Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
EF ÞÚ TÆKIR LENGRI TÍMA Í AÐ
TYGGJA, ÞÁ MUNDI ÞÉR LÍÐA EINS OG
ÞÚ ÆTTIR MEIRI MAT
EF ÉG FENGI MEIRI MAT, ÞÁ MUNDI
MÉR LÍÐA EINS OG ÉG ÆTTI MEIRI MAT
ELDINGU SLÆR
NIÐUR OG ÞRUMURNAR
FÁ HIMININN TIL
AÐ SKJÁLFA
HINN ÓGNVÆNLEGI
KALVIN HEFUR VERIÐ
SAUMAÐUR SAMAN ÚR
LÍKUM, EN RAFMAGNIÐ
NEYÐIR BLÓÐIÐ UPP Í HEILA
HANN
LIFIR!!
SJÁÐU
HVER ER
KOMINN Á
FÆTUR
GÓÐAN
DAGINN
SVEFNPURKA
MÖMMU MINNI OG
HRÓLFI KEMUR ALLTAF
BETUR OG BETUR SAMAN
ÞAÐ
ER NÚ
GOTT
HÚN GAF
HONUM MEIRA
AÐ SEGJA
JÓLAGJÖF Í ÁR
OG HVAÐ
GAF HÚN
HONUM? HUNDAÓL
Í DAG ÆTLA
ÉG AÐ FARA
MEÐ GRÍM TIL
L..Æ..K..N..I..S
TEFÐU HANA
Á MEÐAN ÉG
H..L..E..Y..P
HVERNIG
VAR GÆR-
DAGURINN
HJÁ ÞÉR?
HANN
VAR BARA
FÍNN EN
HJÁ ÞÉR?
FÍNN, EN
ÞAÐ ER
SKRÍTIÐ AÐ
ÞAÐ SÉ STRÍÐ
Í GANGI
EN SEM
BETUR FER
ÞÁ SNERTIR
ÞAÐ OKKUR
EKKI
RAJIV,
LALLI... MÁ
ÉG EIGA VIÐ
YKKUR ORÐ?
AUÐVITAÐ,
HVAÐ ER
ÞAÐ
LÚLLI?
ÉG ÞARF
AÐ FÁ FRÍ Í
DÁLÍTINN
TÍMA..
ÞAÐ ER
VERIÐ AÐ
SENDA MIG TIL
ÍRAK
ÉG MEÐAN JOE ER AÐ SKRIFA
NÝTT HANDRIT ÞÁ VIL ÉG AÐ ÞÚ
FARIR ÚT AÐ BORÐA MEÐ M.J.
HVAÐ EF ÉG
HEF ANNAÐ
AÐ GERA?
HÆTTU
VIÐ ÞAÐ
ÁHORFENDURNIR
VERÐA AÐ HAFA
EITTHVAÐ TIL AÐ
HLAKKA TIL
EKKI SLÆM
HUGMYND
Sýningin Konan verður hald-in í Laugardalshöll dagana21. og 22. október. Dag-mar Haraldsdóttir er
framkvæmdastjóri sýningardeildar
Íslandsmóta sem sér um skipulagn-
ingu hátíðarinnar: „Um er að ræða
sýningar- og fyrirlestrardagskrá
sem, eins og nafnið gefur til kynna,
er um konur – fyrir konur, útskýrir
Dagmar. „Þetta er í fyrsta skipti
sem viðburður af þessu tagi er
haldinn á Íslandi en sýningar af
þessum toga njóta mikilla vinsælda
erlendis.
Sýningin Konan skoðar lífsstíl
konunnar í dag og koma að yfir 100
fyrirtæki, fagfélög og fyrirlesarar:
„Við gerum öllu skil: frá mat,
heilsu og hollustu til tísku og förð-
unar ásamt því að hafa boðið til
okkar 20 konum sem ætla að miðla
af reynslu sinni og þekkingu í fjöl-
breyttum fyrirlestrum,“ segir Dag-
mar. „Meðal annars verðum við
með glæsilega tískusýningu, og
mjög flotta hárgreiðslusýningu með
lifandi tónlist. Úrsmiðir, gullsmiðir,
hárgreiðslumeistarar, klæðskera-
og kjólameistarar verða með lifandi
vinnustofur þar sem gestir geta
fylgst með störfum þeirra á lifandi
og skemmtilegan hátt. Tískuteymi
Samtaka iðnaðarins verður svo með
forvitnilega uppákomu þar sem nú-
verandi og/eða verðandi þingkonur
fá heildræna meðferð teymanna og
sem kynnt verður á sýningunni.
