því að undirstöður gáfu sig. Voru fimm menn við botnskoðun og lentu þeir allir í sjónum. Tveir þeirra slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Annar þeirra kenndi eymsla í baki og eftir skoðun var hann lagður inn. Hinn fékk skurð á höfuðið en fékk að fara heim eftir að búið var að hlúa að honum. Mikil mildi þykir að ekki fór verr. Unnið var að því seinni part dags í gær að koma skipinu aftur á flot en ekki er vitað um skemmdir. Þó er talið að skemmdir á lyftunni séu talsverðar. Á að kanna skemmdir á skipinu í dag. Ljósmynd/Ómar Garðarsson Tveir slösuðust í Eyjum TILLAGA um undirbúning að sölu Fríkirkjuvegar 11 var samþykkt á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær en borgarráð hafði áður sam- þykkt að fela framkvæmdasviði að undirbúa auglýsingu húseignar- innar. Í tillögunni segir að við val á kaupanda verði auk tilboðsverða tekið tillit til framtíðarnotkunar og sögu hússins en borgarráð mun fá auglýsingu með endanlegum skil- málum til samþykktar. Embættið bjóði í lóðina Fram kom í máli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarfull- trúa Samfylkingar, að þegar hún gegndi embætti borgarstjóra hafi það verið nefnt við hana að húsið væri þannig staðsett og af þeirri stærð, að embætti forseta Íslands væri sómi sýndur af því að vera með skrifstofur þar. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sagðist ekki hafa heyrt um áhuga forsetaembættis- ins en hann hvatti embættið til að sækja um og bjóða í lóðina. Undirbúa sölu Forsetaembættið á Fríkirkjuveg 11? TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, telur að samruni MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsöl- unnar auk hugsanlega Kaupfélags Skagafjarðar, samkvæmt fréttum, muni með alvarlegum hætti brjóta gegn hagsmunum neytenda. Sömu- leiðis verði að telja slíkan samruna til þess fallinn að leiða til atferlis sem brjóti gegn réttindum neytenda. Leggur hann til að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum sem komi í veg fyrir samruna af því tagi sem fyrirhugaður er. Með því að af- nema undanþágu búvörulaga frá samkeppnislögum, sem heimilar sam- runa afurðastöðva í mjólkuriðnaði, má afstýra yfirvofandi einokun í mjólkuriðnaði sem myndi draga mjög úr samkeppni í greininni. Tillaga hans byggist á því að samruni sé – ólíkt öðrum frávikum frá samkeppnislög- um sem búvörulög heimila – að jafn- aði óafturkræfur nema lög standi til ógildingar. Talsmaðurinn bendir jafnframt á að fordæmi séu fyrir slíkum skjótum afskiptum löggjafans að gefnu sér- stöku tilefni sbr. viðbrögð löggjafans við fyrirhugaðri yfirtöku á tilteknum sparisjóði. Hann tekur fram að embættið taki að jafnaði ekki að eigin frumkvæði af- stöðu í málum sem hafa verið til um- fjöllunar hjá öðrum eftirlitsaðilum sem hann hefur ekki fengið til um- sagnar. Þar sem umræddar fréttir lúta hinsvegar að yfirvofandi sam- runa, gangi þvert á nýtt og ítarlega rökstutt álit Samkeppniseftirlitsins og feli í sér hættu á óafturkræfum breytingum sem eru til þess fallnar að leiða til mjög skaðlegra afleiðinga fyr- ir neytendur telur hann eðlilegt að bregðast við með framangreindum hætti. Talsmaður neytenda óttast einokun í mjólkuriðnaði Samruni ógnar hags- munum neytenda Í HNOTSKURN »Einokun í mjólkuriðnaðimyndi draga úr samkeppni á þessu sviði og stefna hags- munum neytenda í verulega hættu að mati talsmanns neyt- enda, Gísla Tryggvasonar. »Talsmanni neytenda ber skv.1. mgr. 6. gr. laga nr. 62/ 2005 um Neytendastofu og tals- mann neytenda að standa vörð um hagsmuni og réttindi neyt- enda og stuðla að aukinni neyt- endavernd. GYLFI Arnbjörnsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík, en hann sóttist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins vegna alþing- iskosninga næsta vor. Gylfi segist í yfirlýs- ingu hafa fundið fyrir miklum stuðningi en að bekkur frambjóð- enda í efstu sætin sé þröngt setinn fram- bærilegum einstaklingum. Líklegt sé því að baráttan verði mikil og að þeir, sem mæti nýir til leiks, þurfi að hafa mikið fyrir því að ná þeim árangri sem þeir stefni að. „Eft- ir vandlega íhugun tel ég að barátta við þessar aðstæður samræmist illa störfum mínum og hlutverki sem framkvæmda- stjóra og talsmanns Alþýðusambands Ís- lands,“ segir Gylfi svo. Því hafi hann ákveð- ið að draga framboð sitt til baka. Gylfi hættir við þátttöku í prófkjöri Gylfi Arnbjörnsson TIL STENDUR að flytja skrifstofur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) í nýtt og hentugra húsnæði þar sem undirbúningur að sölu núverandi hús- næðis ÍTR á Fríkirkjuvegi 11 stendur fyrir dyrum. Að sögn Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokks, kemur sterklega til greina að ÍTR verði fundið aðsetur í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykja- víkur en viðræður þess efnis hafa átt sér stað undanfarið. „Það hefur legið fyrir árum saman að ÍTR þyrfti nýtt og betra húsnæði þar sem bæði væri til staðar betri aðstaða og betra aðgengi. Við höfum átt í viðræðum innan stjórnkerfisins og komið hefur í ljós að Orkuveita Reykjavíkur hefur upp á mjög hentugt húsnæði að bjóða í sínum höf- uðstöðvum í Árbæ,“ segir Björn Ingi en hann vonast til þess að ÍTR geti flutt í nýtt húsnæði á næstu vikum. ÍTR flytur líklega í höfuðstöðvar OR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fertugan karlmann í tveggja mán- aða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og gripdeild. Honum var auk þess gert að greiða rúmar 35 þúsund krónur í skaða- bætur og tæplega 79 þúsund króna þókn- un skipaðs verjanda síns. Sakaferill mannsins er langur og nær aftur til ársins 1986, flest eru brotin auðg- unarbrot en einnig hótanir, eignaspjöll, brot gegn valdstjórninni og umferð- arlagabrot. Sandra Baldvinsdóttir, settur héraðs- dómari, kvað upp dóminn. Dæmdur í sextíu daga fangelsi MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Kerfið, sem gerir notendum kleift að senda greinar beint inn til Morgunblaðsins, sendir sjálfvirkt svar á netfang viðkom- andi þess efnis að greinin hafi verið móttekin. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Upplýsingar um hámarkslengd greina má finna á innskráningarsíð- unni undir liðnum „Ítarlegri upp- lýsingar“. Notandi skráir sig er hann notar kerfið í fyrsta skipti Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið og fær þá sent lykilorð til síðari nota. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er notandasvæðið þá virkt. Hægt er að senda mynd af höfundi með þessu sama formi. Í forminu er merktur reitur þar sem koma má á framfæri upplýsingum eða óskum til starfsfólks Morgun- blaðsins varðandi greinina eða myndir. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt, en notendum gefst kostur á að stytta greinarnar áður en þær eru sendar. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Jafn- framt er rétt að benda á að þeir, sem senda greinar með tölvupósti á ákveðin netföng, mega búast við því að fá greinarnar sendar til baka með beiðni um að nota þetta nýja kerfi. Þeim, sem lenda í vandræðum með skráninguna eða eiga óvirk notendanöfn, er vinsamlega bent á að hafa samband við Huldu Krist- insdóttur í síma 569 1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.