Fyrirlestradagskráin hefst kl.
11.30 báða sýningardagana og eru
fyrirlestrar fluttir á klukkutíma
fresti. „Við höfum fengið til liðs við
okkur hóp framúrskarandi kvenna
sem munu fjalla um áhugaverð
málefni. Meðal annars mun Sús-
anna Svavarsdóttir kynna Rauð-
hettuklúbbinn sem hefur það að
leiðarljósi í starfsemi sinni að lífið
byrji ekki fyrir alvöru fyrr en eftir
fimmtugt. Fjallað verður um sjálf-
styrkingu konunnar og hvernig
konur geti betur nýtt sér tengsl-
anet kvenna. Næringarráðgjafi
mun fjalla um mataræði og holl-
ustu og stúlkurnar í Forma-
hópnum ræða um átröskun, segir
Dagmar. „Bryndís Schram mun
halda fyrirlestur og Hendrikka
Waage fjallar um reynslu sína af
að koma sér á framfæri í viðskipta-
lífinu. Dagmar bætir við að frá
upphafi hafi verið markmið að-
standenda sýningarinnar að nota
tækifærið til að styrkja gott mál-
efni: „Að þessu sinni styrkjum við
Mörtu Guðmundsdóttur sem und-
irbýr ferðalag yfir Grænlandsjökul
þar sem athygli verður vakin á
brjóstakrabbameini,“ segir Dag-
mar. „Marta greindist fyrir ári síð-
an með brjóstakrabbamein og fékk
í júlí sl. niðurstöðu um að hún hefði
náð bata. Í framhaldi af því sótti
hún um að taka þátt í Grænlands-
leiðangrinum sem farinn er á veg-
um belgískra samtaka. Marta er
einstæð móðir, einstök kona og
hugrökk, með jákvæða sýn á lífið.
Hún er umfram allt góð fyrirmynd
og viljum við styrkja hana til ferð-
arinnar, enda um dýrt framtak að
ræða.
Á sýningunni verður seldur sér-
merktur gripur sem fengið hefur
nafnið Magnaða Marta og mun
söluandvirðið renna til Mörtu fyrir
ferðakostnaði: „Hún verður einnig
með aðstöðu á sýningunni og býður
gestum að spjalla um ferðalagið
sem og þá reynslu að greinast með
brjóstakrabbamein og þá meðferð
sem fylgdi á eftir, segir Dagmar.
Nánari upplýsingar um dagskrá
sýningarinnar Konan má finna á
slóðinni www.islandsmot.is/konan
Sýning | Konan: kvenleg sýningar- og fyr-
irlestrardagskrá í Laugardalshöll um helgina
Um konur,
fyrir konur
Dagmar Har-
aldsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1964. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
við Sund og er að
ljúka námi í hag-
nýtri fjölmiðlun
frá Háskóla Ís-
lands. Dagmar starfaði hjá Fjár-
festingafélagi Íslands í tvö ár, en
hóf árið 1991 störf hjá tímaritaút-
gáfu Fróða, m.a. við markaðsmál,
greinaskrif og sem ritstjóri sérrita.
Hún hefur frá 2000 unnið við sýn-
ingadeild Icexpo, m.a. sem sýning-
arstjóri og frá 2005 sem fram-
kvæmdastjóri. Dagmar er gift Pétri
Péturssyni ljósmyndara og á með
honum þrjú börn en Pétur á fyrir
eina dóttur.
ÞESSIR miður frýnilegu fýrar eru
liðsmenn hljómsveitarinnar Slipk-
not. Auk tónlistarinnar hefur sveit-
in, sem hefur níu manns innan-
borðs, verið alræmd fyrir
allsvakalega sviðsframkomu og enn
í dag veit enginn hverjir nákvæm-
lega skipa sveitina en meðlimir
bera allir grímur.
Hér mæta þeir til leiks á upp-
tökur á Fuse/Fangoria keðjusagar-
verðlaununum sem haldin voru í
Orpheum Theater í Los Angeles um
helgina.
Reuters
Slipknot enn í felum